Morgunblaðið - 04.11.2001, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 04.11.2001, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 51 DAGBÓK Tilboð -10% Sérmerkt með nafni og símanúmeri Nú kr. 1.782 Nu kr. 1.890 Lei kskólapokar Ge islad iskahlustur Póstlistinn sími 557-1960 Íslenski www.postlistinn.is auðvelt-hringdu! til 15. nóv. LAGERSALAN TUNGUHÁLSI 7 HELDUR ÁFRAM Opið föstud. frá kl. 11-18, laugard. og sunnud. 11-17. Tökum bæði debet- og kreditkort. Tunguháls 7 er fyrir aftan Sælgætisgerðina Kólus. Sími okkar er 567 1210 HEILDVERSLUN MEÐ JÓLA- OG GJAFAVÖRUR Í 35 ÁR FORELDRAR! Hjálpum börnum okkar að öðlast innri frið Námskeið í lífsfærni verður haldið frá 8. til 21. nóvember fyrir foreldra og börn þeirra fædd 1994 og 1995. Viðfangsefni námskeiðsins er FRIÐUR Upplýsingar í síma 693 0113 og 861 4498 Viltu ráða því í hvaða framhaldsskóla þú ferð í næsta haust? Til þess þarftu góðar einkunnir og þá er NÁMSAÐSTOÐ fyrir sæmræmdu prófin góður kostur. Nemendaþjónustan sf. sími 557 9233 namsadstod.is Félag harmonikuunnenda heldur skemmtifund kl. 15 í dag í Skipholti 50a. Meðal þeirra sem koma fram eru Ágústa Sigrún Ágústsdóttir, sem kynnir tónlist af disknum Hittumst heil, ennfremur Vindbelgirnir auk margra fleiri. Allir eru velkomnir. Takið með ykkur gesti. Félag harmonikuunnenda fyrir byrjendur og lengra komna. Úrval hugmynda. Listakonan Aldís Ívarsdóttir kennir. Uppl. í síma 659 9965 Trölladeigsnámskeið STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbarn dagsins: Þú ert vinalegur náungi og margir misskilja það og telja þig veiklyndan. En þeir komast sko að öðru! Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Gleymdu ekki samskiptunum við vini og vandamenn. Þótt ekkert bjáti á er sjálfsagt að ræða saman og njóta um- hyggju hver annars og björtu hliðanna. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú hefur lengi velt málunum fyrir þér og nú er komið að því að þú segir hug þinn og sjáir hvaða undirtektir hugmyndir þínar fá. Vertu þolinmóður. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það er eitthvert eirðarleysi í þér. Reyndu að einbeita þér að því sem þú átt að gera, því annars gengur ekkert upp hjá þér í tæka tíð. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Einhverjir draugar úr fortíð- inni eru að gera þér lífið leitt. Hættu að forðast þá og gerðu málin upp því aðeins þá getur þú haldið ótrauður áfram. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Láttu þér ekki bregða þótt vinir þínir hafi aðrar skoðanir á málum en þú. Kannaðu fyrst hvað þeir hafa fram að færa og berðu það saman við þín mál. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þegar okkur finnst fokið í flest skjól eigum við þó alltaf eitt hjálpræði. Vertu óragur við að leita þess því þá skipast veður fljótt í lofti. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ættir að hætta að hugsa um það sem þér finnst vera efst á baugi og hvíla hugann. Þú mætir til leiks á ný hress og endurnærður eftir slíkt hlé. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Nú getur þú ekki lengur vikist undan því að gera þá hluti heima fyrir sem þú hefur skotið ítrekað á frest. Gakktu glaður til verksins og kláraðu það. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þótt þú eigir bágt með að skila hugmyndir vinar þíns er eng- in ástæða til þess að leggja vináttuna á ís. Reyndu að setja þig í hans spor og skilja. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Nú er rétti tíminn til að hefj- ast handa við heilsubót. Byrj- aðu smátt því farirðu of geyst af stað er hætta á því að út- haldið bili fljótlega. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Gefðu þér tíma til þess að skoða heiminn með augum barnsins. Ekkert er eins end- urnærandi og að þurfa ekki að standa skil á öllum sköpuðum hlutum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Gefðu þér tíma til þess að skipuleggja þig betur. Þeim tíma, sem í það fer, er vel var- ið. Þér mun vinnast betur og árangurinn verður miklu betri. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla 60 ÁRA afmæli. Nk.þriðjudag 6. nóvem- ber er sextugur Sigurður Gunnsteinsson, Rauðalæk 45, Reykjavík. Eiginkona hans er Guðmunda Jó- hannsdóttir. Þau taka á móti vinum og vandamönn- um á afmælisdaginn milli kl. 17-19 í Félagsheimili Orku- veitu Reykjavíkur í Elliða- árdal. PETER Weichsel tók góð sér langan umhugs- unartíma áður en hann stökk í slemmu með spil suðurs. En hann var fljótur að spila úr spilinu, enda hafði hann gert upp við sig leiðina áður en að blindur kom upp! Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ KDG3 ♥ D3 ♦ K10832 ♣95 Vestur Austur ♠ 8542 ♠ 1076 ♥ K972 ♥ 6 ♦ G94 ♦ D75 ♣76 ♣KD8432 Suður ♠ Á9 ♥ ÁG10854 ♦ Á6 ♣ÁG10 Weichsel og gamli fé- lagi hans Alan Sontag spila í öðru bandaríska liðinu á HM í París og þetta spil er frá fyrsta hluta keppninnar gegn Áströlum. Sontag vakti létt á tígli í norður og austur hindraði með þremur laufum. Sagnir þróuðust svo þannig: Vestur Norður Austur Suður -- 1 tígull 3 lauf 3 hjörtu Pass 3 spaðar Pass 4 lauf Pass 4 hjörtu Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Það tók Weichsel heila eilífð að stökkva í sex hjörtu. Hann bjóst við að makker ætti 11-13 punkta og taldi líkleg- ustu skiptinguna 4-2-5-2. Slemmunni stóð helst ógn af því að vörnin ætti slag á tromp og annan á lauf. En eftir mikla íhug- un sá Weichsel að hann var í góðum málum ef makker ætti kóng annan í trompi – þá mætti taka ÁK í trompi og henda svo tveimur laufum niður í spaða og/eða tígul. Hitt var verra ef tromp makkers var drottning önnur. En Weichsel var undir það búinn líka. Fyrst þurfti hann að meta hvort lauf varnar- innar skiptist 7-1 eða 6-2. Hann ákvað að fylgja út- spilinu, ef það væri hár hundur ætlaði hann að reikna með 6-2 legu og spila þannig: Taka á lauf- ás og hjartaás, og henda síðan tveimur laufum niður. Allt þetta fór í gegnum huga Weichsels áður en hann stökk loks í slemm- una. Vestur kom út með laufsjöu og nú kom Weichsel öllum á óvart með því að spila á leift- urhraða: laufás, hjartaás og fjórum sinnum spaði: tólf slagir í hvelli! BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson. LJÓÐABROT TÍÐARFAR Órrar tíðar sá orðinn er bragur, að því nákvæmast skynja eg bezt: sérhver dónsinn sýnast vill fagur, svíkjast um vinnu, en eyða sem mest. Jón Thoroddsen 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Rf6 4. e5 Rfd7 5. c3 c5 6. Bd3 Rc6 7. Re2 cxd4 8. cxd4 f6 9. Rf4 Rxd4 10. Dh5+ Ke7 11. Rg6+ hxg6 12. Dxh8 Rxe5 13. Bb1 Dc7 14. Kd1 Bd7 15. b3 Hc8 16. Bb2 Rc2 17. Dg8 Rg4 18. Rc4 dxc4 19. Bxc2 Dd6+ 20. Ke1 c3 21. Bxc3 Hxc3 22. Bxg6 De5+ 23. Kf1 Rh6 24. Dh7 Bb5+ 25. Kg1 Þessi óvenjulega staða kom upp í minningarmóti Jóhanns Þóris Jónssonar. Það verður ekki ofsagt að þungu menn hvíts eru í meira lagi óvirk- ir. Jón Árni Hall- dórsson (2.143) hafði svart gegn Guðjóni Heiðari Valgarðssyni (2.083). 25...He3! og svartur gafst upp enda yrði hann mát eftir 26. fxe3 Dxe3#. 9. bikarmót Striksins og Taflfélagsins Hellis fer fram í kvöld, 4. nóvember, kl. 20.00 á ICC. Allar nánari upplýs- ingar eru veittar á skak.is. Næsta atkvöld Hellis verður svo haldið á morgun, mánu- daginn 5. nóvember, og hefst kl. 20 í Hellisheimilinu. Ljúffeng verðlaun í boði Dominos. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Ljósmynd/Rut BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 25. ágúst sl. í Árbæj- arkirkju af sr. Guðmundi Þorsteinssyni Júlía Eva Menzinger og Vilhjálmur Páll Einarsson. Ljósmynd/Rut BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 25. ágúst sl. í Dóm- kirkjunni af sr. Önnu Sigríði Pálsdóttur Kristín Hrund Whitehead og Balema Alou. Heimili þeirra er í Freiburg í Þýskalandi. Ljósmyndaverið Skugginn BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. september sl. í Dómkirkjunni í Reykjavík af sr. Jakobi Ágústi Hjálm- arssyni Lilja Ósk Snorra- dóttir og Erlendur Cassata. STÖKUR Enginn skyldi ýta bróður illa ræma, þegar síðast allur er hann alda lýður glöggvast sér hann. Leiðast stundum lífið fer löngu vöxnum fljóðum, betri samt þeim biðlund er en bendlast erkislóðum. FRÉTTIR Skelltu vindubrúnni niður aftur. Það var örugglega einhver að kalla ... Smælki ANNA Soffía Hauksdóttir, pró- fessor í rafmagns- og tölvuverk- fræði við Háskóla Íslands, heldur fyrirlestur á vegum IEEE á Íslandi og raf- magns- og tölvuverkfræðiskorar Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn verður haldinn þriðjudaginn 6. nóvember kl. 17.15 í Odda, stofu 101, í húsakynnum Háskóla Ís- lands. Fyrirlesturinn nefnist Fjöll og dalir í svörunum yfirfærslufalla og fjallar um nýlegar rannsóknir hennar á þessu efni. Allir velkomn- ir. Fyrirlestur um yfirfærsluföll
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.