Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 11 Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson fest hvort fatlað barn á rétt á sam- kvæmt lögum, óski foreldrar eftir því, að vera í almennum skóla eða hvort geðþóttaákvarðandir í stjórnsýslunni vega þar þyngra. Nú er Halla orðin 16 ára, málið er því ekki höfðað fyrir hana heldur tók ég þá ákvörðun að fara í þetta mál fyrir önnur fötluð börn í framtíðinni, þannig að það sé á hreinu hver er réttur þeirra.“ Ingibjörg segir ennfremur að það sé sorglegt hvað kennarar og skóla- yfirvöld hafa eytt mikilli orku í að bola Höllu burtu úr skóla. „Þeirri orku hefði verið betur varið í að veita Höllu og bekkjarsystkinum hennar stuðning.“ Óljós ákvæði í lögunum Dögg Pálsdóttir, hrl. hefur verið lögmaður foreldra Höllu frá því í febrúar í fyrra. „Með málsókninni er- um við að láta reyna á ákvæði grunn- skólalaga sem kveða á um að það sé meginstefnan að kennsla fari fram í heimaskóla. Ákvæði laganna eru á hinn bóginn óljós varðandi það hvað gera skuli ef ágreiningur verður um það milli foreldra annars vegar og skólayfirvalda hins vegar hvort barn- ið geti notið kennslu við sitt hæfi í heimaskóla. Við höldum því fram að það séu foreldrarnir sem ráði í þessum tilvikum og teljum orða- lag laganna skýrt í því sambandi. Þar njótum við og stuðnings við álit skóla- nefndar Seltjarnarness sem tjáði sig skriflega um þetta sumarið 1999. Nefndin skipti síðar um skoðun,“ seg- ir Dögg. „Við túlkum lögin svo að það sé for- eldra að ákveða hvort barnið sé í heimaskóla eða sérskóla og að skóla- yfirvöld verði að sætta sig við þá ákvörðun. Þau verði þá að haga þjón- ustunni í samræmi við þarfir barns- ins.“ Það sem gerist í þessu máli, að sögn Daggar, er að barnið er upp- haflega rekið úr skóla fyrir brot á agareglum. „Það er auðvitað óskilj- anlegt hvernig fatlað barn á að geta brotið agareglur, ekki síst þegar það er með aðstoðarmann með sér allan daginn. Verkefni aðstoðarmannsins hlýtur, að okkar mati, að vera m.a. það að sjá til þess að fatlaða barnið fylgi skólareglum,“ segir hún og bæt- ir við að þau hafi kært þann úrskurð fyrst til skólanefndar, sem staðfesti brottvikninguna, og síðan til mennta- málaráðuneytis. Ráðuneytið taldi brottvikninguna ólögmæta. „Í stað þess að taka við barninu í skólann á ný tilkynnir skólinn þá að hann treysti sér ekki til að taka við barninu aftur vegna fötlunar þess. Raunar eru orð látin falla í bréfinu í garð foreldra barnsins sem ekki er unnt að skilja á annan veg en þann að beinskeytt réttindabarátta þeirra í þágu barnsins sé látin bitna á barninu.“ Dögg segir að í málinu verði látið reyna á tvennt. Annars vegar að fá ómerkta þessa ákvörðun skólans og skólayfirvalda um að barnið geti ekki verið í skólanum. Hins vegar sé einn- ig látið á það reyna hvað tímabundin brottvikning úr skóla þýði í raun. „Barninu var vikið úr skóla í febrúar 2000. Þegar nýtt skólaár var að hefj- ast haustið 2000 var þess krafist að hún yrði tekin í skólann á ný því það leiddi af sjálfu sér að tímabundinn brottvikning gæti aldrei haldið áfram yfir á nýtt skólaár. Öll börn hlytu að byrja með hreint borð í byrjun nýs skólaárs, hvað sem á hefði gengið í málum þess á liðnu skólaári. Þegar nýtt skólaár var að hefjast haustið 2000 þá snerum við okkur til skólans og fórum fram á að barnið fengið skólavist á ný. Því var hafnað.“ Dögg bætir við að á þetta atriði hafi aldrei reynt og lagaákvæðum sé ekki til að dreifa. Dögg bendir á að það sé athygl- isvert í þessu máli að þeir sem að því hafa komið hafi mikla tilhneigingu til að láta persónulegar skoðanir á því hvers konar skólavist sé fötluðum fyrir bestu blinda sýn á aðalatriðinu sem sé hvað löggjafinn segi um það atriði. „Löggjafinn segir að megin- reglan varðandi skólagöngu sé heimaskóli. Það er kjarni málsins að okkar mati,“ segir Dögg. Aðlögun fatlaðra og ófatlaðra barna gengur í flestum tilfellum vel Friðrik Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Landsamtakanna Þroskahjálp- ar, segir að fötluðum grunnskóla- börnum í almennum skólum fjölgi sífellt. Hann segir aðlögun barnanna ganga í allflestum tilvikum vel og um- rætt prófmál sé nánast einsdæmi vegna þeirrar heiftar sem einkennir það. Inntur eftir því hvers vegna for- eldrar fatlaðra barna kjósi frekar að senda börn sín í almenna skóla segir hann að það megi rekja til hug- myndafræðinnar um sama skóla fyrir alla. Hann segir aðlögunarstefnuna, þ.e. að hafa ófötluð börn í sama skóla og fötluð börn, hafa byrjað í leikskól- um fyrir 30 árum og mönnum finnist þetta því eðlilegt framhald, þ.e. að ef fötluð börn geti farið í leikskóla í sínu hverfi að þau geti einnig farið þar í grunnskóla. Þá sé framhaldsskóla- kerfið einnig að nokkru leyti blandað en hann segir hefðbundna framhalds- skóla með sérstakar deildir fyrir þennan nemendahóp. „Þetta mál er í raun prófmál á túlkun 37. greinar grunnskólalaganna. Hvað er átt við með þessu valdi foreldra eða forráða- manna? Okkar skoðun er sú að þessi grein sé gagnslítil ef það er ekki svo að foreldrarnir og forráðamenn eigi þarna algjört vald,“ segir Friðrik og bætir við að með prófmálinu fáist úr- skurður um hvernig beri að túlka greinina sem sé gott fyrir alla aðila. Hann segir að samkvæmt úrskurði menntamálaráðuneytisins, um það hvernig beri að túlka 37. grein grunn- skólalaga, sé valdið foreldra og for- ráðamanna. „Síðan er spurning hvort skólar eigi einhverja undankomuleið með því að verða ekki við þessu. Um- rætt prófmál snýst um að skólinn segist hafa gert ákveðna hluti til að reyna að uppfylla þetta en ekki tekist. Er það þá nægjanlegt?“ Til eru alþjóðlegar yfirlýsingar, að sögn Friðriks, sem Ísland hefur und- irritað eins og Salamanca-yfirlýsing- in sem tengist þessu máli. „Salam- anca-yfirlýsingin er skólapólitísk stefna sem fjallar um að aðlögunar- stefnan verði stefna í öllum samfélög- um,“ segir Friðrik og bætir við að mál Höllu sé einn liður í þeirri baráttu. viðtaka í Valhúsaskóla. Myndin er sviðsett.  Haustið 1991 Halla hefur nám í 1. bekk Mýrarhúsaskóla.  Undir lok skólaársins 1995 Fjölmörg börn í bekk Höllu taka sig saman og senda óhróðursbréf að sögn foreldra Höllu um dóttur þeirra og fjölskyldu inn á heimili þeirra. Stefnendur sýndu skólastjóra bréfin og óskuðu eftir því að málið yrði tekið fyrir með foreldrum. Skólinn neitar því. Skólasálfræðingur talaði þó við börnin og sagði að það reyndist erfitt að vinna börnin á band Höllu. Til- raunir skólans til að vinna gegn ein- elti barnanna mistókust.  Haustið 1997 Halla flutt í bekk með nýjum bekkjarfélögum en yngri. Allan þann vetur gekk skólagangan vel enda lögð sérstök alúð í verk- efnið. Í framhaldi bauð skólastjóri að Halla fylgdi nýja bekknum áfram.  Haustið 1998 Framan af vetri gengur vel. Skólastjóri tilkynnir í mars 1999 að það sé vilji skólans og skólayfirvalda að Halla fari í sérskóla fyrir fatlaða. Þá var ennfremur sagt að ef fjölskyldan sætti sig ekki við þetta úrræði myndi ekki verða lögð áfram áhersla á að skipuleggja fag- legt starf með Höllu í skólanum. Í framhaldi af því sendir móðir Höllu m.a. bréf til umboðsmanns Alþingis sem brást skjótt við og kærðu for- eldrar Höllu brottreksturinn úr Mýr- arhúsaskóla í kjölfarið. Úrskurður skólanefndar var sá að bæjarfélag- inu bæri skylda til að tryggja Höllu skólavist í grunnskólum bæjarins á grundvelli 37. greinar laga um grunn- skóla.  Haustið 1999 Halla innritast í Val- húsaskóla og hefur nám í 8. bekk. Í samskiptabók Höllu kemur fram að vel gangi og í samræmi við vænt- ingar.  Janúar 2000 Foreldum Höllu berst bréf frá skólastjóra Valhúsa- skóla þar sem tilkynnt er um fyrirhug- aðan brottrekstur Höllu úr skólanum vegna brota á skólareglum og m.a. sagt að hún hafi óhlýðnast stuðn- ingskennara þegar hún neitaði að fara inn í skólann eftir vettvangsferð. Þá staðfesta 20 starfsmanna skól- ans að þeir hafi oft um veturinn orðið vitni að átökum milli starfsmanna og Höllu. Foreldrum gefinn kostur á and- mælum vegna brottvikningar.  Febrúar 2000 Foreldrar Höllu fá bréf þar sem þeim er tilkynnt um brottvikningu Höllu tímabundið úr skóla. Hinn 4. febrúar ritar skóla- nefnd Seltjarnarness stefnendum bréf þar sem fram kemur að skóla- nefndin hafi einhliða tryggt Höllu til frambúðar sérkennsluúrræði í Safa- mýrarskóla. Foreldrar hafna því úr- ræði. Umsagnir um nám Höllu eru send- ar lögmanni foreldra Höllu, undirrit- aðar af kennurum, fagaðilum og öðr- um starfsmönnum, mörgum þeim sömu og studdu brottrekstur hennar úr Mýrarhúsaskóla.  Mars 2000 Skólanefnd Seltjarn- arness send stjórnsýslukæra þar sem m.a. er gerð krafa um að brott- vísun Höllu verði felld úr gildi.  Júlí 2000 Skólanefnd Seltjarn- arness, nú undir stjórn nýs skóla- nefndarformanns, kveður upp úr- skurð þar sem hafnað er kröfu foreldra Höllu um að felld verði úr gildi ákvörðun skólastjóra Valhúsa- skóla frá febrúar 2000 um tíma- bundna brottvikningu stúlkunnar úr Valhúsaskóla. Úrskurður skólanefndar Seltjarn- arness kærður til mennta- málaráðuneytisins.  September 2000 Úrskurður menntamálaráðuneytisins kveðinn upp þar sem ákvörðun skólastjóra Valhúsaskóla frá 1. febrúar 2000 um að vísa Höllu úr skóla tímabundið er felld úr gildi. Skólinn fer þess á leit við foreldra Höllu að hann fái nokkra daga til að undirbúa skólagöngu hennar.  Mánaðamótin september/ október 2000 Halla hefur skólagöngu að nýju. Hinn 6. október er foreldrum hennar tilkynnt að stuðningsmaður sem ráðinn hafði verið fyrir dóttur þeirra hafi sagt upp störfum. Segir í bréfi að ljóst sé að skólinn geti ekki tekið við Höllu þar sem ekki sé starfsfólk til að sinna henni. Áfram verði þó reynt að finna stuðnings- mann. 16. október er fundur með starfs- mönnum skólans um skólagöngu Höllu. Á fundinum voru m.a. Ingi- björg, lögmaður þeirra hjóna, fram- kvæmdastjóri Þroskahjálpar, lögmað- ur Seltjarnarnesbæjar, skólastjóri og grunnskólafulltrúi. Fram kom á fund- inum óánægja foreldra Höllu með að hún hefði ekki verið skráð í bekk. Henni og stuðningsmanni hefði mætt kuldalegt viðmót kennara og hún ver- ið einangruð frá skólastarfi með öðr- um nemendum strax og hún hóf skólanám á ný í Valhúsaskóla. Skóla- stjóri skýrði frá því að kennarar við skólann stæðu saman um að hafna samvinnu við Höllu og að hann styddi þá aðgerð í ljósi þess að stefnandi hefði kært hann og kennara skólans.  31. október 2000 Skólastjóri og skólanefnd Seltjarnarness tilkynna foreldrum Höllu að Valhúsaskóli geti ekki veitt Höllu viðtöku við skólann og mælast jafnframt til þess að hún fari í Safamýrarskóla. Ingibjörg leitar til Reykjavík- urborgar og óskar eftir skólavist í ein- hverjum af grunnskólum Reykjavíkur.  Febrúar 2001 Grunnskóli í Reykja- vík tilbúinn að taka Höllu í 10. bekk skólaárið 2001 til 2002. Byggt á stefnu lögmanns foreldra Höllu og upplýsingum móður hennar. Grunnskólaganga Höllu ÍGREINARGERÐ Seltjarnarnes-bæjar og skólanefndar Seltjarn-arness í dómsmálinu er því haldið fram, líkt og í greinargerð Valhúsa- skóla, að kröfugerð stefnenda full- nægi ekki þeirri grundvallarreglu ís- lensks réttarfars að þau hafi lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um kröfur sínar. Bærinn og skólanefnd mótmæla einnig að í málavöxtum stefnunnar skuli rakin atburðarás, sem engu skipti um úrlausn málsins, t.d. skóla- ganga Höllu í Mýrarhúsaskóla. Í greinargerðinni er málavöxtum lýst frá sjónarhóli Seltjarnarness og skólanefndarinnar. Rakið er að Halla stundaði nám í Mýrarhúsaskóla til vors 1999 en þá taldi skólinn sér hvorki fært að veita henni fullnægj- andi stuðning með tilliti til mennt- unar hennar og þroska né skylt, þar sem skólinn er ætlaður börnum 6–12 ára en þá var Halla 14 ára. „Stjórn- endur Mýrarhúsaskóla, náms- ráðgjafi, skólasálfræðingur og ut- anaðkomandi sérfræðingar höfðu þá ítrekað þá skoðun sína, að betur mætti koma til móts við þarfir Höllu í sérskóla en í almennum skóla,“ segir í greinargerðinni. „Stefnendur, for- eldrar Höllu, aðhyllast á hinn bóginn svokallaða blöndunarstefnu í mennta- málum og óskuðu eftir því að dóttir þeirra héldi áfram að sækja almenn- an grunnskóla með vísan til 3. mgr. 37. gr. grunnskólalaga. Um grund- vallarágreining þessara aðila var því að ræða, sem grunnskólalög kveða ekki á um hvernig með skuli fara.“ Skólanefnd Seltjarnarness taldi að bænum bæri skylda til að tryggja nemandanum skólavist í grunn- skólum bæjarins og lagði því til við bæjarstjórn að Höllu yrði veitt skóla- vist í Valhúsaskóla. Hóf hún nám haustið 1999. Annarra úrræða leitað Í janúar 2000 var haldinn fundur í Valhúsaskóla um málefni Höllu, en hann sátu m.a. skólastjóri, móðir Höllu og tveir kennarar hennar. „Hreyft var við því hvort fötlun Höllu væri of mikil til þess að stunda nám við skólann en hjá móður Höllu kom skýrt fram að hún óskaði ekki eftir því að litið yrði á dóttur hennar sem sérdeildarnemanda,“ segir í grein- argerðinni. Á fundinum kom einnig fram að ráða þyrfti karlmann sem að- stoðarmann Höllu því hún væri orðin stór og sterk og stundum illviðráð- anleg. Í lok janúar 2000 sendi skólastjóri Valhúsaskóla foreldrum Höllu bréf, um að til stæði að taka ákvörðun um hvort vísa ætti dóttur þeirra tíma- bundið úr Valhúsaskóla og finna henni annað kennsluúrræði. Þetta væri m.a. gert í ljósi atburða nokkr- um dögum fyrr, er Halla sló annan kennara sinn í andlitið, og ítrekaðra brota á skólareglum. Foreldrarnir mótmæltu í bréfi til bæjarstjóra og skólastjóra, m.a. því að gerðar væru þær kröfur til fatlaðs barns, að það fylgdi skólareglum er giltu um aðra nemendur. Skólastjórinn sendi foreldrunum aftur bréf 1. febrúar 2000 og sagði það mat þeirra sem komið hefðu að kennslu hennar að vera hennar innan skólans nýttist henni ekki sem skyldi. Kennsluúrræði í sérdeild/sérskóla væri mun vænlegra. Þá hefði ofbeld- isfull hegðun hennar og neitun henn- ar á að fylgja fyrirmælum leitt til þess að kennarar hafi neitað að sinna kennslu hennar. Og ekki yrði fallist á annað en að allir nemendur þyrftu að hlíta skólareglum. Bréfinu lauk skóla- stjóri með því að tilkynna brottvísun hennar úr skóla tímabundið. Skólanefndin lýsti sig tilbúna til þess að reyna að finna kennara til að sjá um einkakennslu samhliða því sem greining færi fram á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, en nefndin lagði áherslu á að í millitíðinni nýttu foreldrar sér kennsluúrræði í Safa- mýrarskóla. Foreldrarnir vísuðu mál- inu þá til úrlausnar mennta- málaráðuneytisins. Greining fari fram hið fyrsta Í greinargerðinni eru rakin kæru- mál vegna brottvísunarinnar. Þá er skýrt frá fundi barnaverndarnefndar í júní í fyrra, þar sem fram kom að meðan beðið var úrskurðar um rétt- mæti brottvikningar úr Valhúsaskóla hefðu hagsmunir Höllu verið best tryggðir ef foreldrar hefðu tekið til bráðabirgða því eina skólaúrræði sem til boða hefði staðið til þess að tryggja hagsmuni barnsins til áframhaldandi náms og þjálfunar, þ.e. kennslu og þjálfun í Safamýrarskóla. Lagði nefndin ríka áherslu á að greining á fötlun Höllu hjá Greiningar- og ráð- gjafarstöðinni færi fram hið fyrsta. Halla er nú í námi í Réttarholts- skóla og greiðir bæjarsjóður Sel- tjarnarness tvö stöðugildi kennara vegna hennar út þetta skólaár. „Þessi ákvörðun var tekin þótt hún eigi lög- um samkvæmt að hafa lokið skóla- göngu sinni í grunnskóla, sérstaklega með tilliti til þess að hún varð af allri kennslu síðasta skólaár,“ segir í greinargerðinni. Eins og áður var nefnt nota Sel- tjarnarnesbær og skólanefndin sömu rök fyrir kröfum sínum um frávísun og Valhúsaskóli, þ.e. að kröfugerð og málatilbúnaður fullnægi ekki þeirri grundvallarreglu að þau hafi lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um kröfur sínar. Í raun séu stefnendur að leita álits dómstólsins um lagalegt atriði. Þeir krefjist þess ekki að Val- húsaskóli taki aftur við dóttur þeirra í skólann, búið sé að finna henni annað skólaúrræði og að liðnu yfirstandandi skólaári hafi hún lokið lögbundinni skólagöngu unglingadeildar grunn- skóla. Verði málinu ekki vísað frá krefst skólanefndin sýknu á þeirri forsendu að henni sé stefnt að óþörfu, enda ábyrgð á málefnum grunnskóla á Sel- tjarnarnesi hjá bæjarstjórn sam- kvæmt grunnskólalögum. Bærinn krefst sýknu á þeirri for- sendu m.a. að í tilkynningu skóla- stjórans, um að skólinn gæti ekki veitt Höllu viðtöku, hafi ekki falist brottvikning hennar úr skólanum heldur tilkynning um ómöguleika. Tilkynningin hafi ekki verið stjórn- valdsákvörðun og því hafi meg- inreglur stjórnsýslulaga ekki verið brotnar. Hvorki Sigurgeir Sigurðsson, bæj- arstjóri Seltjarnarness, né bæj- arlögmaður, Valgarður Sigurðsson, vildu tjá sig um málið þegar blaða- maður hafði samband við þá. Rök Valgarðar voru m.a. þau að óeðlilegt væri að fjalla um málið í fjölmiðlum á meðan það væri til meðferðar fyrir dómstólum. Námið ekki talið nýtast Höllu sem skyldi Greinargerð Seltjarnarnesbæjar og skólanefndar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.