Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ „RANNSÓKNARNEFND flug- slysa fjallaði um þessi greinarskrif á fundi sínum 29. október. Þar kom fram að nefndarmenn eru sammála greinarhöfundum um að það varði almannahagsmuni að staðreyndir fái að njóta sín og að þær verði ekki rangfærðar og mistúlkaðar. Þess vegna er nefndin enn einu sinni knúin til þess að benda á rang- færslur greinarhöfunda. Ekki verður annað séð af skrifum þessum en að greinarhöfundar telji að ég sem nefndarmaður á vett- vangi hafi ekki vitað hvað sneri fram eða aftur á flugvélinni. Það stendur því nær mér en öðrum nefndarmönnum að leiðrétta a.m.k. einhver af þeim fjölda atriða sem greinarhöfundar hafa kosið að rangfæra. Nefndin á erfitt með að réttlæta frekari sóun á tíma og almannafé við að elta ólar við þær fjölmörgu ávirðingar sem í greininni birtast sem að margra mati kunna að flokkast undir meiðyrði og ættu því hugsanlega að hljóta meðferð sem slíkar. Greinarhöfundar hafa rétt eftir úr lögum um rannsókn flugslysa að aðalmarkmiðið með slíkum rann- sóknum sé að koma í veg fyrir að slys endurtaki sig. Það virðist þó enn fara fram hjá þeim að einmitt þetta markmið veldur því að nefnd- in getur ekki starfað á sama hátt og þeir sem fara með rannsókn op- inberra mála, og að hún skuli ekki skipta sök eða ábyrgð í skýrslum sínum. Það er augljóslega ekki á valdi nefndar- innar að koma í veg fyrir slys, en greinar- höfundar virðast telja það meginvansa í störfum nefndarinnar að henni hafi klárlega ekki tekist það í þessu máli. Hér er um augljósar ofvæntingar að ræða. Nefndin gerir tillögur til úrbóta eftir atvik- um sem beint er til þeirra sem starfa að framkvæmd flugs, allt frá stjórnvöldum til þeirra sem starfa um borð í loftförum. Hvernig síðan tekst til varðandi endurtekn- ingu svipaðra slysa er alls ekki á valdi nefndarinnar og samsvarandi stofnanir erlendis eiga við sama vanda að stríða að mistök og slys eiga sér stað í flugi líkt og í öllum öðrum athöfnum manna þrátt fyrir ábendingar um það sem betur megi fara og komið gæti í veg fyrir slys. Skýrsla nefndarinnar um þetta slys er að mörgu leyti ítarlegri en gerist og gengur um skýrslur gerð- ar hjá nágrannaþjóðum okkar um svipuð slys. Nefndin skoðar slíkar skýrslur reglulega og fylgist með framþróun rannsókna hjá þeim. Um hæfi nefndarinnar til þess að stjórna tæknilegri rannsókn þessa slyss þá var gerð úttekt á nefndinni af eins hlutlausum og virtum aðila og hugsast gat, sem auk þess var utanaðkomandi. Niðurstaða þeirrar rannsóknar gaf alls ekki til kynna að neinna úrbóta væri þörf á verk- lagi nefndarinnar eða að hæfi henn- ar væri ábótavant. Varðandi flakið og legu þess sem grein- arhöfundar segja að rangt hafi verið greint frá í skýrslu nefndar- innar, þá eru til mynd- ir til sönnunar þess sem í skýrslunni segir, sem ég sem nefndar- maður á vettvangi sá til að teknar voru. Þar er m.a. að sjá skrán- ingarstafina á hægri hlið búks flugvélarinn- ar, en sú hlið sneri upp vegna legu flugvélar- innar, og böndin sem lágu yfir hreyflinum sem kafararnir voru búnir að koma á flakið áður en myndir voru teknar. Nefndin hefur sýnt köfurunum þessar myndir og er ekki annað að sjá en greinarhöf- undum hafi einhvern veginn tekist að mistúlka frásögn þeirra, þótt kafararnir hafi sífellt nefnt að þeir hafi unnið við björgun farþeganna frá hægri hlið flugvélarinnar sem sneri upp. Það var því hægri væng- ur flugvélarinnar sem sneri upp sem upphaflega sást standa upp úr sjó og reyndar sést einnig á mynd- um teknum frá landi rétt eftir slys- ið. Það er því með ólíkindum til hvers hefur verið seilst til að ófrægja nefndina og störf hennar. Ég fór um borð í prammann á slysstað þegar björgunarmenn voru tilbúnir að hífa flakið úr sjónum. Þegar ég kom á vettvang var sjór fallinn svo að að hægri vængur flugvélarinnar sem hafði staðið upp úr sjó strax eftir slysið var kominn undir sjó. Þetta aftraði þó ekki að unnt var að sjá glögglega hvernig flakið sneri og hallaðist. Það þurfti því ekki að spyrja kafarana að því þótt það hafi verið staðfest af þeim svo og að hér var um einshreyfils- vél að ræða en ekki tveggja hreyfla eins og síðustu skilaboð til mín höfðu verið þegar ég fór að heiman. Kafararnir voru þá þegar búnir að koma fyrir böndum á flakið til híf- ingar og sögðust hafa gert það á sama hátt og gert var við hífingu flaksins í slysinu við Straumsvík ár- ið 1997 sem hafði verið gert sam- kvæmt mínum fyrirmælum. Spurð- ir um myndatökur af flakinu, sögðust kafararnir ekki hafa gert það vegna skorts á neðansjávar- myndavél. Myndavélar voru þá sóttar í land af Árna Kópssyni, að beiðni minni, og tafði það hífingu flaksins en ég vildi leggja áherslu á öflun sem bestra vettvangsgagna meðan birta leyfði. Eftir myndatök- ur þar sem m.a. var beitt neðan- sjávarsjónvarpsvél sem tengd var við skjá um borð í prammanum var flakið híft upp og kom það upp að yfirborði með svipaða stefnu og það hafði haft á hafsbotni. Vinstri vængur hékk þá á stjórnvírum og eftir könnun á að þeir væru allir tengdir voru þeir klipptir svo unnt væri að innbyrða flakið, en væng- urinn var bundinn við síðu pramm- ans. Varðandi rannsókn á hreyflinum og „afhendingu hans“ þá afhenti nefndin Ísleifi Ottesen alls ekki hreyfilinn. Hreyfillinn var að lok- inni rannsókn settur í ker, fyllt steinolíu, svo að hann mundi síður tærast og lok kersins boltað niður. Varðveisla hreyfilsins var gerð samkvæmt fyrirmælum trygginga- félagsins sem kom fram sem eig- andi flaksins eftir slysið og var hreyfillinn þannig varðveittur en hafa varð kerið utanhúss vegna eld- varnarreglna. Fulltrúar trygging- félagsins skoðuðu þennan frágang og samþykktu hann og töldu rétt að kerið yrði þar sem það var við flug- skýli Guðjóns Sigurgeirssonar sem mundi varðveita hann í umboði tryggingafélagsins þar til annað yrði ákveðið. Allir íhlutir hreyfilsins sem ástæða þótti til að rannsaka nánar höfðu þá verið teknir af hreyflinum eins og fram kom í skýrslu nefndarinnar sem greinar- höfundar virðast sífellt vilja mis- túlka á einhvern veg. Rannsóknarlögreglan hafði að- gang að hreyflinum ásamt sérfræð- ingi sínum sem mun hafa litið á hann í janúar 2001. Hafi lögreglan haft einhverjar gildar ástæður til þess að taka hreyfilinn í sína vörslu þá var hann tiltækur þeim þar. For- maður nefndarinnar frétti svo seinna í janúar frá Guðjóni að Ís- leifur hefði keypt hreyfilinn af tryggingafélaginu og að Ísleifur hygðist senda hann úr landi ásamt flugvélum sem hann var að flytja í gámi til útlanda. Lögreglan sem annaðist opinbera rannsókn máls- ins var látin vita af þessu en nefnd- inni er ekki kunnugt um að hún hafi beitt áhrifum sínum til þess að stöðva þennan flutning enda hafi lögreglan ekki talið að frekari rann- sókn á þeim hlutum hreyfilsins sem í kerinu voru mundi leiða til frekari skýringa á hugsanlegri orsök slyss- ins fremur en nefndin. Greinarhöfundar virðast vilja breiða út þann leiða misskilning að aflmissir á hreyfli einn og sér valdi flugslysi. Ef það væri rétt mundu einshreyfilsflugvélar ekki vera leyfðar. Staðreyndin er sú að aðra meðvirkandi þætti þarf til svo að úr verði flugslys. Við rannsókn þessa slyss var ljóst frá upphafi að hreyf- illinn hafði misst afl. Endanleg or- sök slyssins var raunverulega ekki bundin við það hvers vegna hann missti afl, svo sem vegna bilunar, eldsneytisleysis eða einhverrar handvammar, heldur hverjir með- virkandi þættirnir voru sem leiddu til þess að úr varð slys. Þetta er það sem veldur m.a. kröfum um hljóð- rita og ferðrita í stærri flugvélum, svo unnt sé að varpa ljósi á hegðun þeirra, stjórntækja þeirra og áhafna, þegar þær lenda í slysum og óhöppum. Í skýrslu nefndarinnar var fjallað um þessa hugsanlegu meðvirkandi þætti, sem kunna að hafa valdið því að flugmaður flugvélarinnar missti stjórn á henni eftir aflmissi hreyf- ilsins og leiddi til slyssins. Úrbóta- tillögur nefndarinnar tóku mið af þessu og þær fólu einnig í sér til- lögur um bætt verklag á öllum svið- um sem mundu einnig draga úr lík- um á aflmissi hreyfla. Nefndin gerði tölfræðilega at- hugun fyrir ársfund flugslysarann- sakenda Norðurlandanna í júní 2000 á samhengi slysa í almanna- flugi og aflmissis strokkhreyfla. Þessi rannsókn sýndi að tíðni slysa og alvarlegra atvika ásamt aflmissi hreyfla hafði aukist verulega hér á landi frá árinu 1997. Þessum nið- urstöðum var komið á framfæri við flugmálayfirvöld. Nefndin hefur heldur ekki setið auðum höndum varðandi annað for- varnarstarf og birti m.a. ítarlega grein í ársskýrlu sinni sem kom út í apríl 2000, sem var þýðing úr ensku á upplýsingabréfi FAA, AC 20- 105B, um varnir gegn slysum vegna afltaps strokkhreyfla og kerfis- bundið eftirlit með ástandi þeirra. Þar segir m.a.: „Rannsókn bandarísku slysa- rannsóknarstofnunarinnar (NTSB) á slysum þriggja ára, 1994 til 1996, vegna afltaps strokkhreyfla, hefur leitt í ljós að meginorsakir þeirra eru hinar sömu og þær voru fyrir þrjátíu árum, þrátt fyrir úrbætur undanfarinna ára varðandi hönnun og afköst hreyflanna.“ Einnig þetta: „Af 1007 slysum, voru 518 (51%) talin vera vegna einhverra mistaka flugmannsins, svo sem lélegrar flugáætlunar eða fyrirflugskoðunar eða rangrar notkunar stjórntækja hreyfils. 302 (30%) slysanna voru talin vera vegna hreinna hreyfilbil- ana svo sem á strokkum eða lokum þeirra og 187 (19%) voru talin vera vegna ófullnægjandi viðhalds eða skorts á skoðun á loftfarinu. Banda- ríska flugmálastjórnin (FAA) álítur að unnt hefði verið að koma í veg fyrir u.þ.b. 70% þessara slysa ef eigendur eða flugrekendur hefðu haft markvissa þjálfunaráætlun fyrir flugmenn og flugvirkja og virkt eftirlit með ástandi hreyfla.“ Að lokum vil ég láta þess getið að ósk greinahöfunda um afsögn nefndarinnar eins og hún var mun smám saman rætast af eðlilegum orsökum og vonandi reynast þeir betri menn sem koma í staðinn. Þannig hafa nú þegar orðið for- mannsskipti í nefndinni eftir að Skúli Jón fór á eftirlaun vegna starfsaldurs. Ég hef beðist lausnar frá starfi mínu sem varaformaður nefndarinnar, einkum vegna stór- aukinnar eftirspurnar erlendis um eftirlit með flugvélum og flugrek- endum, störf sem ég stundaði um árabil, áður en ég sneri heim til landsins 1997 til þess að taka við þessu starfi í nefndinni. Áður hafði ég verið í flugslysanefnd frá árinu 1985 þar til hún var lögð niður með nýjum lögum 1996.“ YFIRLÝSING Þorsteinn Þorsteinsson Höfundur er flugvélaverkfræðingur. Þorsteinn Þorsteinsson, varafor- maður rannsóknarnefndar flug- slysa, hefur óskað eftir birtingu á eftirfarandi yfirlýsingu vegna greinarinnar „Nú er mælirinn full- ur“, sem birtist í Morgunblaðinu 16. október sl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.