Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ...ferskir vindar í umhirðu húðar Byltingarkennd nýjung frá Karin Herzog Vítamín H krem sem inniheldur einnig B1, B2, B6, B12 vítamín ásamt betakarotin Stórkostlegur árangur fyrir allar húðtegundir. Kynningar í vikunni: Í dag, sunnudag: Debenhams. Mánudag: Garðs Apótek, Lyf og heilsa Glæsibæ. Þriðjudag: Lyf og heilsa Austurveri. Miðvikudag: Lyfja Setbergi. Fimmtudag: Lyf og heilsa Selfossi, Lyfja Garðatorgi. Föstudag: Hagkaup Smáralind, Hagkaup Kringlan, Debenhams. Laugardag: Hagkaup Smáralind, Hagkaup Kringlan, Debenhams. Súrefnisvörur Karin Herzog Switzerland ÍSLENSK listasaga hefur jafnan verið talin eiga sér stuttan aldur, þar sem samfelld saga myndlistar hefst hér ekki í raun fyrr en um aldamótin 1900. Sú saga er hins vegar ágætlega skráð og eru frumherjarnir, sem nú eiga verk í Listasafni Akureyrar, mörgum landsmanna vel kunnir þótt yngri kynslóðirnar reynist þeim eldri efalítið fáfróðari um þátt þeirra í listasögunni. Landslagsmálverkið leikur stórt hlutverk í verkum sýningarinnar á Akureyri, sem engan þarf að undra, enda ríkjandi viðfangsefni meðal hérlendra listamanna á fyrstu ára- tugum síðustu aldar. Þórarinn B. Þorláksson lagði þar að vissu leyti línurnar með rómantískum lands- lagslistaverkum í anda 19. aldar, líkt og sjá má á lítilli mynd hans Frá Þingvöllum (1905) sem prýðir mið- rými safnsins. Og þótt aðrir íslenskir listamenn yrðu síðan fyrir áhrifum af öðrum listastraumum og stefnum þá reyndist íslensk náttúra þeim ekki síður kærkomið viðfangsefni. Sýningin Frumherjar í íslenskri myndlist gerir enda landslagsmál- verkinu góð skil. Flosagjá (1930) Jóns Þorleifssonar, þar sem litríkt bergið og tært vatnið skila sér vel í meðförum listamannsins, Hljóða- klettar (1932) Sveins Þórarinssonar, með þykkum, allt að því loðnum pensilförum á rauðleitum myndflet- inum, og Gleiðhjallar (1903) Krist- jáns Magnússonar eru allt ágætis dæmi um hversu ólíka mynd lands- lagsmálverkið gat tekið á sig í með- förum þessara listamanna. Landslagsmyndir Jóhannesar Kjarval njóta sín þá sérlega vel í vestursal safnsins. Birta salarins er verkum Kjarvals hagstæð og öðlast myndirnar Frá Þingvöllum (1932), Esja (1940) og Landslag (1930) bæði aukna dýpt og mýkt fyrir vikið. Þó Kjarval eigi líklega fleiri verk á sýn- ingunni en aðrir listamenn þá er Jón Stefánsson ekki síður vel kynntur og nær verkið Jarlhettur (1931) þannig að leiða auga áhorfandans að fjöll- unum sem fyrir miðjum myndfleti ríkja. Litríkar og glaðlegar lands- lagsmyndir Ásgríms Jónssonar eru enn eitt tilbrigðið við landslagsmál- verkið – íslenskar og alþjóðlegar í senn og minnir verkið Frá Þingvöll- um (1930–35) þannig allt að því á franska listamanninn Paul Gauguin. Kærkomið tilbrigði við hefðbundið landslagsþemað er síðan að finna í abstraktmyndum Finns Jónssonar, Tunglmyrkva (1923) og Þingvalla- hraun (1926), litríkum verkum þar sem listamaðurinn sjálfur, að því er segir í sýningarskrá, leit á rýmið sem leiksvið „fyrir atferli og sam- band“ formanna. Kolaburður í Reykjavík (1919) eft- ir Guðmund Thorsteinsson, betur þekktur sem Muggur, og þjóðsögu- myndir Ásgríms Jónssonar eins og Nátttröllið á glugganum (1951) og Djákninn á Myrká (1917) eru einnig góð tilbreyting við landslagsverkin. Mjúkar línur krítarteikningar Muggs bera sérstöðu hans innan ís- lenskrar myndlistar vitni á sama tíma og þjóðsögumyndir Ásgríms ná fram þjóðlegum anda í gegnum sög- urnar sem þar eru sagðar. Verkin sem sýningin í listasafninu geymir eru vissulega eftir hina svo nefndu frumherja íslenskrar mynd- listar og veita sem slík ágætis yfir- sýn yfir list þessa tíma. Merkingum mynda er hins vegar nokkuð ábóta- vant, ein mynda miðsalarins er til að mynda ómerkt og engin föst regla virðist gilda varðandi uppsetningu merkinga. Auknar textaupplýsingar um listamennina og tímabilið í ís- lenskri myndlist væru þá kærkomin viðbót í sali safnsins, þó texti sýning- arskrár búi yfir vissum grunnupp- lýsingum varðandi listamennina sem kynntir eru, er engu að síður ekki hægt að ganga út frá því sem vísu að 100 árum eftir upphaf samfelldrar myndlistarsögu á Íslandi séu fyrstu árin ennþá almenningi að góðu kunn. Frumherjalist Morgunblaðið/Kristján Jarlhettur (1931) eftir Jón Stefánsson. Anna Sigríður Einarsdótt ir MYNDLIST L i s t a s a f n A k u r e y r a r Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13–18. Henni lýkur 4. nóvember nk. FRUMHERJAR ÍSLENSKRAR MYND- LISTAR FRÁ ÞÓRARNI B. ÞORLÁKSSYNI TIL FINNS JÓNSSONAR SLÓÐ fiðrildanna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson kemur út í kilju í næstu viku í Bandaríkjunum hjá Random House og mælir New York Times Book Review með bókinni og er það í þriðja skiptið sem blaðið hvetur lesendur sérstaklega til að kynna sér söguna á innan við ári. Blaðið mælti með Slóð fiðrild- anna fyrr á þessu ári við lesendur sína, viku eftir að lofsamlegur dóm- ur birtist í blaðinu, þegar bókin kom út í innbundinni útgáfu. Í vor vakti blaðið aftur athygli lesenda sinna á bókinni og benti þeim á hana sem tilvalda sumarlesningu. Í dag hvet- ur blaðið síðan enn lesendur sína til að kynna sér Slóð fiðrildanna, að þessu sinni í tilefni af því að hún er að koma út í kilju. Meðmælin er að finna í sérstökum dálki við hlið met- sölulista blaðsins sem nefnist Nýjar og áhugaverðar kiljur þar sem dregnar eru fram átta nýjar kiljur. Slóð fiðrildanna kemur nú út víða um lönd. Nýverið var hún gefin út á Spáni og Ítalíu en áður kom hún út í Bretlandi. Þá er hún væntanleg í Danmörku, Þýskalandi, Frakk- landi, Portúgal, Ísrael og Kína. Enn mælt með Slóð fiðrildanna í Banda- ríkjunum CARNEGIE-verðlaunin verða af- hent sænska listmálaranum Jan Håftröm við sérstaka athöfn í lista- safninu Akken í Danmörku í dag. Upphæðin nemur hálfri milljón sænskra króna. Önnur verðlaun, 300.000 skr., hlaut myndlistarmað- urinn Carolus Enckell og þriðju verðlaun, 200.000 skr., Johan Scott frá Álandseyjum. Verðlaunin hlaut Håfström fyrir myndröð um Mr. Walker/Skugga, þar sem hann gerir upp listræna for- tíð sína þegar hann var niðursokkinn í popplist sjöunda áratugarins. Í kjölfar verðlaunaafhendingar- innar verður opnuð farandsýningin Carnegie Art Award 2001, en hún verður sett upp í öllum höfuðborgum Norðurlanda og að auki í Lundún- um. Sýningin verður sett upp í Lista- safni Kópavogs í febrúar. Þar verður 51 verk eftir 22 norræna listamenn, þar á meðal Kristján Guðmundsson. Jan Håfström fær Carnegie-verðlaunin TOLLI er frumkvöðull á sviði verslunarmiðstöðvasýninga hér á landi en athygli vakti hér um árið þeg- ar listamaðurinn hengdi myndir sínar upp í Kringlunni, sem þá var helsta musteri neysluhyggjunnar. Í fram- haldinu spratt upp þörf umræða um sambúð myndlistar og verslunar, þar á meðal spurningin um það hvort að myndlistarmaðurinn eigi að hugsa sem svo að fyrst að fólkið kemur ekki til hans þá komi hann til fólksins. Tolli er nú mættur með verk sín í hina nýju „Kringlu“, Smáralind í Kópavogi. Tolli er þekkur fyrir dugnað og elju á myndlistarsviðinu og því á hann ekki í neinum erfiðleikum með að setja upp sýningu á þessum stóra stað. Í Vetr- argarðinum eru 5 ný verk (þar af 2 samsett úr mörgum smáum verkum) og á efri hæðinni í almenna verslunar- rýminu hefur Tolli sett upp yfirlits- sýningu á verkum sínum frá 1984– 2000. Sýningin stendur til 4. nóvem- ber og miðað við umfang hennar þykir mér hún fá að standa undarlega stutt, en hún var opnuð 26. október s.l.! Það er athyglisvert að sjá hvernig verk Tolla hafa þróast í gegnum árin því þróunin hefur verið töluverð og nokkuð hröð og stundum að því er virðist ekki nægilega markviss. Ég hef alltaf verið hrifinn af fyrstu verk- um listamannsins og man vel eftir kraftmiklum myndum hans þar sem umfjöllunarefnið var fiskurinn og lífið á sjónum. Litanotkunin var þar gjör- ólík því sem listamaðurinn hefur verið að fást við síðustu ár og mun meira spennandi. Þannig eru elstu verkin á sýningunni í Smáralind þau bestu en eftir því sem árin líða er eins og lista- maðurinn missi þann karakter, þá snerpu og kraft sem einkenndi hans fyrri verk. Eitt verk sérstaklega heill- aði mig á sýninguni en það var Fugla- bjarg frá 1985 og auk þess má nefna Þorraþrusk frá 1984 og Þorpið, sem er stillt og falleg mynd sem nær að fanga einhverja stemningu. En með árunum æsist leikurinn, litirnir verða glannalegri og myndheimurinn fant- asíukenndari, eins og sjá má í Upp- risa andans, Litafoss og Bláar skriður svo dæmi séu tekin. Myndir af fólki er veikur blettur í myndgerð lista- mannsins og annað hvort þarf hann að takmarka notkun þess í myndum sínum eða huga betur að málun þeirra. Upphengið á verkunum er ágæt- lega af hendi leyst og áhorfandinn á auðvelt með að virða verkin fyrir sér, ef frá eru taldir fylgifiskar umhverf- isins, kliður og tónlist. Merkingar eru þó heldur groddalegar og mætti alveg minnka letrið á þeim. Merkingar vantaði á tvær myndir sem teljast þá væntanlega vera án titils. Vetrargarðurinn Nýju verkin í Vetrargarðinum eru mjög fagmannlega unnin og uppsett og svo virðist sem listamaðurinn sé aftur að stillast varðandi litanotkun, sem er vel, og fantasíublærinn að hverfa sem er einnig til mikilla bóta. Verkin mynda eina heild og kallast Einskismannsland. Fjallshlíðar, vörð- ur og öræfi eru meðal yrkisefna og er áhugavert að skoða fjallshlíðamál- verkin hans almennt í samhengi við verk Guðrúnar Kristjánsdóttur af sama efni. Þó nálgast listamennirnir þemað eftir ólíkum forsendum. Tvær myndir Tolla eru samsettar úr mörg- um smærri og minna á púsluspil sem áhorfandinn þarf að setja saman í huganum. Séð úr fjarlægð eru þetta eins og myndflísar. Eins og fyrr sagði er uppsetning verkanna góð en fín- stilla mætti lýsingu á verkunum þannig að ekki glampi á þau. Þessi nýju verk eru nokkuð lagleg og sóma sér vel í Vetrargarðinum. Tolli er vinsæll listamaður og myndir hans hanga uppi mjög víða hér á landi, ætli megi ekki með réttu kalla hann vinsælasta íslenska núlif- andi listamanninn. Slíkar vinsældir þýða það að hann er að gera eitthvað sem fjöldanum líkar, sem er gott og blessað, en vinsældir eru vandmeð- farnar og hættan er að menn tapi sjónum á listrænni stefnu og mark- miðum. Tolli hefur sannað það að hann er kraftmikill málari sem vill að myndlistin sé miðill sem mark er tek- ið á. Þá er mikilvægt að hafa brodd í myndum sínum og spyrja spurninga samhliða því að uppfylla þörf fólks fyrir hið fallega og skrautlega. MYNDLIST S m á r a l i n d Opið 11–24 virka daga, 10–24 laugardaga og 12-24 sunnudaga. Til 4. nóvember. MÁLVERK – TOLLI Smára- list Þóroddur Bjarnason Ein mynda Tolla í Smáralind, Tindur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.