Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Slysin skelfileg ÞETTA er alveg skelfilegt. Hvert slysið á fætur öðru í umferðinni. Hverjum er þetta að kenna? Já, góð spurning, en engin svör. Jú, ég er með svörin á reiðum höndum. Fólkið keyrir eins hratt og bílarnir komast. Hvernig væri ef við tækjum höndum saman og keyrðum ekki svona hratt. Við eigum ekki að þurfa að hafa lögg- una á hverju horni til að passa okkur. Við eigum að geta passað okkur sjálf og keyrt hægar. Þá missum við síður vald á bifreiðinni ef eitthvað kemur fyrir, ef dekk springur eða þess háttar. Mér finnst að það ætti að minnka hraðann og hækka sektirnar. Það er ekkert gert í þessu hér á Kjalarnesinu. Hér keyra allir eins hratt og þeir kom- ast. Hér er boðið upp á hraðakstur og fólkið sem býr hérna segir ekki neitt. Ég er búin að tala við marga en það er alltaf sama svarið: Talaðu við þennan og þennan. Ég fæ ekkert út úr því nema það hækkar hjá mér símreikningurinn en ekkert er gert. Ég er búin að biðja um þrengingu á veginn eða hraðahindranir á þessari leið. Ég hef ekki trú á því að það kosti svo mikið að það sé ekki hægt að koma því í verk. Við verðum að standa saman sem búum hérna og gera eitthvað. Þessi kafli er stór- hættulegur, frá skólanum og í áttina að Kollafirðinum. Þó svo að eigi að koma göng fyrir gangandi vegfarend- ur, eins og ég hef heyrt, þá koma þau ekki ámorgun eða hinn. Og þau kosta nú eitthvað meira en ég er að fara fram á. Þessi slys varða okkur öll. Að vera foreldri og missa barnið sitt í hræðilegu slysi er meira en orð fá lýst. Ég ætla að vona að þessir háu herrar sem ég er búin að eyða orð- um í kunni að lesa. Oddný Gréta Eyjólfsdóttir. Léleg þjónusta ÉG hef fengið lyfin mín af- greidd í apóteki á Lauga- veginum en þegar ég ætlaði að sækja lyfin síðast var mér sagt að hætt væri að hafa þetta lyf á markaðn- um. Óskaði ég þá skýringar hjá lyfjafræðingnum en hún var mjög ókurteis við mig og gat ekki gefið mér neina skýringu á þessu. Hef ég það á tilfinning- unni að lyfjafræðingurinn sé á annarri hillu en við- skiptavinirnir og mun ég beina mínum viðskiptum annað framvegis. Helgi Aðalsteinsson, Nafnlaus bréf til Velvakanda AÐ undanförnu hafa Vel- vakanda borist nokkur nafnlaus bréf með beiðni um birtingu. Af því tilefni er rétt að benda á að skilyrði fyrir birtingu eru að bréf- ritari sendi með nafn, heim- ilisfang og símanúmer. Ekki er nauðsynlegt að birta þær upplýsingar með í öllum tilvikum. Vantar Orbitrek ER að leita mér að notuðu Orbitrek. Er ekki einhver sem þarf að losna við tækið sitt. Ef svo er vinsamlega hafið samband í síma 898 3487. Dýrahald Klóa vantar heimili KLÓA litla vantar nýtt og gott heimili vegna flutninga núverandi eigenda. Klói er fæddur 1. jan sl. og er mjög skemmtilegur og kelinn köttur. Þess má geta að hann er geltur. Allt hefð- bundið kattardót fylgir, s.s. sandkassi, matarskál, ferða- búr og leikföng. Ef einhver getur veitt Klóa gott heimili þá vinsamlega hafið sam- band í síma 697 3119, Ósk. Tapað/fundið Hlaupahjól týndist HLAUPAHJÓL týndist í Vesturbænum, merkt að neðan Róbert Orri Péturs- son. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 552 9338 eða 692 5339. Leðurhúfa í óskilum LEÐURHÚFA fannst í miðbænum sl. fimmtudag. Uppl. í síma 696 2618. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... OFTAST greiðir Víkverji skattasína og skyldur með bros á vör, en honum finnst alveg nóg að það sem keisaranum ber renni einu sinni til hans. Nú bar svo við um mánaðamótin að vinnuveitandi Víkverji dró sam- viskusamlega af honum það sem hann átti að gera, en þegar umslagið með barnabótunum datt inn um lúguna á heimili Víkverji kom í ljós að hið op- inbera hafði gert sér lítið fyrir og dreg- ið nákvæmlega sömu upphæð – enda um sömu skuld að ræða – af bótunum. Konan sem varð fyrir svörum hjá embætti tollstjóra varð mjög undrandi þegar hún var innt eftir því hverju þetta sætti, og gat í raun engu svarað. Víkverji er sem betur fer ekki svo illa staddur að hann telur sig geta lif- að þennan mánuð af án þess að hafa barnabæturnar í vasanum, en svona klúður er óþarft og það hlýtur að vera hægt að koma í veg fyrir þetta. x x x BREYTINGAR á umferðarlögun-um sem tóku gildi í vikunni eru fagnaðarefni; nú er bannað að tala í farsíma í akstri nema hafa svokallað- an handfrjálsan búnað. Best væri þó að tala alls ekki í síma meðan menn eru að stjórna ökutæki, því þó hand- frjáls búnaður sé fyrir hendi er slæmt að þurfa að vera bæði með hugann við aksturinn og símtalið á sama tíma. Akstur er dauðans alvara og krefst fullrar einbeitingar. x x x VÍKVERJI hefur margoft orðiðvitni að því að fólk talar í farsíma meðan það er undir stýri, og oft er það svo þegar bíl er ekið á einkenni- legan hátt kemur í ljós að ökumað- urinn er að tala í símann. Sjö ára dótt- ir Víkverja varð til að mynda undrandi, svo ekki sé meira sagt, á dögunum þegar hún var með móður sinni í bíl og þær stönsuðu á rauðu ljósi. „Hún er að tala í símann!“ sagði hún hneyksluð við mömmu sína, og benti á konuna í næsta bíl. En þar með var ekki öll sagan sögð: „Hún er líka að reykja!“ sagði blessað barnið. Fólk getur varla verið með öllum mjalla þegar það hagar sér svona. x x x ÞEGAR Víkverji tók til í skrifstofusinni á dögunum rakst hann á gamla ritgerð sem ung vinkona hans skrifaði þegar hún var í 4. bekk barnaskóla fyrir nokkrum árum. Vík- verja finnst ritsmíðin svo skemmtileg að hann ákvað að deila henni með les- endum: „Ég ætla að skrifa um Egil Skalla- grímsson. Hann var frekur og hlunk- ur. Hann átti heima í sveit og var með svartar augabrúnir. Strákurinn hét Egill. Bera og Grímur, alltaf kallaður Skallagrímur, voru foreldrar hans. Þau áttu heima á Borg á Mýrum. Á bænum þurfti að vinna mörg verk. Fólk mjólkaði, þvoði og þreif. Egill var óþægur og ljótur. Hann rak út úr sér tunguna uppí nef. Önnur augabrúnin fór niður á kinn og hin upp á enni. Hann varð víkingur. Hann varð líka skáld og bjó til vísur. Að lok- um varð hann bóndi á Borg. Bókin um Egil heitir Egils saga Skallagríms- sonar oftast kölluð Egilssaga. Ég held að það sé ekki til ennþá svona óþæg börn. Nei hann er ekki sniðugur strákur.“ Segja má að hér sé um hnitmiðaða ritsmíð að ræða og þrátt fyrir að hún sé ekki löng kemst margt til skila. K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 skríll, 4 ungum hross- um, 7 drusla, 8 úfinn, 9 ruggar, 11 horað, 13 fugl, 14 hinir og þessir, 15 bjartur, 17 jörð, 20 spor, 22 kind, 23 styrkir, 24 landabréfi, 25 bjargbrún- in. LÓÐRÉTT: 1 fjallsranar, 2 andlegt atgervi, 3 kyrrir, 4 fer á flótta, 5 kvendýr, 6 mann- drápi, 10 tignasta, 12 guð, 13 amboð, 15 viðar- bútur, 16 hyggur, 18 leyfi, 19 skepnurnar, 20 fatnaði, 21 úrkoma. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 kunngerir, 8 kubbs, 9 garms, 10 kæn, 11 rengi, 13 agnir, 15 gorts, 18 iðjan, 21 kið, 22 múkki, 23 kappi, 24 krónprins. Lóðrétt: 2 umbun, 3 níski, 4 eigna, 5 iðrun, 6 skýr, 7 ás- ar, 12 gat, 14 góð, 15 góma, 16 ríkur, 17 skinn, 18 iðkar, 19 Japan, 20 náin. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 ÉG vil kvarta yfir því að ekki sé hægt að fá kassakvittun eða nótu á veitingastaðnum Fridays í Smáranum. Þegar ég gerði upp bað ég einu sinni um kassakvittun en var þá sagt að kerfið væri bilað. Þá bað ég um nótu, endurtók beiðnina eftir 15 mínútur og beið í 30 mínútur en gafst þá upp á biðinni. Eins er ég rosalega ósátt við það að geta ekki fengið heilsuolíuna ISO-4 í Bónus en þar versla ég alltaf. Ég er búin að bera fram kvörtun í Bónus í marga mánuði án árang- urs og finnst slæmt að þurfa að fara annað til að versla þessa olíu. María Rós Valgeirsd. Kassakvittun ófáanleg Skipin Reykjavíkurhöfn: Brú- arfoss kemur í dag. Kyndill fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Brúarfoss og Nida koma á morgun. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un kl. 9 leikfimi og vinnustofa, kl. 10 bocc- ia, kl. 13 bað, og vinnu- stofa, kl. 14 félagsvist. Þriðjud. 6. nóv. Búnað- arbanki kl. 10.15. Mið- vikud. 7. nóv. verslunar- ferð farið frá Afla- granda 40 kl. 10, skrán- ing í afgreiðslu s. 562- 2571. Vakin er athygli á þeirri nýbreytni að fimmtud. 8. nóv. verður félags- og þjónustu- miðstöðin opin frá kl 19.30–22. Spiluð fé- lagsvist, kaffi á könn- unni. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 opin handa- vinnustofan, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30 –16.30 opin smíðastofan/útskurður, kl. 13.30 félagsvist, kl. 10 púttvöllurinn opinn, kl. 16 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–12 búta- saumur, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 10 samveru- stund, kl. 13.30–14.30 söngur við píanóið, kl. 13–16 bútasaumur. Vetrarfagnaður verður fimmtud. 8. nóv. Skrán- ing fyrir miðvikud. 7. nóv. s. 568-5052. Eldri borgarar Kjal- arnesi og Kjós. Fé- lagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13– 16.30, spil og föndur. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Basar og kaffisala verður í dag sunnudag, Opið frá kl. 13–17. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð og myndlist, kl. 9.30 hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 versl- unin opin, kl. 11.10 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska framhald. Félagsstarf aldraðra Gaðabæ. Vetrarfagn- aður í Holtsbúð 8. nóv- ember – Fullbókað. Borgarleikhúsið 15. nóv. kl. 20. Miðapantanir sem fyrst í síma 820- 8571 eftir hádegi. Rúta frá Kirkjuhvoli kl. 19.15. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Á morgun kl. 9, böðun og hárgreiðslustofan opin. Félagsstarfið Sléttu- vegi 11–13, félagsvist á morgun kl. 14. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Á morgun verður pútt- að í Bæjarútgerðinni kl. 10 og félagsvist kl. 13:30. Á þriðjud. tréút- skurður í Lækjarskóla kl. 13. Saumar og bridge í Hraunseli kl. 13:30. Laugard. 10. nóv. verður farið í Há- skólabíó kl. 15 á Máva- hlátur. Skráning hafin. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Sunnud: Fé- lagsvist kl. 13.30. Dans- leikur kl. 20. Mánud: Brids kl. 13. Dans- kennsla fellur niður. Heilsa og hamingja laugard.10. nóv. nk. í Ásgarði hefst kl. 13.30, Laufey Steingríms- dóttir næringarfræð- ingur ræðir um hollt mataræði. Ásgeir Theó- dórs læknir, sérfræð- ingur í melting- arsjúkdómum ræðir um krabbamein í ristli og hóprannsókn í leit að krabbameini. Á eftir hverju erindi gefst tækifæri til spurninga og umræðna. Strind- berg-hópurinn býður Félagi eldri borgara af- slátt á miðum á sýn- ingu á Dauðadansinum, laugard. 10. nóv. kl. 20. Skráning á skrifstofu FEB. Haustmót Skák- deildar FEB hefst þriðjud. 13. nóvember nk. kl. 13 í Ásgarði. Teflt í tveim flokkum a og b. Síðasti skráning- ardagur í mótið er þriðjud. 6. nóv. kl. 13– 16.30 í Ásgarði Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB kl. 10–16 sími 588-2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Á morgun kl. 9–16.30 opin vinnu- stofa, handavinna og föndur, kl. 9–13 hár- greiðsla, kl. 14 fé- lagsvist. Opið alla sunnudaga frá kl. 14– 16 blöðin og kaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun kl. 9–16.30 vinnustofur opnar m.a. kennt að orkera, frá hád spilasalur opinn, kl. 13.30 –14.30 banka- þjónusta, dans fellur niður, vetrardagskráin komin. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum frá kl. 9, kl. 9.30 gler og postulínsmálun, kl 13 lomber, kl. 13.30 skák, kl. 20, skapandi skrif. Gullsmári Gullsmára 13. Á morgun Vefnaður kl. 9, leikfimi kl. 9.05, brids kl. 13, kl. 11 myndmennt, kl. 12 myndlist, félagsvist kl. 20.30. Hraunbær 105. Á morgun kl. 9 perlu- saumur, postulínsmálun og kortagerð, kl. 10 bænastund, kl. 13 hár- greiðsla. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun og föndur, kl. 10 boccia, kl. 13 frjáls spila- mennska, kl. 13:30 gönguferð, fótsnyrting. Norðurbrún 1. Á morg- un kl. 10 ganga, kl. 9 fótaaðgerð, kl.12 bóka- safn. Vesturgata 7. Á morg- un kl. 9–16 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13 kóræfing. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, búta- saumur og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og sund, kl. 13 handmennt, gler- bræðsla, leikfimi og spilað. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 alla mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Bridsdeild FEBK í Gullsmára. Háteigskirkja, eldri borgarar, mánudaga fé- lagsvist kl. 13–15, kaffi. Kvenfélag Kópavogs vinnukvöld vegna bas- ars mánudag kl. 20, að Hamraborg 10. Húsmæðrafélag Reykjavíkur, basar verður að Hallveig- arstöðum við Túngötu í dag sunnudag, húsið opnað kl. 14. Kvenfélag Garðabæjar, nóvemberfundurinn verður á Garðaholti þriðjud. 6 nóv. kl.20.30. Safnaðarfélag Graf- arvogskirkju, fundur í safnaðarsal Grafarvogs- kirkju mánud. 5. nóv. kl. 20. Ingólfur V. Gísla- son félagsfræðingur flytur erindi. Kvenfélag Fríkirjunnar í Hafnarfirði heldur fund í safnaðarheimilinu við Linnetsstíg þriðjud.6. nóv kl. 20.30. Kvenfélagið Fjallkon- urnar, fundur verður í safnaðaðarheimili Fella- og Hólakirkju þriðju- daginn 6. nóv. kl. 20. Breiðfirðingafélagið, Félagsvist spiluð í dag kl. 14, annar dagur í fjögurra daga keppni. Kristniboðsfélag karla fundur verður í kristni- boðssalnum Háaleit- isbraut 58–60 mánud. 5. nóv. kl. 20, Benedikt Arnkelsson hefur bibl- íulestur. Allir karlmenn velkomnir. Kvenfélag Seljasóknar heldur fund þriðjud. 6. nóv kl. 20. Hanna Jós- afatsdóttir sýnir höf- uðbeina- og spjald- hryggarmeðferð. Sýnikennsla í skreyt- ingum frá Garðheimum. Harmonikkuleikur. Kvenfélag Lágafells- sóknar, fundur verður í Hlégarði mánud. 5. nóv kl. 19.30, gestur verður Guðný Dóra Gestsdóttir atvinnu- og ferðamála- fulltrúi Mosfellsbæjar. Kvenfélag Árbæj- arkirkju, heldur fundu mánud. 5. nóv. kl. 20 í safnaðarheimili kirkj- unnar við Rofabæ, kaffiveitingar. Í dag er sunnudagur 4. nóvember, 308. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Því hvar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera. (Matt. 6, 21.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.