Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 29 Ferðaskrifstofan Embla býður aðeins 20 sæti í þessa glæsilegu páskaferð- „dvöl í Paradís“ með viðkomu í París á heimleið. Njótið þægilegs loftslags, hvíldar og lífsins listisemda á Paradise Cove, 5 stjörnu lúxus gististað, sem á engan sinn líka. Máritíus er staður hinna vandlátu, sem forðast mergð ferða- manna og kjósa fagrar hreinar strendur, aðbúnað í hæsta gæða- flokki og fallegt umhverfi. Framandi mannlíf, líflegir útimarkaðir og kaffihúsamenning innan seilingar. Frábær þjónusta um borð í breiðþotum Air Mauritius, 9 nátta dvöl á Paradise Cove með morgunverði og veislukvöldverði alla dagana, íslensk fararstjórn og gisting í miðborg Parísar í eina nótt. Hringið og tryggið ykkur sæti! Máritíus — Perla Indlandshafs 27. mars til 8. apríl – aðeins 5 vinnudagar Vistvænar Veraldarferðir Áramótaveisla í Kraká Kraká er ein af fegurstu borgum Evrópu. Öll miðborgin er friðuð vegna stíls og sögu- legs gildis og telst sameigin- legur arfur mannkyns. Í Kraká er fjöldi fagurra listasafna og eitt fegursta miðaldatorg sem enn er varðveitt í Evrópu. Einstakt tækifæri að fagna nýju ári á ógleymanlegan hátt ! Brottför 29. desember – 5 dagar á hreint ótrúlegu verði - aðeins 58. 900 kr. Innifalið: flug um Kaupmannahöfn til Kraká, gisting í fjórar nætur með morgunverði, skoðunarferðir og leiðsögn Þorleifs Friðrikssonar. Boðið verður upp á kynnisferðir til Auschwitz og Zakopane í suður Póllandi. Jólastemmning í Kaupmannahöfn á Aðventu Helgarferð til Kaupmannahafnar í fylgd Þorleifs Friðrikssonar sagnfræðings þann 30. nóvember til 3. desember. Verð ferðar aðeins: 49. 000 kr. Innifalið í verðinu er flug, gisting í 3 nætur á Hótel Ópera með morgunverði, jólahlaðborð í Tivoli, tvær skoðunarferðir og leiðsögn. FÁ SÆTI LAUS Paradise Cove • 45 m2 glæsilega búin herbergi með sérverönd • fallegur garður við fagurblátt sjávarlón • einkastrendur • kertaljósakvöldverðir við undirleik öldunnar • bátsferðir, kanúar, seglbretti, sjóskíði, köfun, hjólaleiga, neðansjávargönguferðir, yoga, útileikfimi o.fl. Allt frítt • frábær líkamsræktaraðstaða • lifandi tónlist og skemmtun á hverju kvöldi Skólavörðustígur 38 • 101 Reykjavík • Sími: 511 40 80 Símbréf: 511 40 81 • Netfang: inga@embla.is • Veffang: www.embla.is Páskar íParadísBJARNI Björgvinsson er grafík-listamaður að upplagi en hér á sinnifyrstu einkasýningu vinnur hann ekkimeð grafíktæknina beint, heldur ská- skýtur sér inn í flokk grafíklistar með athyglisverðum hætti og málar með þrykklitum á pappír. Þannig notast hann við efni úr grafíklistinni án þess að þrykkja og með því að kalla verkin grafíkverk (sem ég er ekki viss um að hann geri) væri Bjarni að víkka út skilgreiningu miðilsins. Verkunum á sýningunni má skipta í fernt eftir viðfangsefnum þó að öll séu þau óhlutbundin og unnin með svipuðum hætti. Verk númer 1–6 falla þannig saman í flokk og myndir núm- er 7–9 í annan, en þau eru ögn tján- ingarríkari en hin fyrrnefndu. Verk númer 10 og 11 eru hlutbundnustu verkin á sýningunni. Þar birtist okkur einhverskonar net og á bakvið er fal- leg birta. Lokamyndirnar tvær, núm- er 12 og 13, eru bæði langstærstar á sýningunni og þær bestu, einkum er verk númer 12, Án titils, vel unnið og kraftmikið í anda hins svokallaða þýska nýja málverks. Framsetning verkanna er til fyrir- myndar. Sumar myndir eru rammað- ar inn með útskornu kartoni þar sem ramma og gleri er sleppt og annars staðar hefur listamaðurinn fært verk frá hvítmáluðum veggnum með því að setja þau á blindramma. Með því að mála kantinn á rammanum hvítan fær hann síðan myndirnar til að svífa að- eins frá veggnum. Myndirnar sjálfar, númer 1–6, eru hins vegar lítt spenn- andi og það er eins og að Bjarni hafi annaðhvort farið of langt með hverja mynd eða of skammt. Litanotkun listamannsins mætti al- mennt vera djarfari og ákveðnari. Þessi fyrsta einkasýning Bjarna hefur yfir sér heildrænan svip og fag- mannlega er að verki staðið. Hins vegar finnst mér að listamaðurinn ætti að reyna að fá meira út úr hverri mynd í framtíðinni. MYNDLIST S ý n i n g a r s a l u r Í s l e n s k r a r g r a f í k u r Opið frá kl. 14–18 fimmtudaga– sunnudaga. Til 4. nóvember. MÁLVERK BJARNI BJÖRGVINSSON Óþrykkt grafík Þóroddur Bjarnason Án titils, Bjarni Björgvinsson. BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra og Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar, undirrituðu á föstudag að Skriðu- klaustri samning um fjárframlög og gagnkvæmar skyldur sem tryggir starfsemi stofnunarinnar að Skriðu- klaustri næstu þrjú ár. Samningur- inn gildir til ársloka 2004 og gerir ráð fyrir 10,6 m.kr. framlagi á fjár- lögum til Gunnarsstofnunar ár hvert til almenns reksturs og viðhalds húsa. Auk þess hefur stofnunin um- sjón með og endurgjaldslaus afnot af Gunnarshúsi, forstöðumannsbústað og tilheyrandi lóðum fyrir starfsemi sína. Gert er ráð fyrir að sértekjur stofnunarinnar nemi a.m.k. 2 m.kr. á ári. Samningur um Gunnarsstofnun BAROKK-tónleikar verða haldnir á Skriðuklaustri í dag, sunnudag, kl. 17. Baráttu-barokksveitin leikur val- in verk eftir gömlu meistarana. Sveitina skipa tónlistarkennarar á Fljótsdalshéraði. Barokk á Skriðuklaustri GEIR Svansson, annar tveggja sýningarstjóra sýningarinnar Omdúrman, margmiðlaður Megas í Nýló, verður með leiðsögn um sýn- inguna í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b í dag, sunnudag, kl. 15. Aðgangur er ókeypis og safnið er opið frá kl. 12–17. Leiðsögn um Omdúrman EINAR Garibaldi Eiríksson, myndlistarmaður og prófessor við LHÍ, heldur fyrirlestur í Listahá- skóla Íslands, Laugarnesvegi 91, kl. 12.30 á mánudag. Skúlína Kjartansdóttir myndlist- armaður og hönnuður flytur fyr- irlestur í LHÍ, Skipholti 1, mið- vikudaginn 7. nóvember kl. 12.30. Skúlína fjallar um þróun og hönn- unarferli tölvuleikja en hún starfar nú sem gæðastjóri hjá tölvuleikja- fyrirtækinu CCP hf. (www.ccp- games.com) við gerð fjölþátttöku- leiksins EVE. Námskeið um umbrot prent- gripa hefst mánudaginn 19. nóv- ember. Kennd verða undirstöðuatriði umbrots í QuarkXPress-umbrots- forritinu. Kennari er Margrét Rósa Sigurðardóttir prentsmiður. Námskeið í spuna – list augna- bliksins hefst mánudaginn 5. októ- ber. Kennari er Árni Pétur Guð- jónsson leikari, kennt í húsnæði Leiklistardeildar LHÍ, Sölvhóls- götu 13. Halldór Ásgeirsson myndlistar- maður varpar ljósi á vinnuaðferðir sínar auk þess að kynna næstu verkefni á námskeiði sem hefst mánudaginn 12. október. Hann fjallar um þrjá staði þar sem hann hefur starfað og sýnt list sína á þessu ári, Ítalíu, Ísland og Japan. Fyrirlestur og námskeið í LHÍ EVA Koch opnar sýningu í GUK Exhibition Place í dag, sunnudag, Eva Koch í GUK kl. 3 á Íslandi og kl. 4 í Danmörku og Þýskalandi. Hún stundaði myndlistarnám í Listadeild Há- skólans í Barcelona til 1989 og síð- an við Konunglega danska Listaháskólann í Kaupmannahöfn til 1992. Eva hefur haldið fjölda sýninga á verkum sínum víða um heim og hlotið margar viðurkenningar. Sýningarnar í GUK standa í þrjá mánuði og hefur skapast hefð fyrir því að þær eru opnar fyrsta sunnudag hvers mánaðar og á lokadaginn. GUK er slóðinni http://www.sim- net.is/guk. GUK hefur aðsetur í garðinum við Ártún 3 á Selfossi, í útihúsi við Kirkebakken 1 í Lejre í Danmörku og í eldhúsi í Kestnerstrasse 35 í Hannover í Þýskalandi sem er nýtt heimilisfang. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.