Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 41
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 41 Þau mistök urðu í vinnslu Hestasíðu í Morg- unblaðinu á föstudag að birtar voru myndir sem ekki tengdust því efni sem verið var að fjalla um. Greinarnar eru því birtar hér aftur. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. NÁMSKEIÐIÐ var haldið í samvinnu Íþróttasambands fatlaðra og Hestamiðstöðvar Íslands á Sauðárkróki. Alls mættu um 40 manns og voru þar á meðal reiðkennarar, sjúkraþjálfarar, þroskaþjálfar, almennir kenn- arar, leikskólakennarar, íþróttakennarar, söðlasmiðir og fleiri sem áttu sameiginlegt að hafa áhuga á eða starfa við reiðkennslu eða reiðþjálfun fatlaðra. Það var Ellen Trætte- berg, sem er sjúkraþjálfari og reiðkennari á endurhæfingastöðinni Beitostolen í Noregi, sem sá um námskeiðið, en einnig fór fram mál- þing um stöðu mála hér á landi og framtíð- arsýn. Anna Karólína Vilhjálmsdóttir er fram- kvæmdastjóri Fræðslu- og útbreiðslusviðs Íþróttafélags fatlaðra. Hún sagði að í gegnum tíðina hafi komið áhugasamir einstaklingar á skrifstofu ÍF sem unnið hafa í þessum málum á einn eða annan hátt. Hestar hafa í áraraðir ver- ið nýttir við þjálfun fatlaðra erlendis og hér á landi hefur ýmislegt verið í boð. Gallinn er sá að hennar mati að hér hefur hver verið að vinna í sínu horni og verulega skortir á sam- vinnu. Það sé aftur á móti ljóst að fatlaðir sem hafa komist á hestbak hafa notið þess mjög. Lítið gerðist eftir kynningu fyrir fimm árum Íþróttafélag fatlaðra stóð fyrir kynningar- degi á íslenska hestinum og mikilvægi hans fyrir fatlaða einstaklinga í samvinnu við Hesta- íþróttasamband Íslands og Hestamannafélag- ið Gust í Kópavogi árið 1996. Alls mættu um 200 manns og fékk fólk að prófa að fara á hest- bak. Læknir og fleiri aðilar voru á staðnum og töluðu um gildi hestsins fyrir fatlað fólk. Þrátt fyrir að ÍF hafi lagt áherslu á það við þá sem þarna mættu og aðildarfélög ÍF, sem eru 24 talsins víða um land, að samvinna yrði sett í gang í heimabyggð á milli hestamanna- félaga og þeirra sem hefðu áhuga á málefninu hafi lítið gerst. Anna Karólína sagði að því hefði verið mjög ánægjulegt að forsvarsmenn Hestamiðstöðvar Íslands sýndu mikinn áhuga á samstarfi við ÍF þegar leitað var til þeirra síðastliðið vor. Ákveðið var að stefna að því að halda námskeið og málþing, fyrst og fremst með það að mark- miði að leiða saman alla þá aðila sem áhuga hafa á þessu máli og /eða starfa við það. Sett var á laggirnar undirbúningsnefnd sem í voru þau Ingimar Ingimarsson og Þorsteinn Broddason fyrir Hestamiðstöð Íslands og Anna Karólína fyrir Íþróttasamband fatlaðra. Átta manna starfshópur skilar tillögum að ári Á málþinginu var mikil áhersla lögð á sam- vinnu allra og að ekki myndu verða til margir hópar heldur einn hópur sem síðan gæti starf- að að mismunandi verkefnum. Skipaður var átta manna starfshópur sem mun í samvinnu við ÍF og HmÍ leiða málið áfram og leggja fram tillögur um framtíðarskipulag fyrir næsta fund eftir eitt ár. Einnig kom fram mikilvægi þess að fá sveit- arfélög, ríki, tryggingastofnun og aðra aðila sem veitt geta fjármagni til þróunarstarfs á þessum vettvangi til liðs við hópinn. „Vegna sérstöðu Íslands hvað varðar út- breiðslu íslenska hestsins verður Ísland að skapa sér sitt eigið form í þessum málefnum þó tekið sé að einhverju leyti mið af því sem gerst hefur erlendis. Aðalatriðið verður að skilgreina meðferðarform annars vegar og afþreyingu og tilboð hins vegar. Fjölmargir aðilar koma að þessum þáttum og það sem hafa verður í huga fyrst og fremst er hinn fatlaði einstaklingur sem á að njóta þjónustunnar og nýrra tilboða. Nýta þarf þekkingu þeirra sem búa yfir sér- þekkingu á ákveðnum sviðum og auka sam- starf á milli aðila þannig að hver og einn geri sér grein fyrir mikilvægi þess að vinna saman að þessum málum,“ sagði Anna Karólína. Framtíðarárangur byggist á samhentu átaki „Allar forsendur eru til staðar til þess að byggja upp á Íslandi fyrirmyndarform á þessu sviði. En aðeins með samhentu átaki og sam- stilltum hópi fólks sem starfar að líkamsþjálf- un fatlaðra á hestbaki eða hefur áhuga á að að aðstoða við þróun þessa máls mun árangur nást til framtíðar.“ Þau sem stóðu að undirbúningi segja nám- skeiðið og málþingið hafa verið stórfenglega upplifun. Þarna var saman komið fólk sem hef- ur brennandi áhuga á sama málefninu og hefur lengi verið einangrað hvert í sínu horni. Þarna virtust margir loksins finna vettvang sem skapað getur forsendur til samvinnu. Anna Karólína segist líta svo á að þarna hafi verið saman kominn hópur af frábæru fólki á tíma- mótafundi. Þessi drengur hefur að sögn móður hans aldrei viljað liggja á maganum. Hann var settur á hest og lá grafkyrr á maganum og slakaði alveg á. Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Ellen Trætteberg frá Noregi ásamt undirbúningsnefndinni, Þorsteini Broddasyni og Ingimar Ingimarssyni frá Hestamiðstöð Íslands og Önnu K. Vilhjálmsdóttur frá Íþróttasambandi fatlaðra. Þátttaka fór fram úr björtustu vonum þegar haldið var námskeið og málþing fyrir leiðbeinendur og aðra áhuga- sama um reiðmennsku og reiðþjálfun fyrir fatlaða á Sauðárkróki í síðasta mánuði. Anna Karólína Vilhjálms- dóttir sagði Ásdísi Haraldsdóttur að megintilgangurinn hefði verið að hvetja til samvinnu til framtíðar. Fyrst og fremst þarf að hugsa um fatlaða einstaklinginn RANNSÓKNIR á erfðabreyti- leika íslenska hrossastofnsins sem fram fara á Keldum ganga vel og er búist við að fyrstu nið- urstöður verði birtar um mitt næsta ár. Fyrirhugað er að koma upp ætternisgreiningu fyr- ir hrossaræktendur auk þess sem byggður verður upp gagna- grunnur og lífsýnabanki sem byggist á því erfðaefni sem safn- að er við rannsóknina. Tekið hefur verið blóð úr 150– 200 hrossum úr tilviljunar- kenndu úrtaki auk mest notuðu stóðhesta landsins. Einnig hefur verið tekið blóð úr hrossum úr einangruðum stofnum svo sem úr Kirkjubæjarhrossunum gömlu og Árnaneshrossunum í Horna- firði. Þá er verið að leita að hreinræktuðum hrossum af Hindisvíkurstofni. Síðastliðið vor var einnig safnað blóði úr öllum stóðhestum sem sýndir voru þá. Vilhjálmur Svansson dýra- læknir vinnur að rannsókninni á Keldum ásamt þeim Viktori Mar Bonilla, en þetta er MS-verkefnið hans, Valgerði Andrésdóttur og Eggerti Gunnarssyni. Þá koma einnig að verkefninu Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossa- sjúkdóma og Ágúst Sigurðsson, hrossaræktarráðunautur Bænda- samtakanna. Auk þess hafa þau unnið í samvinnu við Matthew Binch hjá Animal Health Trust í New Market á Englandi, en hann hefur verið að kortleggja erfða- mengi hestsins. Vitneskju safnað um einangraða stofna Að sögn Vilhjálms byggist rannsóknin á því að kanna erfða- breytileika íslenska hestsins með því að skoða ákveðin svæði í erfðaefninu. Ætlunin er að skoða um 50 mismunandi svæði dreifð á erfðaefnið. „Ef um lítinn erfðabreytileika er að ræða verður erfitt að skera úr um ætterni hrossa, en ef fjölbreytileikinn er mikill í stofninum er það mun auðveld- ara,“ sagði Vilhjálmur. Hann segir ljóst að forsenda ræktunarstarfsins sé að erfða- fjölbreytileiki sé mikill og mik- ilvægt að halda honum. Þegar fram líða stundir segir hann að mögulegt verði fyrir ræktendur að fá upplýsingar um hvaða stóðhestar bera í sér fjölbreyti- leika og hverjir ekki. Í framtíð- inni gætu þeir því valið frekar stóðhest sem gæti borið erfða- fjölbreytileikann áfram fram yfir þann sem ekki gæti það, þótt þetta virtust vera sambærilegir hestar. Auk þess verður mjög for- vitnilegt að fá vitneskju um hvort gamlir skyldleikaræktaðir stofnar, eins og t.d. Árnanes- hrossin, séu að einhverju leyti frábrugðnir fjöldanum, hvort í þeim megi finna annars konar erfðaefni en í öðrum hrossum, hvort eiginleikar hafi einangrast í stofninum eða horfið úr honum. Ætternisgreining og lífsýnabanki En rannsóknin býður upp á hliðarafurðir. Fyrst og fremst er horft til ætternisgreiningar fyrir hrossaræktendur, en það blóð sem safnast hefur og mun safn- ast í rannsókninni mun verða geymt og verður grundvöllur fyrir lífsýnabanka sem er efni- viður fyrir hvers kyns rann- sóknir á íslenska hrossastofn- inum. Á rannsóknunum og erfðaefninu sem safnast er því hægt að byggja upp gagnagrunn um stofninn. Til dæmis með því að safna erfðaefni úr bestu hrossum landsins á hverjum tíma og einnig úr tilviljanakenndu úr- taki til að fá þversnið af stofn- inum hverju sinni. Fljótlega verður hægt að not- ast við hárrætur til að ná í erfðaefni, en Vilhjálmur segir að blóð sé mun betra efni. Rann- sóknir á því hafa gengið mjög vel og úr því fæst mun meiri og betri efniviður til rannsókna. Í hárrótum er lítið efni og þarf töluvert magn, auk þess sem það geymist mun verr en blóð. Hins vegar er mun ódýrara að taka hársýni. Á móti kemur að það hlýtur að þurfa að setja strangar reglur hverjir megi safna hársýni. Vilhjálmur sagði slík öryggisatriði ekki í höndum rannsóknarmannanna heldur hlytu hrossaræktendur að verða að koma sér upp slíku kerfi. Dýralæknar eru þeir einu sem mega draga blóð úr hrossum til að senda til rannsóknar. Verður „yfirferðargenið“ úr Kolfinni einangrað? Óneitanlega vekur það upp margar spurningar um hvaða möguleikar verða fyrir hendi í framtíðinni þegar allt þetta erfðaefni liggur fyrir. Vil- hjálmur var til gamans spurður að því hvort ekki yrði auðvelt að klóna hross ef slíkt yrði leyft í framtíðinni, t.d. væri hægt að framleiða annan Kolfinn frá Kjarnholtum. Vilhjálmur var fljótur að svara því og sagði að líklega yrði sniðugra að ein- angra bara „yfirferðargenið“ úr honum og koma því áleiðis í ræktuninni. Erfðarannsóknir á stofninum ganga vel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.