Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 21/10 – 27/10 ERLENT INNLENT  GENGI íslensku krón- unnar náði sögulegu lág- marki á fimmtudags- morgun. Gengisvísitala krónunnar fór þá í 145,90 stig en það er hæsta gildi, og þá jafnframt lægsta gengi, sem skráð hefur verið.  ENN hefur ekkert mið- að í kjaradeilu sjúkraliða en ríkissáttasemjari hef- ur boðað til næsta samn- ingafundar á þriðjudag. Um 120 sjúkraliðar hafa nú hætt störfum hjá Landspítalanum. Óbreytt ástand er í kjara- deilu Félags íslenskra tónlistarkennara og launanefndar sveitarfé- laga sem funda næst á morgun. Fréttabann hef- ur verið á samn- ingamönnum og er til- gangur bannsins að spilla ekki fyrir viðkvæmum samningaviðræðum.  TILKYNNT var um sprengju í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á fimmtudag. Hótunin barst á íslensku í gegnum síma og í kjöl- farið var flugstöðin rýmd og öllum leiðum til og frá henni lokað. Engin sprengja fannst í flug- stöðinni í kjölfar leitar. Lögreglan hefur rakið símtalið.  OLÍUFÉLÖGIN lækk- uðu öll verð á bensíni um fjórar krónur um mán- aðamótin. Lítri af 95 okt- ana bensíni kostar nú 95,70 krónur og lítri af 98 oktana bensíni 100,40 krónur. Verð á dísilolíu er óbreytt, 52,50 krónur. 21 látist í umferðinni ÞAÐ sem af er þessu ári hefur 21 lát- ist í umferðinni í 17 slysum. Frá árinu 1991 hefur það aðeins gerst tvisvar að fjöldi látinna í umferðinni frá janúar til loka október á hverju ári fer yfir 21. Óli H. Þórðarson, framkvæmda- stjóri Umferðarráðs, segir árið í ár vera að mörgu leyti óhugnanlega hliðstætt árinu 2000 sem var með svörtustu árum umferðarsögunnar. Verkfallshrina flugumferðarstjóra SAMÞYKKT hefur verið hjá flugum- ferðarstjórum að boða til 15 sjálf- stæðra verkfalla 16. til 30. nóvember nk. Heildarlaunakostnaður vegna ís- lenskra flugumferðarstjóra er um 640 milljónir króna og samkvæmt Fréttariti kjararannsóknarnefndar opinberra starfsmanna voru meðal- laun flugumferðarstjóra tæplega 522 þúsund í júní í ár. Skömmu áður en verkfall flugum- ferðarstjóra hófst í febrúar sl. varaði Alþjóðaflugmálastofnun við afleiðing- um truflana á alþjóðlegu flugi á flug- stjórnarsvæði Íslendinga og benti forseti ICAO samgönguráðherra á að stofnunin gæti þurft að endurúthluta flugumferðarþjónustu yfir úthöfun- um. Óska samstarfs við stjórnvöld FLUGLEIÐIR telja að strax þurfi að hefja markaðssókn erlendis til að fyrirbyggja verulega fækkun ferða- manna til Íslands á næsta ári. Flug- félagið mun óska eftir viðræðum við stjórnvöld um samstarf. Gert er ráð fyrir miklum sam- drætti í flug- og ferðastarfsemi vegna ástands heimsmála en Ameríku- og Evrópuflug Flugleiða hefur dregist saman um 21% frá 11. september. BANDARÍSKAR orrustu- og sprengjuflugvélar hafa haldið uppi hörðum árásum á víglínu talibana í Afganistan síðustu daga, einkum við Kabúl, Mazar-i-Sharif og Bagram- flugvöll. Skýrði talsmaður Norður- bandalagsins frá því í gær að það hefði náð mikilvægu héraði á sitt vald og hefðu um 800 talibanahermenn gengið til liðs við það. Erlendum fréttamönn- um var í fyrsta sinn á fimmtudag leyft að kanna aðstæður í borginni Kandah- ar og nágrenni en þar hafa verið gerð- ar mjög miklar árásir. Var þeim meðal annars sýnt smáþorpið Chokar Karaiz en það hefur verið jafnað við jörðu. Sagt var að þar hefðu fallið 30 manns. Hefur þetta mannfall meðal óbreyttra borgara verið harðlega gagnrýnt og dregið úr þeirri samstöðu, sem verið hefur um baráttuna gegn hryðju- verkamönnum, einkum í arabaríkjun- um. Ísraelar fari að alþjóðalögum TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, fór í tveggja daga ferð um Mið- austurlönd í vikunni og hvatti þá til að Ísraelar og Palestínumenn settust að samningaborði á ný. Kvað hann nauð- synlegt að rjúfa vítahring manndrápa og minnti Ísraela á að allar aðgerðir þeirra til að tryggja sitt eigið öryggi yrðu að vera í samræmi við alþjóðalög. Sagði hann að blóðsúthellingarnar hefðu engu skilað. Ísraelsríki væri til og yrði það áfram og óhjákvæmilegt væri að stofna palestínskt ríki. Í við- ræðum Blairs við leiðtoga arabaríkj- anna lögðu þeir áherslu á að hlé yrði gert á loftárásunum í ramadan, föstu- mánuði múslíma, en hann hefst 17. þessa mánaðar. Jafnt Bretar sem Bandaríkjamenn hafa hafnað því og segja að mestu skipti að ljúka átök- unum sem fyrst. Mannfall óbreyttra borgara gagnrýnt  ALLS hafa nú fjórar manneskjur látist úr milt- isbrandi í Bandaríkjunum, nú síðast kona, sem starf- aði á sjúkrahúsi í New York. Vekur dauði hennar mikla furðu því ekki er vit- að til að hún hafi hand- leikið póst með milt- isbrandsgróum eða verið þar sem þau hafa fundist. Er lögð mikil áhersla á að upplýsa málið enda býr sá uggur undir að hryðju- verkamenn séu hugsanlega farnir að dreifa smitefninu með öðrum hætti til að valda sem mestum ótta.  VERG landsframleiðsla í Bandaríkjunum dróst saman um 0,4% á þriðja ársfjórðungi en það er mesti samdráttur á einum fjórðungi frá 1991. Telja hagfræðingar þetta benda til, að lengsta hagvaxt- arskeiði í sögu Bandaríkj- anna sé að ljúka.  POUL Nyrup Rasmus- sen, forsætisráðherra Dan- merkur, hefur boðað til þingkosninga í landinu 20. nóvember næstkomandi. Sagði hann, að ástandið í heimsmálum eftir hryðju- verkaárásirnar í Banda- ríkjunum krefðist þess, að stjórnin fengi nýtt umboð frá kjósendum þótt kosn- ingar myndu ekki snúast um það, heldur fyrst og fremst um velferðarkerfið, heilbrigðis- og innflytj- endamál. Sumum finnst þó önnur ástæða fyrir kosn- ingunum vera nærtækari en hún er sú, að gengi jafn- aðarmanna hefur verið að batna í skoðanakönnunum að undanförnu. MARGVÍSLEGT skattalegt hagræði getur verið að því fyrir erlend fjár- mála- og stórfyrirtæki að starfrækja hér á landi eignarhaldsfélög og koma þá til álita bæði ákvæði tvísköttunar- samninga milli Íslands og annarra ríkja og gildandi ákvæði skattalaga hér á landi. Fram hefur komið að nokkuð sé um að erlendir aðilar hafi stofnað hér á landi eignarhaldsfélög vegna skattalegs hag- ræðis sem er því sam- fara og stofnaði banda- ríski fjárfestingarbank- inn Morgan Stanley til að mynda þrjú félög hér á landi í þeim tilgangi síðastliðið sumar. Tilfærslur á fjár- magni milli félaga, höf- uðstöðva, dótturfélaga og útibúa, en oft á tíðum getur verið um mjög flóknar tilfærslur að ræða, ganga út á það að lágmarka skattgreiðslur og taka fjármagn út þar sem annað tveggja eng- inn skattur er eða hann er eins lágur og mögulegt er vegna ákvæða tvísköttunarsamninga eða skattalaga og reynt er að finna það skattalega umhverfi þar sem þetta tvennt fer saman með sem hagkvæm- ustum hætti. Af þessum ástæðum meðal annars hafa erlendir aðilar í vaxandi mæli leitað til fjármálaráðu- neytisins eftir bindandi álitum í skattamálum, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Ekkert samlags- hlutafélag skráð Einn af þeim möguleikum sem menn hafa skoðað í þessu sambandi samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins er félagsform sem kallast sam- lagshlutafélag. Ekkert slíkt hluta- félag er skráð hjá hlutafélagaskrá samkvæmt upplýsingum sem Morg- unblaðið aflaði sér þar og þeirra er að litlu getið í lögum um einkahlutafélög frá árinu 1994 að öðru leyti en því að í 134. gr. segir að lögin taki til samlags- hlutafélaga eftir því sem við á. Skuli félögin hafa orðið samlagshlutafélag í heiti sínu eða skammstöfunina slhf. Jafnframt er tekið fram að í sam- þykktum félaganna skuli meðal ann- ars vera reglur um réttarsamband milli þeirra sem beri annars vegar takmarkaða og hins vegar ótakmark- aða ábyrgð, en samlagshlutafélaga- formið sker sig frá einkahlutafélags- forminu að því leyti að hluti eigenda ber ótakmarkaða ábyrgð eins og í sameignarfélögum, en aðrir einungis í samræmi við framlagt hlutafé, eins og gildir í hlutafélögum. Samkvæmt íslenskum skattalög- um eru hlutafélög og sameignarfélög skattlögð með mismunandi hætti. Samkvæmt gildandi lögum greiða hlutafélög 30% tekjuskatt af hagnaði, en til stendur að lækka prósentuna eins og kunnugt er, og 10% fjár- magnstekjuskatt af arði. Sameignar- félög eru hins vegar skattlögð með 38% skatti en úttektir úr félögunum þess utan eru án skattgreiðslu. Dæmið er lagt þannig upp sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins að samlagshlutafélagið beri að greiða 30% tekjuskatt vegna þess að það sé hlutafélag, en komist að mestu eða öllu leyti hjá því að greiða hann vegna ákvæða tvísköttunarsamninga. Á hinn bóginn séu úttektir úr félaginu, þ.e.a.s. þeirra aðila sem bera ótak- markaða ábyrgð og eigi félagið að langstærstum hluta ekki skattskyld- ar þar sem að í þeim tilvikum gildi ákvæði skattalaga um sameignar- félög. Samkvæmt framlögðu frumvarpi um breytingar á lögum um tekjuskatt og eignarskatt nú í haust eru tekin af tvímæli í þessum efnum, en þar eru lagðar til þær breytingar á 2. og 9. gr. laganna að inn er skotið samlags- hlutafélögum við hlið hlutafélaga. Þar með er unnin bót á því ástandi að ekki sé tekið á þessu félagsformi í skatta- lögum með beinum hætti, enda kannski ekki verið þörf á því fyrr vegna þess að slík félög hafa ekki ver- ið skráð hér á landi eins og fyrr sagði. Í greinargerð með frumvarpinu segir að einkenni samlagshlutafélags sé að einn félagsmaður að minnsta kosti beri beina og ótakmarkaða ábyrgð á meðan aðrir félagsmenn beri takmarkaða ábyrgð á grundvelli þess hlutafjár sem þeir hafi greitt til rekstr- arins. Þessu félagsformi hafi verið skipað á bekk með hlutafélögum með tilliti til skattskyldu. Ákvæði þar að lútandi hafi verið að finna í eldri skattalögum en fallið niður í lagasetningu árið 1971 vegna þess að félagsformið hafi ekki þótt skipta máli vegna þess að það tíðkaðist ekki hér. Nú sé tekinn af vafi í þessum efnum og sérhver afhending verðmæta út úr slíku félagi falli undir 9. gr. laganna um skattalega meðferð arðs. Aðilar farnir að velta fyrir sér þessu félagsformi Aðspurður hvers vegna ákvæði um samlagshlutafélög séu sett inn í lög um tekju- og eignarskatt nú sagði Baldur Guðlaugsson, ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu að tvennt gerði það að verkum. Í fyrsta lagi væri vikið að þess félagsformi í lögum um einkahlutafélög án þess að tilsvar- andi ákvæði væri að finna í skattalög- um. Í öðru lagi hefði komið í ljós áhugi á þessu félagsformi, þó ekki væri búið að stofna slík félög ennþá. Aðilar, hvort heldur innlendir eða er- lendir, væru farnir að velta fyrir sér hvað í þessu formi fælist bæði fé- lagsréttarlega og skattalega og þar af leiðandi hafi verið nauðsynlegt að setja á ný inn ákvæði um þetta form í skattalög. Slík ákvæði hafi verið í skattalögum fyrir áratugum síðan, en fallið brott vegna þess að áhugi á þessu félagsformi hafi enginn verið og þá eins og nú hafi þessu fé- lagsformi verið skipað á bekk með hlutafélagsforminu. Nauðsynlegt hafi verið að taka af tvímæli í þessum efn- um, þar sem annað hefði leitt til mögulegra deilna um gildandi rétt í þessum efnum. Baldur sagði að rétt væri að leggja áherslu á að með þessu væri ekki ver- ið að setja nýjar efnisreglur sem breyttu því ástandi sem verið hefði. Áfram væri samlagshlutafélögum skipað í flokk með hlutafélögum og það gilti að sjálfsögðu bæði um félag- ið sem slíkt og skattaréttarlega stöðu eigendanna sem fengju greiðslur út úr félaginu óháð því hvort þeir teldust bera takmarkaða ábyrgð eða ótak- markaða. Baldur bætti því við að ef fallist yrði á að með notkun samlagshluta- félagsformsins, skapaðist réttur til að velja sér hagstæðustu skattareglur sem giltu um hlutafélagsformið ann- ars vegar og sameignarfélagsformið hins vegar væri í reynd verið að taka upp nýjar og hagstæðari skattareglur fyrir þetta félagsform en önnur fé- lagsform í atvinnurekstri. Í því fælist þá um leið skattaleg hvatning til þess að færa atvinnurekstur yfir í þetta form og þar með að innleiða lægri skatta á fyrirtæki og eigendur þeirra en pólitísk ákvörðun hefði verið tekin um. Hann sagði að í þessu sambandi skipti engu máli hvort um innlenda eða erlenda aðila væri að ræða. Sömu skattareglur hlytu að gilda um þetta félagsform og eigendur þess hvort sem það væru innlendir eða erlendir aðilar sem ættu í hlut. Áhugi erlendra aðila á stofnun eignarhaldsfélaga hér á landi vegna skattalegra sjónarmiða Möguleikar samlags- hlutafélaga skoðaðir Reuters Samlagshluta- félögum skipað í flokk með hluta- félögum í frum- varpi um tekju- og eignarskatt Fjármálamarkaðir nútímans eru flókin fyrirbæri og að mörgu er að hyggja varðandi skattalegt umhverfi félaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.