Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ætli það komi ekki annað hljóð í strokkinn þegar þeir sjá hvað við höfum fram að færa í baráttunni við hryðjuverkaliðið, Dóri minn? Nýtt tímarit um líkamsrækt og heilsu Stuðlar að fag- legri umræðu FYRIR skemmstukom út fyrsta tölu-blaðið af Líkams- rækt og heilsu, sem er nýtt tímarit hvers efni felst full- komlega í nafninu. Blaðið er sagt hafa vakið mikla at- hygli en tímaritamarkað- urinn er mikill ólgusjór og mikið áræði þarf til að ýta þar fleyi á flot. Ragnar Þór Ragnarsson er ritstjóri hins nýja tímarits og varð hann fyrir svörum um til- urð, væntingar og vonir út- gefenda. – Hver er tilurð blaðsins og hverjir standa að útgáf- unni? „Það er Netsport sem stendur að útgáfunni. Okkur fannst vanta um- ræðu um aðgang almenn- ings að fyrsta flokks upplýsingum og greinum innlendra sérfræð- inga á sviði líkamsræktar og heilsu. Við viljum koma þessum upplýsingum á framfæri og stuðla að faglegri umræðu á þessu sviði.“ – Hver verða efnistök, þ.e.a.s. hvert verður efnið og hversu víð- tækt? „Við fjöllum um æfingar, nær- ingu, mataræði, fæðubótarefni og fleira. Við fjöllum um það sem við- kemur líkamsrækt og heilsu al- mennt. Bæði fyrir karla og konur, byrjendur og lengra komna.“ – Höfðar blaðið til einhverra hópa sérstaklega eða bara til allra.....? „Blaðið höfðar fyrst og fremst til þeirra sem stunda líkamsrækt- arstöðvarnar og þeirra sem hafa áhuga á líkamsrækt og heilsu al- mennt. Hvort sem um er að ræða byrjendur eða lengra komna. Við ætlum líka að teygja okkur út fyr- ir líkamsræktarstöðvarnar í efnis- vali.“ – Hver er þörfin fyrir svona blað...hafa ekki svona blöð verið gefin út áður og/eða eru gefin út? „Okkur fannst vanta blað þar sem við gætum leiðbeint almenn- ingi varðandi líkamsrækt og heilsu. Safnað saman upplýsing- um og kunnáttu frá innlendum sérfræðingu og miðlað áfram. Á hverju ári stunda þúsundir manna líkamsrækt, sumir hverjir án ákveðinna markmiða og kunnáttu. Við ætlum okkur að hjálpa þeim til þess að ná árangri með því að fræða þá. Einnig er það ætlunin að greina frá og fjalla um ýmis- konar keppni og viðburði á þessu tiltekna sviði.“ – Það er sagt að blaðið verði gefins. Býður það ekki upp á erfitt rekstrarumhverfi? „Það er rétt, blaðið er ókeypis, fjármagnað með auglýsingum. Við viljum ná sem mestri dreif- ingu og lesningu á blaðinu. Ætl- unin er að hafa auglýsingar í lág- marki og keyra þeim mun meira á vönduðum greinum og miklu efni. Blaðið er a.m.k. 32 blaðsíður í lit, brotið A4. Upplagið er 15.000 ein- tök og liggur blaðið frammi á lík- amsræktarstöðvum, sólbaðsstof- um, sundstöðum og víðar bæði á höfuð- borgarsvæðinu og á landsbyggðinni.“ – Hvað er að finna í fyrsta tölublaðinu? „Í fyrsta blaðinu fjallar Einar Ólafsson lyfjafræðingur um kreatín, Ágústa Johnson, fram- kvæmdastjóri Hreyfingar, fjallar um þjálfun á meðgöngu, Sölvi Fannar Viðarsson fjallar ítarlega um æfingar fyrir brjóstvöðva í máli og myndum, Fríða Rún Þórð- ardóttir næringarfræðingur þýðir og staðfærir áhugaverða grein um samviskubit, fjallað er í máli og myndum um Íslandsmótið í Gal- axy fitness, viðtal við Sigurlínu Guðjónsdóttur Íslandsmeistara kvenna í Galaxy fitness. Einnig eru í blaðinu liðir eins og „Spurt og svarað“, „Á döfinni“ og fleira. Við erum mjög ánægð með blaðið og lofar það mjög góðu. Við höfð- um lítinn tíma til að smíða fyrsta blaðið en útkoman er engu að síð- ur mjög góð. Við höfum fundið fyrir mjög miklum áhuga á þessu framtaki okkar, bæði hjá almenn- ingi og auglýsendum, sem taka þessu fagnandi. Blaðið kemur út á tveggja mánaða fresti og er næsta blað væntanlegt í byrjun janúar og er efnisöflun þegar hafin.“ – Er alltaf sama gróskan í lík- amsræktargeiranum á Íslandi? „Gróskan er mikil í líkamsrækt- inni og fer stöðugt vaxandi. Fólk er svona almennt að átta sig á mikilvægi þess að stunda líkams- rækt. Það er gaman að sjá hversu mikið áhuginn hefur aukist síð- ustu árin.“ – Er vaxandi áhugi á líkams- rækt sem keppnissporti? „Það er sérstaklega mikill áhugi á fitness-mótum þessa stundina og vaxtarræktin hefur einnig verið vinsæl til margra ára. Að keppa í Fitness er nokkuð nýtt af nálinni og þannig mót hafa notið mikilla vinsælda. Umfjöllun fjölmiðla á þessum mótum hefur líka aukist til muna og hafa fitness-mótunum sérstaklega ver- ið gerð góð skil.“ – Er einhvern tímann of seint að byrja á líkamsrækt? „Nei, það er aldrei of seint að byrja að stunda líkams- rækt. Við skulum jú muna að líkamsrækt er fyrir alla. Það er enginn sem segir að þú þurfir að keppa í þessu. Lík- amsrækt er ekki eingöngu fólgin í því að mæta á líkamsræktarstöð. Göngutúr er t.d. mjög góð líkams- rækt. Við ættum öll að geta fundið einhvern tíma til að hreyfa okkur. Allan tíma sem við verjum í að rækta líkamann fáum við margfalt borgaðan til baka í aukinni vellíð- an, færri veikindadögum, aukinni einbeitingu og aukinni orku, svo eitthvað sé nefnt. Ragnar Þór Ragnarsson  Ragnar Þór Ragnarsson fædd- ist í Vestmannaeyjum 28. júlí 1972. Hann lauk stúdentsprófi frá Framhaldsskólanum í Vest- mannaeyjum. Hann hefur í gegn- um árin haft mikinn áhuga á lík- amsrækt og heilsu og hefur meðal annars tekið þátt í vaxt- arræktarmótum. Hann er fram- kvæmdastjóri Netsports. Sam- býliskona Ragnars er Stella Mjöll Aðalsteinsdóttir og eiga þau rúmlega þriggja mánaða gamlan son, Sölva Fannar. Gróskan er mikil í líkams- ræktinni ÞINGMENNIRNIR Jónína Bjart- marz Framsóknarflokki og Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir Sjálfstæð- isflokki vísa á bug gagnrýni Hrafns Magnússonar, framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða, á lífeyr- issjóðafrumvarpið, sem þær hafa lagt fram ásamt þingmönnunum Hjálmari Árnasyni og Pétri Blöndal. Í frumvarpinu er lagt til að fólki sé frjálst að velja sér lífeyrissjóði en Hrafn hélt því fram í Morgunblaðinu í vikunni að í greinargerð þess komi fram að það muni hafa í för með sér lakari lífeyrisrétt fyrir konur en karla. Sagði hann sérkennilegt að tvær þingkonur skuli standa að slík- um hugmyndum. Jónína segir alveg ljóst að það sé ekkert í efni frumvarpsins sem lúti sérstaklega að konum eða körlum heldur sé talað um þá sem greiða í lífeyrissjóði. ,,Það er alveg ljóst ef menn lesa frumvarpið að það er ekkert kyn- bundið í þessu frumvarpi. Það er ekkert vikið að körlum eða konum sérstaklega, heldur er efni frum- varpsins allt annað. Hrafn verður að skýra aðeins betur hvernig hann kemst að þessari niðurstöðu,“ segir Jónína. ,,Mergurinn málsins er sá, að við erum áfram hlynnt skylduaðild að lífeyrissjóði en [leggjum til] að fólk geti valið sér lífeyrissjóði eftir því hver þeirra ávaxtar peninga lífeyr- isgreiðendanna best og stendur sig best í því. Við vitum að það er mikill munur þar á hjá lífeyrissjóðunum og maður hefði haldið að þetta skapaði þeim tiltekið aðhald, að þeir ættu ekki bara ákveðinn hóp fólks, heldur gæti það valið eftir því hvernig þeir standa sig,“ segir Jónína. Hún segist telja óeðlilegt af Hrafni að beina því sérstaklega að henni og Þorgerði að þær væru að leggja fram hugmyndir sem beindust gegn konum. Var aldrei markmið að gera rétt kvenna lakari ,,Það var auðvitað aldrei markmið- ið með frumvarpinu að gera rétt kvenna lakari en annarra, heldur er meginmarkmiðið að tryggja frelsi allra til þess að velja sér lífeyris- sjóð,“ segir Þorgerður. ,,Það er skiljanlegt að þeir sem eiga mjög mikilla hagsmuna að gæta eins og lífeyrissjóðrnir fari að skjálfa þegar lagt er til að fólk hafi rétt til að velja sér lífeyrissjóði. Þegar verið er að ræða um frelsi í lífeyrissjóðsmálum, þá fara ákveðnir aðilar af stað, og það er kannski ekk- ert óeðlilegt,“ segir Þorgerður. Jónína Bjartmarz og Þorgerður K. Gunnarsdóttir Telja ekki að frumvarp- ið skerði rétt kvenna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.