Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 44
HÉR áður fyrr brosti ég alltafþegar ég sá krakka í skóla-búningum. Það er einfald- lega ögn skoplegt að sjá krakka í ein- kennisbúningi. Ég brosi enn, en meira af því að krakkarnir eru sætir, ekki af því mér finnist neitt skrýtið að sjá þá í einkennisbúningi. Þvert á móti ... mér finnst það stórviturlegt, eftir að ég hef kynnst þeim af eigin raun. Reyndar ekki beint af eigin raun, því ég geng ekki í þeim sjálf, en það gerir sá fimmtán ára í fjölskyld- unni. Það er reyndar ekki lengur svo að allir breskir skólakrakkar séu í skólabúningum. Einnig á þessu sviði hafa hefðirnar farið halloka og sumir skólar lagt búningana af. Það ku jafn- vel stundum auka aðdráttarafl skól- anna að þar séu ekki skólabúningar. Ekki síst eru margar stelpur svekkt- ar yfir búningunum. Strákarnir taka þeim af meira jafnaðargeði. En það er fróðlegt að velta því fyrir sér hvort það hafi áhrif á krakka að ganga í skólabúningum og þá einnig hvort það hafi áhrif á andann í skólunum. Hvað er athugavert við skólabúninga? Lundúnabréf Að ná tökum á bindishnútnum Fyrir um tuttugu árum man ég eft- ir að hafa einu sinni séð strák, líklega um 15 ára, örugglega breskan skóla- strák, á gangi í Austurstræti um miðjan vetur í dökkbláum stuttbux- um og ullarsokkum upp að hnjám. Hann stakk álíka í stúf við umhverfið og ísbjörn í Sahara, en gekk þarna um eins og hann væri á Oxford- stræti. Stuttbuxurnar eru orðnar sjaldséðar og ef þær sjást eru það næstum eingöngu yngri strákar sem eru í þeim. Við nánari aðgæslu eru búningarn- ar auðvitað ekki allir eins, en allir mjög svipaðir. Oftast dökkgráar eða svartar buxur og blár jakki, eða grá- ar buxur og svartur jakki. Skyrturn- ar eru nánast undantekingalaust hvítar. Bindin eru skólabindi, hver skóli með sína liti í röndóttu bindi og skólamerkið á brjóstvasanum á jakk- anum. Bindi og bindishnútur eru ekki beint fastir liðir í lífi íslenskra smá- stráka og táningsstráka. Spurningin, sem sá fimmtán ára þurfti að takast á við var hvort hann ætti að bjargast við að mamma hnýtti hnútinn á hverjum morgni og hann væri síðan aðeins losaður í leikfiminni – eða hvort hann ætti sjálfur að læra að hnýta hnútinn. Hið síðara varð á endanum ofan á. Miklu einfaldara, líka af því þá var ekkert stress í leikfiminni þótt hnút- urinn raknaði. Þegar viljinn er fyrir hendi má læra flóknustu hluti og það sama gildir um bindishnút. Ekkert mál þegar réttu tökunum hefur verið náð. Og þeir sem fara á kaf í hnúta- fræðin vita líka að það eru til ýmis af- brigði sem áhugavert er að ná tökum á. Samsetning á góðu verði Hver skóli vísar á búð í nágrenninu þar sem búningurinn fæst. Oftast eru þetta litlar búðir, sem selja allt sem þarf til skólabúningsins, en líka önn- ur föt, sem þarf í skólann eins og íþróttaföt og yfirhafnir. Breskir skól- ar leggja yfirleitt mikið upp úr íþrótt- um og skólabúningarnir ná einnig til íþróttafatnaðar. Auk almennra íþrótta eru leikir á dagskrá, einhver valíþrótt eins og fótbolti, fjálsar íþróttir, tennis, ruðningur eða krikk- et. Framboðið fer eftir árstíðum. Skólabúningarnir eru ekki dýrir og efnið í þeim er meinsterkt og hag- kvæmt. Jakkann má oft setja í þvottavél. Buxurnar eru ekki endi- lega stranglega skólabuxur. Það dug- ir oft að kaupa buxur í réttum lit, en fataverðið er oft hagkvæmast í skóla- búningabúðunum og því eins gott að kaupa fötin þar. Alklæðnaður á strák fyrir vetur- inn, það er jakkinn, bindið, tvennar buxur og tvær skyrtur, kostar um 100 pund, það er um fimmtán þúsund krónur. Jakkann kaupir maður auð- vitað eins vel við vöxt og mögulega er hægt, enda algengt að sjá krakka í fjarska stórum jökkum. Og svo reyn- ir maður að láta krakkana ganga sem lengst í þeim, svo jakkarnir vilja standa ögn á beini þegar þeim er loks lagt eða þeir seldir öðrum á skóla- markaði, sem flestir skólar halda ár- lega. Þar er hægt að losna við gömul skólaföt og kaupa önnur notuð. Það er auðvitað nauðsynlegt að eiga hvítar skyrtur til skiptanna, en það eru búðir með notuð föt úti um allt og þar má fá fínar hvítar skyrtur á 2–4 pund og því lítið mál að bæta við forðann. Veturinn byrjar gjarnan með góðum ásetningi um að strauja og pressa, en eins og oft er með góð- an ásetning vill slakna á honum er líður á veturinn. Yfirbragð skóla- strákanna er því ekki alltaf pressað og strokið. Það er ekki ætlast til að krakkar gangi í íþróttaskóm við skólabúning- inn. Strákarnir eiga yfirleitt að vera í svörtum skóm, en það er orðið nóg úrval af góðum skóm, svo það kemur fleira til greina en kallaskór. Her- mannastígvél ganga ekki. Og yfir- hafnir eiga heldur ekki að vera í íþróttastíl og ekki með áberandi vörumerkjum, en í búðunum sem selja skólabúninga má fá góðar yf- irhafnir í réttum stíl og á góðu verði. Það þýðir vísast ekki að innleiða skólabúninga þar sem engin hefð er fyrir þeim, en eftir að hafa kynnst fyrirbærinu er Sigrún Davíðsdóttir einlægur aðdáandi þeirra. 44 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Höfum til sölu þetta glæsilega 280 fm einbýlishús á 2 hæðum ásamt 44 fm tvöf. bílskúr. Húsið er mikið endurnýjað, svo sem nýjar innihurðir og skápar, nýtt gler og gluggapóstar, nýtt rafmagn og hitalagnir o.fl. Parket. 4 svefnherbergi á efri hæðinni. Góður möguleiki á séríbúð á jarðhæð. Heitur pottur í lóðinni. Verðlaunalóð með timburverönd og skjólveggjum. Verðlaunahús. Ath.: Aðeins 2 klst. og 15 mín. akstur frá höfuðborginni. Óskað er eftir tilboðum í húsið. Hvammstangabraut - Hvammstanga Skeifan fasteignamiðlun, Suðurlandsbraut 46, sími 568 5556 Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  Straumsalir 2 - Kópav.- 4ra Opið hús í dag frá kl. 13-16 Í einkas. glæsil. 127,4 fm 4ra herb. íbúðir á 1. og 2. hæð í litlu vönduðu 5 íb. húsi. Tveir innb. bílskúrar fylgja 27-30 fm. Afh. fullb. að utan, fullb. án gólfefna að innan. Lóð frá- gengin. Húsið verður klætt að utan á vand- aðan máta. Frábær staðs. og útsýni. Afhend- ing í nóv. 2001. Verð frá 15,7 millj. Bygging- araðili Tréás ehf. Ath.: Sýnum eina fullbúna íb. án gólfefna í dag. Verið velkomin. Vogatunga 31a - Kópav. Opið hús í dag frá kl. 13-16 Fyrir eldri borgara er komin sérl. falleg 110 fm þjónustuíb. (neðri hæð) í nýl. klasahúsi. Allt sér. Garðskáli með útgangi í garð. Gott aðgengi. Laust strax. Verð 13,1 millj. 83026. Verið velkomin. Borgartúni 22 105 Reykjavík Sími 5-900-800 OPIN HÚS Í DAG Vorum að fá inn sérlega vel úr garði gerða 102 fm 3ja herb. íbúð á 3. hæð (gengið inn á 2. hæð) í þessu glæsilega fjölbýli á góð- um stað í Salahverfinu. Frábært skipulag. Þvottahús í íbúð. Fallegar innréttingar og góður frágangur. Stórar suðursvalir með mjög góðu útsýni yfir Kópavoginn til vest- urs og víðar. Þetta er íbúð sem er vel þess virði að kíkja á. Áhv. 6,750 þús. húsbréf. Verð 13,9 millj. Þorgeir og Helga taka á móti gestum í dag á milli kl. 14 og 16 FENSALIR 4 - KÓPAVOGI Í dag, sunnudag, er til sýnis þessi gull- fallega 84 fm íbúð, sem er á jarðhæð með sérgarði. Íbúðin er mjög vönduð og falleg. 2 góð svefnherbergi með parketi og góðum skápum og baðherbergi með góðri innrétt- ingu flísal. í h+g. Þvottah. og geymsla inn- an íbúðar. Getur verið laus til afh. fljótlega. Áhv. 5,4 millj. húsbréf. Verð 11,4 millj. Óli Björn og Katrín sýna íbúðina í dag á milli kl. 16 og 18 STARENGI 26 - SÉRINNGANGUR EIGNIR ÓSKAST  Raðhús í Fossvogi óskast Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega raðhús í Fossvogi. Allar nánari uppl. veita Stefán Hrafn og Sverrir. FYRIR ELDRI BORGARA  Hvassaleiti - þjónustuíbúð Vorum að fá til sölu 4ra herb. 116 fm vandaða íbúð á 2. hæð í þessari eftir- sóttu blokk. Góðar innréttingar. Svalir. Mikil og góð sameign. 1895 EINBÝLI  Hlíðarvegur - Kóp. Gott einbýlishús tæplega 170 fm á einni hæð með innbyggðum bílskúr á stórri og glæsilegri hornlóð. Húsið hefur allt verið klætt að utan með hvítri smekklegri ut- anhússklæðningu. Eignin skiptist í for- stofu, hol, stofu, fjögur herbergi, baðher- bergi, eldhús, þvottahús og snyrtingu auk bílskúrs. Parket og arinn í stofu. Endurnýjað baðherbergi. 1886 Barðaströnd - einb. á einni hæð Glæsilegt 250 fm einb. með bílskúr á einni hæð við Barðaströnd. Arinn í stofu. Sólstofa og heitur pottur. Fallegur garð- ur og útsýni. V. 27,5 m. 1292 4RA-6 HERB.  Veghús 165 fm auk bílskúrs Vorum að fá í einkasölu ákaflega fallega og bjarta u.þ.b. 165 fm íbúð á tveimur hæðum. Fjögur svefnherbergi. Parket og flísar. Tvö baðherbergi. Sérþvottahús. Suðursvalir. Íbúðinni fylgir góður 25 fm bílskúr við innganginn í húsið og er skúrinn með sjálfvirkum opnara. V. 17,3 m. 1896 Veghús - 185 fm auk 25 fm bílskúrs Vorum að fá í einkasölu mjög rúmgóða u.þ.b. 185 fm íbúð á tveimur hæðum auk 25 fm bílskúrs. Íbúðin er öll vel inn- réttuð og með parketi á gólfum. Rúm- góðar svalir. Fjögur svefnherbergi. Sér- þvottahús. Ath. að möguleiki er að inn- rétta séríbúð í risi ef vill þar sem stiga- gangur nær upp í ris og þar er inngangur inn á risið frá sameign. 1824 2JA OG 3JA HERB.  Hamraborg - falleg 3ja herb. óvenju rúmgóð og skemmtileg 94 fm íbúð á 2. hæð. Sérsmíðuð innr. í eldhúsi. Gegnheilt parket á holi og stofu. Innangengt í bílageymslu. 1937 Langholtsvegur - m. bílskúr 3ja herb. um 60 fm risíbúð ásamt 30 fm bílskúr. Íb. skiptist m.a. í tvær stofur m. svölum útaf, herb., eldhús og bað. Yfir íb. er gott geymsluris. Í kj. fylgir m.a. rúmgóð geymsla o.fl. Laus strax. V. 8,7 m. 1942 Lundarbrekka - rúmgóð Erum með í einkasölu rúmgóða og bjarta u.þ.b. 96 fm íbúð á 3. hæð í fal- legu fjölbýlishúsi. Parket á gólfum. Suð- ursvalir. Sam. þvottahús á hæð. V.10,9 m. 1897 Ljósheimar Falleg 2ja herbergja endaíbúð á 6. hæð í lyftublokkmeð glæsilegu útsýni. Íbúðin hefur verið mikið standsett s.s. nýtt raf- magn,nýleg eldhúsinnrétting og baðher- bergi flísalagt í hólf og gólf. Parket og- flísar á gólfum. Góð íbúð. V. 8,2 m. 1938 OPIÐ Í DAG, SUNNUDAG, KL. 12-15 Brekkutún 16 - Fossvogsmegin - OPIÐ HÚS Glæsilegt 275 fm einbýlishús á þessum eftirsótta stað, sem skiptist m.a. í fimm herbergi, stofu, borð- stofu, snyrtingu, baðherbergi, sjónvarpsherbergi, eld- hús og geymslur. Innbyggður bílskúr. Fallegur og gró- inn garður með stórri timburverönd. Vönduð eign á frábærum stað. Húsið verður til sýnis í dag, sunnu- dag, milli kl. 13 og 16. V. 25,9 m. 1941 Kambsvegur 22 - OPIÐ HÚS Falleg og björt 110 fm 5 herbergja neðri sérhæð í fallegu þríbýlishúsi sem hefur verið nýlega tekið í gegn að utan, viðgert og málað. Eignin skiptist m.a. í þrjú herb., stofu, borðstofu, eldhús og baðherb. Út- gangur út í garð af svölum. Bílskúrsréttur. Góð eign á eftirsóttum stað í rólegu hverfi. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, milli kl. 14 og 17. V. 14,7 m. 1833
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.