Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ H ELSINGFORS í október er kyrrlát borg. Á laugardags- morgni er veður fyrir langa gönguferð. Höfnin og Sölu- torgið laða að. Vilji maður gera fleira er tilvalið að skreppa í bókabúð, til dæmis fornbóksölu en af slíkum búðum er nóg. Góður vinur veitti mér leiðsögn og við fund- um fljótlega búð þar sem margir voru saman komnir. Hann benti mér á bók sem ekki er bein- línis hægt að kalla gamla því að hún kom út í fyrra: Göran Schildt: Tvivlets gåva eller För- flugna tankar om Guds död och en försvunnen far, útg. Söderströms. Þetta er annað bindi minninga Görans Schildts. Hið fyrra nefnist Lånade vingar (1995). Göran Schildt er nú áttatíu og tveggja ára og býr á grísku eynni Leros. Fyrsta bók hans var skáldsaga, 1943, en flestar bóka hans eru um listir og listasögu. Doktorsritgerð hans um Paul Cézanne hefur fengið mikið hrós og er talin meðal bestu listævisagna á sænsku. Hann hefur skrifað ævisögu Alvars Aaltos í nokkrum bindum. Skáldsögur André Gide þýddi hann snemma og skrifaði um hann bók sem talin er hafa stuðlað að því að Gide fékk Nóbelsverðlaunin. Hann var lengi blaðamaður við Svenska Dagbladet í Stokkhólmi og varð mjög kunnur fyrir greinaflokk um Miðjarð- arhafssiglingar sínar á skútunni Daphne. Faðir Görans Schildts, Runar Schildt, varmeðal kunnustu rithöfunda Finna. Á há-tindi ferils síns, 1925, svipti hann sig lífivegna þess að hann taldi sig útbrunninn. Þetta átti ekki síst eftir að skipta sköpum fyrir Göran Schildt. Í kafla um föður sinn í Tvivlets gåva er hann afar hreinskilinn. Hann fékk seinna að vita að áður en faðir hans gekk út og skaut sig kom hann inn í barnaherbergið til Görans sem þá var átta ára og strauk lengi höfuð hans. „Var það rétt ákvörðun hjá honum að hverfa? Var hann svo háður rithöfundarkallinu að þegar það lét undan fannst engin önnur leið?“ Göran Schildt játar að þótt hann hafi ekki velt þessum spurningum fyrir sér að ráði í rúm sjötíu ár hafi hann í raun verið haldinn af þeim. Leitin að föðurímynd varð hlutskipti Görans Schildts. Hann leit upp til tveggja kennara sinna í Há- skólanum í Helsingfors, þeirra Yrjö Hirn og Eino Kaila, en kynnin urðu ekki varanleg, m.a. vegna þess að hann lagði ekki fyrir sig háskóla- kennslu heldur gerðist blaðamaður. André Gide varð með tímanum bókmenntalegur faðir hans en að hitta hann í eigin persónu urðu vonbrigði. Alvar Aalto aftur á móti var rétti maðurinn fyrir föðurímyndina. Það var Aalto sem kenndi Schildt að meta „gjöf efans“. Oft hittust þeir, að frumkvæði Aaltos, eftir vinnu og fengu sér í glas. Þá þurfti margt að ræða. Aaalto hefur greinilega verið sannkallaður maður efans og gerði sér grein fyrir mannlegum veikleika. Hann var frægur fyrir hneykslandi framkomu við skál og gat stundum oltið út af, eftir of mörg glös, í afar virðulegum boðum. Eins og Schildt gefur í skyn mun hann stundum hafa verið að leika í því skyni að storka. Maður af því tagi sem Göran Schildt er virðist ekki alltaf reiðubúinn að standa vörð um hefð- bundnar dyggðir eða verja fósturlandið. En svo fór að hann tók þátt í því 1940 að verja landið fyrir hersveitum Stalíns. Ekki var sú vörn hetju- leg eða yfir þessu stríði, Vetrarstríðinu, neinn ljómi ef marka má Schildt. Lýsing hans er öm- urleikanum trú. Hann var svo „heppinn“ að særast illa í mars 1940 og þá var hermennsk- unni lokið. Eiginlega var það kraftaverk að hann lifði af eins sundurtættur og hann var eftir sovéska kúlu. Það fyrsta sem hann heyrði eftir upskurðinn var fréttin af þeim „friði“ sem Finn- ar neyddust til að samþykkja: „Ég flóði í tárum og læknirinn reyndi að hugga mig. „Reyndu að vera rólegur, nú höfum við fengið frið og þú verður bráðum frískur!“ Ég svaraði: „Það hirði ég ekkert um. Ég græt vegna Finnlands!“ Þótt Schildt geri sér nú grein fyrir vissumikilvægi þessa „tilgangslausa“ stríðssegist hann hafa þurrkað það út úrminni sínu. Það hafi ekkert gildi fyrir ævi sína og framtíð. „Lifum við einu eða fleiri lífum?“ spyr Göran Schildt. Hann svarar sér sjálfur með því að rifja upp æviskeið sín sjö: Leit æskuáranna, Verj- andi fósturlandsins, Rithöfundur í Lovisa, Met- söluhöfundur í Svíþjóð, Víkingur hafsins, Brott- fluttur í Grikklandi og Postuli Alvars Aaltos. Í miðri Helsingfors stendur stytta þjóð- skáldsins Johans Ludvigs Runeberg og minnir undirritaðan á ljóðið um Svein dúfu sen lesið var í bernsku. Runeberg var og er enn stolt Finna. „Runeberg færði Finnum fósturjörð en Linna sýndi að þjóðinnni var gefið höfuð til að hugsa með.“ Þessi orð rifjar fyrrverandi sendiherra Finna á Íslandi, Tom Söderman, upp í fróðlegri grein í Sundsvalls Tidning 19. ágúst en Söderman skrifar að staðaldri í það blað. Tilefni greinarinnar er tímaritsgrein í tíma- riti sagnfræðinga þar sem ungur sagnfræð- ingur, Pentti Haapala, tekur upp hanskann fyr- ir skáldsagnahöfundinn Väinö Linna (1920–1992). Eins og Söderman bendir á hafa finnskir sagnfræðingar verið ósáttir ef ekki beinlínis fjandsamlegir í garð Linna fyrir skrif hans um stríðið í bókum eins og Óþekkti hermaðurinn (1954), en einkum um borgarastyrjöld hvítra og rauðra 1918. Að mati Södermans sem Haapala tekur nú undir, var það Väinö Linna sem lýsti hinum mörgu styrjöldum og átökum í Finnlandi með því að horfa á atburðina í senn frá sjónarhóli hinna hvítu og rauðu. Sagnfræðingarnir gátu ekki þolað þetta en Linna skrifaði þá „sagn- fræði“ sem fólk skildi og var raunhæf. Hlutverk Linna var að eyða beiskju í samfélaginu, eins og Söderman skrifar, og það gerði hann þrátt fyrir andstöðu fræðimannanna. Feður í skugga efans Helsingfors, höfuðborg Finnlands. AF LISTUM Eftir Jóhann Hjálmarsson johj@mbl.is ÚTVARPSLEIKHÚSIÐ frumflytur í dag kl. 14 nýtt leikrit, Augnrann- sókn, eftir Braga Ólafsson. Þar segir frá fasteignasalanum Mar- íusi sem dag einn fær þær fréttir að litla dóttir hans hafi verið í augnrannsókn og læknirinn vilji hafa tal af honum. Maríus kemur af fjöllum og hefur ekki hugmynd um hvað er á seyði. Hann heldur af stað, ásamt félaga sínum Gunn- ari, í þeim tilgangi að leita uppi eiginkonu sína og fá frekari upp- lýsingar um málið. Þannig verður ófyrirséð aukaatriði á venjulegum starfsdegi fasteignasala að flóknu stórmáli í lífi fjölskyldumanns. Bragi sagði í samtali við Morg- unblaðið að þetta væri raunsæ lýs- ing á fólki í Reykjavík nútímans. „Það kemur á daginn að Maríus veit nánast ekki neitt um hagi fjöl- skyldu sinnar, hann veit ekki hvar konan hans vinnur og hefur ekki hugmynd um hvar dóttir hans er niðurkomin. Hann fer í vinnuna á morgnana og þær eru komnar heim þegar hann snýr aftur úr vinnunni. Meira veit hann ekki fyrr en þennan dag,“ segir Bragi. „Atburðarás Augnrannsóknar er byggð óbeint á sönnum atburð- um; ég segi ekki að þetta hafi gerst nákvæmlega svona en eitt- hvað í þeim dúr. Ég er líka að fjalla svolítið um skynfærin, hvernig við beitum þeim, hvað við sjáum og hvað við heyrum.“ „Mér líkar vel að skrifa fyrir út- varpsleikhúsið,“ segir hann. „Út- varpsleikhúsið er skemmtileg stofnun en verst er að hafa á til- finningunni að leikritin nái ekki hlustum margra og að þeir sem hlusta séu flestir í eldri kantinum, að ekki sé meira sagt. Það er synd því út- varpsleikritun er skemmtilegt form sem býður upp á endalausa möguleika.“ Augnrannsókn er annað út- varpsleikrit Braga en eftir hann hefur m.a. komið út skáldsagan Hvíldardagar og á næstu dögum er væntanleg ný skáldsaga eftir hann, Gæludýrin, sem að sögn er Reykjavíkursaga úr samtímanum. Leikendur í Augnrannsókn eru Harpa Arnardóttir og Bergur Þór Ingólfsson og leikstjóri er Hjálmar Hjálmarsson. Hljóðvinnslu ann- aðist Hjörtur Svavarsson. Leikritið er á dagskrá Rásar 1 kl. 14 í dag, sunnudag, og verður endurflutt á næstkomandi fimmtu- dagskvöld kl. 22.15. Augnrannsókn í útvarpinu Bragi Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.