Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ stefnir í að halli árekstri RÚV á næsta áriverði 300–400 milljónirkróna verði ekki brugð-ist við með sparnarað- gerðum. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefur lagt fram bók- un sem felur í sér frumtillögur um styttingu á útsendingu Sjónvarps um 15 klukkustundir á viku. Að meðaltali hafa útsendingar Sjón- varpsins verið 70 klst. á viku, eða sex til sjö klukkustundir virka daga en meira um helgar. Nái hug- myndirnar fram að ganga er gert ráð fyrir að útsending á virkum dögum verði stytt niður í fjórar stundir á dag, og jafnframt verði útsendingar ekki lengur en til mið- nættis um helgar. Verði þetta að veruleika, ásamt öðrum niður- skurðarleiðum sem felast í frum- tillögum útvarpsstjóra, eins og t.a.m. niðurfelling tíufrétta, sam- dráttur í útsendingum frá íþrótta- viðburðum, einföldun á rekstri textavarps og vefjar Ríkisútvarps- ins, verður jafnframt gripið til uppsagna. Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjónvarpsins, sagði að þar sem einungis um frumtillögur væri að ræða væri ekki tímabært á þessum vettvangi að ræða um hugsanlega fækkun starfsmanna. Lengd útsendingar – villandi samanburður 119 stöðugildi eru hjá Sjónvarp- inu og útsendingartímar eru, eins og fyrr segir, að meðaltali 70 klukkustundir á viku. Af öllu út- sendu efni er um 20% endursýn- ingar en um 80% frumsýningar. Hjá Stöð 2 starfa 124 og þar eru útsendingartímar um 154 klst að meðaltali á viku. Frumsýningar eru um 48% af útsendu efni og endursýningar um 52%. Hjá Sýn starfa 22 og útsendingartími er u.þ.b. 67,5 klukkustundir að með- altali á viku. Skjár 1 sendir út all- an sólarhringinn en skipulögð dag- skrá er frá kl. 17 og stendur að jafnaði til kl. 2 um nótt. Eftir það eru send út tónlistarmyndbönd og dagskrárkynningar. Hlutfall frum- sýninga og endursýninga er jafnt, eða um 50%. Bjarni bendir á að samanburður á útsendingartíma Sjónvarpsins og einkareknu stöðvanna, sem virðist við fyrstu sýn Sjónvarpinu mjög í óhag, segi í raun litla sögu. Þar komi m.a. til mun hærra hlutfall endursýninga hjá einkareknu stöðvun- um en ekki síður eðli og samsetning dag- skrárinnar. Ekki þörf fyrir sama fjölda starfsmanna Bjarni er spurður að því hvers vegna Sjónvarpið sjái sér ekki fært, með 119 stöðugildum, að senda út nema í rúmar fjór- ar klukkustundir á virkum dögum, eins og gert er ráð fyrir í frumtilllögunum, til þess að ná endum saman. Hann segir að hingað til hafi Sjónvarpið sent að jafnaði út um 10 klukkustundir á dag. Nái frumtillögur útvarps- stjóra fram að ganga sé augljóst að að ekki sé þörf fyrir sama fjölda starfsmanna. Hann segir jafnframt að hafa verði í huga að skyldur og hlutverk Sjónvarpsins séu aðrar og meiri en einkareknu stöðvanna. Hann segir að fræðslu- og menningarefni, sem RÚV sinni ágætlega miðað við fjármuni, sé afar dýrt í framleiðslu. Hann bendir á mikið unna þætti eins og Stundina okkar og þáttinn At. Sjónvarpið framleiði og kaupi leik- rit og heimildamyndir sem sýndar eru á sunnudagskvöldum. Skemmtiþátturinn Milli himins og jarðar endurspegli þjóðlífið og Mósaík menningarlífið og þessir þættir séu vandaðir og hver mín- úta því dýr. Að baki hverri útsendingarmínútu liggi meiri vinna en í öðru útsending- arefni. Sömuleiðis hafi allt aðkeypt efni hækkað mikið í verði vegna óhagstæðrar gengisþróunar. Bjarni segir að samanburður við sambærilegar sjónvarpsstöðvar á Norðurlöndunum sé Sjónvarpinu afar hagstæður. Hann segir að yf- irmenn ríkisstöðvanna í þessum löndum furði sig oft á því hvernig hægt sé að standa að jafnviðamik- illi útsendingu og framleiðslu á efni með jafnlitlum umsvifum. Bjarni segir að mælieining eins og út- sendingartími á hvern starfsmann sé ekki góð vegna afar mismunandi eðlis þess efnis sem sent er út. Endursýningar skipa minni sess í dagskrá Ríkissjónvarpsins Jafnframt bendir Bjarni á að endursýnt efni skipi mun minni sess í dagskrá Sjónvarpsins en einkareknu stöðvanna. Árið 1998 sendi Sjónvarpið út í 3.438 klukku- stundir og þar af var hlutfall frum- sýnds efnis 91,2%. Á sama ári sendi Stöð 2 út í 5.887 klukku- stundir. Þar af var frumsýnt efni 46,5% en hlutur endursýnds efnis 53,3%. Sýn sendi þetta ár út í 3.444 klukkustundir og hlutur frumsýnds efnis var 53,3% en endursýnt efni var 46,9%. Bjarni segir að þetta segi meiri sögu en margt annað. Hann bendir þó á að hlutur end- ursýnds efnis hafi hækkað hjá Sjónvarpinu upp á síðkastið. Telur hann líklegt að það hafi aukist úr 8,8% árið 1998 í um 20% á þessu ári. Þetta megi m.a. rekja til end- ursýninga á Mósaík, Ati og Kast- ljósi, sem Bjarni telur að sé viðbót- arþjónusta við áhorfendur. Áhorfs- mælingar sýni að tæp 4–6% þjóðarinnar horfi á endursýningu Kastljóssins. Hann segir að Sjónvarpið geti aukið verulega útsent efni með endursýningum án mikils tilkostn- aðar vegna þess að aukin réttindi hafi verið keypt af erlendum og innlendum birgjum og hagstæðari samningar náðst við tilreiðslu efn- is. Bjarni leggur áherslu á að til- lögur útvarpsstjóra um niðurskurð séu einvörðungu frumtillögur og þær séu til umfjöllunar þessa dagana innan stofnunarinnar. Nið- urstaða þeirrar skoðunar verður síðan lögð fyrir fund fram- kvæmdastjórnar næstkomandi mánudag og síðan til umfjöllunar í útvarpsráði. Dregið verði verulega úr útsendingum Sjónvarpsins til að mæta 300–400 millj. kr. rekstrarhalla Ekki verður þörf fyrir sama starfsmannafjölda Halli á rekstri RÚV á næsta ári stefnir í að verða 300– 400 milljónir kr. Tillögur útvarpsstjóra um að útsend- ingartímum Sjónvarpsins á viku fækki úr 70 í 55 klst ásamt frekari niðurskurði er til umfjöllunar hjá RÚV. Guðjón Guðmundsson kynnti sér hvað liggur hér að baki og leitaði jafnframt hófanna hjá framkvæmda- stjóra RÚV og stjórnendum einkareknu sjónvarpsstöðv- anna um stöðu stofnunar- innar. Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjónvarpsins. SJÁ SÍÐU 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.