Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÝNING Önnu Eyjólfsdóttur í Listasafni ASÍ – bæði í gryfju og Ás- mundarsal – er of athyglisverð til að vert sé að láta hana fara óséða fram hjá sér. Yfirskriftin er Gert/Ógert, og lýsir vegferð listakonunnar með yfirliti yfir fyrri verk í gryfjunni. Þar má með öðrum orðum sjá myndir af ýmsu því sem Anna hefur sýnt ann- ars staðar, svo sem Sogblöðkurnar og Fánana – þá sem prýddu síðustu Strandlengju. Þennan hluta sýningarinnar setur hún upp sem nokkurs konar rann- sóknarstofu þar sem ýmislegt er á rúi og stúi, rétt eins og Anna sjálf hefði brugðið sér frá vinnu sinni um stundasakir. Í sýningakassa á gólf- inu má sjá ýmsar sýningaskrár, en tölva stendur undir glugganum með nákvæmri þrívíddargerð af höfði Davíðs forsætisráðherra. Þessi tölvumynd tengist verkinu í Ásmundarsal. Þar er að finna allveg- legt viðarmódel af Listasafni ASÍ, með báðum sölum. Þetta er sá hluti sýningarinnar sem enn er ógerður. Þar má sjá inni í smáhýsinu hvernig Anna hafði hugsað sér salinn með forsætisráðherra í sjónvarpinu og tólf þar til gerða kassa upp á endann, sem væntanlega áttu að hýsa jafn- marga ráðherra, eða alla þá sem set- ið hafa í ríkisstjórnum Davíðs Odds- sonar frá upphafi. Einnig er minna hýsi með módeli af gryfjunni, hvar Anna hafði hugsað sér risasogblöðku sem hugsanlegan gatnahreinsi. Sem skýringu á sam- setningunum í módelhúsunum eru stækkaðar myndir af tilboðum ým- issa fyrirtækja, og kostnaðarút- reikningum þeirra, sem gefa til kynna upphæðirnar sem ef listakon- an hefði þurft að borga ef hún hefði fullunnið sýninguna í raunveruleg- um stærðarhlutföllum. Þannig snýst sýning Önnu – Gert/ Ógert – fyrst og fremst um kostnað þann sem óhjákvæmilega fylgir gerð listsýninga og listamenn geta með engu móti klofið sökum þess að hvergi er gert ráð fyrir framleiðslu- styrkjum til gerðar samtímaverka í hinu íslenska listkerfi. En þótt vissu- lega megi finna slíka listpólitíska undiröldu í sýningu Önnu sannar hún að sem tilraunaglaður rýmis- listamaður er hún nægilega skelegg til að vera til alls vís. Morgunblaðið/Golli Frá sýningu Önnu Eyjólfsdóttur í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Listin er ekki ókeypis MYNDLIST L i s t a s a f n A S Í , F r e y j u g ö t u 4 1 Til 4. nóvember. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14–18. BLÖNDUÐ TÆKNI ANNA EYJÓLFSDÓTTIR Halldór Björn Runólfsson ER morð einhvern tímann rétt- lætanlegt? Hver er refsingin fyrir hægdrepandi sálarmorð? Er hægt að fyrirgefa morðingja? Þessar sígildu spurningar vakna eftir lestur nýjustu spennusögu Arnaldar Indriðasonar, Grafarþögn, og er haglega fléttað saman við spennandi og trúverðugan söguþráð. Dularfullur beinafundur í Grafar- holtinu hrindir af stað rannsókn sem leiðir ískyggilega atburði úr fortíð- inni í ljós. Rannsóknarlögreglumað- urinn góðkunni, Erlendur (aðkomu- maður og líður eins og útlendingi, sbr. bls. 40), glímir við ráðgátuna um hver hafi borið beinin á þessum stað og þarf að grafast fyrir um erfiða fortíð fjölda manns. Erlendur er eins og nýstiginn út úr breskum saka- málaþætti í sjónvarpinu og minnir mest á Taggart; hann er sjálfum sér verstur, hrjúfur og hirðulaus, reykir of mikið og borðar skyndimat en eld- klár og fylginn sér þegar á slóðina er komið. Önug tilsvör hans ergja oft geðuga aðstoðarmenn hans; hinn snyrtilega, slétta og fellda Sigurð Óla (Michael Jardin) og Elínborgu (Jackie). Sagan er mjög fag- mannlega skrifuð og fléttan þétt. Tvennum sögum fer fram í senn og ört er skipt um sjón- arhorn. Fylgst með Er- lendi við rannsóknina þar sem vísbendingar hrannast upp og horfið aftur í tímann til skuggalegra atburða í Reykjavík eftirstríðs- áranna. Sagt er frá öm- urlegu lífi fjölskyldu einnar á fimmta áratugnum og er sálarlífslýsing móður og barna, sem búa við gegndarlaust heimilisofbeldi, afar sannfærandi: „Mótþrói hennar [móðurinnar] hverfur og með mót- þróanum hverfur lífsviljinn og líf hennar verður hans líf og hún er ekki lengur lifandi heldur dauð og fer um eins og myrkravera í sífelldri leit að undankomu. Undankomu undan barsmíðunum og sálarkvölinni og lífi hans vegna þess að hún lifir ekki lengur sínu lífi heldur er hún aðeins til í hatri hans“ (233). Ofbeldið á sér eins konar hliðstæðu eða framhald í söguþræði samtímans og tengist kunningjum dóttur Er- lendar. Litast er um í undirheimum Reykja- víkur þar sem dópsal- ar, fíklar og vanrækt barn leika frekar órætt hlutverk í uppgjöri Er- lendar við sjálfan sig. Meðan á rannsókninni stendur verður hann að greiða úr ýmsum sárs- aukafullum sálarflækj- um sem tengjast fjöl- skyldu hans og fortíð. Grafarþögn er vel skrifuð spennusaga, löng, efnismikil og skemmtileg aflestrar. Persónurnar eru ljós- lifandi, aukapersónurnar litríkar og minnisstæðar, t.d. Skarphéðinn, fornleifafræðingurinn skögultennti. Sögulokin eru reyndar nokkuð fyr- irsjáanleg. Þar sem lesandinn fær upplýsingarnar á undan löggunni hefur hann nokkurt forskot á lausn málsins. Spennan er þess vegna ekki fólgin í því hver morðinginn er held- ur hvort eða hvernig löggunni tekst að komast á sporið og hvað beri að gera þegar staðreyndirnar liggja fyrir. Þá fyrst eru öll kurl komin til grafar. Morðingjar og myrkraverur BÆKUR S a k a m á l a s a g a eftir Arnald Indriðason. Vaka-Helgafell. 2001. GRAFARÞÖGN Steinunn Inga Óttarsdótt ir Arnaldur Indriðason Í EINSTAKA tilvikum lítur Hollwood sjálfa sig dálítið kald- hæðnum augum, og á það við um America’s Sweethearts, þar sem sjónum er beint að hinni öflugu og útsmognu markaðs- maskínu sem hefur það hlutverk að kynna afurðir iðnaðarins með öllum tiltækum ráðum. Aðdrátt- arafl kvikmyndastjörnunnar er nokkuð sem kvikmyndafram- leiðendur hafa alla tíð nýtt sér óspart í þeim efnum með dyggri aðstoð fjölmiðla, kynningar- gúrúa og ímyndahönnuða. Í þeim fjölmiðladansi hafa ástir (eða skilnaðir) tveggja kvik- myndastjarna löngum verið óþrjótandi uppspretta athygli sem margur kvikmyndafjárfest- irinn hefur notið góðs af. Kvikmyndin sem hér um ræð- ir segir frá raunum peninga- gráðugs kvikmyndaframleið- anda (Stanley Tucci) sem verður sífellt örvæntingarfyllri eftir því sem fleiri af myndum fyrirtæk- isins ganga illa í bíóhúsunum. Ástæðan fyrir þessu óláni er dvínandi fjölmiðlaathygli helstu kvikmyndastjarna fyrirtækisins, hjónanna Eddie (John Cusack) og Gwen (Catherine Zeta-Jones) sem voru fullkomin ímynd hinna glæsilegu og samheldnu hjóna, allt þar til Gwen stakk af með suðræna smástirninu Hector (Hank Azaria). Á sama tíma gengur sérvitur og virtur leik- stjóri (Christopher Walken) nýj- ust myndar framleiðandans af göflunum, og neitar að láta í té fullbúna kvikmyndina. Kynning- arfulltrúinn Lee Philips (Billy Crystal) bregður þá á það ráð að reyna að ná hjónunum aftur saman til að beina athygli fjöl- miðla frá kvikmyndinni sem ver- ið er að kynna og nýtur þar að- stoðar Kiki (Julia Roberts), systur Gwen. Atburðarásin sem eftir fylgir er bráðskemmtilegur farsi sem keyrður er áfram af frábærum aukaleikurum í ýmsum hlut- verkum. Meginsöguþráðurinn er meðalgóð rómantísk ástarsaga, sem hverfist um ástarþríhyrn- ing leikarahjónanna og Kiki. Stórstjörnunni Juliu Roberts er þar skartað, og er frammistaða hennar ekkert til að hrópa húrra (eða Óskar!) fyrir, fremur en venjulega. Kvikmyndin fær hins vegar kómíska þyngd sína af þeim frábæru aukaleikurum sem raðað er af kostgæfni niður í smæstu hlutverk. Má þar helst nefna Billy Crystal sem kynn- ingarfulltrúa með ríka sjálfs- bjargarhvöt, Hank Azara í hlut- verki elskuhugans karlmannlega og smámælta, Christophers Walken í hlutverki leikstjórans listelska og Alan Arkin í bráð- fyndnu hlutverki breysks and- legs leiðtoga á jógamiðstöð ríka fólksins. Það eru ekki eingöngu aukaleikararnir sem gefa mynd- inni helst gildi, heldur einnig sú ádeila á fáránleika Hollywood- iðnaðarins í allri sinni dýrð, skrifuð og leikstýrt af mönnum sem vel þekkja til umrædds um- hverfis, þ.e. handritshöfundun- um Billy Crystal og Peter Tolan og leikstjóranum Joe Roth sem jafnframt er gamalreyndur framleiðandi í Hollywood. Hollywood bak við tjöldin KVIKMYNDIR S m á r a b í ó , L a u g a r á s b í ó Leikstjóri: Joe Roth. Handrit: Billy Crystal og Peter Tolan. Frumsamin tónlist: James New- ton Howard. Kvikmynda- tökustjóri: Phedon Papamichael. Aðalhlutverk: Julia Roberts, John Cusack, Catherine Zeta-Jones, Billy Crystal og Hank Azaria. Sýningartími: 102 mín. Bandaríkin.Columbia Pictures, 2001. AMERICA’S SWEET- HEARTS ½ (ÁSTSÆLU TURTIL- DÚFURNAR) Heiða Jóhannsdótt ir Í TILEFNI af 100 ára dánarafmæli tónskáldsins Giuseppe Verdi á þessu ári mun Þorvaldur Gylfason halda erindi um Wagner og Verdi í Norræna húsinu í dag, sunnudag, kl. 13. Að erindi Þorvaldar loknu verður sýnd af myndbandi óperan Il Trovatore, sem Verdi samdi upp úr 1850 og frumsýnd var í Róm ár- ið 1853. Á þessum árum var Wagn- er í pólitískri útlegð í Sviss og óperan hans Lohengrin var frum- sýnd að honum fjarstöddum undir stjórn Franz Liszt í Weimar 1851. Aðgangur ókeypis. Um Wagner og Verdi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.