Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 55
FYRIRSÆTAN Waris Dirie frá Sómalíu er stödd hér á landi en hún hefur helgað líf sitt barátt- unni gegn umskurði milljóna kvenna um heim allan. Nú hefur JPV-forlag gefið út sjálfsævisögu hennar Eyðimerkurblómið þar sem hún lýsir eigin reynslu af þessum ómanneskjulegu siðvenj- um. Waris heldur fyrirlestur um málefnið í hádeginu á morgun í Hátíðardal Háskóla Íslands. Hún segir að ríkisstjórnir og almenn- ingur um heim allan geti lagt mál- staðnum lið með því að skrifa bréf til ríkisstjórna og sendiráða landa. „Boðskapnum um að um- skurður sé ekki þolandi verður að dreifa út um allan heim og meðal allra stétta,“ sagði hún í viðtali við Morgunblaðið sl. föstudag. Morgunblaðið/Þorkell Waris afhenti forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, eintak af bók sinni á föstudaginn. Eyðimerkur- blóm á Íslandi FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 55 ÞESSI plata er með þeim sér- stæðari sem ég hefi heyrt á árinu, og hefur maður þó komist í kynni við margt furðulegt í hérlendri útgáfu. Umslagið prýðir dulúðugur maður; leyndardóms- fullur einyrki, hálfsorgmæddur til augnanna. Á bakhlið er önnur mynd af honum og þar leikur und- arlega þekkileg brosvipra um varir hans. Ég var staddur í Tékklandi á dögunum og gramsaði þar í gegn- um rekka með tékkneskum heim- alningum, staðbundna diska sem eiga líkast til aldregi eftir að ná augum eða eyrum hins alþjóðlega dægurtónlistarmarkaðar. Líkt og farið er með meirihluta útgáfunnar hér á landi. Kosturinn við þetta litla land okkar er að tiltölulega auðvelt er fyrir fólk að koma alls kyns tónlist á framfæri, veri það í plötubúðir eða þetta blað hérna. Því vegna smæðar samfélagsins eiga Íslend- ingar lítið færi á menningarlegri sérhæfni. Allt landið er því að þessu leytinu til eins og lítið þorp og diskar sem gefnir eru út við þröngan kost eiga það síður á hættu en ella að grafast undir ein- hverju flóði. Þetta heldur um leið fjölbreytni að fólki og augum þess opnum. Plata Gissurar er ein fjölmargra sem græða á þessum eiginleikum. Í stærra samhengi hefði hún nær örugglega horfið sjónum snögg- lega og líkast til ekki fengið um- fjöllun í jafnstórum miðli og þess- um. Á þetta bendi ég vegna þess að innihaldið hér gerir diskinn vel verðan athugunar, nokkuð sem gaman er að segja frá vegna und- angengins. Hér er á ferðinni skemmtaraleg dægurtónlist, hvar Gissur syngur, eða raular, yfir texta sína (sem ortir voru árið 1975) með mjög svo skrýtinni röddu. Að mörgu leyti er þetta hamfarapopp (séríslensk tónlistar- stefna, stunduð af sérvitrum ein- herjum sem iðulega gefa út sjálfir) en það er eitthvað hérna sem lyftir plötunni frá ýktum furðuverkum af því taginu; t.a.m. Hamförum Gunnars heitins Jökuls. Lögin hérna eru nefnilega mörg hver melódísk og falleg, þótt umbúð- irnar um þau séu oft fremur hlá- legar. Flutningur Gissurar á text- unum og rabbkennd og eintóna rödd lyfta lögunum líka hátt yfir eitthvert meðalmennskulegt moð. Stundum er eins og Gissur viti vart hvar hann er staddur er hann syngur yfir einföldum, casio-legum lagstúfunum; röddin líkt og forviða boðflenna; stamandi, fölsk en þó alltaf einlæg. Það er líka merkilegt hversu orðin „city“, „people“, „job“ og „money“ eru Gissuri, af einhverri ástæðu sem ég kann ómögulega að nefna, hugleikin. Allt þetta býr plötunni harm- ræna áferð sem er einkennilega heillandi. The Beginning er fágætur glaðningur sem, eins og áður seg- ir, hefði líkast til verið erfiðara að segja frá öðruvísi en í þessu sér- íslenska samhengi. Í þessu tilfelli er því sannarlega styrkur í smæð þessa samfélags. Tónlist Ágætis byrjun Gissur The Beginning Gissur gefur sjálfur út The Beginning, geisladiskur Gissurar Björns Eiríkssonar. Lög og textar eftir Gissur Björn Eiríksson sem einnig stjórn- aði upptökum. 20,53 mínútur. Arnar Eggert Thoroddsen Morgunblaðið/Jim Smart The Beginning, fyrsta plata Gissurar Eiríkssonar, er „fágæt- ur glaðningur“, að mati Arnars Eggerts Thoroddsen. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Derhúfa aðeins 800 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.