Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 37 sem var ekki nema nýorðin 16 ára og þurfti sinn miðdegisblund. Henni fannst þetta aftur á móti bara hið eðlilegasta mál. Þegar við fórum heim til mín gengum við fjöruna á Kjalarnesi og létum okkur dreyma um allt og ekkert úti í náttúrunni með Esjuna og fjöllin að baki en Reykjavík fyrir augum þar sem hún stóð hinum megin við sjóinn. Vinátta Helgu til mín er ein af þeim perlum sem mér hefur auðnast að eignast um ævina. Minningu hennar mun ég alltaf geyma og get litið til liðinna tíma með bros á vör. Mér hefur alltaf þótt svo vænt um Helgu vinkonu mína eins og allar hinar vinkonurnar sem ég eignaðist þennan sama dag í september 1995. Það er mér mjög sárt að þurfa að kveðja eina mína kærustu vinkonu svona fljótt. Þegar Gunnhildur vinkona okkar lét mig vita af þessum sorglega atburði greip mig hræðileg tilfinning eins og fótunum væri kippt undan mér og allt í lífinu virtist einskis vert nema lífið sjálft. Djúpt skarð hefur myndast í hjarta og lífi okkar. Megi Drottinn styrkja okkur öll í sorginni. Kæri Sigurður, Sigríður og fjöl- skylda. Ég bið Jesú að miskunna sig yfir ykkur á þessari stundu og bið hann að blessa ykkur, styrkja og hughreysta í anda, á sál og líkama. Lína Guðnadóttir. Við kynntumst Helgu þegar við byrjuðum í Verzlunarskólanum haustið 1995. Helga virtist fyrst vera svolítið merkileg með sig og yfir aðra hafin, en fljótlega kom annað í ljós. Hún reyndist hress og kát stelpa og kom okkur alltaf til að hlæja með ýmsum athugasemdum og uppá- tækjum. Það var ekki óalgengt ef við gengum með Helgu niður Laugaveg- inn og flottur bíll keyrði framhjá að Helga segði „Oh, mamma! – Getur hún ekki látið bílinn minn vera þegar ég er ekki heima?“ Og þegar þyrla flaug yfir þá vissum við alveg hver hafði tekið þyrluna hennar Helgu. Hún lagði mikið á sig til að líta vel út, og þá sérstaklega í prófunum, þá klikkaði ekki að augabrúnirnar voru vel plokkaðar og neglurnar aldrei fínni. Helga fylgdi alltaf nýjustu tískustraumum og gekk í flottustu merkjunum. Einn daginn kom Helga í skólann með lokk í vörinni. Okkur var heldur betur brugðið og urðum svolítið hneykslaðar en innst inni fannst okkur hún vera kjörkuð að þora þetta. Þegar hún hafði loksins sannfært okkur um lokkinn kom í ljós að þetta var bara saklaus segull. Á sautján ára afmælisdaginn sinn tók hún upp á því að fá lánaðan bíla- símann hjá pabba sínum (sem var engin smásmíði). Síðan fórum við vinkonurnar á rúntinn og stefnan tekin á Bónusvídeó, þar sem Helga vann þá. Áður en við fórum inn hringdi Helga í vinkonu sína og bað hana að hringja aftur í sig eftir nokkrar mínútur, þegar við yrðum örugglega komnar inn. Á þessum tíma þótti flott að vera með farsíma enda fáir sem áttu einn slíkan. Þetta er eitt af fjölmörgum dæmum sem lýsa því hve mikið Helga lagði á sig til að vera töff. Helga var einstök og skar sig allt- af úr hópnum. Við eigum líklega aldrei eftir að kynnast annarri eins manneskju og hún var. Þrátt fyrir að leiðir okkar lægju í ólíkar áttir og við hittumst sjaldnar, þá var samt alltaf eins og vinátta okkar hefði aldrei breyst. Missirinn er mikill og við munum sakna hennar. Við er þakk- látar fyrir allar þær minningar sem við eigum um Helgu Rán. Sigurður, Sigríður og börn, við vottum ykkur samúð okkar og biðj- um Guð að styrkja ykkur í sorginni. Gunnhildur Inga Þráinsdóttir, Unnur Björnsdóttir. Hvernig kveður maður vinkonu sínu sem deyr í blóma lífsins? Ég sit heima, horfi á mynd af engli sem Helga Rán gaf mér í jólagjöf í fyrra. Myndin hefur í mínum huga fengið nýja merkingu og ég hugsa með söknuði til þess tíma sem við Helga Rán eyddum saman. Í vinnunni á Verðbréfastofunni, ferðir á McDon- alds, kvöld í bænum og endalaust spjall. Alltaf reiknar maður með að það sé nægur tími til stefnu, en lífið breytist á sekúndubroti og aðeins 22 ára er Helga Rán farin frá okkur. Framtíðarplönin hennar og draum- arnir sem við töluðum um kvöldið áð- ur en hún dó munu aldrei verða upp- fyllt. Þegar maður fyrst sá og kynntist Helgu kom hún fyrir sjónir sem töff- ari sem lét fátt á sig fá, flotta stelpan sem um tíma lifði of hratt. Fólk tók eftir Helgu Rán hvar sem hún fór, bæði fyrir glæsilegt útlit og sterkan karakter. Þegar maður kynntist henni svo almennilega kom í ljós yndisleg manneskja, sem var mun viðkvæmari en virtist við fyrstu kynni. Hún var flugklár og einlæg, skemmtileg, hress og einstakur vinur sem alltaf var gott að leita til. Það er sú Helga Rán sem ég hugsa til og á eftir að sakna. Tilveran á eftir að vera litlausari og daufari án henn- ar. Ég votta fjölskyldu og aðstand- endum Helgu Ránar mína dýpstu samúð. Jóhanna S. Jafetsdóttir. Föstudaginn 26. október fengum við þær hörmulegu fréttir að vinkona okkar og fyrrverandi samstarfs- félagi, Helga Rán, hefði látist í hörmulegu bílslysi fyrr um daginn. Þögn sló á alla, við vildum ekki trúa þessu. Helga Rán, þessi unga fallega lífsglaða stúlka, kölluð burt í blóma lífsins. Helga Rán var góður starfs- félagi, hafði góða þjónustulund og ávallt dugleg bæði í vinnu og í dag- lega lífinu. Hún var alltaf hress og kát þegar hún mætti til vinnu og allt- af þegar hún bara kíkti í heimsókn utan vinnu. „Hæ eruði ekki hress?“, „eitthvað að frétta“, „einhverjar nýj- ar kjaftasögur?“. Þetta var Helga Rán eins og við þekktum hana. Hún var ávallt ákveðin og hafði sterkar skoðanir á hlutunum. „Harmið mig ekki með tárum, þótt ég sé látinn. Hugsið ekki um dauð- ann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykkar.“ (Kahlil Gibran.) Það er skrýtið að hugsa til þess að þessi sæta stelpa, sem alltaf var svo fín og flott eigi ekki eftir að koma aft- ur og kíkja á okkur í kaffi eða til að fá sér að borða, þó hún hafi nú ekki borðað mikið – þá helst brauð með baunasalati eða ristað brauð og kókómjólk. Hún hafði ekki tíma til þess að borða eða stoppa lengi, var alltaf á hraðferð. Viðskipti og allt sem tengdist þeim var hennar áhugamál og var hún komin langt í þeim efnum, því metn- aður var það sem hana skorti ekki. Útskrifuð úr Verslunarskólanum og búin að vinna á Verðbréfastofunni, eitthvað sem hana hafði dreymt um. En eins og við vitum öll þá er lífið ekki alltaf dans á rósum og það fékk hún Helga okkar einnig að vita. Erfitt er að skilja af hverju svona hræðilegir hlutir þurfa að gerast en við trúum því að þú sért komin á betri stað núna og hafir stærri og mikilvægari hlutverkum að gegna í þeirri veröld sem við þekkjum ekki. Elsku Helga, við kveðjum þig með söknuði, þú átt pláss í hjörtum okkar allra. Við vottum fjölskyldu þinni, ættingjum og vinum dýpstu samúð okkar. Þínir vinir, Eigendur og samstarfsfólk á Laugaási. Þeir sem Guð elskar mest deyja ungir er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um Helgu Rán. En ég get varla trúað því að þetta hafi gerst, ekki hún Helga. Ég hef alltaf þekkt hana, frá því ég man eftir mér, og fyrstu minningarnar um hana eru frá því að við vorum pínulitlar og Helga var í pössun heima hjá mér. Ég var auðvitað eldri en hún og mér fannst ég þurfa að passa hana voðalega vel. En það var á unglingsárunum, þegar við áttum báðar heima á Tálknafirði, sem við eyddum mestum tíma saman og gerðum margt skemmtilegt. Við átt- um vel saman, kannski vegna þess að við vorum báðar pínulítið uppreisn- argjarnar og okkur fannst lífið ekki alltaf vera sanngjarnt. Eftir að ég fékk bílprófið fórum við í marga bíl- túra, ræddum um heima og geima og hlustuðum á Bon Jovi sem þá var í miklu uppáhaldi. Við gátum talað saman um allt. Allt það sem við ætl- uðum okkur að gera í framtíðinni og það var sko ekkert lítið. Helga hugsaði stórt og ætlaði sér mikið. Mér fannst alltaf gaman að spjalla við hana því hún fékk svo skemmtilegar hugmyndir og allt virtist vera svo auðframkvæmanlegt. Hún vildi flýta sér svolítið að verða fullorðin svo að hún gæti gert alla þessa stóru hluti. En á stuttri ævi fékk hún líka að glíma við erfiðleika. Við hittumst sjaldnar síðustu ár og það eru þrjú ár síðan við hittumst síðast. Alltaf töluðum við um að hitt- ast oftar. En úr því verður víst ekk- ert um sinn. Minninguna um glað- væra og fallega stelpu mun ég alltaf geyma. Helga Rán, þín er sárt sakn- að. Elsku Siggi, Sirrý, Linda, Pétur og Hafsteinn litli, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Guð styrki ykk- ur í þessari miklu sorg. Kolbrún Vilhjálmsdóttir. Mín kæra vinkona Helga Rán er látin langt fyrir aldur fram. Ég kynntist Helgu Rán sumarið 1996 þegar við hófum báðar störf í Þrasta- lundi. Við Helga náðum strax vel saman og fljótlega mynduðust á milli okkar sterk vináttubönd. Helga var mjög sterk og ákveðin persóna og hafði mikinn metnað. Hún stundaði nám í Versló á þessum tíma og varð ég fljótlega vör við hversu vel hún stóð sig í skólanum. Ég var alltaf stolt af henni fyrir hvað hún var dugleg bæði í skóla, vinnu og í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún hvatti mig áfram í mínu námi og kenndi mér að gefast aldrei upp. Helga var ávallt tilbúin að aðstoða mig þegar á þurfti að halda enda átti hún auðvelt með nám. Okkur Helgu þótti alltaf gaman að dressa okkur flott upp og fara fínt út að borða. Þá ræddum við framtíðar- áætlanirnar, enda var alltaf svo gott að tala við hana. Við ætluðum okkur að ná langt í lífinu með hjálp hvor annarrar. Við vorum í blóma lífsins og nutum þess vel að vera saman bara tvær hlæjandi með okkar sér- staka húmor. Sérstaklega er mér minnisstætt sumarið okkar góða er við unnum saman í veiðihúsunum í Þverá og Kjarrá. Þar áttum við ynd- islegar stundir og skemmtum okkur konunglega í vinnunni. Helga mín, ég sakna þín svo sárt, þú sem kenndir mér svo margt gott sem ég mun aldrei gleyma. Ég mun ávallt geyma minninguna um þig og hlátur þinn í hjarta mínu. Þakka þér allar góðu samverustundirnar sem við áttum en urðu því miður ekki nógu margar. Örlögin gripu inn í og þú varst hrifin burt frá okkur öllum sem söknum þín svo sárt í dag og munum gera um ókomin ár. Megi góður guð geyma þig og vernda, elsku vinkona. Ég sendi foreldrum, systkinum og öðrum aðstandendum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Megi algóður guð styrkja ykkur í sorginni. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, Hann sem þér huggun sendi Hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgr. Pét.) Geirlaug Eva Jónsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Helgu Rán Sigurðardóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.                                        ! "  #            !"      #  $ %       $ % "&'     ($ )#  *$$ +  $& % ",$ - & -$.&'   %' /   ($ % ",$ , 0 $01 $#                                     ! " #                         !" "#  $  "  %&&                                            !      "     #$$%             !      !  !     "  !   # $  %                    ! !  "   #" $%                     !   "      #$$%   &"    &"  '  ' (                               !""#      ! "#$  %&  '   ()   * )" +' ",#  )  ( $ , !,,  ) ," -.  '  $ # ,/  0 +' )  1  -.  #$ #$  $  $2 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.