Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 47
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 47 Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík Skúli Hannesson 475 6669 894 2669 Búðardalur Víðir Kári Kristjánsson 434 1148 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343 Hólmavík Jón Ragnar Gunnarsson 451 3333 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Stella Steingrímsdóttir 892 3392 894 8469 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ólafía Þóra Bragadóttir 478 1786 896 1786 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 862 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Reynir Arnar Ingólfsson 486 8913 Laugarvatn Valdimar Ingi Auðunsson 486 1136 Mos./ Teigahv. Jóna M. Guðmundsdóttir 566 6400 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 866 7958 466 2575 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Agnieszka Szczodrowska 465 1399 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/868 0920/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey Jónsdóttir 452 2879 868 2815 Stokkseyri Halldór Ásgeirsson 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Gunnhildur Eik Svavarsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 869 7627 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Þingeyri Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir 456 8233 456 8433 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni TILBOÐ ÓSKAST Í Chevrolet Tahoe LT árgerð 2000 (ekinn 6 þús. mílur). Mjög vel útbúinn. Vél V-8 5,3 ltr. og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 6. nóv. kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA KÆRLEIKURINN er sterkasta aflið í þessum heimi. Um það held ég að flest okkar geti verið sam- mála. Fleyg eru orð Páls í fyrra Korintubréfi, þar sem hann fjallar um það, sem mestu skiptir í lífinu – trú, von og kærleika – en þeirra er kærleikurinn mestur, segir hann að lokum. Og það er sama hvar flett er í Nýja testamentinu, alls staðar ber þetta á góma. En því meir sem kærleikurinn nær að vaxa og dafna, þeim mun erfiðara og sárara hlýtur að vera að missa það, sem kærleikurinn beinist að. Því lengra sem þú klifr- ar upp fjallshlíðina, þeim mun hærra verður fallið ef þú dettur. Ég eignaðist góðan vin rétt eftir að ég gerðist prestur á Djúpavogi, árið 1985. Það var gott að leita til hans, og fjölskyldur okkar tengd- ust sterkum böndum fyrr en varði. Embættinu þar tilheyrir nokkurt æðarvarp, í Þvottáreyjum svoköll- uðum, sem eru við mynni Hamars- fjarðar. Ég fékk þennan vin minn til þess að ganga til liðs við mig og saman fórum við að reyna að hlúa að fuglunum á vorin. Einn vet- urinn barst það í tal, að gott væri nú að eiga kofa úti í eyjunum, til skjóls í ferðum okkar þangað út. Um vorið lá hann tilbúinn í ein- ingum til flutnings út í stærstu eyjuna, þar sem honum var ætlað að standa. Það var laugardagur, 4. júní 1988. Draumaveður, hafflöturinn eins og spegill. Þennan dag flutt- um við einangrun og annað út í eyju. Daginn eftir ætluðum við að flytja einingarnar út og reisa þetta langþráða hús. Fjölskyldur okkar voru með í þessari ferð, kona mín og þrjú börnin, kona hans og þrjú börn. Þetta var í annað sinn á þremur árum, sem börnin fengu að vera með. Degi tekur að halla, og vinur minn flytur konurnar og yngstu börnin í land á ný. Ætlar svo að ná í mig og börnin fjögur, mín tvö og sín tvö. En hann komst aldrei til að sækja okkur, því miðja vegu á milli lands og eyja féll hann útbyrðis og drukknaði. Enginn veit nákvæm- lega hvað gerðist. En lík hans fannst ekki og hefur ekki fundist enn. Í þorpinu litla fyrir austan hafði dauðinn komið óboðinn og svo óvænt, og hrifið með sér góðan dreng í blóma lífsins. Við sátum eftir hljóð, agndofa, grátbólgin, reið yfir því að hafa verið slegin þarna gjörsamlega út af laginu, án þess að hafa getað komið við nokkrum vörnum. Ótal spurningar leituðu á hugann, en fátt varð um svör. Það var ekki trúleysi, sem fæddi af sér þessi viðbrögð, heldur sökn- uður, að fá ekki lengur að sjá þennan mann, hafa á meðal okkar, leita til hans, vinna með honum, gleðjast. Ég veit að mörg ykkar hafa ver- ið í þessum sporum. Þið hafið misst og saknað, verið reið og grátið. Meira að segja Jesús upp- lifði slíkt, þegar hann frétti andlát vinar síns, Lasarusar. Sorgin gleymir nefnilega engum. Með þá staðreynd í huga er einn dagur ársins sérstaklega gefinn og ætl- aður til að minnast látinna ástvina; þetta er allra sálna messa. Að sjálfsögðu minnumst við þeirra alla daga aðra líka, en þessi dagur er sérstaklega helgaður þeim. Öðrum dögum fremur höfum við því 2. nóvember sameinað hugi okkar í bæn til farinna vina og ætt- menna, og minnst þeirra með gleði og kærri þökk fyrir allt. Eftir þetta líf bíður okkar nýr heimur, þar sem hinn andlegi lík- ami fær gist um komandi tíma. Þangað hverfum við þegar stund okkar kemur, og þar munum við hitta liðna ástvini. En nú erum við stödd í þessum heimi, og rétt eins og við megum aldrei gleyma þeim, sem hverfa frá okkur til annars veruleika, megum við ekki gleyma þeim er standa eftir hjá okkur. Lífið heldur áfram. Við skulum því reyna að leiða hjá okkur þá spurn- ingu, hvers vegna dauðinn kvað dyra, en spyrja þess í stað, hvert við getum leitað, þegar sá óboðni gestur hefur tekið einhvern frá okkur. Ég tel, að Guð einn megni að gefa styrk, huggun og von í þrautum lífsins, og veit, að hann finnur til með hinum syrgjandi, enda var hann kunnugur þjáning- unni. Öll framganga Jesú og síðan upprisa hans var aukinheldur staðfesting á því, að hann var lífið sjálft í dauðans heimi. Og ekki bara var, heldur er. Því hann lifir enn. Hann sagði forðum: „Faðir, ég vil að þeir, sem þú gafst mér, séu hjá mér, þar sem ég er, svo að þeir sjái dýrð mína, sem þú hefur gefið mér.“ Og hann sagði líka: „Af því að ég lifi, skuluð þér lifa.“ Söknuðurinn eftir horfnum ást- vini verður þó alltaf til staðar í brjóstum okkar, þrátt fyrir allt, á meðan við enn dveljum á þessari jörð. Hann er það gjald, sem verð- ur óhjákvæmilega að greiða fyrir það að elska. Því meiri kærleikur, þeim mun dýpri sorg. Ég mun aldrei gleyma vini mín- um, frekar en þið ástvinum ykkar. En að harma og syrgja er ekki veikleikamerki; það er eðlilegur hluti þess að vera manneskja. Morgunblaðið/Ómar Hinir dánu Að sjálfsögðu minnumst við látinna ástvina dag hvern, en 2. nóvember er þó sérstak- lega helgaður þeim. Sigurður Ægisson fjallar um dauðann og sorgina. Og lífið. saeson@islandia.is Bridgefélagið Muninn í Sandgerði Á MIÐVIKUDAGINN 31. október lauk þriggja kvölda firmakeppni bridsfélagsins Munins úr Sand- gerði, með sigri sveitar Sjóvár-Al- mennra. Hún hlaut yfirburða skor í keppninni með 1.695 stig. Alls tóku 5 sveitir þátt í keppn- inni, og var spilað með hraðsveita- fyrirkomulagi, þ.e. allir við alla, hvert kvöld. Í sigursveitinni spiluðu Gísli Torfason, Guðjón Svavar Jensen, Arnór Ragnarsson, Karl Her- mannsson, Jóhannes Sigurðsson og Birkir Jónsson. Önnur úrslit urðu sem hér segir: 2. Valbjörn með 1.537 stig 3. Röstin með 1.519 stig 4. Tryggingamiðstöðin með 1.422 stig 5. Hekla með 1.387 stig Úrslit yfir kvöldið voru: 1. Sjóvá-Almennar með 582 stig 2. Valbjörn með 527 stig 3. Röstin með 469 stig 4. Tryggingamiðstöðin með 494 stig 5. Hekla með 448 stig Næsta miðvikudag verður byrj- að á þriggja kvölda haust tvímenn- ingi. Vonandi sjáum við sem flesta mæta, og munið að það er alltaf heitt kaffi á könnunni. Stjórnin. BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n Kristinn efstur í Gullsmára Spennandi sveitakeppni eldri borgara í brids lauk í Gullsmára 13 sl. fimmtudag, 1. nóvember. Tíu sveitir tóku þátt í keppninni. Beztum árangri náðu: 1. Sveit Kristins Guðmundssonar 183 2. Sveit Þorgerðar Sigurgeirsdóttur 160 3.-4. Sveit Þórhildar Magnúsd. 146 3.-4. Sveit Sigurbergs Sigurðss. 146 Eldri borgarar spila brids í Gull- smára 13 alla mánudaga og fimmtu- daga. Næst verður spilaður tvímenning- ur. Mæting kl. 12.45. Bridsfélag Suðurnesja Mánudaginn 29. október var spil- að annað kvöldið af þremur. Haustbarómeter. Arnór G. Ragnars- son og Karl Hermannsson voru í miklum ham og fengu plús í öllum setum. Skor kvöldsins: Arnór Ragnarss. – Karl Hermannss. +37 Kristján Örn – Bjarni Kristjánss. +24 Gísli Torfason – Svavar Jensen +8 Gunnar Guðbjörnss. – Kjartan Sævarss. +7 Staðan að loknum 8 umf. af 11 er þessi: Arnór – Karl +53 Gísli – Svavar +25 Karl E. – Guðjón Ó. +23 Kristján – Bjarni +15 Lokaumferð verður 5. nóv. en 12. nóv. hefst sveitakeppni. Bikarkeppni Vesturlands Stjórn Bridssambands Vestur- lands hefur ákveðið að efna til bik- arkeppni Vesturlands fyrir spilara á Vesturlandi. Notast verður við svip- að form og Bridssamband Íslands notar í sinni bikarkeppni. Þátttöku skal tilkynna til for- manns viðkomandi félags eða stjórnarmanns í svæðasambandi fyrir kl. 19:00 miðvikudaginn 7. nóv- ember. Dregið verður í fyrstu umferð á spilakvöldi Bridsfélags Borgarness þann sama dag. Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 1. nóv. hófst fjög- urra kvölda Barometer í boði 11-11 verslananna, tuttugu pör mættu til leiks og staðan eftir fyrsta kvöldið er þannig: Birgir Ö. Steingrímsson-Murat Serdar 49 Birna Stefánsd.-Aðalsteinn Steinþórss 49 Hjálmar Pálsson-Árni Már Björnsson 47 Garðar Jónsson- Eðvarð Hallgrímsson 33 11-11 mótið heldur áfram fimmtu- daginn 8. nóv. og er spilað í Þinghóli í Hamraborg og hefst spilamennska stundvíslega kl. 19.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.