Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 61 Sýnd kl. 12, 2 og 4. Mán kl. 4. Ísl. tal. Vit 265. Hvað myndir þú gera ef þú kæmist að því í dag að þú værir Prinsessa? Kvikmyndir.is Sun. 12 og1.45. Ísl. tal. Vit 245Sýnd kl. 10.15. B i. 16. Vit 251 Sexy Beast Sýnd kl. 10. B. i. 16. Vit 284 Sýnd kl. 8. Vit 287 Sýnd kl. 12, 2, 4 og 6. Mán kl. 4 og 6. Ísl tal. Vit nr. 292 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Vit 295. Sýnd kl. 3.30, 5.45 og 8. Vit 289. FRUMSÝNIG Þú trúir ekki þínum eigin augum! Hún þekkir andlit hans, hún þekkir snertingu hans, en hún þekkir ekki sannleikann Sýnd kl. 6. Vit 278 Allir vilja þeir sneið af „glæpakökunni“ Sýnd kl. 8. B. i. 12. Vit 270  Radíó X  HK DV  Kvikmyndir.is Kvikmyndir.com  Mbl Nicholas cage Penelope cruz john hurt Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B. i.12. Vit 290. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Vit 295. FRUMSÝNIG Þú trúir ekki þínum eigin augum! Hún þekkir andlit hans, hún þekkir snertingu hans, en hún þekkir ekki sannleikann www.skifan.is  SV Mbl Sýnd kl. 5.50 og 10.30. Sýnd kl. 3.30, 5.40 og 10.30. Mán kl. 5.40 og 10.30. Sýnd kl. 3.20 og 8. Mán 8. Frumsýnig Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15. Mán kl. 5.45, 8 og 10.15.  Kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2 1/2 DV E.P.Ó. Kvikmyndir.com  Empire SV Mbl  DV  Rás 2 Hausverkur MOULIN ROUGE! Sýnd kl. 8.10. Steve Zahn (Evil Woman), Paul Walker (Fast and the Furious) og Leelee Sobieski (Eyes Wide Shut) lenda í klóm geðveiks morðingja sem þau kynnast í gegnum talstöð á ferðalagi. Upphefst nú æsispennandi eltingar- leikur sem fær hárin til að rísa! Einn óvæntasti spennutryllir ársins! Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.10. Mán 5.45, 8 og 10.10. FYRIR tveimur árum sendibandaríska tríóið RadarBros. frá sér breiðskífunaThe Singing Hatchet sem þótti mikið afbragð. Á skífunni er hægfara gítarpopp, sveita- og sýru- skotið, sem mörgum þótti nýstár- legt. Þeir sem fróðir eru í rokksög- unni þekktu þegar áhrif frá gamalli hljómsveit sem er enn að. Á morgun kemur út safndiskur með úrvali verka hljómsveitarinnar, Pink Floyd, fyrsta almennilega yfirlits- platan sem hún sendir frá sér á þrjá- tíu og fimm ára ferli. Pink Floyd, sem dregur nafn sitt af blúsmönnunum Pink Anderson og Floyd Council, varð til í Lundúnum 1965. Leiðtogi sveitarinnar, gít- arleikari, söngvari og helsti laga- smiður var Syd Barrett, en aðrir í sveitinni voru þeir Roger Waters, sem lék á bassa, Rick Wright, á hljómborð, og Nick Mason, á trommur. Framan af lék sveitin rytmablús áþekkan því sem tíðk- aðist meðal Breta á þeim tíma, en Barrett var gefinn fyrir tilrauna- mennsku, ekki síst eftir að hann tók að neyta fíkniefna í miklum mæli. Pink Floyd varð annáluð fyrir lang- ar lagaflækjur og tónleikar voru ljósaveislur. Lög Barrets voru sér- kennilega grípandi og drógu dám af bresku sveitarokki, ekki síður en hreinni framúrstefnu, leikhústónlist og rytmablús. Illa truflaður á geði Þegar komið var fram á árið 1967 duldist engum að Barrett var illa truflaður á geði og ekki hjálpaði dá- læti hans á lýsergíðsýru en framan af dró það ekki úr hugmyndaauðgi hans. Fyrsta smáskífan, Arnold Lane, kom út það ár og vakti að von- um mikla athygli. Næsta smáskífa, See Emily Play, komst á topplistann í Bretlandi og fyrstu breiðskífunni, The Piper at the Gates of Dawn, var vel tekið. Þegar hér var komið sögu var Barrett aftur á móti orðinn óstarfhæfur að mestu og þótt þeir félagar hans hafi reynt að búa svo í haginn fyrir hann að fá inn nýjan gítarleikara til að gefa honum kost á að halda kyrru fyrir í hljóðverinu að semja lög og stýra upptökum gekk það ekki upp; ekki var önnur leið fær en vísa Barrett úr sveitinni 1968. Gítarleikarinn nýi, Dave Gilmour, treysti Pink Floyd til muna, en ekki gat hann tekið að sér lagasmíðarnar. Waters tók aftur á móti til við að semja lög og á plötunni tvöföldu Ummagumma, sem kom út 1969, mátti vel heyra að hann var sá eini í sveitinni sem hafði eitthvað fram að færa, en hver liðsmanna fékk fjórð- ung plötu til að láta ljós sitt skína. Eftir það varð ekki aftur snúið, Wat- ers tók við stjórnvelinum og átti höf- uðþátt í því að gera Pink Floyd að vinsælustu hljómsveit heims. Geimferðir hugmynda Það tókst þó ekki strax, því næsta skífa á eftir Ummagumma, Atom Heart Mother, þótti heldur klén. Það er þó gaman að geta þess að áhrif þeirrar plötu eru nokkur í low- fi-bylgjunni í bandarísku rokki sem reis fyrir fimm árum eða svo; ef ekki beint þá í gegnum síur breskar og bandarískar. Atom Heart Mother kom út 1970, en næsta plata þar á eftir, Meddle, er jafnan tekin með bestu plötum sveitarinnar og er Floyd-vinum kær þótt glöggt megi heyra að nokkuð vanti upp á í sam- þættingu hugmynda; lögin voru ým- ist geimferðir hugmynda eða breskt sumarsveitasöngvapopp. Á Dark Side of the Moon, sem kom út 1973, var búð að bræða allt saman, sveitarmenn unnu að segja alla plötuna í sameiningu, í fyrsta og síðasta sinn sem það var gert, Wat- ers stóð sig venju fremur í lagasmíð- um og textagerð, samdi alla texta og að sögn tvo þriðju tónlistarinnar og platan mokseldist. Hún er meðal annars fræg fyrir það að hafa verið 724 vikur samfellt á Billboard- breiðskífulistanum bandaríska, 740 vikur alls, en af plötunni hafa selst um 25 milljón eintök eða svo. Brestir í samstarfið Að því er Waters sagði í viðtali fyrir nokkrum árum var krytur með- al þeirra félaga þegar platan var tekin upp, en þegar hún varð svo gríðarlega vinsæl og hljómsveitin heimsfræg komu brestir í sam- starfið. Að hans sögn vildu þeir fé- lagar hans sigla lygnan sjó, halda sig við þægilega tónlist og auðselj- anlega, en á móti varð hann æ ólmari í að ná til áheyrenda, segja þeim eitthvað sem gæti haft áhrif á líf þeirra. Félagar Waters í sveitinni segjast á móti hafa orðið þreyttir á alræðistilburðum hans. Næsta plata á eftir Dark Side of the Moon, Wish You Were Here, sem kom út 1975, þykir vel heppnuð og aðgengileg, en þegar Animals kom út 1977, var dimm- ara yfir; textarnir á plötunni eru óhemju beiskir og beittir og vísa til þess sem varð á næstu metsöluplötu, The Wall, sem kom út tveimur árum síðar. Waters var allt í öllu á the Wall, er skrifaður fyrir 22 af 26 lögum, með Gilmour fyrir þremur og upp- tökustjóranum Bob Ezrin fyrir einu lagi. Waters sá plötuna fyrir sér sem ádeilu á þá persónudýrkun og mark- aðshyggju sem tröllríður rokkinu, en varð aðeins til að ýta undir enn meiri markaðshyggju þegar platan seldist í milljónaupplagi, en að sögn seldust af henni milljón eintök á ári í nokkur ár eftir að hún kom út. Fyrsta sólóskífa Rogers Waters Síðasta plata sem hin eiginlega Pink Floyd gerði saman var síðan The Final Cut, en að sögn vildi Wat- ers taka upp nokkur lög sem urðu eftir þegar the Wall var sett saman. Þegar hann síðan fór að vinna í lög- unum samdi hann nokkur til og úr varð plata sem sögð hefur verið fyrsta sólóskífa Rogers Waters ekki síður en síðasta plata Pink Floyd. Eftir The Final Cut hugðist Wat- ers legga sveitina á hilluna, en þeir félagar hans voru ekki á sama máli og eftir harkalegar deilur, sem með- al annars fóru fyrir dómstóla, knúði Gilmour það í gegn að hann gæti haldið út hljómsveit með nafni Pink Floyd með Nick Mason og síðar Rick Wright, sem hafði verið rekinn úr sveitinni nokkru áður. Í kjölfarið hefur sú gerð Pink Floyd síðan sent frá sér tvær klasturslegar hljóðvers- plötur og tvær tónleikaskífur en þótt Waters hafi sent frá sér sólóskífur sem fengið hafa betri dóma en Pink Floyd-skífur síðustu ára standa þær líka nokkuð að baki því besta sem sveitin gerði saman. Það má reyndar heyra það á safn- skífunni sem er kveikja þessara skrifa, Echoes, sem dregur nafn sitt af frægu lagi á Meddle, hvernig sveitin þróaðist frá bilaðri snilldinni í Syd Barrett í djúpar pælingar Rog- ers Waters og loks í hreinræktaða yfirborðsmennsku Davids Gilmours. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Fyrsta yfirlitsplatan Breska hljómsveitin Pink Floyd sendir á morgun frá sér safnplötu með yfirliti yfir 35 ára feril. Árni Matthíasson spáir í sögu sveitarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.