Morgunblaðið - 04.11.2001, Page 25

Morgunblaðið - 04.11.2001, Page 25
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 25 KVENFÉLAG Kristskirkju stend- ur fyrir basar, happdrætti og kaffi- sölu í safnaðarheimili kirkjunnar við Landakot í dag, sunnudag, kl. 14. Allir boðnir hjartanlega velkomnir. Basar kvenfélags Kristskirkju UNNIÐ er að innköllun á Freeland- er-jeppum hér á landi en kvartanir hafa borist Land Rover-verksmiðj- unum vegna galla í handbremsulæs- ingum og læsingum í sætisbökum. Einnig er um að ræða galla í örygg- isboxi í nokkrum Freelander-jepp- um af 2002 árgerð. „Ég hef trú á því að það séu all- margir bílar hér á landi sem gætu verið með bilun í handbremsu,“ segir Atli Vilhjálmsson, þjónustustjóri B&L, en tekur fram að engar kvart- anir hafi borist umboðinu hér á landi enn sem komið er. Engin slys hafa hlotist af völdum þessara galla svo vitað sé en þegar bilanir koma fram í 3-4% af framleiðslunni innkalla Land Rover-verksmiðjurnar bíla með við- komandi framleiðslunúmer af örygg- isástæðum. Upplýsingar um það um hvaða framleiðslunúmer er að ræða í þessu tilfelli hafa enn ekki borist en eigeindum mun verða tilkynnt með ábyrgðapósti hvort bifreiðir þeirra verða innkallaðar. Innköllun vegna bilana í Freelander HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef- ur svipt 19 ára pilt ökuleyfi í 4 mán- uði og dæmt hann til greiðslu 80 þús- und króna sektar fyrir hraðakstur á Suðurlandsvegi í haust. Pilturinn ók á 175 km hraða vestur Suðurlands- veg á vegarkafla móts við Arnarstaði í Hraungerðishreppi, þar sem leyfð- ur hámarkshraði er 90 km á klst. Hraði bifreiðarinnar var mældur með ratsjá lögreglunnar og sætti ökumaður ákæru sýlsumannsins á Selfossi fyrir háttsemina. Hann ját- aði brot sitt skýlaust. Ingveldur Þ. Einarsdóttir héraðs- dómari kvað upp dóminn. 80 þús. í sekt og 4 mánaða svipting fyrir ofsaakstur BÆJARFULLTRÚAR Kópavogs- listans gagnrýna verksamninga sem Kópavogsbær hefur gert við Klæðn- ingu ehf., fyrirtæki Gunnars I. Birg- issonar, alþingismanns og formanns bæjarráðs Kópavogs. Í fréttatil- kynningu frá bæjarfulltrúunum segja þeir að fram komi í skriflegum svörum við árlegum fyrirspurnum um útboðsmál að Klæðning hafi unn- ið verk fyrir Kópavogskaupstað fyrir rúmar 15 milljónir kr. á síðasta ári og alls fyrir 60 milljónir á árunum 1997–2000. Flestir samningar hafi verið gerðir án útboðs. Gunnar vísar gagnrýni bæjar- fulltrúanna algerlega á bug í samtali við Morgunblaðið og segir fyrirtækið í raun fá mjög lítinn hluta verka sem unnin eru á vegum bæjarins. Á síð- asta ári hafi jarðvinna á vegum Kópavogs numið um hálfum millj- arði króna en þar af hafi Klæðning unnið ýmis smáverk fyrir samtals 15 milljónir. Fyrirtækið hafi þannig fengið aðeins um 2–3% af öllum jarð- vinnuverkum á vegum bæjarins. Gunnar segir að um árvisst upp- hlaup sé að ræða og persónulegt skítkast í sinn garð. Tilgangur bæj- arfulltrúanna sé að þyrla upp póli- tísku moldviðri í örvæntingarfullri tilraun til að sverta sig og fyrirtækið og reyna að gera það tortryggilegt. Gunnar segist einnig furða sig á Morgunblaðinu að taka þetta upp. ,,Fyrirtæki mitt er með heimilisfesti í Kópavogi og ég er auðvitað að vinna þar, því þar er mestur uppgangurinn og mest að gera. Að sjálfsögðu er leitað til míns fyrirtækis eins og ann- arra og það er þá jafnvel samið á grundvelli tilboðs sem ég lagði fram árið áður. En ég fæ minnst af þess- um verkum og hef oft kvartað yfir því. Það er frekar þannig að maður líði fyrir það að vera í bæjarstjórn,“ segir hann. Verksamningar Kópavogsbæjar Formaður bæjarráðs vísar ásökunum á bug Þakdúkar og vatnsvarnarlög Þakdúkar og vatnsvarnarlög á:  þök  þaksvalir  steyptar  rennur  ný og gömul hús Góð þjónusta og fagleg ábyrgð undanfarin 20 ár - unnið við öll veðurskilyrði - sjá heimasíðu www.fagtun.is FAGTÚN Brautarholti 8 • sími 562 1370 Jólabasar kvennadeildar R-RKÍ verður haldinn í húsi Rauða kross Íslands, Efstaleiti 9, í dag sunnudaginn 4. nóvember frá kl. 14.00—17.00. Á boðstólum verða fallegir handunnir munir er tengjast jólunum og heimabakaðar góm-sætar kökur. Kaffisala. Verið velkomin. Nefndin. mbl.isFRÉTTIR ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.