Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ORKUVEITU Reykjavíkur verður breytt í sameignarfélag samkvæmt samþykkt stjórnar fyrirtækisins og borgarráðs í gær. Stjórnarformað- urinn segir að með þessu verði minni röskun fyrir starfsfólkið en ef Orku- veitunni yrði breytt í hlutafélag, auk þess sem lánshæfi fyrirtækisins haldist óbreytt. Að sögn Alfreðs Þorsteinssonar, stjórnarformanns Orkuveitunnar, koma Akranesveitur, Hafnarfjörður og Garðabær sem nýir eigendur inn í fyrirtækið um næstu áramót. „Akra- nes verður með 5,5 prósent, Hafn- arfjörður 1 prósent og Garðabær með 0,5 prósent. Af þessum sökum er Orkuveitan ekki lengur hrein- ræktað borgarfyrirtæki og þess vegna þurfti að breyta því annað- hvort í hlutafélag eða sameignar- félag,“ segir Alfreð. Hann segir borgarlögmann hafa komist að þeirri niðurstöðu að annað hvort þessara rekstrarforma myndi henta. „Ástæðan fyrir því að því er breytt í sameignarfélag en ekki hlutafélag er fyrst og fremst sú að þetta verður minni röskun fyrir starfsfólkið, sérstaklega vegna líf- eyrissjóðsréttinda auk þess sem lánshæfi fyrirtækisins verður óbreytt.“ Alfreð bendir aukinheldur á að sameignarfélagsformið sé sama rekstrarform og Landsvirkjun hef- ur. Í greinargerð með tillögunni um breytingu rekstrarformsins í sam- eignarfélag segir að þar sem ekki sé fullkomlega ljóst hvernig lagalegt umhverfi orkuveitna verði í framtíð- inni eða hvaða kröfur verði gerðar til aðskilnaðar í starfseminni sé lagt til að fara í sameignarfélag þar sem það félagsform kalli á minnstar breyt- ingar í umhverfi Orkuveitunnar. Með sameignarfélagsforminu njóti Orkuveitan einnig ótakmarkaðrar ábyrgðar eigenda sinna og því ættu lánskjör að haldast óbreytt. Sé horft til skattalegs munar í rekstri hlutafélaga annars vegar og sameignarfélags hins vegar er tekju- skattur á hlutafélög 30 prósent auk þess sem skattur á arðgreiðslur nemur 10 prósentum. Í sameignar- félögum nemur tekjuskatturinn 38 prósentum en skattur á úttektir úr fyrirtækinu er enginn. Ekki verra ef vinstri grænum líkar þetta betur Aðspurður hvort andstaða Vinstri grænna við að rekstrarformi Orku- veitunnar verði breytt í hlutafélag hafi haft áhrif á þessa niðurstöðu segir Alfreð: „Ég get nú ekki sagt það beinlínis vegna þess að þarna eru ákveðin rök fyrir því að sameign- arfélagsformið er talið heppilegra. Ef vinstri grænum líkar það betur þá er það ekkert verra.“ Alfreð segir að sameining orku- veitnanna muni taka gildi fyrsta jan- úar en segir þurfa að setja sérlög um Orkuveitu Reykjavíkur. Hann hafi þegar rætt við iðnaðarráðherra um undirbúning vegna þeirrar lagasetn- ingar. Í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í borgarráði í gær segir að það skjóti skökku við að þegar önnur orkufyrirtæki hafi breytt yfir í hlutafélagsformið skuli Orkuveita Reykjavíkur stefna í aðra átt. „Enginn lagarammi er til um sameignarfélög og enginn vafi er á því að það rekstrarform er þyngra í vöfum og býður ekki upp á sömu möguleika skilvirkni og gegnsæi og hlutafélagsformið. Í minnisblaði borgarlögmanns til borgarstjóra dags. 3. sept. 2001 kemur fram að „hlutafélagsformið hefur ótvíræða kosti þegar til framtíðar er litið“. Greinilegt er á öllu að Vinstri grænir hafa náð yfirhöndinni og beygt fram- sóknarmenn og Samfylkinguna,“ segir í bókuninni. Í bókun meirihlutans segir að í umsögn borgarlögmanns komi fram að bæði sameignarfélagsformið og hlutafélagaformið komi til greina við breytingu á rekstrarformi Orkuveit- unnar. Þá er á það bent að rekstr- arformið sé það sama og Landsvirkj- un búi við í dag og hafi það reynst vel. Orkuveitu Reykjavíkur breytt í sameignarfélag Minnihlutinn telur að reksturinn verða þyngri í vöfum STJÓRN Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í gærmorgun að selja Perluna og var forstjóra fyrirtæk- isins falið að hefja það söluferli í samráði við Innkaupastofnun. Al- freð Þorsteinsson, stjórnarformað- ur Orkuveitunnar, segir fjár- sterkan aðila hafa lýst yfir áhuga á að kaupa Perluna. Að sögn Alfreðs er tapið á rekstri Perlunnar meira en 50 milljónir ár- lega. „Þá hef ég ekki verið að tala um afskriftir, sem eru 52 milljónir, þannig að við erum að tala um með- gjöf upp á yfir 100 milljónir á ári. Þetta þýðir einn milljarður á 10 ár- um og það tel ég einfaldlega vera alltof mikið lagt á skattgreiðendur í Reykjavík. Þar fyrir utan kostaði hún 2,5 milljarða.“ Hann segir veitingamenn og verslunareigendur hafa kvartað við sig um að það sé óeðlilegt að borgin sé að stuðla að veitingarekstri og verslun í Perlunni í samvinnu við einkaaðila. „Þannig að mér finnst alveg borðleggjandi að selja Perl- una,“ segir hann. Alfreð segir að þegar hafi komið í ljós að áhugi sé fyrir því að kaupa Perluna. „Það hafði fasteignasali samband við mig í dag og sagði að fjársterkur aðili hefði áhuga á málinu en ég á eftir að heyra betur um það. Þann- ig að það er að minnsta kosti einn aðili búinn að gefa sig fram, ef ekki fleiri en það verður bara að koma í ljós.“ Hann telur að söluferlið eigi ekki að þurfa að taka langan tíma og segir að þegar verði farið að vinna að sölunni í samráði við Inn- kaupastofnun. Vandræðagangur R-lista Tillagan um að selja Perluna var samþykkt með þremur atkvæðum meirihlutans en tveir fulltrúar sjálfstæðismanna sátu hjá. Í bókun þeirra segir að tilgangurinn með því að selja Perluna sé að beina augum borgarbúa frá vandræða- gangi R-listans með fyrirtækið Lína.Net. Segir í bókuninni að Perl- an sé meira en vinsæll veitinga- staður. „Byggingin er orðin öflug ímynd borgarinnar þar sem veru- legur hluti starfseminnar er endur- gjaldslaus þjónusta við erlenda og innlenda ferðamenn sem leggja leið sína þangað til að njóta einstaks út- sýnis. Tillagan endurspeglar lítinn skilning á mikilvægi ferðamennsk- unnar í borginni.“ Þá segir að furðulegar yfirlýs- ingar um kostnað borgarinnar vegna reksturs Perlunnar séu ekki á rökum reistar og taki ekki mið af flóknum og margþættum rekstri hússins. Segir í niðurlagi bókunar- innar að sjálfstæðismenn séu ekki andsnúnir því að Reykjavíkurborg losi sig við eignir og rekstur sem aðrir geta sinnt. „Á hinn bóginn taka sjálfstæðismenn ekki þátt í því upphlaupi og þeirri sýndar- mennsku sem býr að baki þessarar tillögu R-listans.“ Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að selja Perluna Morgunblaðið/RAX Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í gær að selja Perluna í Öskjuhlíð. Fjársterkir aðilar hafa sýnt Perlunni áhuga GUÐMUNDUR Pálsson, sérfræð- ingur í heimilislækningum, hefur auglýst einkaþjónustu heimilis- læknis þar sem hann býðst til að koma á heimili sjúklinga ef þeir óska þess. Að sögn hans munu sjúkratryggingar almannatrygg- inga ekki taka þátt í kostnaði við þessa þjónustu og segir hann að til að byrja með muni hver venjuleg vitjun á heimili kosta á bilinu fjögur til fimm þúsund kr. Þjónustusvæðið er allt höfuð- borgarsvæðið að sögn hans. ,,Þetta er viðbót við grunnþjón- ustuna í heilbrigðiskerfinu þ.e.a.s. venjulega þjónustu heimilislækna og sérfræðinga,“ segir Guðmundur. Hann segir að fólki hafi til þessa reynst erfitt að fá lækni í heimahús nema í bráðaþjónustutilvikum þeg- ar um mikil veikindi er að ræða. ,,Fólk hefur takmarkaðan tíma í dag og svo eru margir með langvinna sjúkdóma og eiga erfitt með að komast til læknis. Það er því kannski fyrst og fremst verið að koma til móts við þá hópa sem eiga erfitt með að komast á heilsugæslu- stöðvarnar,“ segir Guðmundur. Hann segir að reynslan verði svo að skera úr um hvernig þessari þjón- ustu verði tekið. ,,Við höfum ekkert rætt við Tryggingastofnun ríkisins um kostnaðarþátttöku. Það er að sumu leyti með vilja gert, því ætlunin er að sjá hvernig þjónustan þróast fyrstu mánuðina, hvað það er sem sjúklingarnir vilja helst og reyna að koma á móts við það. Það er oft þannig að ef maður fer í hið op- inbera setur það manni strax skorð- ur um hvað má og hvað má ekki. Það var því meiningin að fara hina leiðina og sjá hvað sjúklingurinn vill og þróa síðan þjónustna eftir því,“ segir hann. Margir læknar hafa áhuga á að bjóða slíka þjónustu Að sögn Guðmundar hafa all- margir kollegar hans í læknastétt sýnt því áhuga að bjóða upp á þjón- ustu af þessu tagi. Guðmundur segir að sjúklingar hafi oft beðið um þjónustu af þessu tagi en læknar hafi fengið mjög lítið greitt frá Tryggingastofnun fyrir að fara í vitjanir. ,,Sjúklingurinn sýnir þessu áhuga en ríkið er ekki tilbúið að borga fyrir það,“ segir hann. Sérfræðingur býður einkaþjón- ustu í heimilislækningum Hver vitjun á heimili kostar 4–5.000 kr. SKIPTUM á þrotabúi veitingastað- arins Lille Put við Laugaveg lauk fyrir nokkru án þess að nokkrar eignir hefðu fundist upp í kröfur að fjárhæð tæplega 176 milljónir króna. Rúnar S. Gíslason, hdl. var skip- aður skiptastjóri þrotabúsins. Hann segir að meginhluti krafnanna, um 130 milljónir, sé vegna vangoldinna opinberra gjalda, einkum virðis- aukaskatts. Stærstur hluti gjald- anna hafi verið áætlaður á rekstur Lille Put eftir að starfsemi lauk. Taf- ist hafi að birta eigendum Lille Put gjaldþrotastefnu og í millitíðinni hafi verið lögð opinber gjöld á rekstur- inn. Að sögn Rúnars benda öll gögn til þess að Lille Put hafi verið lokað um áramótin 1999 og 2000, a.m.k. séu engar launakröfur eftir þann tíma. Hlutafélagið, sem rak staðinn, var stofnað árið 1998, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu, þar sem tilkynning um skiptalokin birt- ist. Forsvarsmaðurinn fannst ekki Rúnari hefur reyndar ekki tekist að ná sambandi við forsvarsmann Lille Put þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. Einnig hefur ekki náðst í mann sem sá um rekstur staðarins, en sá maður hefur komið nálægt rekstri fleiri veitingastaða, sem orðið hafa gjaldþrota. Skuldir við bankastofnanir nema um 40 milljónum króna. Eins og áður sagði fundust engar eignir í búinu en Lille Put var í leiguhúsnæði. Rúnar hefur ekki fengið upplýsingar um greiðslur til leigusala. Um 1,8 milljónir eru svokallaðar forgangskröfur sem eru vegna ógreiddra launa, framlags í lífeyris- sjóð o.fl. Nokkur hluti skuldanna er tilkom- inn vegna veitingastaðar í Keflavík sem var í svipuðum dúr og Lilleput og bónstöðvar í Höfðahverfi í Reykjavík. Gjaldþrot veitingastaðarins Lille Put Kröfur námu 176 milljónum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.