Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 53
DAGBÓK
Nýbýlavegi 12 - sími 554 4433
Fallegar úlpur
Kr. 7.900
Útsölumarkaður
á Langholtsvegi 130
Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 12.00-18.00
Árnað heilla
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5
4. Bg2 dxc4 5. Da4+ Rbd7
6. Rf3 Be7 7. Dxc4 a6 8.
Dc2 O-O 9. O-O c5 10. Hd1
Db6 11. Rc3 cxd4 12. Ra4
Da7 13. Rxd4 Rd5 14. Bxd5
exd5 15. Rf5 Bf6 16. Be3
Db8 17. Rc3 d4 18. Bxd4
Bxd4 19. Hxd4 Rf6 20. Rd6
Be6 21. Had1 Dc7 22. Dd3
b5 23. b3 h6 24. f3 Db6 25.
Kg2 Had8
Staðan kom
upp í minningar-
móti Jóhanns
Þóris Jónssonar
sem lauk fyrir
skömmu. Gömlu
brýnin Friðrik
Ólafsson (2460),
hvítt, og Björn
Þorsteinsson
(2329) áttust við.
Mikill fengur var
að þátttöku Frið-
riks og vonandi
að hann liðki
puttana sem oft-
ast á opinberum
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
skákmótum. 26. Rdxb5!
Vinnur peð og skákina
nokkru síðar. 26...Hc8 27.
Rd6 Hc6 28. Rde4 Rxe4
29. Rxe4 Da5 30. Dd2 Dh5
31. Rf2 Kh7 32. Hc1 Hxc1
33. Dxc1 De5 34. Dd2 Hc8
35. Ha4 Da1 36. Rd3 Db1
37. Rf4 Bf5 38. Hc4 He8
39. Hc1 Hd8 40. Rd3 og
svartur gafst upp. Þessa
dagana fer fram Evrópu-
mót landsliða í Leon á
Spáni. Ísland hefur lið í
opnum flokki og kvenna-
flokki. Hægt er að fylgjast
með gangi mála á skak.is.
Hvítur á leik.
ÞÝSKA landsliðskonan
Daniela von Arnim fór á
kostum í úrslitaleik Þjóð-
verja og Frakka um Fen-
eyjabikarinn, einkum í síð-
ustu lotunni, þar sem hún
þræddi upp hvern samn-
inginn á fætur öðrum. Von
Arnim hefur löngum staðið
í skugga spilafélaga síns,
Sabinu Auken, en líklega
verður breyting á því í
framtíðinni. Hér er eitt af
spilum síðustu lotunnar:
Vestur gefur; allir á
hættu.
Norður
♠ 84
♥ K86
♦ 7632
♣Á632
Vestur Austur
♠ DG953 ♠ K76
♥ D43 ♥ 105
♦ KG109 ♦ D54
♣4 ♣KD1087
Suður
♠ Á102
♥ ÁG972
♦ Á8
♣G95
Á öðru borðinu spiluðu
þýsku konurnar tvo spaða
í AV og fóru einn niður –
100 í NS. Von Arnim og
Auken börðust í þrjú
hjörtu yfir tveimur spöð-
um á hinu borðinu:
Vestur Norður Austur Suður
Bessis Auken D’Ovidio von Ar-
nim
Pass Pass Pass 1 hjarta
1 spaði Dobl 2 spaðar Dobl
Pass 2 grönd Pass 3 hjörtu
Pass Pass Pass
Engar skýringar fylgja
þessum sögnum í móts-
blaðinu, en sennilega vísar
dobl Aukens á einum
spaða á láglitina og dobl
von Arnims á tveimur
spöðum ætti að gefa til
kynna þokkalega opnun án
láglitar. Þar með ættu tvö
grönd norðurs að lofa jöfn-
um láglitum og hjarta-
stuðningi. En þetta er
bara tilgáta.
Hvað um það. Vörnin á
greinilega spaðaslag, tígul-
slag og tvo á lauf. Þar með
má engan gefa á tromp.
Bessis kom út með ein-
spilið í laufi og von Arnim
tók með ás og spilaði
spaða á tíuna og kóng
vesturs. Bessis skipti yfir í
tígulgosa og fékk að eiga
þann slag. Áfram kom tíg-
ull á ás suðurs, og nú var
stóra stundin runnin upp.
Von Arnim var farin að sjá
ansi marga punkta í austur
– laufhjónin, a.m.k. tígul-
drottningu og eitt manns-
pil í spaða. Í því ljósi gaf
hún sér að vestur ætti
hjartadrottninguna og
lagði af stað með hjarta-
gosa og lét hann svífa yfir
þegar Bessis dúkkaði. Síð-
an tók hún spaðaás og
stakk spaða, spilaði hjarta-
kóng, trompaði tígul heim
og tók síðasta tromp varn-
arinnar með hjartaás. Níu
slagir, 140, og klapp í sýn-
ingarsalnum.
BRIDS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson
LJÓÐABROT
VIÐLÖG
Meinbugir bægja mér
frá brúði;
því er eg hryggur,
en sjaldan glaður.
:,:Sorgin mig lúði.:,:
Viðurinn vex,
en völlurinn grær
í lundi.
Dimmt er í heiminum, drottinn minn,
deginum tekur að halla.
Dagur fagur prýðir veröld alla.
75 ÁRA afmæli. 9. nóv-ember nk. verður 75
ára Steinunn Runólfsdóttir,
fyrrv. starfsmaður Veitu-
stofnana Hveragerðis. Hún
ásamt eiginmanni sínum,
Ingólfi Pálssyni rafvirkja-
meistara, tekur á móti ætt-
ingjum og vinum á heimili
sínu, Heiðmörk 3, Hvera-
gerði, frá kl. 17-20 á afmæl-
isdaginn, 9. nóvember.
50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 7.
nóvember, er fimmtugur
Helgi Vilberg, skólastjóri
Myndalistaskólans á Akur-
eyri. Hann er að heiman í
dag.
Ljósmynd/Sigríður Bachmann
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 19. maí sl. í Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði af sr. Sig-
ríði Kristínu Helgadóttur
Bergþóra Fanney Barðdal
og Víðir Sigurðsson. Heim-
ili þeirra er á Hverfisgötu
17, Hafnarfirði.
Ljósmynd/Sigríður Bachmann
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 18. ágúst sl. í Grens-
áskirkju af sr. Einari Sigur-
björnssyni Ragnheiður Haf-
stein og Kristmann Jóhann
Ágústsson. Heimili þeira er
á Bræðraborgarstíg 18,
Reykjavík.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynning-
ar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyrir-
vara fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælistil-
kynningum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og síma-
númer. Fólk getur hringt í
síma 569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329, eða sent á
netfangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
SPORÐDREKI
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert tungulipur og átt auð-
velt með að sannfæra aðra
um ágæti þitt og þinna skoð-
ana. Vertu varkár.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Það er aldrei að vita, hvenær
lukkan ber að dyrum eða hjá
hverjum. Vertu bara við öllu
búinn, en láttu vera að hengja
haus þótt ekkert gerist.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Leyfðu öðrum að njóta bjart-
sýni þinnar og fástu ekki um
það, þótt einhverjar úrtölu-
raddir heyrist. Vonin er það
sem heldur öllu gangandi.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Samstarfsmenn þínir leggja
sig alla fram um að ná árangri
með þér, sem verður ekki
sagt um vinina. En gæti or-
sök tregðu þeirra nokkuð leg-
ið hjá þér?
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Hver er sinnar gæfu smiður.
Líttu fyrst í eigin barm áður
en þú hefur uppi kröfur á
hendur öðrum. Reyndu að
klára það sem þú hefur tekið
að þér.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Maður er manns gaman. Þótt
þér finnist notalegt að eiga
stund út af fyrir þig, er óþarfi
að draga sig alveg inn í skel-
ina. Gerðu þér dagamun.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þótt þú hafir margt á þinni
könnu máttu ekki hunsa vin
sem væntir þess að heyra frá
þér. Mundu hvernig hann
brást við þegar þú þurftir að-
stoð.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Leggðu þig allan fram svo þú
verðir ekki sakaður um slæ-
leg vinnubrögð. Reyndu að
skipuleggja tíma þinn betur
svo þú lendir ekki aftur í
hönk.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Það er jákvætt að víkka sjón-
deildarhringinn. Hins vegar
er ekki allt framandi jafngott
og betra að vera á varðbergi.
Leyfðu brjóstvitinu að ráða.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þótt þér finnist erfitt núna
skaltu taka því með jafnaðar-
geði. Þú hefur alla burði til að
sigrast á erfiðleikunum og
þeir sigrar munu stækka þig.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Hafðu í huga hverjar afleið-
ingarnar eru þegar þú fram-
kvæmir eitthvað, ekki bara
fyrir næsta nágrenni, heldur
skaltu beina sjónum þínum
lengra.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Reyndu að haga málum þann-
ig að þú getir veitt þeim að-
stoð, sem hana þurfa. Frekju-
gangi þeirra sem allt hafa
skaltu vísa kurteislega á bug.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú kannt að fá boð um
skemmtilegheit og átt að
þiggja það sé þess nokkur
kostur. Mundu samt að þú
berð ábyrgð á sjálfum þér og
þínum gjörðum.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Heimsklúbbnum – Príma:
„Fyrir allmörgum árum hélt Ing-
ólfur Guðbrandsson forstjóri nám-
skeið fyrir tilvonandi fararstjóra í
ferðum Íslendinga erlendis. Voru
námskeiðin fullskipuð og komu að
góðum notum því að margir þátttak-
endanna hafa orðið vinsælir farar-
stjórar í hópferðum seinni ára. Nú er
liðinn áratugur síðan slíkt námskeið
hefur verið haldið og ljóst af eftir-
spurn að þörfin er mikil enda eru
ferðalög orðin ein helsta afþreying
fólks í hinum vestræna heimi og kalla
á síaukna þjónustu.
Nú gerast þeir fleiri og fleiri sem
ferðast sjálfstætt og telja sig fullfæra
um að vera sínir eigin leiðsögumenn.
Reynslan sýnir samt annað, fjöldi
ferðamanna fer um heiminn án þess
að „vera vitandi vits“, þekkir ekki
kennileiti eða merkisstaði og fer fram
hjá þeim, getur aðeins sagt að hann
hafi verið á staðnum.
Umrætt námskeið gerir einnig ráð
fyrir að almenningur geti tekið þátt í
því fyrir lágmarksgjald til að afla sér
hagnýtrar þekkingar í að ferðast á
eigin spýtur án þess að stefna að at-
vinnumennsku í ferðamálum. Full-
yrða má að fáir Íslendingar búi að
annarri eins ferðareynslu og Ingólfur
Guðbrandsson, skipuleggjandi ferða
um allan heim og orðlagður farar-
stjóri, sem hefur margt til að miðla
öðrum af reynslu sinni.
Almennt má telja námskeiðið mjög
fróðlegt og athyglivert þar sem margt
ber á góma sem snertir sérkenni
landa og þjóða, menningu þeirra, lífs-
hætti og listir.
Námskeiðið fer fram í Safnaðarsal
Háteigskirkju, inngangur frá norður-
hlið, næst Sjómannaskóla, hefst 5.
febrúar nk. og stendur í tvær klukku-
stundir á þriðjudagskvöldum í febr-
úar og fjórar klukkustundir tvö laug-
ardagssíðdegi í mars, samtals 16
stundir. Auk 20 virkra þátttakenda,
sem fara í gegnum öll grunnatriði í
starfi fararstjóra í sýnikennslu á
ímynduðu ferðalagi í gegnum lönd,
borgir og merkisstaði í Evrópu og að
hluta til í fjarlægum heimsálfum,
gefst litlum hópi áhugafólks um ferða-
lög kostur á að vera „farþegar“ eða
áheyrnarfulltrúar. Auk Ingólfs Guð-
brandssonar aðalleiðbeinanda koma
nokkrir gestafyrirlesarar í heimsókn.
Stefnt er að því að gera kennsluna
mjög lifandi í máli, myndum, skýr-
ingatextum og upplýsingum um ítar-
efni til lestrar eða skoðunar heima. Til
greina kemur að ljúka námskeiðinu
með stuttri ferð til útlanda á sérkjör-
um og námskeiðsgjaldinu er mjög í
hóf stillt auk þess sem sum stéttar-
félög niðurgreiða það um helming.“
Ferða- og farar-
stjórnarnámskeið
SÓSÍALISTAFÉLAGIÐ heldur fé-
lagsfund í dag, miðvikudaginn 7.
nóvember, kl. 20 í MÍR-salnum,
Vatnsstíg 10.
Umræður verða um stjórnmála-
ástandið í dag og hlutverk sósíalista
á nýrri öld. Kristján Hreinsson,
trúbador og skáld, skemmtir fund-
argestum með söng og upplestri.
Nýir félagar og gestir eru velkomn-
ir, segir í fréttatilkynningu.
Félagsfundur
Sósíalistafélagsins
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft-
ir vitnum að umferðaróhappi sem
átti sér stað á gatnamótum Miklu-
brautar og Háaleitisbrautar að
morgni 3. nóvember um kl. 10.20.
Grænni Nissan Micra fólksbifreið
var ekið í vinstri beygju frá Miklu-
braut áleiðis suður Háaleitisbraut í
veg fyrir svarta Mercedes Benz
leigubifreið, sem var á leið austur
Miklubraut eftir hægri akrein.
Ágreiningur er á milli ökumanna
varðandi stöðu umferðarljósanna
þegar óhappið varð.
Þá er lýst eftir vitnum að umferð-
aróhappi við Skipholt 31 en þar var
ekið utan í rauða Daihatsu Charade
fólksbifreið þann 3. nóvember sl. Sá
sem það gerði yfirgaf vettvang án
þess að tilkynna um óhappið.
Lýst eftir vitnum
MICHAEL T. Corgan, heldur fyr-
irlestur á vegum stjórnmálafræði-
skorar HÍ fimmtudaginn 8. nóvem-
ber í Odda stofu 201 kl. 12.10 til 13,
undir yfirskriftinni: ,,Homeland
Security or Global Security?“
Corgan mun m.a. ræða hvernig
takmörkuð reynsla af stríði í eigin
landi hefur mótað viðhorf Banda-
ríkjamanna í öryggismálum og hvert
sé eðli hryðjuverkaógnana í lýðræð-
isríkjum nútímans. Þá mun hann
einnig leitast við að svara því hverjir
hryðjuverkamennirnir séu í rauninni
og hversu útbreidd og langvarandi
sú ógn getur verið sem Bandaríkja-
mönnum, Íslendingum eða hverri
annarri þjóð stafar af þeim.
Corgan er lektor í alþjóðastjórn-
málum við Boston-háskólann í
Bandaríkjunum. Eftir hann hafa
birst fræðigreinar um bandarísk
varnar- og stjórnmál. Síðastliðinn
vetur var dr. Corgan Fulbright pró-
fessor við stjórnmálafræðiskor Há-
skóla Íslands, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Fyrirlestur um
öryggismál og
eðli hryðjuverka