Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞINGMENN flokka stjórnarand- stöðunnar lýstu yfir áhyggjum af stöðu framhaldsskólanna í landinu í umræðum utan dagskrár í gær og nokkuð bar á gagnrýni á reiknilíkan það sem notað er til að áætla útgjöld skólanna. Var fullyrt í umræðunni að slík aðferðafræði kæmi mjög nið- ur á minni skólum, heimavistarskól- um og verknámsskólum en fulltrúar stjórnarflokkanna sögðu að líkanið væri mjög til bóta og það hefði verið endurskoðað með tilliti til ákveðinna þátta í ljósi reynslunnar. Kolbrún Halldórsdóttir, Vg, var málshefjandi í umræðunni og gagn- rýndi hún mjög það fjársvelti sem hún sagði framhaldsskólana vera í. Björn Bjarnson menntamálaráð- herra sagði þvert á móti að framlög til framhaldsskóla hefðu verið aukin um fjórðung í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Hann sagði að í heild væri rekstur skólanna innan eðli- legra marka en þeir stæðu þó mis- vel. Tveir skólar eða þrír stæðu afar illa og á þeim málum þyrfti að taka sérstaklega. Lagði ráðherra á það áherslu að samskipti milli ráðuneyt- isins og skólanna væru mjög góð og meðal skólameistara væri ekki vilji til þess að hverfa til fyrri hátta og leggja af reiknilíkanið og samninga. Skiptar skoðanir um reiknilíkan Sigríður Jóhannesdóttir (S) sagði að halli á rekstri framhaldsskólanna hefði verið 300 milljónir á síðasta ári og yrði væntanlega enn meiri á þessu ári vegna verkfalls framhalds- skólakennara. Hún sagði að rekstr- arlíkanið sem notað væri við fjár- lagagerð bitnaði sérstaklega illa á skólum sem sinntu verkmenntun, svo sem Menntaskólanum í Kópa- vogi, sem er sérskóli fyrir hótel- og matreiðslunám, en 122 milljóna króna halli hefði verið þar á síðasta ári. Reiknilíkanið gerði t.d. ekki ráð fyrir sérstökum útgjöldum vegna matvælakaupa til skólans. Hjálmar Árnason (B) fullyrti í umræðunni að án efa væri sú ákvörðun að taka upp reiknilíkan sú skynsamlegasta sem farin hefði ver- ið til þess að ákveða fjárframlög til framhaldsskóla. Þetta væri líkan sem mældi raunverulegan kostnað við hvern skóla. Sagði hann mik- ilvægt að um slíkt líkan ríkti sátt og að það nýttist margbreytileik skóla- starfsins. Sagði hann hafa orðið verulegar framfarir á þessu sviði sl. fimm eða sex ár og sagði brýnasta verkefnið að vinna við reiknilíkanið væri stöðug og í sífelldri endurskoð- un. Kjartan Ólafsson (D) sagði að af 31 framhaldsskóla væri um þriðj- ungur rekinn með halla, um þriðj- ungur væri á núllinu en þriðjungur væri rekinn með afgangi. Hann sagði að ekki mætti kenna reiknilík- aninu um misjafna rekstrarstöðu sambærilegra skóla. Björn Bjarnason sagði í lok um- ræðunnar að reiknilíkanið hefði ver- ið endurskoðað til að koma til móts við minni skóla og verið væri að end- urskoða það með tilliti til heimavista og verkmenntunar. Staða framhaldsskóla í landinu var rædd utan dagskrár í gær Ráðherra segir framlög aukast um fjórðung Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Að mörgu er að hyggja á löggjafarsamkundunni. Sverrir Hermannsson hefur hvað mesta þingreynslu. Á DAGSKRÁ Alþingis í dag, mið- vikudaginn 7. nóvember 2001, kl. 13.30 eru atkvæðagreiðslur og fyr- irspurnir til ráðherra. Á undan verður umræða utan dagskrár um starfsskilyrði háskóla. Málshefjandi er Einar Már Sigurðarson (S) en til svara Björn Bjarnason (D) mennta- málaráðherra. PÁLL Pétursson (B) félags- málaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi til laga um atvinnu- réttindi útlendinga. Frumvarp- ið er samið af nefnd sem ráð- herra skipaði árið 1999 og fulltrúar stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins áttu sæti í. Páll sagði frumvarpið fela í sér heildarendurskoðun laga um þessi málefni. Í frumvarp- inu væri að finna reglur um rétt útlendinga hér á landi til at- vinnu að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Frumvarpinu væri einnig ætlað að tryggja réttar- öryggi útlendinga sem koma til landsins í atvinnuskyni. Ráðherra lagði áherslu á það í máli sínu að miklar breytingar hefðu orðið á íslenskum vinnu- markaði frá því lög voru síðast sett um atvinnuréttindi útlend- inga, árið 1994. „Eftirspurn eft- ir erlendu vinnuafli hefur stór- aukist síðustu ár og má rekja það til mikillar þenslu á vinnu- markaði. Þá hefur orðið sú breyting að þeir útlendingar sem hingað koma til vinnu dvelja hér lengur en áður var og reynir því oftar á rétt fjöl- skyldu þeirra til dvalar og at- vinnu í landinu,“ segir í athuga- semdum með frumvarpinu. Frumvarp um atvinnu- réttindi útlendinga BJÖRN Bjarnason (D) menntamála- ráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi til nýrra kvikmyndalaga. Frumvarp- ið hefur áður verið lagt fram, en varð ekki útrætt. Við gerð þess var haft samráð við framkvæmdastjóra og stjórn Kvikmyndasjóðs Íslands og félög kvikmyndagerðar á Íslandi. Við umræður um málið í gær kvaðst Sigríður Jóhannesdóttir (S) vonast til þess að frumvarpið næði fram að ganga á þessu þingi, því hún vissi að þess væri beðið með mikilli óþreyju. Sagði Sigríður það samstarf við fag- aðila sem menntamálaráðherra ráðuneytið hafði við undirbúning frumvarpsins vera til mikillar fyrir- myndar og mætti taka slík vinnu- brögð upp víðar. Leysir af hólmi lög frá 1984 Nýjum kvikmyndalögum er sam- kvæmt frumvarpinu ætlað að leysa af hólmi núgildandi lög um kvik- myndamál, nr. 94/1984, með síðari breytingum. Eitt meginmarkmið frumvarpsins er að skýra stjórn- sýslulega framkvæmd af hálfu opin- berra aðila til eflingar íslenskri kvik- myndamenningu. Helstu breytingar og nýmæli sem í frumvarpinu felast frá núgildandi löggjöf eru þau að lagt er til að tvær stofnanir sinni þeim verkefnum sem mú heyra und- ir Kvikmyndasjóð Íslands. Lagt er til að stofnuð verði Kvikmyndamið- stöð Íslands sem hafi með höndum verkefni sambærileg þeim er Kvik- myndasjóður Íslands hefur sinnt fyrir utan rekstur Kvikmyndasafns Íslands. Kvikmyndamiðstöð lýsir betur hlutverki opinberra aðila „Starfsemi Kvikmyndasjóðs hefur aukist mjög á undanförnum árum og þykir heitið Kvikmyndamiðstöð Ís- lands lýsa betur margþættu hlut- verki opinberra aðila varðandi stuðning við framleiðslu og dreifingu á íslenskum kvikmyndum. Nafnið Kvikmyndasjóður verður notað áfram um úthlutunarsjóð er starfar á vegum Kvikmyndamiðstöðvar til framleiðslu eða dreifingar íslenskra kvikmynda,“ sagði menntamálaráð- herra er hann mælti fyrir frumvarp- inu, en samkvæmt því verður Kvik- myndasafn Íslands sjálfstæð stofnun, en það heyrir nú undir Kvikmyndasjóð. Í frumvarpinu er lagt til að sett verði á laggirnar kvikmyndaráð op- inberum aðilum til ráðgjafar um að- gerðir í kvikmyndamálum, breytt er ákvæðum um fyrirkomulag úthlut- unar framlaga til kvikmyndagerðar og kveðið á um að forstöðumaður taki endanlega ákvörðun um úthlut- un framlaga í samræmi við ákvæði í reglugerð sem sett er að fenginni umsögn kvikmyndaráðs. „Þykir nauðsynlegt að skapa stjórnvöldum meira svigrúm en nú er til að setja úthlutunarreglur um framlög úr Kvikmyndasjóði og bregðast þannig við breytilegum þörfum kvikmyndagerðar án þess að komi til lagabreytinga í hvert sinn,“ segir um þetta í athugasemdum með frumvarpinu. Þar kemur einnig fram að öll fjármögnun kvikmyndagerðar hafi tekið stakkaskiptum síðustu ár, m.a. með tilkomu ýmissa alþjóðlegra kvikmyndasjóða og breyttrar úthlut- unar úr sjóðum helstu nágranna- ríkja, en íslenskir framleiðendur leiti mikið til þeirra. „Hefur þessi þróun leitt til aukinna tækifæra fyrir ís- lenska kvikmyndaframleiðendur og kvikmyndagerðarmenn á alþjóðleg- um vettvangi. Er nauðsynlegt að lagalegt svigrúm sé fyrir hendi til að þau geti nýst.“ Markaðsnefnd til að auka atvinnu við kvikmyndagerð Í frumvarpi til kvikmyndalaga er einnig veitt heimild fyrir markaðs- nefnd sem gegni því hlutverki að auka atvinnu við kvikmyndagerð hér á landi. Menntamálaráðherra gat þess í máli sínu að svokallaðar mark- aðsnefndir kvikmynda væru starf- andi í flestum Evrópulöndum og í einstökum ríkjum Bandaríkjanna. „Þær hafa það hlutverk að gera við- komandi lönd eða borgir að sögusviði eða upptökustað erlendra kvik- mynda, bæði í þeim tilgangi að auka atvinnu við kvikmyndagerð á við- komandi stað og að koma landinu á framfæri við áhorfendur hvarvetna í heiminum. Nú þegar hafa ýmis ís- lensk fyrirtæki sérhæft sig í þjón- ustu við erlend kvikmyndafyrirtæki og gæti markaðsnefndin nýst þess- um fyrirtækjum við frekari eflingu á þessu sviði,“ sagði hann. Frumvarp menntamálaráðherra til nýrra kvikmyndalaga Kvikmyndamiðstöð Íslands taki til starfa ÞINGMENN Reykjaneskjör- dæmis hafa lagt fram á Alþingi tvær þingsályktunartillögur sem snerta flutninga olíu um Reykja- nesbrautina og vatnsból sem eru í hættu vegna þeirra. Annars vegar vilja þau Hjálmar Árnason (B) og Sigríður Jóhannesdóttir (S) að bann verði lagt við flutningi jarð- efnaeldsneytis eftir Reykjanes- braut og Grindavíkurvegi, en hins vegar vilja þeir Kristján Pálsson og Árni R. Árnason, Sjálfstæðis- flokki, að farið verði í aðgerðir til að verja vatnsból sveitarfélag- anna á Suðurnesjum. Í tillögu þeirra Kristjáns og Árna felst að umhverfisráðherra verði falið að gera þær ráðstafanir við Grinda- víkurveg að vatnsbólum Suður- nesjamanna stafi ekki hætta af ol- íuflutningum eftir veginum. „Um er að ræða vatnsbólssvæði á Lágum við Grindavíkurveg. Þetta eru vatnsból allra sveitarfé- laganna á Suðurnesjum, þ.e. Reykjanesbæjar, Grindavíkur, Sandgerðis, Garðs og Voga, auk varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli. Íbúar sveitarfélaganna eru um 21.000, en þar er einnig mikil atvinnustarfsemi,“ segir í greinar- gerð með tillögunni og þar kemur einnig fram að á 5 km kafla þar sem Grindavíkurvegur liggur yfir vatnsból Suðurnesjamanna þarf ekki nema eitt slys svo að vatnsból spillist. „Vatnsbólið er undir hrauni og liggur Grindavíkurvegurinn þar yfir en hraunið er mjög lekt. Það er því talið ómögulegt ef olíuslys verður á þessum kafla að ná olíu- nni upp aftur því hún á greiða leið niður í gegnum hraunið í neyslu- vatnið á nokkrum mínútum,“ seg- ir ennfremur í greinargerð með tillögunni. Enga áhættu má taka Í tillögu þeirra Hjálmars og Sigríðar felst að dómsmálaráð- herra grípi til þeirra ráðstafana sem banni að jarðefnaeldsneyti verði flutt eftir Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi. Þar segir m.a. að vatnsból Suðurnesja- manna séu afar viðkvæm fyrir mengun á landi og á árinu 1998 hafi verið farnar 3.359 ferðir um Reykjanesbraut með olíu og flug- vélabensín, samtals 136.780 tonn, og ferðum hafi þá fjölgað um 1.000 frá árinu 1995, eða 46.000 tonn. „Í ljósi spár um vaxandi straum ferðamanna til landsins má ætla að þessi aukning muni halda áfram,“ segir í greinargerðinni og þar kemur einnig fram að flutn- ingsmenn telja hagsmuni svo mikla að enga áhættu megi taka í þessum efnum. Vatnsból í hættu vegna olíuflutninga Reykjanesbraut og Grindavíkurvegur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.