Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 24
Trimble kjörinn forsætisráðherra AP Til ryskinga kom í þinghúsinu í Belfast um það leyti sem David Trimble (lengst til hægri) ræddi við fréttamenn eftir atkvæðagreiðsluna í gær. Við hlið Trimbles er Mark Durkan aðstoðarforsætisráðherra. HEIMASTJÓRN kaþólskra og mót- mælenda á Norður-Írlandi tók aftur til starfa í gær eftir að David Trimble, leiðtogi Sambandsflokks Ulster (UUP), hafði verið kjörinn forsætis- ráðherra í umdeildri atkvæðagreiðslu í Belfast. Þingmenn Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP), flokks Ians Paisleys, létu óánægju sína óspart í ljós eftir atkvæðagreiðsluna en þeir töldu að óheilindum hefði ver- ið beitt til að tryggja kjör Trimbles. Kom til handalögmála í þinghúsinu í Stormont um það leyti sem Trimble ræddi við fréttamenn eftir kjörið. Trimble mistókst á föstudag að tryggja sér kosningu en þá vantaði eitt atkvæði upp á að meirihluti þing- manna flokka sambandssinna á þinginu í Belfast lýsti yfir stuðningi við hann. Til að ná kjöri þurfti hann að njóta stuðnings meirihluta í röðum sambandssinna, sem og í röðum þing- manna kaþólskra. Allir þingmenn flokka kaþólskra, þ.e. Sinn Féin, stjórnmálaarms Írska lýðveldishersins (IRA), og SDLP, flokks hófsamra kaþólikka, voru hlynntir endurreisn heimastjórnar- innar en sambandssinnar skiptast hins vegar nánast í tvennt í afstöðu sinni og setja fyrir sig að IRA hefur ekki lokið afvopnun, eins og rætt hafði verið um. Nokkrir litlir flokkar eiga fulltrúa á þinginu í Belfast og hafa ekki viljað auðkenna sig sem sambandssinna eða lýðveldissinna. Um helgina sam- þykktu þrír þingmenn Alliance- flokksins hins vegar að láta skrá sig sem sambandssinna í bækur þingsins og var þar með búið að tryggja Trimble atkvæðin sem upp á vantaði. Samhliða kjöri Trimbles var Mark Durkan úr röðum kaþólskra kosinn aðstoðarforsætisráðherra en Durkan mun á næstunni taka við leiðtogahlut- verkinu í SDLP af Nóbelsverðlauna- hafanum John Hume en Hume hefur átt við vanheilsu að stríða. Auk Trimbles og Durkans eiga sæti í heimastjórninni þrír fulltrúar frá UUP og SDLP og tveir frá Sinn Féin og DUP. Heimastjórn endurreist á N-Írlandi Belfast. AFP. ARGENTÍNUMENN glíma um þessar mundir við mjög erfiða efnahagskreppu og raunar ekki í fyrsta sinn. Að þessu sinni er hún þó að því leyti ólík fyrri samdráttarskeiðum, að hún er um sumt rakin til þeirrar ákvörðunar stjórnvalda fyrir áratug að binda gengi gjald- miðilsins, pesósins, við Bandaríkjadollara. Framan af og raunar lengst af á síðasta áratug gafst það vel og tryggði bæði stöðugleika og hagvöxt en nú er því kennt um öll vandræðin. Í Argentínu er gengisskráningin ákveðin af svokölluðu myntráði og seðlabanki landsins ábyrgist að eiga svo mikið af erlendum gjald- eyri, að hann geti næstum skipt út öllum inn- lenda gjaldmiðlinum fyrir hann. Bindingin get- ur því ekki verið meiri og í raun vantar ekki annað upp á en að taka formlega upp dollarann í staðinn fyrir innlenda gjaldmiðilinn. Með því mætti til dæmis koma í veg fyrir sams konar spákaupmennsku og lék efnahagslíf margra Suðaustur-Asíuríkja svo grátt 1997 til 1998. Á síðasta áratug mátti það heita almenn skoðun, að binding af þessu tagi væri þjóðráð fyrir ríki, sem berjast við mikla verðbólgu og óstöðugleika í fjármálum, og sem dæmi má nefna, að menn eins og Steven Hanke við Johns Hopkins-háskólann fóru vítt og breitt um heim til að hvetja fátæk ríki til að taka hana upp. Það var líka gert með góðum árangri sums staðar, til að mynda í Hong Kong, Búlg- aríu og Eistlandi. Í Argentínu hafði verið vax- andi verðbólga í áratug og raunar ofurverð- bólga tvisvar sinnum í skamman tíma þegar Domingo Cavallo, efnahagsráðherra landsins, ákvað að binda gengi pesósins við dollarann. Í fyrstu skilaði það eftirtektarverðum árangri en nú er allt efnahagslífið upp í loft. Það er því ekki nema von, að spurt sé hvað hafi farið úr- skeiðis og hvort bindingin hafi verið glapræði frá upphafi. Kostirnir meiri en gallarnir? Rudiger Dornbusch við Tækniháskólann í Massachusetts hefur aldrei verið hræddur við að berjast gegn straumnum og hann hefur nú brugðist til varnar myntráðunum og þeirri að- ferð að binda gengi gjaldmiðils við gengi ann- ars sterkari. Heldur hann því fram, að hvað sem líði ástandinu í Argentínu, þá séu kostirnir meiri en gallarnir. Dornbusch segir, að vissulega krefjist bind- ingin ákveðinna fórna. Þau ríki, sem hana taki upp, verði að láta stoltið lönd og leið og afsala sér „peningalegu fullveldi“. Þau ráði með öðr- um orðum engu um vextina, heldur verði að fara eftir því, sem ákveðið er til dæmis í Wash- ington eða Frankfurt. Þau verði líka að afsala sér því valdi eða úrræði, sem er aukin seðlaprentun, og hætta sé á, að gengisskráningin geti orðið dálítið á skjön við þróunina í helstu viðskiptalöndunum. Sem dæmi um það má nefna, að sterk staða dollarans hefur skaðað argentínskt efnahagslíf en ná- grannaríkin hafa aftur á móti fellt gengið til að örva útflutning. Aukið aðhald Kostirnir eru líka miklir. Einn er lítil verð- bólga og annar, sem Dornbusch leggur mikla Gengisbinding og reynsla Arg- entínumanna Reuters Fernando de la Rua, forseti Argentínu, gerir grein fyrir nýjum ráðstöfunum til að af- stýra efnahagshruni. Domingo Cavallo efnahagsráðherra fylgist með ávarpi forsetans. áherslu á, er mikið aðhald að opinberum út- gjöldum. Segir hann, að það hafi undraverð áhrif á þankagang stjórnmálamanna, að þeir skuli ekki geta aukið seðlaprentun til að fjár- magna hallann. Á fyrstu fimm árunum eftir að dollarabindingin var tekin upp í Argentínu lækkuðu opinber útgjöld, til dæmis niður- greiðslur, verulega og án þess að það hefði áhrif á hagvöxtinn. Hann var til jafnaðar 6% frá 1991 til 1996. Dornbusch segir, að vandræðin í Argentínu eigi sér aðrar og dýpri rætur en ofmetinn pesó. Þær séu meðal annars miklar skuldir og mikill fjárlagahalli um langt skeið áður en dollarabind- ingin var tekin upp; verkalýðs- félög, sem standi í vegi hvers kyns umbóta, og úrsérgenginn iðnaður, sem framleiði ósam- keppnishæfa vöru burtséð frá því hver gengisskráningin er. Í umræðunni um myntráðin eða gengisbind- ingu verði að taka tillit til þessara atriða og Dornbusch minnir á, að þótt myntráðin hafi komið í veg fyrir seðlaprentun, hafi þau greitt fyrir mikilli skuldaaukningu erlendis. Hún sé ein meginástæðan fyrir því hvernig komið er í argentínsku efnahagslífi. Gagnrýnendur gengisbindingar af fyrr- nefndu tagi benda gjarnan á Brazilíu. Þar var glímt við mikla verðbólgu árum saman en með myntbreytingunni 1994 ákvað Arminio Fraga, seðlabankastjóri og nemandi Dornbusch, að best væri að hann eða seðlabankinn stýrði gengisskráningunni. Tókst honum að sann- færa markaðinn um, að þetta væri besti kost- urinn og ekki síst í janúar 1999 þegar árásir spákaupmanna knúðu fram gengisfellingu realsins. Afleiðingin varð aðeins lítið verð- bólguskot og hagvöxtur minnkaði aðeins um stund. Ætli mætti, að þetta gerði út um umræðuna en svo er þó ekki. Brazilíumenn nutu þess á þessum tíma að hafa mjög hæfan seðlabanka- stjóra og ríkisstjórn, sem vildi fara að öllu með gát. Úr þessari staðfestu hefur síðan dregið og nú er verðbólgan vaxandi. Dæmin um Brazilíu og Argentínu sýna aðeins, að það er ekki til nein ein töfralausn, að í raun getur ekkert komið í staðinn fyrir ábyrga og trausta stefnu í fjármálum eins ríkis. Heimild: The Economist Ekkert getur kom- ið í staðinn fyrir ábyrga og trausta fjármálastjórn Mikil spenna er New York-búar gengu til kosninga í gær RÍKISSTJÓRAR voru kosnir í tveimur ríkjum Bandaríkjanna í gær en auk þess voru borgarstjóra- kosningar vítt og breitt um landið. Hvergi var spennan meiri en í borgarstjórakosningunum í New York en síðustu skoðanakannanir sýndu, að fylgið skiptist jafnt milli frambjóðenda stóru flokkanna, repúblikana og demókrata. Fyrir aðeins hálfum mánuði var demó- kratinn talinn öruggur um sigur. Í New York er tekist á um eft- irmann hins vinsæla borgarstjóra repúblikana, Rudolphs Giulianis, en hann hefur verið duglegur við að koma fram með flokksbróður sín- um, fjölmiðlakónginum og auðjöfr- inum Mike Bloomberg. Hefur það augljóslega gert gæfumuninn fyrir hann því að fyrir skömmu hafði Mark Green, frambjóðandi demó- krata, 16 prósentustiga forskot á Bloomberg. Baráttan milli þeirra hefur verið geysihörð síðustu daga en Green leggur mikla áherslu á reynslu sína af opinberu starfi. „Ég á í höggi við milljarðamær- ing, sem hefur aldrei gegnt op- inberum störfum,“ sagði Green á kosningafundi á mánudag. „Ég reyni að sigra í þessum kosningum, hann reynir að kaupa þær.“ Fimm milljarðar króna úr eigin vasa Bloomberg, sem er sagður fara með meira en fimm milljarða ísl. kr. úr eigin vasa í kosningarnar, leggur mikið upp úr því, að hann sé eðli- legur eftirmaður Giulianis. „Leið- togi, ekki stjórnmálamaður“ er kjörorð hans í kosningabaráttunni. Kosið var til þings og í ríkis- stjóraembætti í tveimur ríkjum, Virginíu og New Jersey, og var því spáð, að demókratar myndu þar leysa repúblikana af hólmi sem rík- isstjórar. Borgarstjórakosningar voru síðan í allnokkrum borgum auk New York, þar á meðal í Atl- anta, Boston, Cincinnati, Houston, Miami, Minneapolis, Pittsburgh og Seattle. Skjólstæðingur Giul- ianis á mikilli siglingu AP Rudolph Giuliani, borgarstjóri í New York, kemur út úr kjörklefa eftir að hafa kosið. Trúlega hefur hann gefið flokksbróður sínum, Mike Bloomberg, atkvæði sitt, en síðustu skoðanakannanir gáfu honum og keppinauti hans, demókratanum Mark Green, jafnmikið fylgi. New York. AP, AFP. ERLENT 24 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.