Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 52
DAGBÓK 52 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Salt- straum, Ljósafoss og Lómur koma í dag, Faxi og Dettifoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Nida og Ýmir komu í gær, Brúarfoss fer í dag, Ammassat fór í gær. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48. Skrifstofa s. 551-4349, flóamark- aður, fataútlutun og fatamóttaka, s. 552- 5277, opið miðvikud. kl. 14–17. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa og postulíns- málning, kl. 10 verslunarferð kl. 13 vinnustofa og postulíns- málning, skráning í verslunarferð í af- greiðslu, s. 562-2571. Fimmtudagskvöldið 8. nóv. verður sú nýbreytni að opið hús verður frá kl. 19.30–22, spiluð fé- lagsvist frá kl. 20, kaffi á könnunni. Allir vel- komnir. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofan, kl. 13 spilað, kl. 13–16.30 opin smíðastofan, kl. 10 pútt- völlurinn opinn. Allar upplýsingar í síma 535- 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9– 12 vefnaður, kl. 9–16 handavinna, kl. 10 banki, kl. kl. 13 spila- dagur, kl. 13–16 vefn- aður. Vetrarfagnaður verður fimmtud. 8. nóv. Hlaðborð, salurinn opn- aður kl. 16.30, dagskráin hefst með borðhaldi kl. 17. Kvöldvökukórinn syngur undir stjórn Jónu Kristínar Bjarna- dóttur, happdrætti, Húnar (Ragnar Leví) leika fyrir dansi. Skráning fyrir mið- vikud. 7. nóvember, s. 568-5052. Allir velkomn- ir. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Vetrarfagnaður í Garða- holti 8. nóv. Fullbókað. Borgarleikhúsið 15. nóv. kl. 20. Miðapantanir sem fyrst í síma 820- 8571 eftir hádegi. Rúta frá Kirkjuhvoli kl. 19.15. Stundaskrá í hópastarfi er auglýst á töflu kjall- aranum í Kirkjuhvoli og á www.fag.is Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Jóga á föstud. kl. 13.30. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ á Hlaðhömrum fimmtud. kl. 17–19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrt- ingu, hárgreiðslu og fót- anudd, s. 566-8060 kl. 8– 16. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan og handavinnustofan opnar, kl. 10–10.45 leik- fimi, kl. 14.30 banki. Félag eldri borgara, Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15– 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl. 16.30–18. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Kl. 9 aðstoð við böðun og bókband og al- menn handavinna, kl. kl. 10.15 leikfimi, kl. 14 sag- an. Í kvöld verður dans- leikur kl. 19.30, hljóm- sveitin „ Í góðum gír“ leikur fyrir dansi. Allir velkomnir. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handa- vinna, kl. 13.30 enska, byrjendur. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Línudans kl. 11, mynd- list kl. 13, pílukast kl. 13:30. Á morgun fellur glerskurður niður af óviðráðanlegum ástæð- um. Á laugardag verður farið í Háskólabíó að sjá Mávahlátur kl. 15. Skráning í Hraunseli. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10–17, kl. 10.30 boccia, kl. 13 félagsvist, kl. 16 hringdansar, kl. 17 bobb. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 fótaaðgerð og opin vinnustofa, postulín, mósaik og gifsafsteypur, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 9–16 böðun. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Gullsmári Gullsmára 13. Vefnaður kl. 9, leik- fimi kl. 9.05, keramik- málun k. 13, Bún- aðarbankinn með þjónustu í Gullsmára kl. 10 boccia kl. 14. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi – blöðin og matur í hádegi. Mið- vikud.: Göngu-Hrólfar fara í göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Söngfélag FEB kóræfing kl. 17. Línu- danskennsla fellur nið- ur. Bridsnámskeið kl. 19.30. Söngvaka kl. 20.45, stjórnandi: Rósa D. Björnsdóttir, umsjón Sigurbjörg Hólmgríms- dóttir. Fimmtud.: Brids kl. 13. Framsögn kl. 16.15. Heilsa og ham- ingja laugard. 10. nóv. í Ásgarði, Glæsibæ, hefst kl. 13.30, Strindberg- hópurinn býður Félagi eldri borgara afslátt á sýningu á Dauðadans- inum laugard. 10. nóv. kl. 20. Skráning á skrif- stofu. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum kl. 10–12. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, sama símanúmer og áð- ur. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. kl. 10– 16, s. 588-2111. Hraunbær 105. Kl. 9 op- in vinnustofa, handa- vinna, bútasaumur, kl. 9–12 útskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 11 banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 böðun, föndur- klippimyndir, kl. 13:30, gönguferð, kl. 15 teikn- un og málun. kl. 13:30 gönguferð. Fótsnyrting, hársnyrting. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi, hittast á morgun, fimmtudag, á Korpúlfs- stöðum. Púttað kl. 10, gönguferð kl. 1. Kaffi- stofan opin. Allir vel- komnir. Upplýsingar veitir Þráinn Haf- steinsson í s. 5454-500. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9–16 fótaaðgerðir, kl. 9– 12 tréskurður, kl. 10 sögustund, kl. 13 banki, kl. 14 félagsvist, kaffi, verðlaun. Vesturgata 7. Kl. 8.25 sund, kl.9.15–16 postu- línsmálun og mynd- mennt, kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tréskurður. Flóamark- aður verður fimmtud. 8 nóv. og föstud. 9, nóv. kl. 13–16. Ragnar Páll Ein- arsson leikur fyir dansi kl. 14:30–16 á föstud. 9. nóv. Rjómaterta með kaffinu, allir velkomnir. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 10 fóta- aðgerðir, morgunstund, bókband og bútasaum- ur, kl. 12.30 versl- unarferð, kl. 13 hand- mennt og kóræfing, kl. 13.30 bókband, kl. 15.30 kóræfing. Spiluð fé- lagsvist annað kvöld kl. 20. Félagsstarf aldraðra í Bústaðakirkju kl. 13– 16.30 í dag. Handavinna, spilað og föndrað. Kaffi. Þeir sem vilja láta sækja sig, vinsamlega látið Sigrúnu, sími 864-1448, eða kirkjuverði, sími 553-8500, vita. Álftanes. For- eldramorgunn í Hauks- húsum kl. 10–12 í dag. Heitt á könnunni. Barðstrendingafélagið Félagsvist í Konnakoti, Hverfisgötu 105, kl. 20.30 í kvöld. Allir vel- komnir. Kvenfélag Grens- ássóknar heldur köku- og munabasar í safn- aðarheimilinu laugard. 10. nóv. kl. 14. Tekið á móti munun kl. 17–19, föstud. og kl. 10 laugard. Vöfflukaffi verður á boð- stólum. Fundur kl. 20. mánudaginn 12. nóv. Kiwanisklúbburinn Geysir, Mosfellsbæ. Fé- lagsvist spiluð á fimmtu- dögum kl. 20.30, stund- víslega, í Kiwanishúsinu, Mos- fellsbæ. Hvítabandsfélagar, fundur á Hallveig- arstöðum í kvöld kl. 20. Í dag er miðvikudagur 7. nóv- ember, 311. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Ég bið ekki, að þú takir þá úr heiminum, heldur að þú varðveitir þá frá hinu illa. (Jóh. 17, 15.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 vitur, 4 fær, 7 ljósgjafa, 8 nam, 9 álít, 11 rifa, 13 svalt, 14 trylltur, 15 mað- ur, 17 sundum, 20 óhljóð, 22 verkfærið, 23 erfið, 24 hæsi, 25 tíu. LÓÐRÉTT: 1 buxur, 2 kindar, 3 hæv- erska, 4 stórhýsi, 5 gamla, 6 byggt, 10 gufa, 12 illmenni, 13 knæpa, 15 lítil tunna, 16 auðugum, 18 fim, 19 venslamaður, 20 hina, 21 karldýr. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 fjandskap, 8 ríður, 9 dugga, 10 and, 11 afræð, 13 innst, 15 sogar, 18 anker, 21 ónn, 22 keyrt, 23 gands, 24 fiðringur. Lóðrétt: 2 jaðar, 3 nýrað, 4 suddi, 5 augun, 6 örva, 7 falt, 12 æða, 14 nón, 15 sekk, 16 geymi, 17 rótar, 18 angan, 19 kunnu, 20 rósa. Víkverji skrifar... VEGABÆTUR á þjóðvegakerfilandsins eru jafnan kærkomnar og má segja að alltaf sé verið að breyta einstökum köflum í þessum ormi sem hlykkjast um sveitir og byggðir landsins. Nýjasta vegabótin er líklega vegurinn um Vatnaheiði á Snæfellsnesi sem samgönguráðherra og vegamálastjóri opnuðu nýverið og klipptu náttúrlega á borða. Fram hefur komið í fréttum að veg- urinn liggur nokkru lægra en vegur- inn yfir Kerlingarskarð sem til þessa hefur verið notaður á þessum slóðum. Ætti það að þýða snjóléttari og kannski hálkuminni veg að vetrinum og þar með samgöngubót. Spurning er hins vegar hvort leiðin er nokkuð skemmtilegri eða fallegri því það er yfirleitt hægt að njóta ferðarinnar yf- ir Kerlingarskarð svo fjölbreytt sem hún er og með skemmtilegu útsýni þegar það gefst. Bundið slitlag þjóðveganna er sí- fellt að lengjast og það á jafnt við um hringveginn og aðra vegi út frá hon- um. Víkverji ók á dögunum til Siglu- fjarðar, sem hann hefur ekki gert um árabil, og komst að því að þangað er bundið slitlag alla leið, um allan Skagafjörðinn og Fljótin, en ekki er langt síðan lokið var við lagningu þess. Þetta á líka við um Snæfellsnes og á vegum á Vestfjörðum og Austur- landi bætast við slitlagsspottar hér og þar sem eru kærkomnir. x x x ÞEGAR ekið er um slíkar fáfarnarslóðir á breiðum og góðum veg- um verður ökumanni ósjálfrátt hugs- að til þess hversu arðbærar vegabæt- ur eru og hverjum þær þjóna, ekki síst þegar fólksfjöldi í þessum byggð- um er skoðaður og umferðin. Á þess- um vegum mætir ferðalangur örfáum bílum og um marga þeirra fara líka aðeins fáir tugir bíla á degi hverjum. En yfirleitt enda hugleiðingar Vík- verja á því að það séu nánast mann- réttindi að vel sé greiðfært um byggð- ir og sveitir landsins og að íbúar í þessum fámennu byggðum og aðrir eiga fullan rétt á að komast leiðar sinnar rétt eins og þeir sem kjósa að búa í fjölmenni þar sem allt er til alls. Íbúar fámennra byggðarlaga eiga eins mikinn rétt á því og aðrir að fá góða þjónustu stjórnvalda í þessum efnum og góðar samgöngur eru líka grundvöllur þess að við getum haldið byggðinni við út til ystu nesja. Þess vegna á að ganga mjög langt að mati Víkverja í að þjóna þeim með góðum vegum. x x x EFLAUST er verið að bera íbakkafullan lækinn með því að fjalla um kosti og galla negldra vetr- arhjólbarða. Víkverji ætlar þó að hætta sér örlítið út á þann hála ís og benda á atriði sem honum finnst stundum gleymast í þessari umræðu. Menn geta nefnilega lengi vel deilt um kosti og galla þeirra og kosti og galla loftbóludekkja, ónegldra dekkja og harðkornadekkja og þar fram eftir götunum. Hver og einn bíleigandi reynir að finna út hvað honum hentar best ef hann er þá ekki orðinn algjör- lega ruglaður af umræðunni. Lykil- atriði hlýtur hins vegar að vera að aka eftir aðstæðum í hálku og snjó og þá er nú mikið fengið. Þá á Víkverji við að menn aki kannski örlítið hægar en venjulega þegar malbikuð strætin eru ísi lögð og ísing er á þjóðvegum. Þetta þýðir einfaldlega að leggja örlítið fyrr af stað og gefa sér meiri tíma! Hákarlalýsisperlur ÁGÆTI Velvakandi. Þar sem ég var að renna yfir gamla Mogga sá ég í blaðinu 10. okt. sl. fyrir- spurn frá konu um hákarla- lýsisperlur frá Kraflýsi. Það fyrirtæki er því miður gjaldþrota og hætt starf- semi, en í Heilsuhúsinu í Kringlunni eigum við enn nokkrar birgðir af þessum perlum. Annars framleiðir Lýsi hf. einnig hákarlalýsisperl- ur og eru þær að sjálfsögðu fáanlegar áfram. Örn Svavarsson, Heilsuhúsinu. Nágrannar AF hverju er ekki hægt að sýna þættina „Neighbours“ eða Nágranna seinnipart dagsins? Þeir eru bara sýndir í hádeginu á virkum dögum og síðan á sunnu- dögum. Er ekki hægt að breyta þessu? Það eru mjög fáir sem hafa tíma til að horfa á sjónvarpið á þessum tíma. Kt. 260376-6169. Meira um strætó HINN 28. okt. sl. skrifaði kona í Velvakanda og spurði um strætóferðir úr vest- urbæ í Smárann. Ásgeir Ei- ríksson svaraði því í Velvak- anda hinn 1. nóv. sl. og benti á leiðir úr vesturbæ í Smára. Leið 140 gengur frá Lækjartorgi og kemur við á Hlemmi og því myndi ég segja að það væri mun betri og fljótlegri leið að fara með 140 og taka síðan 17 í Hamraborg til að komast í Smárann. Konan sem skrif- aði 28. okt. sl. í Velvakanda er velkominn í vagninn hjá mér og mun ég þá sýna henni hvernig þetta gengur fyrir sig Gísli Reynisson, bílstjóri á 140B. Er allt fólk í fyrirrúmi? FLOKKURINN sem gerði það að slagorði að hafa „Fólk í fyrirrúmi“ hefur gleymt að hafa sumt fólk í fyrirrúmi, a.m.k. aldraða og öryrkja – og allt lágstéttar- fólk í landinu. En það er ekki eingöngu við þann flokk að sakast, hann á nefnilega samstarfsflokk í ríkisstjórn sem ræður fjár- málunum. Engu að síður finnst manni að fulltrúar Framsóknarflokksins hafi ekki bein í nefinu til að framfylgja þessu slagorði. Heilbrigðisráðherranum, Jóni Kristjánssyni, datt það snjallræði í hug þegar vant- aði milljónir í heilbrigðis- kerfið að taka það af sjúk- lingum, t.d. öryrkjum og öldruðum, með því að fella niður greiðslur Trygginga- stofnunar á lyfjum sem þessir hópar þurfa lífsnauð- synlega á að halda. Tví- sköttun er á lífeyris- greiðslur, sköttun er á bætur almannatrygginga á meðan þær ná ekki til að halda í við lágmarkstekjur á vinnumarkaði. Þá er felldur niður skattur á hátekjufólki og atvinnurekstri. Þetta heitir að hafa: „Fólk í fyr- irrúmi.“ Það er engin furða þótt að fylgi hrapi af Fram- sókn í skoðanakönnunum. Framsóknarflokkurinn þarf að taka sig á ef hann ætlar að fá þjóðina til að trúa því að þeir meini eitthvað með þessu slagorði. Gunnar G. Bjartmansson, Hátúni 10, Rvík. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 ÉG á vinkonu frá Sri Lanka. Ég sagði henni frá því frábæra framlagi ís- lenskra unglinga nýlega að leggja niður skólastarf einn dag til að vinna sér inn peninga til að hjálpa jafnöldrum sínum á Ind- landi að öðlast menntun. Menntun sem þeim annars ekki stæði til boða vegna þeirrar hefðar þar í landi að lágstéttarfólk ætti ekki kost á að menntast. Þá sagði þessi vinkona mín mér með tárin í augunum að þetta þætti henni alveg einstakt og vill hún koma á framfæri þökkum sín- um. Undrun hennar á þessu framtaki og góðvild er vart með orðum lýst. Þakklæti þessarar vin- konu minnar er hér með komið á framfæri til þessa einstöku unglinga. Flott hjá ykkur, krakkar! Guðrún. Frábært framlag Morgunblaðið/Ásdís Mekkín, Elsa Rún og Ólafur Atli sögðu það fínt að fara í einn dag út á vinnumarkaðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.