Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 38
HESTAR 38 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Föstudaginn 16. nóvember UPPSKERUHÁTÍÐ HESTAMANNA Landssambands hestamannafélaga og félags hrossabænda. Kynnir: Flosi Ólafsson. Hestagaldrar. Helgi Björnsson, Jóhann Sigurðsson, Gunnar Þórðarson. Dansleikur með BSG. St afr æn aH ug m yn da sm ið jan /3 16 9 Forsala miða og borðapantanir alla virka daga kl. 11-19. Sími 533 1100 - Fax 533 1110 R A D I S S O N S A S , H Ó T E L Í S L A N D I UNDIRRITAÐUR var nýlega tímamótasamningur milli Hestamannafélagsins Harðar í Kjósarsýslu og Mosfellsbæjar um framlag síðarnefnda aðilans til reið- vegagerðar í Mosfellsbæ. Hljóðar samningurinn upp á 7 milljónir króna sem verðar reiddar fram á tveimur árum og hafa 3,5 milljónir króna þegar verið greiddar til félagsins. Hörður mun bera alla ábyrgð á fram- kvæmdum sem ráðist verður í með leyfi tæknideildar bæjarins. Það voru þeir þeir Jóhann Sigurjónsson, bæjarstjóri, og Marteinn Magnússon, formaður Harðar, sem und- irrituðu samninginn með fulltingi Þrastar Karlssonar, forseta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar, og Guðmundar Jónssonar, formanns reiðveganefndar Harðar. Fjöl- menni var við athöfnina sem fram fór í Harðarbóli, fé- lagsheimili Harðar. Undafarnar vikur hafa Harðarmenn verið í reið- vegaframkvæmdum, meðal annars á Tungubökkum meðfram flugvellinum sem þar er. Þá hafa verið gerð- ar miklar endurbætur á reiðveginum í Mosfellsdal og fram kom á fundinum að Vegagerð ríkisins hefur unn- ið að gerð reiðleiðar í gegnum ræsi sem Varmá rennur í gegnum undir Þingvallavegi vestast í Mosfellsdal þannig að reiðleiðin um Mosfellsdal hefur tekið mikl- um stakkaskiptum. Morgunblaðið/Valdimar Reiðvegagerð á ábyrgð Harðar ÍÞRÓTTANEFNDIN ræddi ýmsar tillögur varðandi keppnisreglur og reglur um heimsmeistaramót, en meðal þess sem samþykkt var að leggja fyrir fund íþróttaráðs sem haldinn verður í janúar má nefna við- urkenningu á notkun á virkjalausum hnökkum í keppni, en eins og menn muna var rekistefna út af slíkum hnökkum fyrir og á HM í Austurríki í sumar. Þessir virkjalausu hnakkar hafa þótt henta íslenskum hestum vel sem eru í mjög mörgum tilfellum bakstuttir og telja sumir að slíkur búnaður sé það sem koma skal. Tímamörk á úrslitin Þá verður lagt til að framvegis verði tímamörk á hverju atriði allra úrslita á heimsmeistaramótum þannig að ekki þurfi að telja hversu margir hringir séu riðnir. Verða þá mismunandi tímamörk á einstökum atriðum og þá tekið mið af því hversu hröð gangtegundin er. Með þessu er talið að komið verði í veg fyrir leið- indaatvik eins og gerðist í sumar í Austurríki þar sem hestar voru orðnir hálf uppgefnir eftir mikla reið í töltkeppninni. Þjóðverjar hafa reynt þetta fyrirkomulag og segja reynsluna af því góða og mæla ein- dregið með að þetta verði tekið upp á vettvangi FEIF. Þá sagði Sigurður að samþykkt hefði verið að leggja til að fimikeppn- in yrði lögð niður á heimsmeistara- mótum. Þátttaka í þessari grein hef- ur verið minnkandi og áhugi fyrir henni frekar takmarkaður meðal áhorfenda á heimsmeistaramótum. Í stað fiminnar verður 100 metra flug- skeið nú fullgild grein á heimsmeist- aramótum en hún var kynningar- grein á síðasta móti. Þá verður ennfremur lagt til að krýndir verði tveir heimsmeistarar í samanlögðum stigum, annars vegar til handa keppanda á fjórgangshesti og hins vegar til keppanda á fimm- gangshesti. Keppendur á fjórgangs- vængnum hafa ekki átt möguleika á þessum titli gegnum tíðina þar sem vægi skeiðsins hefur verið svo mikið og menn verið að vinna þennan titil fyrst og fremst fyrir góðan árangur í 250 metra skeiði. Stigakeppnin á fjórgangsvængnum mun því grund- vallast á aðeins tveimur greinum, tölti og fjórgangi, ef fimin verður felld út. Með öðrum orðum það sem hér á landi er kallað íslensk tví- keppni. Að síðustu í þessari upptalningu sagði Sigurður að lögð verði fram til- laga um breytingu á vægi einstakra greina á heimsmeistaramótum til út- reiknings í stigakeppninni. Til þessa hefur bæði tölt og skeið verið marg- faldað með 1,2 en nú munu grein- arnar vega jafnt. Ef þessi tillaga nær fram að ganga má ætla að keppnin um stigahæsta keppanda muni jafn- ast mjög og ef til vill hleypir það meiri spennu í keppnina ef titlarnir eru tveir. Misræmið kom á óvart Þá sagði Sigurður að mótið í Aust- urríki í sumar hafi verið rætt tals- vert á fundinum og þar á meðal þátt- ur dómara. Þar hafi Marlise Grimm frá Þýskalandi, sem komið hefur talsvert að menntun dómara, sagt að útkoman á störfum dómara hafi komið mönnum í nokkuð opna skjöldu því á samræmingarnám- skeiðum undanfarin ár hafi málin virst í mjög góðum farvegi, en síðan þegar á mótið kom hafi einkunnir verið gefnar út og suður í mörgum tilvikum. Sigurðir sagði að dómara- nefnd FEIF myndi fara yfir mynd- bandsspólur frá mótinu og skoða þær með tilliti til einkunnagjafa dómara. Ferill þeirra tillagna sem hér eru nefndar til sögunnar er sá að þær verða bornar upp á ráðstefnu íþróttaráðs í janúar og þær sem ráð- ið samþykkir verða síðan bornar upp á aðalfundi FEIF næsta haust til staðfestingar. Á þeim fundi fer engin umræða fram um tillögurnar heldur eru þær bornar beint undir atkvæði fundarmanna og þær samþykktar eða þeim hafnað. Hér eru á ferðinni nokkuð róttækar tillögur sem vafa- laust verða til umræðu í aðildarlönd- um FEIF. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Frá 1985 hefur verið einn heimsmeistari í samanlögðu á heimsmeistaramótum en ef tillaga íþróttanefndar nær fram að ganga verður þar breyting á. Á mótinu í Austurríki í sumar voru Vignir Jónasson og Klakkur frá Bú- landi einir um hituna og hér eru þeir hylltir af íslenskum aðdáendum. Fundur íþróttaráðs FEIF í janúar Róttækar breytingar í bígerð Athyglisverðar tillögur verða lagðar fram á ársfundi íþróttaráðs FEIF, en fundur íþróttanefndar samtakanna var haldinn um síðustu helgi í Hannover í Þýskalandi. Valdimar Kristinsson ræddi við Sigurð Sæmundsson sem sat fundinn. Zingsheim, liðsmann Þjóðverja, sem taldi frammistöðu dómara afar slaka og að málið væri alvarlegt. Sagði Sigurður menn engan áhuga hafa á einhverjum galdraofsóknum þar sem farið væri ofan í hvað hver dómari væri að gefa hverjum kepp- anda heldur væri fólk að tala um þörf á heildarskoðun á samræmi milli dómara og í framhaldinu hvað væri hægt að gera til úrbóta. „Það vekur nokkra athygli hversu skörp skil virðast vera milli mótsins nú og heimsmeistaramótsins 1999 í Þýska- TALSVERÐ gagnrýni hefur komið fram á frammistöðu dómara á heimsmeistaramótinu sem haldið var í Austurrríki. Nýlega voru dóm- ar á mótinu til umræðu á samráðs- fundi fulltrúa Norðurlandanna á væntanlegrum ársfundi íþróttaráðs Al-þjóðasambands eigenda íslenskra hesta, FEIF. Sigurður Sæmunds- son, landsliðeinvaldur sem sat fund- inn fyrir hönd Íslands, sagði að mikil gagnrýni hefði komið fram á störf dómara á fundinum og menn al- mennt sammála um að full þörf sé á að fara rækilega ofan í saumana á því sem þar gerðist. Sigurður bendir á að athygli hafi vakið ummæli tveggja viðmælanda í þáttum sjónvarpsins sem sýndir voru frá mótinu á haust- dögum. Þar á Sigurður við viðtöl við Jens Krarup Nielsen, yfirdómara mótsins, sem sagði að dómarar hefðu staðið sig með mikilli prýði og á hon- um að skilja að ekki væri sérstök þörf á frekari umfjöllun um störf þeirra. Hitt viðtalið var við Karly landi. Þar virðist sem hlutirnir hafi verið í viðunandi horfi og engar áberandi athugasemdir gerðar á störfum dómara,“ sagði Sigurður. Til stóð að einhverjir af heims- meisturum mótsins skrifuðu sameig- inlegt bréf til stjórnar FEIF með umsögn um mótið og staðfesti Vignir Jónasson, heimsmeistari í fimm- gangi, að haft hefði verið samband við sig fyrir mánuði og hann inntur eftir því hvort hann væri tilbúinn að taka þátt í slíku en sagði að síðan hefði hann ekkert heyrt. Hafi ein- hver slík umsögn verið send væri hann ekki með í því en hann hefði lýst áhuga á að vera með í þeim til- gangi að lýsa hvernig mótið hefði tekist frá sjónarhóli keppenda og þá hefðu dómaramálin væntanlega bor- ið á góma. Vignir taldi í góðu lagi að fjalla um þessi mál. Sjálfur teldi hann að íslensku dómararnir hefðu komist vel frá sínum störfum en oft og tíðum hafi honum fundist gæta full mikils frjálsræðis hjá mörgum dómaranna. Í sýningum margra keppenda hafi gætt ónákvæmni, til dæmis í niðurhægingum í hraða- breytingum töltkeppninnar og eins virtust margir komast upp með að ríða ekki réttan hraða og sömuleiðis hafi ekki verið tekið á ónákvæmni í upphafi og endi skeiðspretta í fimm- gangi. Vignir sagði að sér fyndist þetta afturför og alltof mikil gæð- ingakeppnislykt af keppninni. Þá sagði Sigurður að í uppsiglingu væri sögulegt samstarf Norðurlanda á vettvangi FEIF því með auknum félagafjölda væri vægi þessara landa að aukast umtalsvert. Mikill upp- gangur hefur verið undanfarin ár á Norðurlöndum í starfsemi Íslands- hestafélaganna þar í landi og sagðist Sigurður sjá fram á að áhrif þessara landa á framvindu mála innan FEIF ættu eftir að aukast, ekki hvað síst ef þau bera gæfu til að stilla saman strengina í fjölmörgum málefnum samtakanna. Þá var rætt um vænt- anlegt Norðurlandamót sem haldið verður í Finnlandi dagana 11. til17. ágúst nk. Samráðsfundur fulltrúa Norðurlanda á vettvangi FEIF Hörð gagnrýni á dómara á heimsmeistaramótinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.