Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 35 NÚ STENDUR yf- ir alþjóðleg gæðavika. Hápunkturinn verður í lokin þegar Íslensku gæðaverðlaunin 2001 verða afhent fyrir- tæki, sem talið er skara fram úr. Gæða- stjórnun fellst í að beita öguðum vinnu- brögðum, þar sem lögð er áhersla á stöð- ugar umbætur og framþróun í rekstri. Beitt er tölfræði og skipulegum umbóta- ferlum þar sem mottóið er, að það kemur ekkert í staðinn fyrir þekk- ingu og djúpstæðan skilning á við- fangsefninu. Ekki er nægjanlegt að giska á orsakir og afleiðingar, heldur verður að greina, mæla og sannreyna. Til að eiga kost á verðlaununum þurfa fyrirtæki að ganga í gegnum ítarlegt mat á starfsemi sinni. Lagt er mat á alla þá þætti sem þurfa að vera til staðar innan fyr- irtækis til að það nái framúrskar- andi árangri. Þar er lagt mat á stefnumótun og forystu, ánægju viðskiptavina og rekstrarlegan ár- angur, ánægju starfsmanna og skipulag verkferla svo nokkuð sé nefnt. Með öðrum orðum verðlaun- in eru ekki veitt eftir ágiskun eða vinsældakosningu, heldur eftir ít- arlegt mat. Matið fer fram sam- kvæmt kerfisbundnum og öguðum aðferðum sem upphaflega voru mótaðar af Evrópsku gæðastjórn- unarsamtökunum EFQM. Íslensku gæðaverðlaunin hafa að þessu leyti nokkra sérstöðu meðal verðlauna eða viðurkenninga sem íslensk fyr- irtæki geta aflað sér. Félagið Stjórnvísi á veg og vanda af gæðavikunni. Það býður í vikunni upp á fundi og ráðstefnur um framsækna stjórnun. Þar verð- ur meðal annars flutt, á enskri tungu, erindi um stjórnun breyt- inga. Fyrirlesarinn David Jackson nefnir það „Creating Dynamic Organizations“. Til að fyrirtæki geti aðlagað sig breytingum þurfa þau að vera hvort tveggja í senn kraftmikil og sveigjanleg. Félagið Stjórnvísi er sjálft dæmi um kraftmikið og sveigjanlegt fé- lag. Fyrir um 15 árum komu nokkrir karlar og konur saman og stofnuðu félagið, þau nefndu það upphaf- lega Gæðastjórnunar- félag Íslands. Með því vildu þau skapa fé- lagslegan og faglegan vettvang fyrir þá sem efla vildu stjórnun í íslensku atvinnulífi, með því að beita ög- uðum aðferðum. Skipulag Stjórnvísi var frá upphafi grund- vallað á faghópum sem fjalla um afmörk- uð viðfangsefni, en ekki er ákveðið eða fastmótað hvað þeir eiga að taka fyrir. Hver og einn fé- lagsmaður getur fundið sér vett- vang eftir áhuga sínum og þörfum. Nýir faghópar verða til þegar hóp- ur félagsmanna sér þörfina og hrindir úr vör. Í þessu felst bæði kraftur og sveigjanleiki Stjórnvísi. Í áranna rás hafa sprottið upp fjöldi faghópa, þeir eflst, lifa sitt blómaskeið og hnigna. Að lokum eru þeir lagðir niður eða samein- aðir öðrum. Þannig breytist grund- vallarstarfsemi félagsins allt eftir því sem þekking, áhugi, þarfir og viðfangsefni félaganna breytast. Fyrirtæki þurfa með sama hætti að byggja það inn í starfsemi sína að verða kraftmikil og sveigjanleg. Blessað stríðið sem gerði syni mína ríka. Sagt hefur verið að í kínversku myndletri sé orðið kreppa samsett úr tveimur tákn- um, annað stendur fyrir þrenging- ar, en hitt fyrir möguleika. Fyrir 15 árum var heimurinn annar en nú. Hvernig verður hann eftir 15 ár? Það eina sem við vitum með vissu, er að hann verður allt annar. Hann breyttist í einni svipan, með ógnaratburðunum sem urðu í Bandaríkjunum þann 11. septem- ber sl. Það vofir kreppa yfir. Í kreppunni búa bæði ógnanir og tækifæri. Kreppan mun nú eins og ætíð leiða til breytinga. Þær geta raskað grundvelli starfsemi fyrir- tækja. Hvernig geta fyrirtæki byggt sig upp og verið í stakk búin til að takast á við þessar breyting- arnar. Best eru þau fyrirtæki í stakk búin, þar sem starfsemin er nú þegar kraftmikil og sveigjanleg. En það er aldrei of seint af stað farið. Ég hvet því stjórnendur fyrir- tækja til að kynna sér starfsemi Stjórnvísi og taka þátt í henni. Mikilvægt er að kynna sér Ís- lensku gæðaverðlaunin og hvað þarf til að vinna þau. Þeir sem ákveða að keppa að verðlaununum, þurfa að setja sér ögrandi mark- mið og vinna skipulega að því að vinna þau. Innan félagsins Stjórn- vísi er vettvangur fyrir ykkur sem viljið þróa fyrirtæki ykkar þannig að það verði kraftmikið og sveigj- anlegt. Framsækin stjórnun Halldór Árnason Gæðavika Skipulag Stjórnvísi var frá upphafi grund- vallað á faghópum, segir Halldór Árnason, sem fjalla um afmörkuð viðfangsefni. Höfundur er efna- og hagfræðingur og fv. formaður Stjórnvísi. NÝLEG rannsókn sem gerð var við Duke- háskólann í Bandaríkj- unum sýnir að liðlosun (hnykkingar) geti verið mjög áhrifarík meðferð við spennuhöfuðverk og höfuðverk sem á upptök sín í hálsliðum. Rannsóknin var framkvæmd af sérfræð- ingum er koma úr 25 mismunandi heilbrigð- isstéttum. Þeir skoðuðu niðurstöður rannsókna sem gerðar höfðu verið á þessu efni og komust að því að liðlosun á hryggnum leiddi til minnkunar á höfuðverk frá hálsliðum, meðferðin væri mjög fljótvirk og að hún hafði litlar sem engar aukaverk- anir. Nánari upplýsingar um rann- sóknina má sjá á: www.FCER.org Höfuðverkur er ekki sjúkdómur í sjálfu sér heldur einkenni og kemur oftast fram vegna of mikils líkamlegs eða andlegs álags. Algengustu teg- undir höfuðverkja eru mígreni, höf- uðverkur sem leiðir frá hálsliðum og spennu/streituhöfuðverkur. Milli 20 og 30% af fullorðnu fólki fá spennuhöfuðverkjarkast oftar en einu sinni í mánuði og yfir 17% af þeim sem fá reglulega höfuðverk falla í flokk þeirra sem eru með höfuðverk frá hálsliðum. Það er afar sjaldgæft að orsök höfuðverkja sé alvarlegs eðl- is en þeir geta haft veruleg áhrif á lífsgæði þeirra sem af þeim þjást og eru orsök margra tapaðra vinnudaga ár hvert. Rannsakendurnir frá Duke-há- skóla skoðuðu rannsóknir þar sem nálastungur, liðlosun á hálsi, sjúkra- þjálfun, slökun og streitumeðferð voru notuð við háls- og spennuhöfuð- verk. Lyfjagjöf leiddi til aukaverkana hjá stórum hópi sjúklinga en aðeins 4% þeirra sem fengu liðlosun á hálsi upplifðu neikvæð áhrif. Liðlosun hafði meiri áhrif á höfuðverkinn bæði hvað varðar hve oft hann kom og hve slæmur hann var held- ur en nuddmeðferð. Á fjögurra vikna tímabili eftir að með- ferðinni var hætt, höfðu þeir sem fengið höfðu liðlosun á háls það mun betra en þeir sem fengu lyf. Þrátt fyrir að lyfja- gjöf væri haldið áfram í meira en 6 vikur sáust engin varanleg bata- merki. Kírópraktík byggist á vísindalegum grunni og þróast í takt við nýj- ar rannsóknir. Mennt- un kírópraktora er mið- uð að því að geta greint upptök vandamálsins og vísað sjúk- lingi á aðra meðferð ef hann telur kírópraktík ekki henta. Meðferð felst í liðlosun, teygjum, nuddi og ráðlegg- ingum um beitingu og hreyfingu. Löggiltur kírópraktor, sem hlotið hefur menntun í viðurkenndum skólum erlendis, er sérfræðingur í byggingu og starfsemi hryggjarins. Hann á að baki minnst 4 ára háskóla- nám og eins árs kandídatsár undir leiðsögn starfandi kírópraktors. Á Ís- landi eru allir löggiltir kírópraktorar í Kírópraktorafélagi Íslands og enginn annar hefur leyfi til að kalla sig kírópraktor. Katrín Sveinsdóttir Lækningar Höfuðverkur er ekki sjúkdómur í sjálfu sér, segir Katrín Sveinsdóttir, heldur einkenni, oftast vegna of mikils álags. Höfundur er starfandi kírópraktor og formaður Kírópraktorafélags Íslands. Kírópraktora- meðferð áhrifarík við höfuðverk Nú býðst þér ótrúlegt tækifæri til þessarar heill- andi borgar. Þú bókar tvö sæti til Prag, en greið- ir bara fyrir eitt, og kemst til einnar fegurstu borgar Evrópu á frábærum kjörum. Allar ferðir í nóvember eru nú uppseldar og þér bjóðast nú síðustu sætin í haust 19. nóvember á einstökum kjörum. Hjá Heimsferðum getur þú valið um gott úr- val 3ja og 4 stjörnu hótela og fararstjórar Heimsferða bjóða þér spennandi kynnisferðir meðan á dvölinni stendur. Verð kr. 16.850 Flugsæti á mann, m.v. 2 fyrir 1. 33.700/2 = 16.850 Skattar kr. 3.350, ekki innifaldir. Gildir eingöngu 19. nóv., 4 nætur. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Forfallagjald, kr. 1.800. 4 nætur í Prag Síðustu sætin í haust 2 fyrir 1 til Prag 19. nóvember frá kr. 16.850 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð hótela: Verð á mann Hotel Korunek – 3 stjörnur, kr. 3.890 nóttin í 2ja manna herbergi. Expo – 4 stjörnur, kr. 4.900 nóttin í 2ja manna herbergi. Ungbarnafatnaður Komdu í bæinn og skoðaðu úrvalið og verðið. Allt fyrir mömmu. Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.