Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 26
LISTIR 26 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þ AÐ telst alltaf til tíðinda þegar ást- sælustu skáld þjóðarinnar senda frá sér skáldsögu og svo er einnig nú þegar bók Matthíasar Johann- essen, „Hann nærist á góðum minningum“, kemur út. Matthías hefur á löngum ferli sínum eignast dyggan hóp les- enda meðal þeirra sem láta sig íslenskar bók- menntir varða, og þetta nýja verk hans afhjúp- ar einkar vel þau einkenni sem ætíð hafa verið styrkur skáldskapar hans; órjúfandi tengsl við andlegan veruleika, sögu okkar allra eins og hún myndbirtist í hversdagsleikanum, nánasta umhverfi okkar og náttúrunni. Verkið spannar minningar skálds nokkurs allt frá því það man fyrst eftir sér og þar til það horfir til baka yfir æviskeið sitt sem fullorðinn maður. Reyndar seilist sagan töluvert langt inn í fortíðina, aftur fyrir þann tíma er markar fyrstu minningarnar, líkt og fræg saga Laur- ence Sterne af „Lífi og skoðunum Tristram Shandy“, sem enn má telja framúrstefnulega þótt hún hafi verið skrifuð á 18. öld. Og eins og skáldbróðir hans, Sterne, leyfir Matthías sér að flakka óhindrað fram og til baka í tíma og rúmi, sem og á milli orsaka og afleiðinga í lífi söguhetju sinnar og þeirra sem tengjast henni með einhverjum hætti. Eins og titillinn, „Hann nærist á góðum minningum“, bendir til ráða minningarnar og það hugarflæði sem þær framkalla ferðinni í gegnum bókina. Bygging verksins er í sam- ræmi við það lítt njörvuð niður, óræð og fljót- andi, eins og minnið sjálft. Matthías beitir stíl- bragði sem fyrst var tengt James Joyce og Virginiu Wolfe, „stream-of-consciousness“ eða vitundarflæði, til að endurskapa andrými horf- ins heims og þau augnablik sem kallast á við fortíðina úr samtímanum. Sagan er þannig sögð sem óslitinn straumur hugrenninga í vit- und aðalsögupersónunnar, skáldsins, sem þekkir köllun sína allt frá unga aldri. Eins og til að undirstrika lauslega uppbyggingu meg- intextans er hann nokkrum sinnum rofinn með ljóðum, einu sinni með löngu sendibréfi og inn í bréfið er meira að segja laumað „ljósriti“ af lífsreynslusögu. Í kjölfarið koma frásagnir 1 og 2 af Halaveðrinu, stuttar sögur sem enduróma þá tilfinningu fyrir alheimsvitundinni sem birt- ist í bókinni sem heild. Þessi brotakennda upp- bygging gerir hvort tveggja í senn, að fram- kalla tilfinningu fyrir fallvaltleika minnisins og (mannkyns)sögunnar, og undirstrika óljós mörk skáldskapar og veruleika. Lausbeislað formið þjónar því verkinu vel og gefur lesand- anum góða tilfinningu fyrir þeim skapandi spuna sem söguþráður af þessu tagi krefst. Titillinn er fenginn að láni frá Cervantesi, eins og sést á tilvitnun framan við verkið. Víða má finna fyrir samsömun söguhetjunnar við Kíkóta sjálfan, (sem hér þjónar einnig tákn- rænu hlutverki sem fyrsta skáldsagnahetja heims) og baráttu hans við vindmyllur á veg- ferð sinni. Sem heild er verkið einnig ákaflega „bókhneigt“, inn í það hefur höfundurinn ofið vísanir og minningar úr öðrum sögum – ekki síst íslenskum fornbókmenntum sem leita á söguhetju hans „eins og væru þær úr einni bók og einum tíma“ (bls. 275). Skáldið/söguhetjan er einnig fyllilega meðvituð um skuld sína við arf heimsbókmenntanna, hann gengst við áhrifum ólíkra höfunda á borð við Konfúsíus, heilagan Ágústínus, Kafka, Blixen, Mann, Styron og O’Neill, á sinn persónulega hugar- heim, ekki síður en á þá menningu sem mótar samtímann hverju sinni. Hann minnist einnig þátta úr dægurmenningu af ýmsu tagi, vin- sælla barnabóka, kvikmynda og djasstónlistar, og afhjúpar þannig tíðaranda þeirrar kynslóð- ar sem kynntist hernámsárunum á barnsaldri og fékk nýstofnað lýðveldið í arf um leið og hún sleit barnsskónum. En jafnvel þótt sagan rekji óteljandi eftir- minnileg atvik langs lífshlaups er þó langt því frá að Matthías geri þann ytri veruleika að meginviðfangsefni sínu í þessu verki. „Hann nærist á góðum minningum“ fjallar fyrst og fremst um innri veruleika aðalsögupersónunn- ar, skáldsins. Bókin er rannsókn á tengslum hans við sína nánustu; ömmur og afa, systur, eiginkonu og syni – en rannsóknin beinist þó fyrst og síðast að sambandi hans við foreldra sína, sem alla tíð mótar lífshlaup hans. Hinn ytri veruleiki heimsins er því einungis í auka- hlutverki í frásögninni og myndhverfist sem slíkur í fyrstu „áþreifanlegu minningu“ sögu- hetjunnar; tréskipi „sem sigldi inn í huga hans og hefur haldið áfram að sigla þar öll þessi ár á úthafi minninganna“ ( bls. 9). Eins og þetta myndmál gefur til kynna er aðalefniviður verksins óendanlegt úthafið, huglægt flæði vit- undarinnar og sjálfsins sem enginn getur gert nema takmörkuð skil jafnvel þótt hann reyni að kafa ofan í djúp sálar sinnar. Á þessu andlega hafi minninga og menning- ar sem býr innra með aðalpersónunni í verki Matthíasar, verður einstaklingseðlið og hið sammannlega tæpast skilið í sundur. Af því leiðir að skilin á milli föður og sonar í sögunni (sem báðir standa á bak við „hann“) og móður og eiginkonu (báðar einungis „hún“) verða stundum afar óljós. Það er engu líkara en Matthías vilji leysa einstaklinginn upp til að gera samhengið við eilífðina og mannkynssög- una ljósara, enda vísar skáldið í sögunni iðu- lega til sjálfs sín sem e.k. hulsturs, húss, eða jafnvel kirkju (bls. 60) sem „íbjúg“ hugsunin flæðir út úr í tímalausu frelsi andlegra vídda er hann deilir með öðrum: „Og hann gengur að þessu vatni og sér sjálfan sig, sér líf sitt spegl- ast í þessu andartaki af hugsun guðs. Og mynd föður hans gárast í vatninu. Og mynd hans hverfur inní gárulausa mynd móður hans. Og þau eru ung í vatninu. Og þau eru hann í vatn- inu“ (bls. 209). Hér bregður fyrir hugsæis- stefnu í anda Walts Whitmans, því þegar sögu- hetjunni tekst að vinna bug á tímanum í vitund sinni, hinum skammvinna loga „sem lóðar at- vik við atvik, ár við ár“ (bls. 278), verður saga hans ekki síður saga foreldra hans og fjöl- margra annarra sem á undan hafa gengið, svo sem skáldsins sem söguhetjan fylgir í dauðann í Pompej (bls. 284). Sjálfið er því afar marg- slungið í þessu verki, það tvístrast og finnur samsömun í tvíförum sínum frá ýmsum tímum; í „[öllu] þessu dauða [fólki] sem er í blóði hans“ (bls. 289). En þegar upp er staðið er þetta þó þrátt fyr- ir allt saga um ævi eins manns. Hún rekur þó hvorki sigra hans né ósigra í opinberu lífi, hún segir ekki frá ávinningum hans eða áföllum á veraldlega vísu, nema rétt í því mæli að það fleyti sögunni áfram. „Hann nærist á góðum minningum“ er umfram allt þroskasaga, saga manns sem er ákveðinn í því að draga lærdóm af biturri reynslu foreldra sinna. Skilningur hans á sjálfum sér helst í hendur við skilning hans á gjörðum þeirra sem eru í kringum hann, en um það fólk fer söguhetjan afar nær- færnum höndum. Þroskann öðlast hann þó ekki átakalaust. Að honum sækir þunglyndi, efasemdir og öryggisleysi, sem hann þarf að yfirstíga til að hafa stjórn á þeim „grímum“ sem hann sýnir heiminum út á við. Grímu blekkingarinnar, sem móðir hans greip stund- um til, reynir hann þó að forðast í lengstu lög líkt, og faðir hans og systir (bls. 111). Þess í stað finnur skáldið styrk sinn í stöðugri sjálfs- könnun og sannleiksleit. Hann finnur hljóm- grunn í lífsförunaut sínum, gleði í sonum sínum og andlega næringu í skáldskapnum – og þeg- ar upp er staðið skiptir fátt annað máli. Innra með sjálfum sér leitar skáldið hins sanna ávinnings, „það var hvort eð var þar sem styrj- öldin fór fram. Sú eina styrjöld uppá líf og dauða. Hans styrjöld. Og hún yrði hvergi unn- in nema þar“ (bls. 151). Það er vissulega freistandi að leita hlið- stæðna í lífi hins nafnlausa skálds bókarinnar og skáldsins Matthíasar Johannessen. Slík lesning væri þó alltof einföld leið að marg- slungnu verki. Því eins og franski hugsuðurinn Roland Barhes lýsti í ritgerð sinni „Dauði höf- undarins“ fyrir u.þ.b. þrjátíu árum, er ekki hægt að leita þess sannleika sem birtist í bók- menntunum í lífi höfunda þeirra. Um leið og höfundurinn hefur látið verkið frá sér er hann „dauður“, og verkið fer að lifa sínu eigin lífi í gegnum lesandann. Það er lesandinn sem gef- ur textanum merkingu, með tengingum við sinn eigin hugarheim, með lestri sínum á milli línanna og með skilningi sínum á sammann- legum þáttum – sem undirstrikaðir eru með nafnleysi sögupersónanna í þessu ákveðna verki. Þessi nýja skáldsaga Matthíasar Johannes- sen er því fyrst og fremst skáldskapur, því þótt hún sé í einhverjum skilningi ævisaga eru ævi- sögur „ekki efniviður í skáldskap,“ eins og fað- ir skáldsins í verkinu bendir honum á í sendi- bréfi sínu. Ævisögur eru þvert á móti sá „skáldskapur sem veruleikinn er ofinn úr“ (bls. 258). Af sögu Matthíasar má ráða að einu sann- leikskornin sem við getum nokkurn tíma fund- ið eru fólgin í skáldskapnum; söguhetja hans biður konu sína að láta dreifa ösku hans að honum látnum við kirkju í framandi landi „eins og sáðkorni í akur“ (bls. 64). Þannig markar endir einnar sögu upphaf margra annarra, hugsunin verður ekki hamin því frásagnirnar leita á skáldið „eins og væru þær úr einni bók og einum tíma“ (bls. 275). Vegna þessarar margræðni getur á stundum verið snúið að henda reiður á þessu skáldverki, það er hvikult eins og minningarnar. Að lestri loknum situr það þó eftir í hugskotinu sem ljóðræn, frumleg og eftirminnileg heild, frásögn þar sem hið smáa er farvegur fyrir hið stóra og hversdags- legt líf okkar allra sem einstaklinga skarast við óræðari heima sameiginlegrar arfleifðar. Skáldskapur sem veruleikinn er ofinn úr Matthías Johannessen Fríða Björk Ingvarsdótt ir AÐRIR tónleikar Tónlistar- félags Borgarfjarðar á þessu starfsári verða haldnir í matsal Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri í kvöld kl. 20.30. Þar mun hljómsveitin Rússibanar leika þjóðlega balkan- og klezmertónlist í bland við kunn verk klassísku meistaranna. Rússibanar á Hvanneyri ALDARMINNING Magnúsar Ás- geirssonar ljóðaþýðanda var heiðruð með dagskrá í Listaklúbbi Leikhúskjallarans á mánudags- kvöldið, en Magnús fæddist 9. nóv- ember 1901. Magnús Ásgeirsson var afkastamesti ljóðaþýðandi Ís- lendinga á fyrri hluta 20. aldar, og á dagskránni í Leikhússkjall- aranum lásu leikarar úr verkum Magnúsar og sungin voru lög við ljóð hans. Auk þess talaði Sölvi B. Sigurðsson bókmenntafræðingur, dóttursonur Magnúsar, um afa sinn, líf hans og skáldskap, en Sölvi hefur umsjón með útgáfu á nýju úrvali kvæða Magnúsar og þýðinga sem væntanlegt er frá Máli og menningu á næstu dögum. Að sögn Sölva hafa þýðingar Magnúsar allar verið gefnar út, en sumar þeirra hafa þó verið upp- seldar lengi. „Það styttist nú í það að þetta nýja úrval þýðinga Magn- úsar komi út, en þar verða 100 þýdd kvæði og fáein ljóð úr bók- inni Síðkvöldi sem kom út um 1923 þar sem eingöngu voru frum- ort ljóð. Það eru komin ein þrjú, fjögur ár síðan þýðingasafnið hans var orðið uppselt.“ Sölvi segir að þýðingar Magn- úsar hafi að einhverju leyti verið öðrum ljóðaþýðendum fordæmi um vinnubrögð. „Þýðingar hans eru klassískar í sjálfum sér og eru oft ekki síður vitni um list þýðand- ans en kynning á útlendum skáld- skap.“ Að sögn Sölva er umfang þýð- inga Magnúsar nokkuð stórt, eða um 400 ljóð, sem mörg hver eru tugir erinda. Auk þess þýddi Magnús fjölda skáldsagna, og menningarlegra ritverka af ýmsu tagi. En hvað þótti Magnúsi sjálf- um ánægjulegast að glíma við í þýðingum? „Ef marka má af því sem eftir hann liggur er greinilegt að nor- ræn skáld voru honum mjög of- arlega í huga. Hann þýddi mörg kvæði eftir Gustav Fröding og Hjalmar Gullberg. Sum skáldin þekkti hann persónulega eins og Nordahl Grieg sem kom hingað til lands í stríðinu.“ Magnús Ásgeirsson fæddist á Reykjum í Lundarreykjadal. Hann stundaði norrænunám í Háskóla Íslands, en samhliða ritstörfum starfaði hann bæði sem þingskrif- ari og blaðamaður þar til hann gerðist bókavörður í Hafnarfirði 1941. Magnús Ásgeirsson lést árið 1955. „Þýðingar hans eru klassískar í sjálfum sér“ Morgunblaðið/Kristinn Sölvi B. Sigurðsson bókmenntafræðingur talar um skáldið, þýðandann og afa sinn, Magnús Ásgeirsson, í Listaklúbbi Leikhússkjallarans. Öld er frá fæðingu Magnúsar Ásgeirssonar ljóðaþýðanda. Aldarminning Magnúsar Ásgeirssonar ljóðaþýðanda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.