Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 45
( )
)$..//
";32
#?;5 ;
)
, + $
%
46
%
/
&%
#0''
7
.
"*
# !+ )#* +$
"* +!"9
"1*+(%
4 41 4 4 41 +
( )
'
&F
!.$
*?# ; G7#
"? EB
, +
$
4&
-
5%
#'
7
.
.* 8
? "
?'
&"# # +
9
! *. !.
* )
HI.//
'"*4?J
;+
)
$
:
)
2%52%, + -
-
. 0 '
0
)51 0 "
!
$%! "750"6
0 ' " +
7 *
.
*
.
+
-
. 41 7 "0 +
( )
,,!
.//
# " B
#?;5 ;
'
%
;*
6 %
#'
- !+ 7
-51 +- )+6
#""+- )5
4 41 4 4 4 +
9
! *
*
-
-H
1KB
#?;5 ;+
&# 451
?; 7 "0 +
$
)
! *
.
*
L
$
*?+G 5 5
- # +
)#"6
*51";?"+
Stuttu fyrir lokin sátum við Árni
saman uppi á spítala og ræddum
framtíðina, og þrátt fyrir veikindin
var hugur hans hjá okkur Guðrúnu og
öryggi okkar. Man ég að hann ítrek-
aði við mig að kaupa nýjan bíl þar sem
dóttir sín væri ófrísk og ekki öruggt
fyrir hana eða mig að keyra lengur
um á þeim gamla. Þetta er lýsandi
fyrir Árna, ávallt með hugann við hag
annarra.
Kæri Árni minn, ég mun ávallt
hugsa með hlýju til okkar stunda og
veit að þú munt vaka yfir okkur Guð-
rúnu og afabarninu. Megi Guð geyma
þig, og ég lofa því að kaupa nýjan bíl,
kæri Árni minn.
Erlendur Steinn Guðnason.
Elsku Árni minn. Á stundu sem
þessari eru orð sem eru skrifuð á blað
svo vanmáttug. Hvert orð virðist hafa
of litla merkingu. Enda er erfitt að
reyna að lýsa manni eins og þér.
Manni sem virtist vera besti maður í
heiminum og var það örugglega.
Hjarta þitt var svo hreint og yndis-
legt. Þú varst eins góður og hægt er
að vera.
Mig langaði bara að þakka þér fyr-
ir allt sem þú gerðir fyrir mig. Þú
varst alltaf til staðar fyrir mig og þú
skiptir mig svo miklu máli. Það skipti
ekki máli hvað maður bað þig um, allt-
af varstu boðinn og búinn að hjálpa til,
sama hvort ég þurfti hjálp við heima-
lærdóminn eða vantaði félagsskap.
Þú og Gyða voruð alltaf til staðar fyrir
mig.
Þegar ég var lítil talaði ég alltaf um
Gyðu frænku og Árna frænda. Svo
sagði mamma mér að þú værir ekki
frændi minn, værir ekkert skyldur
mér. Mér sárnaði svo að hugsa um
það, ég vildi svo að þú værir frændi
minn. Það var ekki hægt að hugsa sér
betri frænda en þig, enda varstu mér
miklu meira en frændi. Þú varst líka á
vissan hátt eins og afi minn og síðast
en ekki síst varstu vinur minn. Betri
vin er ekki hægt að eiga. Mér fannst
þú líka vitrasti maður heimsins. Mér
fannst þú vita allt og ég bar svo mikla
virðingu fyrir þér. Allt sem þú sagðir
fannst mér hljóta að vera rétt.
Ég á svo margar minningar um þig
sem ylja mér þegar ég sit og hugsa
um þig. Þær eru eitt af því dýrmæt-
asta sem ég á og ég mun varðveita
þær að eilífu. Heimurinn hefur misst
mikið og ekkert verður eins án þín.
Þess vegna er gott að geta framkallað
andlit þitt í huganum, séð þig brosa
og heyrt þig hlæja.
Takk fyrir að hafa verið mér svona
dýrmætur, þú varst dýrmætari en all-
ir demantar heimsins.
Ég sakna þín á meðan ég vaki og
þegar ég sef þá vakir minningin um
þig í hjartanu mínu. Guð geymi þig,
dag og nótt um alla eilífð.
Elsku Gyða mín, Guðrún og Elli.
Þið hafið misst ótrúlega mikið. Megi
Guð styrkja ykkur og gefa ykkur ljós
á þessum erfiðu tímum.
Guðný Ruth.
Ég vil þakka þér fyrir allt sem við
gerðum heima hjá þér og Gyðu
frænku áður fyrr. Ég fæddist inn í
fjölskyldu þína 30.12. 1982 og var
skírður Einar Árni. Ég var skírður í
höfuðið á þér, það var nafnið Árni.
Elsku Árni minn, ég vil þakka þér
fyrir góðu stundirnar okkar þegar ég
var lítill og var mikið hjá þér og Gyðu.
Þú keyrðir mig stundum á fótboltaæf-
ingar og í búðir og heim. Þér fannst
gaman að horfa á mig í fótbolta heima
hjá þér og Gyðu. Ég var mikið hjá þér
og henni, svaf hjá ykkur og var svo oft
hjá ykkur og var þar jafnvel meira en
hjá afa og ömmu.
Ég vil þakka fyrir það og ég sakna
þín mikið, því þú varst eins og afi
minn þar sem ég var svo mikið hjá
þér.
Ég vil þakka fyrir það.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt, sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér,
því veit mér feta veginn þinn,
að verðir þú æ Drottinn minn.
(Pétur Þórarinsson.)
Guð geymi þig, Árni minn.
Þinn
Einar Árni Þorfinnsson.
Elsku Árni minn. Nú ert þú búinn
að fá hvíldina og ég vona að þér líði vel
á þeim stað sem þú ert kominn á. Ég
vil þakka þér fyrir allar þær samveru-
stundir sem við áttum saman. Það var
einstaklega gaman að spjalla við þig,
þú vissir svo margt. Frásagnarlist þín
var stórkostleg og oft var mikið hleg-
ið. Já, við áttum margar góðar og
skemmtilegar stundir saman og þeim
gleymi ég aldrei.
Elsku Gyða, Guðrún Gyða og Elli.
Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu
tímum.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgr. Pét.)
Guð geymi þig, elsku Árni minn.
Þórlaug Þorfinnsdóttir.
Andlátsfregnir koma okkur oft á
óvart, þrátt fyrir að þær séu óaðskilj-
anlegur hluti af lífinu sjálfu, en þær fá
okkur til að staldra við og hugleiða til-
gang lífsins og endalok þess.
Ástvinamissir veldur okkur djúpri
sorg, en er jafnframt áskorun um að
takast á við lífið og framtíðina.
Við Árni Eyþórs Valdimarsson
vorum bæði skólafélagar, bekkjar-
bræður og vinnufélagar í tæpa hálfa
öld. Ég kynntist Árna í Stýrimanna-
skólanum í Reykjavík 1946, er hann
var að ljúka farmannaprófi frá skól-
anum. Ég var þá í 2. bekk farmanna-
deildar. Hjá því varð ekki komist að
veita þessu kjölfestuliði athygli og
sýna þeim þá virðingu í umgengni,
sem þeim bar. Þessi bekkur hafði á að
skipa glæsilegri áhöfn, sem sannaðist
betur er fram liðu stundir og út í at-
vinnulífið var komið.
Árni hóf störf hjá Landhelgisgæsl-
unni 1939, 17 ára gamall. Hann var
ráðinn háseti á varðskipið Ægi, sem
þá var undir stjórn Jóhanns P. Jóns-
sonar skipherra. Vafalaust var það
mikið gæfuspor fyrir Árna, að byrja
sjómennskuferil sinn með svo mikil-
hæfum stjórnanda sem Jóhann var.
Á árunum 1939 til 1944 lauk Árni
tilskildum undirbúningstíma fyrir
inngöngu í Stýrimannaskólann í
Reykjavík. Á varðskipinu Ægi var
einvala lið með langa starfsreynslu,
sem tilbúið var að miðla ungum
mönnum af reynslu sinni og þekkingu
í landhelgismálum.
Árið 1953 hóf Árni aftur nám við
Stýrimannaskólann í Reykjavík og
las undir skipherrapróf á varðskipum
ríkisins. Aftur urðum við Árni skóla-
félagar og nú bekkjarbræður. Alls
vorum við fjórir sem lukum prófi frá
Lávarðadeildinni 1953 en svo var
deildin kölluð. Mér er minnisstætt frá
þessari skólaveru, hvað íslenskan og
þýskan lágu létt fyrir Árna vini mín-
um. Árni var alltaf reiðubúinn að
rétta illa stöddum bekkjarfélögum
hjálparhönd við íslensku- og þýsku-
námið.
1968 sótti Árni nám í sjókortagerð
við konunglegu dönsku Sjókortagerð-
ina í Kaupmannahöfn. Eftir að hann
lauk farmannaprófinu 1946 gegndi
hann ýmsum lykilstörfum hjá Land-
helgisgæslunni, ýmist sem stýrimað-
ur eða skipherra, bæði á varðskipum
og flugvélum. Þá ber að geta þess að
hann var mörg ár skipherra á sjómæl-
ingabátnum Tý. Síðustu ár starfsfer-
ils síns vann hann sem deildarstjóri í
sjókortagerð Landhelgisgæslunnar.
Sjókortagerð er mikil nákvæmnis- og
þolinmæðisvinna. Þar nutu hæfileikar
Árna sín best, þar sem hann hafði allt-
af tamið sér öguð og vönduð vinnu-
brögð. Jafnhliða vinnu sinni við sjó-
kortadeildina var hann kjörinn til að
vera prófdómari við Stýrimannaskól-
ann í Reykjavík og Vestmannaeyjum.
Eftir að Árni lauk starfi sínu hjá
Landhelgisgæslunni og var sestur í
helgan stein gerðist hann einn af
stofnendum Öldungaráðs Landhelg-
isgæslunnar, en það var félagsskapur
starfsmanna landhelgisgæslunnar,
sem lokið höfðu störfum og voru
komnir á eftirlaun. Tilgangur fé-
lagsmanna er að vinna að velferðar-
málum gæslumanna og treysta vin-
áttuböndin. Þegar stjórn samtakanna
var valin var Árni kjörinn ritari
þeirra. Ritarastarfið leysti hann af
hendi með miklum sóma, eins og öll
önnur störf sem hann tók að sér eða
var kjörinn til á lífsleiðinni.
Árið 1948 giftist Árni glæsilegri
ungri stúlku, Þóru Gyðu Gunnlaugs-
dóttur. Þau eignuðust eitt barn árið
1971, Guðrúnu Gyðu. Hjónaband
Gyðu og Árna var alla tíð afar farsælt
og einkenndist af gagnkvæmri virð-
ingu og ást. Við Lilja sendum Gyðu og
fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur
og biðjum góðan guð að blessa minn-
ingu Árna.
Garðar Pálsson.
Þeir sem þekktu Árna vissu að
hann var góður maður, góður dreng-
ur. Hann ræddi við mann með hlýju
brosi. Árni gat verið ákveðinn og fast-
ur fyrir, bæði á dekki og í brúnni, ef
svo bar undir en sanngjarn og heið-
arlegur var hann ávallt. Árið 1939 er
Árni munstraður á varðskipið Ægi,
þá 17 ára gamall. Ægir var fyrsta
mótorskip okkar Íslendinga, sterkt
skip og vönduð smíði hjá danskinum
(1929).
Ég var 11 ára þegar fundum okkar
bar fyrst saman á dekkinu á vs. Ægi,
en þá var faðir minn yfirmaður Árna
og frá þeim tíma hefur mér ávallt þótt
gott að þekkja hann. Eftir að Árni
hætti á sjónum sem skipherra tók
Pétur Sigurðsson, forstjóri Land-
helgisgæslu Íslands, Árna í land. Þar
varð Árni deildarstjóri Sjómæling-
anna.
Frá árinu 1975 er ég hóf störf hjá
Landhelgisgæslu Íslands hafa leiðir
okkar Árna legið saman. Sérstaklega
urðu kynni okkar nánari og einlægari
síðustu fimm árin eftir að ég „start-
aði“ „Öldungaráðinu“ – klúbbi fyrr-
verandi starfsmanna Landhelgis-
gæslu Íslands og Sjómælinga Íslands.
Árni féllst á að gegna þar ritarastörf-
um að beiðni minni sem hann innti af
hendi af mikilli eljusemi og vand-
virkni. Ef formaður Öldungaráðsins
forfallaðist stýrði Árni fundi og öðr-
um samverustundum.
Það var góð vinátta milli föður míns
og Árna og naut ég þess – mér hefur
alltaf þótt vænt um Árna.
Góði Faðir og Jesú bróðir besti,
blessa þú Árna, einnig Gyðu, Guð-
rúnu og aðra ættingja hans.
Jón Magnússon.