Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 27 ÞEIR eru vinalegir og uppátekt- arsamir félagarnir Pétur og kött- urinn Brandur. Þessi teiknimynd er gerð eftir vinsælum sænskum bók- um, og handritið eftir því, það bygg- ist á mörgum stuttum sögum sem sagðar eru inni í einni stærri sögu. En þannig er að Pétur og Brandur festast á gamlárskvöld í óveðri í snjóhúsi og til að láta tímann líða og ilja sér við minningarnar, rifja þeir upp skemmtilega hluti sem fyrir þá hafa komið. Þetta eru skemmtilegar og fyndnar sögur, og aðeins dýpri en það, þær taka á tilfinningum sem vakna í brjósti ungra vera við hinar ýmsu aðstæður, s.s. afbrýðisemi, að skammast sín, að fara í fýlu o.s.frv. Þetta er fínasta mynd fyrir yngri krakkana. Teikningarnar sem eru gerðar einhvers staðar austantjalds eru skemmtilegar. Þær eru algerlega gamaldags og einhvern veginn meira lifandi en þessar fullkomnu nútímateikningar. Það er helst að setja út á frekar leiðinlega hljóðrás, og þá ber helst að nefna tónlistina sem er afar geld. Það hefði verið hægt að fá fína og hlýja dýpt í myndina, sem börnin kunna að meta, með góðum lögum. Guðmundur Ólafsson og Arn- gunnur Árnadóttir eru í hlutverki Péturs og Brands í íslensku útgáfu myndarinnar. Þau gera sitt mjög vel og smellpassa í hlutverkin. Fyrst fannst mér eins og Brandur ætti að vera dimmraddaður, en Arngunnur var fljót að sannfæra mig um annað með skemmtilegri túlkun sinni. Vinaleg- ir félagar KVIKMYNDIR S m á r a b í ó o g L a u g a r á s b í ó Leikstjórn: Albert Hanan Kam- insky. Handritshöfundur: Torbjörn Janson og Sven Nordqvist. Leik- raddir í stjórn Sigurðar Sigurjóns- sonar: Guðmundur Ólafsson, Arn- gunnur Árnadóttir, Sigurður Sigurjónsson og Sigrún Waage. Svensk Filmindustri 1999. PÉTUR OG KÖTTURINN BRANDUR  Hildur Loftsdótt ir HARPA Björnsdóttir, myndlistar- maður, opnar sýningu í húsnæði Kvennasögusafns Íslands í Þjóðar- bókhlöðu í dag kl. 13. Sýningin fjallar um ástina sem gjöf eða sölu- vöru. Hún stendur í einn mánuð og er tvískipt, annars vegar í Kvenna- sögusafninu sem er til húsa á fjórðu hæð í Þjóðarbókhlöðunni og hins vegar í anddyri hennar. Sýningin er liður í sýningaröð sem er samstarfsverkefni Kvennasögu- safns, Landsbókasafns Íslands – Há- skólabókasafns og 13 starfandi myndlistarkvenna. Ástin, gjöf eða söluvara ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Á HÁSKÓLATÓNLEIKUNUM í Norræna húsinu í dag kl. 12.30 leikur Richard Simm á píanó verk eftir Scarlatti, Liszt, Ravel, Schu- mann og Deb- ussy. Tónleikarnir taka um það bil hálfa klukku- stund. Aðgangseyrir er kr. 500. Ókeypis er fyrir handhafa stúd- entaskírteinis. Richard Simm á Háskólatónleikum Richard Simm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.