Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 41
Þegar fréttin kom að þú værir far- in frá okkur kom margt upp í hug- ann. Mér er minnisstætt eitt sumarið þegar ég fékk að fara með þér og fjölskyldunni í sumarfrí í Húsafell. Vegna þess að ég hafði misst af sundkennslu vetrarins ákvaðstu að kenna mér skriðsund. Það voru sett- ar upp alvöru kennslustundir á hverjum degi og þegar sundtökin voru orðin bærileg lagaðirðu sund- stílinn líka. Þú kunnir snemma þá list að láta fólki líða vel. Þegar vorum við í ung- lingadeildunum varð ég lasin í skól- anum einn daginn. Þú tókst að þér að fylgja mér heim. Á leiðinni ákvaðstu að halda með báðum hönd- um fast um höfuðið á mér svo það væri ekki eins sárt þegar ég stigi niður. Daginn eftir komstu svo með vasadiskóið þitt og spólu með skemmtilegum lögum sem þú hafðir tekið upp sérstaklega fyrir mig. Í veikindapakkanum var líka fleira til að gera sér til skemmtunar svo mér leiddist nú ekki dagana sem ég var heima. Alltaf varstu örlát og sannur vinur sem hafði einstakt lag á að finna upp á einhverju skemmtilegu. Við upphaf menntaskólaáranna fann ég gamla sjálfblekunginn minn og sendi þér bréf skrifað með skrif- stöfunum okkar. Við höfðum setið tímunum saman heima hjá annarri hvorri okkar og æft okkur að skrifa þegar við vorum litlar. Ég spurði þig í bréfinu hvort þú myndir eftir skriftinni. Viti menn, þremur dögum seinna kom bréf inn um lúguna með kunnuglegri skrift; þú hafðir líka grafið upp pennann þinn. Bréfið var langt og einlægt um hvað þú hafðir haft fyrir stafni frá því við sáumst síðast. Þannig voru bréfin þín, beint frá hjartanu og aldrei varstu hrædd við að segja frá tilfinningum þínum. Næstu árin hittumst við mest í bréfum, þú fórst til Frakklands í skóla og til Danmerkur að vinna. Þegar fullorðinsárin tóku við hitt- umst við sjaldnar en það var alltaf eins og við hefðum hist í gær, við gátum verið einlægar og lausar við stæla. Í hvert skipti vorum við staðráðn- ar í að hittast oftar en það varð aldr- ei. Ég vildi að ég gæti sagt þér hvað mér þótti vænt um þig, að ég vissi að ég ætti alltaf í þér vin, hver sem ég yrði, hvar sem ég væri og að það skipti mig máli. Ég bið góðan guð að styrkja fjöl- skyldu þína í þessari miklu sorg. Í einu bréfinu skrifaðirðu: „Mundu mig, ég man þig.“ Þetta öðlast nýja vídd í dag, ég man þig Selman mín, þú áttir alltaf og munt ávallt eiga sérstakan stað í mínu hjarta. Þín vinkona, Aðalbjörg. Lífið gekk sinn vanagang og klukkan sló sjö, í fréttum var sagt frá hræðilegu bílslysi, þar sem ungt fólk hefði farist. Fyrstu viðbrögð voru að hjartað sló örar vegna þeirra sem missa ástvini í slysum, enda hafa þau tekið allt of mörg líf í okkar litla samfélagi. Stuttu seinna hringir faðir minn og tilkynnir okkur að hún Selma hafi dáið í umræddu slysi. Erfitt er að lýsa því áfalli sem við urðum fyrir, í fyrstu trúðum við ekki að hún Selma okkar væri dáin, en síðan komu þessar tilfinningar sem eru svo sárar. Okkur er víst öllum ætluð afmörkuð stund á milli fæð- ingar og dauða. En dauðinn er eitt- hvað sem við hræðumst, trúlega vegna þess að hann er eitt af því fáa sem við getum ekki stjórnað í hinum tæknivædda heimi. Hugsanir um hvers vegna ung og falleg stúlka í blóma lífsins skuli vera tekin frá okkur þjóta um hugann, það hlýtur að þjóna ákveðnum tilgangi þar efra, annað er erfitt að sætta sig við. Í gegnum tíðina hefur verið mjög náin vinátta milli fjölskyldna okkar Selmu og tengslin sterk. Daginn sem Selma fæddist vorum við syst- urnar staddar í strætóskýli þegar Siggi ók hjá án þess að taka eftir okkur þrátt fyrir að við reyndum að ná athygli hans. Þá vissum við að þar var stoltur faðir á leið upp á fæðing- ardeild, því Sigrún átti von á sér. Selma var fallegt barn með sitt ljósa hár og dökku húð, lifandi og kátur krakki. Hún átti yndislega fjöl- skyldu sem bjó henni bæði fallegt og ástríkt heimili. Sem barn dvaldi ég oft á heimili Selmu og reyndist fólkið hennar mér ákaflega vel. Við hjónin urðum þeirrar gæfu að- njótandi að fá Selmu til okkar í sveit- ina til þess að passa frumburðinn okkar og hjálpa til við bústörfin. Selma reyndist okkur í alla staði vel enda var hún þægilegur unglingur, dugleg og úrræðagóð. Sonur okkar hændist mjög að Selmu því hún var barngóð og sniðug að finna upp á ýmsu skemmtilegu. Hún átti frekar auðvelt með að kynnast fólki enda hreif hún það með sér því hún var svo gefandi, hress og einlæg. Við eigum góðar minningar um Selmu og hefðum gjarnan viljað hitta hana oftar því okkur fannst við eiga hlut í henni. Elsku Selma, við kveðjum þig með þessum erindum og felum þig Guði á hendur og biðjum engla Guðs að vaka yfir þér. En stundum kemur þögnin og þylur gömul ljóð. Þá þrái ég enn að þakka hvað þú varst mild og góð. Svo yndislega æskan úr augum þínum skein. Svo saklaus var þinn svipur og sál þín björt og hrein. Og ljúft sem liðinn daumur ein löngun vitjar mín, að krjúpa á hjarnið kalda og kyssa á sporin þín. (Tómas Guðm.) Kæru vinir, Siggi, Sigrún, Sif, Rafn og Anna Birna, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi Guð gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg. Hrefna og Bergþór. Það voru sumrin 92–95 sem við Haukastelpurnar vorum svo lánsam- ar að fá að kynnast henni Selmu okkar. Selma féll strax inn í hópinn þar sem hún var gædd þeim kostum að hún átti skap með öllum og gat drifið alla með sér. Það sama má segja um Sigurð pabba hennar en hann var ötull stuðningsmaður okk- ar stelpnanna. Selma var einstaklega einlæg, lífs- glöð og jákvæð stelpa, það var ekki amalegt að eiga slíkan vin að. Nú sitjum við hér saman nokkrar Haukastelpur og yljum okkur við minningarnar sem við eigum með þér því þær voru ekki fáar samveru- stundirnar sem við áttum bæði á vellinum jafnt og utan vallar. Það er sárt að þurfa að kveðja þig svona snögglega, elsku Selma, en minning- arnar um þig munu ávallt lifa í hjarta okkar allra. Elsku Selma, megi góður guð geyma þig og styrkja alla fjölskyldu þína í þessari miklu sorg. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Haukastelpurnar. Bros út að eyrum, eyrna-„plögg“ í þeim, í spilaranum Air, Sigur Rós… en oftast Vespertine Bjarkar upp á síðkastið… Selmusöngvar þar áður – mín mynd af Selmu, sem ég að vísu skammaði fyrir að hlusta svona mik- ið og hátt með plöggin inni í eyr- unum: Þú verður heyrnarlaus fyrir fertugt! Nú vona ég að hún hafi hlustað jafnvel meira en mig grunar og enn hærra… En þegar Selma ákvað að taka tónlistina úr eyrunum kom grallaraskapurinn í ljós, hún vildi „líf“ og koma viðstöddum helst í lítinn leik sem hún fann upp á staðn- um… hún varð eins mannblendin og hún virtist einræn þegar hún setti plöggin í eyrun í miðjum mannfagn- aði … „There lies my passion hidd- en/There lies my love/I’ll hide it under a blanket/Lull it to sleep/I’ll keep it in a hidden place…“ (Björk; Þar er ástríða mín falin/þar er ást mín/ég fel hana undir teppi/vagga henni í svefn/held henni á leyndum stað…). Selma var mjög hlý og um- hyggjusöm vinkona þrátt fyrir vissa persónulega fjarlægð, og ég er glöð yfir að hafa kynnst hinum sérstaka karakter hennar, þessari blöndu af einmanaleik og félagslyndi, listinni að leika sér þótt maður sé orðinn „fullorðinn“… hvað er að því? sagði hún sjálf… en það var leitandi hugur á milli eyrna-plögganna og leikj- anna. Ég votta fjölskyldu Selmu og vin- um hennar samúð mína, einnig fjöl- skyldum og vinum samferðafólks hennar í hinni örlagaríku ferð. Andrea Jónsdóttir. Það er ein kvöldstund vetrar, úti snjóar og vindurinn þrýstist á rúðuna líkt og einhver vilji nálgast mig. Það lekur tár niður kinn, mér er hugsað til góðs vinar. Þetta er ein kvöldstund án Selmu. Endalaust nýjar minningar skjóta upp kollin- um. Þær eru alls staðar og hvert sem ég fer. Í raun áttu hug minn all- an. Það er erfitt að hugsa til þess að við verðum aldrei saman aftur. Bros- ið, faðmlögin eða bara þitt einlæga, jákvæða hugarfar. Mér líður eins og ég sé að vakna úr ævintýraheimi, þar sem þú gerðir sérhvern dag að spennandi ævintýri. Hvernig þú hafðir breytt hversdagsleikanum í skemmtilega minningu að degi lokn- um og alltaf til í eitthvað nýtt og spennandi, alltaf lífsglöð og jákvæð. Einna líkast litskrúðugu fiðrildi, sem flögraði um í ævintýraþrá, önnum kafið sem samt hafði tíma til að sjá hvað smátt er letrað á vængjum ann- arra fiðrilda. Það krúttlegasta af þér í gegnum árin var þegar ég sá þig reiðast. Það var eins og að sjá engil í fýlu. Ég trúi því þú hafir verið engill og haldir nú áfram að gleðja alla sem á vegi þín- um verða. Það mun alltaf vera Selmustaður í hjarta mínu. Ef vinir væru eins og blóm, Selma, þá myndi ég tína fullt af blómum eins og þig. Ég er þakklátur fyrir að við fundum hvort annað. Takk, hversu einfalt sem það hljómar. Takk! Ég á eftir að hugsa til þín um ókomna framtíð. Við áttum okkar uppáhaldslag sam- an og það er koddalagið mitt núna. Í myndaalbúmi hugans er nóg af að taka og það er skrítið að þurfa nú að sætta mig við að knúsa þig aðeins í hjarta mínu. Við náðum víst aldrei að fljúga saman, en þú ert það ofarlega í huga mér að ég hef þá tilfinningu að þú fá- ir far með mér, hvert sem ég fer. Þinn vinur, Trausti Ottesen. Laugardaginn 27. október fengum við þær hörmulegu fréttir að vin- kona okkar til 20 ára hefði látist í hræðilegu umferðarslysi daginn áð- ur. Þögn sló á okkur og í fyrstu vild- um við ekki trúa þessu, orð fá ekki lýst tilfinningum okkar. Við kynntumst Selmu strax í 6 ára bekk í Ölduselsskóla. Næstu 9 árin áttum við eftir að eyða saman ótelj- andi stundum innan skólans jafnt sem utan og var margt brallað. Prakkarastrikin voru ófá, enda var ávallt stutt í stríðnispúkann í Selmu. Vináttan var mikil, þó að stundum hafi slest upp á vinskapinn, eins og gengur og gerist hjá kraftmiklum og lífsglöðum stúlkum. Þó að Selma hafi verið lítil og grönn á yngri ár- um, bjó innra með henni stór mann- eskja, ákveðin og viljasterk, sem átti framtíðina fyrir sér. Selma var einstaklega vandvirk, samviskusöm og gekk vel í skóla, hún var okkur til fyrirmyndar í flestu. Þegar grunnskólanum sleppti skildi leiðir og sambandið minnkaði. Flökkueðlið var ríkt í Selmu og var hún með annan fótinn í útlönd- um síðustu árin og því oft erfitt að halda sambandi. Við reyndum þó að hittast reglulega, þó ekki væri nema einu sinni á ári. Fyrir ári var gömlu „klíkunni“ úr Ölduselsskóla smalað saman og áttum við frábært kvöld saman í Stallaselinu og rifjuðum upp gamlar og góðar minningar. Við þökkum fyrir að hafa átt þessa góðu stund með henni og mælum við ef- laust fyrir munn allra sem þar voru. Við geymum um Selmu ótal margar og góðar minningar og kveðjum hana með miklum söknuði. Elsku Sigrún, Diddi, Sif, Rafn og Anna Birna við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Arna Þórey og Sólveig. Okkur langar til að minnast vin- konu okkar, hennar Selmu. Selma var tekin frá okkur allt of snemma en minningin um hana er ljóslifandi í huga okkar. Þó að sam- skipti okkar hafi verið lítil síðustu árin gleymast gömlu góðu dagarnir aldrei. Okkar fyrstu kynni af Selmu voru þegar við vorum allar á barns- aldri í götunni okkar, Þjóttuselinu. Það var ýmislegt brallað á þessum tíma eins og stofnun leynifélaga, haldnar tombólur, kofasmíði, sala á ýmsum notuðum varningi, t.d. kerta- vaxi og margt fleira. Kjallarinn hennar Selmu var ævintýri líkastur enda oft notaður fyrir ýmsa leiki. Langminnisstæðastur var dúkku- leikurinn, það var sko toppurinn! Vinsælust var Tommi dúkkan henn- ar Selmu sem hún sá ekki sólina fyr- ir. Mikið gekk á í dúkkuleiknum og var jafnt hlegið sem grátið. Við stöllurnar sváfum oft heima hjá Selmu og þvílík tilhlökkun sem því fylgdi. Það var skipulögð dag- skrá fram að háttatíma, feluleikur, búðaleikur og fleira. Okkur er mjög minnisstæður ljúffengi morgunmat- urinn sem borinn var á borð: ristað maltbrauð, jógúrt með cheeriosi og heitt kakó, þvílík veisla! Í kringum Selmu var alltaf mikil gleði, þar sem hún hafði mikla útgeislun og var glaðlynd að eðlisfari. Selma var for- ingi jafnt í námi sem í leik, en oft átti hún frumkvæðið að ýmsum leikjum sem krakkarnir í hverfinu fóru í. Hún hafði mikinn metnað og allt sem hún tók sér fyrir hendur gerði hún vel. Við þökkum samfylgdina þótt stutt hafi verið, Selma mun ávallt vera í huga okkar. Við vottum Sigrúnu, Sigga og öðr- um aðstandendum okkar dýpstu samúð, megi Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Þú sæla heimsins svalalind ó, silfurskæra tár, er allri svalar ýtakind og ótal læknar sár. Æ, hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, en drottinn telur tárin mín – ég trúi’ og huggast læt. (Kristján Jónsson.) Gunnhildur og Halldóra. Ég kynntist Selmu í gegnum vinnu mína. Við unnum saman víðs- vegar á vegum fyrirtækis okkar, en minnistæðast er þegar við vorum í Ósló. Það verður alltaf þetta sér- staka samband á milli fólks sem er fjarri vinum og fjölskyldu þegar það er erlendis. Við Selma bjuggum í sama húsi þetta sumar og á ég marg- ar myndir og minningar þaðan um hana. Það var alltaf fjör og mikið að gerast þar sem Selma var. Hún var kær vinur, traustur félagi og mikill grínisti. Síðast þegar ég hitti Selmu var tilefnið ekki skemmtilegt. Það var síðsumars að Selma kom og sótti mig fyrir jarðarför annarrar vin- konu og samstarfsmanns okkar, Evu Maríu, sem einnig lést af slysförum einungis fyrir um 2 mánuðum. Þetta er alveg óskýranlegt hvers vegna svona þarf að gerast þegar fólk er njóta lífsins til fulls og á allt fram- undan. Þetta hefur vakið mann til tilhugsunar núna eftir þessi áföll sem maður fengið þetta árið. Elsku Selma mín, takk fyrir allar góðu stundirnar. Sérstaklega þær í Noregi. Ég gleymi aldrei laginu „okkar“ í Ósló, sem var mikið sungið og fíflast við. Þú manst! Ég kemst ekki að kveðja þig í dag en hugsa til þín. Knúsaðu Evu frá mér. Guð geymi þig. Vil ég votta aðstandendum Selmu mínar innilegar samúðaróskir. Ármann Skæringsson. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Foreldrum og öðrum aðstendum Selmu votta ég mína dýpstu samúð. Anna Gunnlaugsdóttir. Kveðja frá starfsmönnum Flugfélagsins Atlanta Það var harmafregn sem barst okkur starfsmönnum Flugfélagsins Atlanta í síðastliðinni viku að Selma Sigurðardóttir hefði látist í hræði- legu umferðarslysi. Selma hóf störf hjá Flugfélaginu Atlanta í mars 1997, frá þeim tíma starfaði hún við ýmis verkefni, með- al annars í Sádi-Arabíu, Noregi, Túnis og Englandi. Selma var glað- lynd stúlka og mikil ævintýramann- eskja, reyndist góður starfskraftur og féll vel að þeim margbreytileika sem fylgir því að starfa sem flug- freyja hjá félaginu. Eftir að hafa reynt fyrir sér við önnur störf, ásamt því að hafa lokið námi við Viðskipta- og tölvuskólann með láði, hóf hún að nýju störf hjá félaginu. Selma kom heim í byrjun október eftir að hafa starfað fyrir fé- lagið um nokkurra mánaða skeið í París. Selmu er sárt saknað og mikið skarð rofið í hóp samstarfsmanna sem margir hverjir urðu nánir vinir og félagar Selmu. Innilegar samúðarkveðjur til for- eldra, systur, mágkonu og annarra ættingja fylgja þessari hinstu kveðju frá eigendum og starfsmönnum Flugfélagsins Atlanta. Missir Selmu er mikill, en minn- ingin um hana er björt í huga okkar. Blessuð sé minning hennar. Fyrir hönd starfsmanna, Þorsteinn Schweitz Þorsteinsson. Elsku Selma. Það er komið djúpt skarð í hópinn sem sat saman flugfreyjunámskeið hjá Atlanta í febrúar 1997. Þar er svo margt sem kemur upp í hugann þegar við hugsum til baka. Öll skiptin sem við skemmtum okkur saman í Jeddah. Partíin öll og leik- irnir. Ávaxtaleikurinn kemur sterkt upp í hugann. Þú varst hrókur alls fagnaðar, alltaf í góðu skapi, alltaf hlæjandi þínum smitandi hlátri. Það var svo gaman í kringum þig, svo mikill kraftur í þér, spriklandi í sundlaug Rósubæjar, alltaf til í allt. Og eftir að við komum heim rák- umst við á þig öðru hvoru. Alltaf miklir fagnaðarfundir og gaman að sjá þig. Faðmlög, kossar og hlátur. Vorum alltaf að tala um að hittast oftar. Elsku Selma, takk fyrir að vera hluti af lífi okkar. Hvíldu í friði. Fjölskyldu Selmu og aðstandend- um vottum við okkar dýpstu samúð. Hrund og Skarphéðinn.  Fleiri minningargreinar um Selmu Sigurðardóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.