Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 28
LISTIR 28 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Til sölu - Jón Stefánsson „ESJAN“ Olía á masónít, 50 x 70. Var á sýningu í Grönnigen ‘59. Upplýsingar í síma 894 5031, Ragnar. VARLA hefur núverandi sýning á listaverkagjöf Errós í Hafnar- húsinu farið framhjá mörgum. Ef hún er ekki sýning ársins er hún að minnsta kosti lengsta sýning ársins og trúlega gott betur. Að stofni til er gjöf Errós á þriðja þúsund verka, en frá 1989. Í tilefni af opn- un Hafnarhússins sem Errósafns bætti listamaðurinn um fimmtán hundruð verkum við upphafsgjöf sína til Reykjavíkurborgar. Þessi rausnarskapur sannar hið forn- kveðna að endaþótt hið opinbera reyni að komast af með eins lítið listum og listamönnum til handa gera íslenskir listamenn allt sem í þeirra valdi stendur til að koma til móts við sultarbuddu hins opin- bera. Þannig fá gestir á tilfinninguna þegar þeir koma í hið nýja Erró- safn að gjafmildi listamannsins eigi sér lítil takmörk. Hver salur af öðrum er þakinn málverkum, ein- um risaflekanum á fætur öðrum. Fyrir þann sem ekki er vanur myndlist í sinni fjölbreytilegustu mynd er upphengið á jarðhæðinni helsti þétt. Við liggur að teikni- myndafígúrur Errós ráðist með heift að áhorfandanum og beri hann ofurliði. Til að ná andanum og komast í skilmerkilegra samband við sýn- inguna þarf að fara upp á aðra hæð safnsins þar sem söguleg fram- vinda listamannsins er bersýnilegri og áhorfandinn getur ferðast um mótunarár Errós, hina afdrifaríku sjötta og sjöunda áratug, þegar hann þróaðist frá súrrealísku við- miði til popp-skotnari myndgerðar. Það er fengur að öllum verkunum frá fyrstu tíu árunum eða frá því undrabarnið málaði sitt fyrsta, kunna verk – Stríðið – árið 1946, aðeins fjórtán ára. Strax í þessari fyrstu alvörumynd sinni koma fram öll helstu einkenni þeirra vinnubragða sem hann átti eftir að tileinka sér síðar. Þótt áhrif Roberto Matta á Erró séu vissulega mikil á sjötta ára- tugnum er einnig merkilegt að sjá allar beinagrindamyndirnar – svo sem Ljáinn, frá 1955-57 – sem benda til mikils skilnings Errós á mexíkönsku múrveggsmálurunum Orozco og Tamayo. Í þessum æskuverkum nýtur teiknarinn sín svo vel, geislandi af öryggi og ákefð. Ekki er verra að sjá salinn sem helgaður er kvikmynd þeirra Errós og Duvivier, Mécamorphose – á íslensku mætti leggja heitið út sem Vélumbreyting – frá 1962. Fyrir utan vélmenni og hvers kyns grímur er atriðið með konu sem liggur á borvélarbekk sláandi því það minnir á ekkert minna en Móð- ursýkisboga fransk-bandarísku listakonunnar Louise Bourgeois, sem leit dagsins ljós þrjátíu árum síðar. Það er vissulega fengur að teikn- ingum og klippimyndum Errós frá sjötta áratugnum, en það er ekki síður gaman að sjá nýlegar vatns- litamyndir listamannsins sem bera vott um tæknilega breidd hans. Þannig má segja að önnur hæðin búi yfir mun áhugaverðara úrtaki verka vegna þess hve sjaldan við fáum tækifæri til að kynnast mót- unarárum listamannsins með þeim hætti sem þau birtast okkur þar. Hitt er svo annað mál að sýning- arskráin veldur verulegum von- brigðum. Í hana vantar alla þá fyll- ingu sem þarf til að fylgja svona stórri yfirlitssýningu úr hlaði. Ríf- lega fimmtíu blaðsíður duga skammt sem kynning á ferli Errós enda er ekki einu sinni gerð tilraun til að veita gestum málamyndainn- sýn í þann myndheim sem við þeim blasir í Hafnarhúsinu. Einungis er látin nægja þurrasta tegund af ár- talsbundinni ferilslýsingu. Þá eru textarnir í skránni væg- ast sagt yfirborðslegir enda kemst enginn þeirra upp af formálastig- inu. Það hefði mátt ætla að metn- aður safnsins væri þess eðlis að myndefni skrárinnar fylgdi eftir sýningunni og gerði fulla grein fyr- ir verkunum á veggjunum, en það er öðru nær. Ekki er minnst á Mécamorphose né nokkuð annað sem prýðir þann ágæta sal frekar en kvikmyndin væri ekki til eða skipti engu máli. Þá er með öllu ótækt að hanna svona þunnildi með hörðum spjöldum. Útkoman verð- ur eins og barnabók fyrir yngstu lesendurna en ekki sýningarskrá fyrir fullorðna listunnendur. Sýningin sjálf fær því sæmilega einkunn – og góða einkunn ef ein- ungis er tekið mið af efri hæðinni. Sýningarskráin fær hins vegar hreina falleinkunn. Það er eins og aðstandendur sýningarinnar skorti allan skilning á gildi slíkra fylgi- rita. Því miður eru þeir ekki einir um það. Langur slóði lélegra og léttvægra, íslenskra rita af þessum toga ber vott um skilningsleysi okkar á gildi þess sem eftir stendur þegar sjálfum sýningunum lýkur. Afnám kynþáttanna, frá 1959. 200 x 300 cm. Ljárinn, frá 1955–57. 151 x 217 cm. Hin ómetan- lega gjöf MYNDLIST L i s t a s a f n R e y k j a - v í k u r , H a f n a r h ú s i Til áramóta. Opið daglega frá kl. 10–18. BLÖNDUÐ TÆKNI & MÁLVERK ERRÓ Halldór Björn Runólfsson Fangi vélanna, úr kvikmyndinni Mécamorphose, frá 1962. ÞAÐ vantar ákveðið samhengi í þróun tónlistar á Íslandi og er það nokkuð áberandi í gerð orgeltónlist- ar. Orgelleikarinn Páll Ísólfsson fékkst einnig við gerð tónverka fyr- ir orgel en í dag eru orgelleikarar þöglir sem steinninn. Það er mjög sérkennilegt, að hinn stóri hópur ís- lenskra orgelleikara skuli ekki fást við gerð orgeltónlistar en láta það í hendur tónskáldum sem ekki eru orgelleikarar, þ.e. að viðhalda og auka við efnisskrá orgeltónlistar. Sama má segja um aðra íslenska hljóðfæraleikara og virðast margir þeir, sem fást við tónsmíði, ekki vera það sem kalla mætti leiknir hljóðfæraleikarar, og kemur það fram í því að frekar lítið er til af nýjum einleiksverkum, t.d. fyrir pí- anó og fiðlu. Á tónleikum Marteins H. Frið- rikssonar á Tónlistardögum Dóm- kirkjunnar sl. laugardag voru tvö íslensk verk, Prelúdía, kórall og fúga eftir Jón Þórarinsson og Pre- ludiae organo op. 16 eftir Jón Leifs. Verk Jóns Þórarinssonar er eitt af þeim verkum, sem báru með sér nýjan tíma í tónsköpun á Íslandi, og sama má segja um þrjú kóralforspil sem voru útgefin sem op. 16 eftir Jón Leifs, þótt verkin séu að öðru leyti tveggja tíma og mjög ólík að allri gerð. Tónstíll sá sem rekja má til Hindemiths styður sig við margt í eldri tónsmíðatækni er varðar tematíska skipan, viðveru tónteg- unda og klassíska formbyggingu. Hin stefræna framvinda er ómstríð og var sérlega skemmtilegt að heyra þennan gamla kunningja aft- ur í töluvert drífandi leik Marteins, sérstaklega var kórallinn vel leik- inn, en fúgan var of hröð og stund- um svolítið laus í formi hjá Mar- teini. Tvö næstu verkin á efnisskránni eru eftir J.S. Bach, sálmforleikur- inn við O Mensch, bewein dein Sünde gross, nr. 24 í Das Org- elbüchlein, og Prelúdia og fúga í e- moll, BWV 548. Sálmforleikurinn, með sínum fallegu skreytingum á sálmalaginu, var sérlega vel leikinn og sama má segja um prelúdíuna og fúguna, en þessi fúga, sem byggist á krómatísku stefi, er að formi til eins konar fantasía, sérkennilegur tæknileikur og eina tilfellið um Da Capo-fúgu. Þrjár sálmaútfærslur eftir Jón Leifs eru um margt merkilegar tónsmíðar en ef til vill var flutningur þeirra ekki í því jafn- vægi sem hentar þessum verkum og ætti trúlega að vera nokkuð hægari en Marteinn lék þau. Prelúdía, fúga og ciacona eftir Buxtehude er eins og mörg verk þessa snillings laust í formi en tónmálið þó ávallt áhuga- vert og var þetta verk vel flutt en bestur var flutningur Marteins á löngu og margþættu verki eftir Petr Eben sem hann kallar Ho- mage à Dietrich Buxtehude. Þetta er tilþrifamikið og á köflum kraft- mikið verk, með alls konar tilvís- unum og mikinn margbreytileika í útfærslu tónhugmyndanna, mjög gott verk, sem Marteinn H. Frið- riksson lék aldeilis frábærlega vel og auðheyrt að honum lætur vel að túlka tónlist eftir Petr Eben. Tónlistardagar Dómkirkjunnar TÓNLIST D ó m k i r k j a n Marteinn H. Friðriksson lék verk eftir Jón Þórarinsson, J.S. Bach, Jón Leifs, Buxtehude og Petr Eben. Laugardaginn 3. nóvember. ORGELTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Íslendingar taka þátt í vef- listarþríæringi ALÞJÓÐLEGI veflistarþríæring- urinn í Lodz í Póllandi fór nýverið fram í Central Museum of Text- iles. Þríæringurinn er meðal þekktari veflistarsýninga í heim- inum og var nú haldinn í tíunda sinn. Tveir Íslendingar tóku þátt, þær Þorbjörg Þórðardóttir og Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá en stjórn þríæringsins valdi þær sem fulltrúa Íslands. Þátttakendur voru alls 128 frá 52 löndum en þetta er í fimmta sinn sem Íslend- ingar taka þátt, og í annað sinn sem Þorbjörg og Kristín eru þátt- takendur. Heimasíða safnsins er á slóðinni: http://www.muzeumwloki- ennictwa.muz.pl Kynning á þjóðdansi NORRÆNA húsið og Ís- lenska dansfræðafélagið efna til kynningar á gamla ís- lenska marsinum í Norræna húsinu í kvöld og 14. nóv- ember frá kl. 20-22. Gamli íslenski marsinn naut mikilla vinsælda á 19. öldinni og langt fram á 20. öld. Hann hefur talsverða sérstöðu þar sem samskonar form þekkist ekki annars staðar á Norðurlöndum. Kennarar eru Aðalheiður Ragnarsdóttir og Kolfinna Sigurvinsdóttir. Sigríður Þ. Valgeirsdóttir segir frá mars- inum og bakgrunni hinna ýmsu þátta hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.