Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 39 ✝ Egill Marteins-son raffræðingur fæddist í Reykjavík 13. ágúst 1932. Hann lést á heimili sínu 30. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Martin Jen- sen, símaverkstjóri, f. 15. maí 1909, d. 2. janúar 1996, og Anna Eygló Egilsdóttir, f. 9. ágúst 1914, d. 17. marz 1972. Egill ólst að mestu upp hjá móðurömmu sinni, Sigríði Jónsdóttur, f. 27. ágúst 1883, d. 23. september 1970, og héldu þau heimili saman, þar til hann stofnaði sitt eigið. Bróðir Egils er Karl, f. 12. maí 1939, var kvæntur Magneu Sig- marsdóttur, f. 12. júní 1943. Börn þeirra eru Marteinn, Sigmar Örn, Egill og Anna Eygló. Egill kvæntist 1. ágúst 1954 Jórunni Jónsdóttur, fv. skrifstofu- stjóra í krabbameinslækninga- deild Landspítalans, f. 11. maí 1931. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Ó. Gunnlaugsson, stjórnarráðsfulltrúi, f. 8. október 1890, d. 23. ágúst 1979, og Ingunn Elín Þórðardóttir, f. 3. desember 1898, d. 2. janúar 1968. Dóttir Eg- ils og Jórunnar er Ingunn Elín, heildsali í Hollandi, f. 29. ágúst 1955. Hún er gift Robert Kaatee, lækni í Hollandi, f. 9. júní 1959. Dóttir Ingunnar er Jórunn Agla Birgisdóttir, heildsali í Hollandi, f. 27. september 1974. Dóttir Ing- unnar og Roberts er Jannie Brynja, f. 7. maí 1989. Egill stundaði iðn- fræðinám við Aar- hus Elektroteknik- um í Danmörku árin 1951–1953 ásamt sex mánaða starfsnámi hjá Köbenhavns Be- lysningsvæsen á vegum Rafmagnseft- irlits ríkisins. Auk þess aflaði hann sér frekari þekkingar á bilanamælingum á háspennu- og lág- spennujarðstrengj- um svo og á háspennusæstrengj- um í Þýskalandi og víðar. Sveinsbréf í rafveituvirkjun hlaut Egill 1993. Egill hóf störf á rannsóknar- stofu raffangaprófunar 1. júní 1949 og starfaði hjá Rafmagnseft- irliti ríkisins til ársins 1951. Eftir nám 1953 hóf hann störf hjá Raf- magnsveitum ríkisins, þar sem hann starfaði í meira en fjörutíu ár, lengst af sem forstöðumaður mælastofu Rafmagnsveitnanna. Fljótlega eftir stofnun Félags eft- irlitsmanna með raforkuvirkjum 1960 gekk hann til liðs við félagið og starfaði þar í ýmsum nefndum. Við starfslok tók hann að sér sér- verkefni fyrir stofnunina, sem fólst í að útbúa leiðbeiningar sem varð kafli í handbók fyrir eftirlits- menn. Hann var sæmdur gull- merki stofnunarinnar 1987. Útför Egils fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku besti pabbi minn, kofaferð- irnar okkar á Íslandi, alvöru kons- ertstundirnar okkar í jakkafötum og kjól í Amsterdam og stund á dag í morgunkaffi á uppáhalds kaffi- staðnum okkar og gefin góð ráð yfir fallegri tónlist. Þótt augum ég beini út í ómælis geim ertu samt nálægur mér því stjarnanna blik og birtan frá þeim ber mér glampa frá þér. (Hala Satavahana.) Ingunn Elín. Elsku Egill okkar, ég veit að við verðum að lifa áfram án þín, en hvernig það gengur mun tíminn leiða í ljós. Tengdafaðir minn var mjög sér- stakur maður. Hann leiddi okkur í lífinu og kenndi okkur að greina rétt frá röngu, passaði alltaf upp á „sitt fólk“, eins og hann kallaði okk- ur. Hann var mikill fjölskyldumað- ur, ekkert var of mikið ef okkur vantaði hjálp eða ráð. Egill kenndi okkur að vera heiðarleg og réttlát. Allt sem hann tók að sér gerði hann vel, sætti sig ekki við neitt minna en fullkomið. Góður undirbúningur er mikilvægur sagði hann alltaf. Hann var vel lesinn og fróður, sama hvort það var saga, tónlist eða heimsmál- in. Margir sérfræðingar voru hissa hvað Egill var vel að sér í ýmsum málum. Áhugamál hans var að hlusta á góða músík og vera í kyrrð- inni úti í náttúru Íslands. Fyrir fjöl- skylduna byggði tengdafaðir minn tvö íbúðarhús alveg frá grunni, ann- að í Mosfellssveit og hitt í Reykja- vík. Það fyrra teiknaði hann einnig. Egill stundaði iðnfræðinám við År- hus Elektroteknikum í Danmörku ásamt starfsnámi hjá Københavns Belysningsvæsen á vegum Raf- magnseftirlits ríkisins. Auk þess aflaði hann sér frekari þekkingar á mælinga- og fjarskiptatækni í Þýskalandi og víðar. Hann vann meir en fjörutíu ár fyrir Rafmagns- veitur ríkisins, lengst af sem for- stöðumaður mæladeildar. Í starfi sínu ferðaðist Egill mikið um landið og var gaman að hlusta á ferðasög- ur hans. Oft voru útköllin í vonsku- veðri og heilu byggðarlögin voru rafmagnslaus vegna bilunar. Vinnan fór fram undir miklu álagi þar sem vinnuflokkur beið til að geta hafið viðgerð eftir að hann mældi út stað- inn þar sem bilunin var, hvort sem var á sjó eða landi. Í frítíma sínum dvaldi hann helst með fjölskyldunni á sælureit sínum á Gíslastöðum í Grímsnesi. Á land- inu sínu við Hvítá byggði hann fal- legan veiðikofa. Þar naut hann ís- lenskrar ósnertrar náttúru, hlustaði á fuglana og kastaði fyrir lax. Erf- iðir voru þeir tímar, þegar aðrir vildu ekki viðurkenna rétt hans þar, en sem betur fer leystist málið á farsælan hátt, en skildi eftir sár. Eftir starfslok kom tengdafaðir minn til Hollands okkur til aðstoð- ar. Hann hafði ánægju af að kynn- ast landinu og fólkinu sem það byggir og menningu þess. Áttum við margar góðar stundir við störf og leik öll fjölskyldan saman. Eftir að sjúkdómurinn greindist fékk hann tvö góð ár, en þrátt fyrir að- gerð, lyfjameðferð og baráttu náði sjúkdómurinn yfirhöndinni. Hann verður alltaf í huga okkar og aðstoðar með mikilvægar ákvarðanir í lífinu. Mikið munum við sakna hans. Blessuð sé minning Egils okkar. Robert Kaatee. Núna vantar mig afa til að hjálpa mér því hann hjálpaði mér ætíð þegar ég þurfti að skrifa eitthvað. Það er erfitt að trúa því að afi sé farinn frá okkur. En ég trúi því að honum líði vel núna því síðustu vik- ur hafa verið honum erfiðar. Afi var mér mjög dýrmætur, því áttum við margar góðar stundir saman. Það er því erfitt að kveðja einhvern sem er búinn að vera svo stór partur í lífi manns. Afi og amma bjuggu sér fallegt heimili, fyrst í Mosfellssveit og síðan á Háaleitisbrautinni. Hann var afar stoltur af húsunum sínum, sem hann byggði sjálfur. Þau hjálp- uðust að við að gera heimilið fallegt og hlýlegt svo alltaf leið manni vel þar. Einn af uppáhaldsstöðum afa voru Gíslastaðir þar sem hann byggði lítið veiðihús. Þar gat hann stundað laxveiðar sem honum fannst mjög gaman að. Hann naut þess einnig að vera út í náttúrunni og friðsældinni er þar ríkti. Hann hafði einnig ræktað lítinn garð í kringum húsið og sinnti hann hon- um með miklum dugnaði eins og öllu er hann tók sér fyrir hendur. Eftir að mamma flutti til Hol- lands með fjölskyldu fór afi þangað og dvaldi um tíma. Ekki fannst hon- um nú erfitt að breyta til og var hann fljótur að aðlagast hinu nýja umhverfi í nýju landi. Honum fannst gaman að geta hjálpað til við ýmislegt eins og að gæta yngri syst- ur minnar. Honum leið afskaplega vel þar og eigum við margar góðar minningar þar saman öll fjölskyld- an. Ég man það sérstaklega hversu vel hann hugsaði um mig þegar ég var yngri eins og alltaf. Hann sá alltaf til þess að ég kæmist í skólann á réttum tíma og tók þá gjarnan lykkju á leið sína. Einnig var hann alltaf að athuga hvort ekki væri allt í lagi. Ég minnist afa sem einstak- lega góðs, hlýs, vandvirks og ekki síður réttláts manns sem vildi alltaf að allt yrði gert rétt og vel. Og vildi hann alla tíð öllum vel og var alltaf reiðubúinn að rétta fram hjálpar- hönd. Hann bar þá sérstaklega mik- ið velferð barna fyrir brjósti og vildi að vel yrði hlúð að börnum. Afi mun alltaf lifa í minningu okk- ar og ég veit að hann mun passa vel upp á okkur eins og hann alltaf gerði. Guð varðveiti þig elsku afi minn. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (K. Gibran.) Jórunn Agla. Elsku afi minn, mikið mun ég sakna þín. Hver á núna að passa mig? Ég gat alltaf kallað í þig ef það var eitthvað að og þú varst alltaf til staðar. Þú hjálpaðir alltaf ef eitt- hvað kom upp á. Þú ert besti og elskulegasti afi í allri veröldinni. Ég gleymi þér aldrei, elsku afi minn. Þetta verður voðalega erfitt fyrir okkur öll en það besta er að þér líð- ur miklu betur núna. Og viltu alltaf passa okkur hvar sem þú ert. Hvernig eigum við að halda upp á jólin og „sinterklaas“ í Hollandi án þín og óvæntar uppákomur sem þú varst svo sniðugur með? Og ég gleymi aldrei þegar þú komst á hverjum degi að sækja mig í skólann þegar þú áttir heima úti í Hollandi hjá okkur í fjögur eða fimm ár. Passaðu þig alltaf fyrir mig. „Krakkinn“ þinn, Jannie Brynja Róbertsdóttir Kaatee. Í dag kveðjum við kæran sam- ferðamann og vin, Egil Marteinsson raffræðing, sem lést 30. október síð- astliðinn. Egill var kvæntur systur minni Jórunni og eiga þau nær hálfrar aldar farsæla sambúð að baki. Svo langur tími skilur að sjálf- sögðu eftir sig fjölmargar góðar minningar sem ljúft er á kveðju- stund að minnast og þakka. Við systur og fjölskyldur okkar, makar og börn höfum haft mikið samneyti gegnum árin eins og títt er í fjöl- skyldum enda erum við systurnar mjög samrýndar. Mikil og góð vin- átta tókst strax með eiginmönnum okkar systra og börnum okkar og hefur sú vinátta verið okkur ómet- anleg alla tíð. Fjölskyldur okkar eiga sumarhús á feðraslóð í Gríms- nesi við Hvítá. Þaðan eigum við margar yndislegar endurminningar í leik og starfi í samfélagi við þau Egil og Jólý og aðra ættingja og vini. Sömuleiðis hef ég og fjölskylda mín notið frábærrar gestrisni Ing- unnar einkabarns þeirra og fjöl- skyldu hennar í Hollandi og vil ég þakka þeim af heilum hug. Einnig þar höfum við Geir átt ógleyman- legar stundir með Agli og Jólý og síðastliðið vor ég ein. Egill var prúðmenni hið mesta, traustur og úrræðagóður þegar til hans var leitað. Hann var hlýr í við- móti, hafði kímnigáfu góða og gat verið manna glaðastur í góðra vina hópi. Í fjölskyldulífi sínu sýndi hann best hvaða mann hann hafði að geyma því fjölskylda hans var hon- um eitt og allt, þar kom best fram kærleikur hans, staðfesta og tryggð. Konu sinni Jórunni og einkabarni Ingunni unni Egill mjög, sömuleiðis Róberti tengdasyni sín- um og barnabörnunum. Þegar þau komu til sögunnar áttu þau ást afa síns óskipta. Síðari árin dvöldu þau hjónin Egill og Jólý oft langdvölum í Amsterdam og nutu gagnkvæmrar ástúðar og virðingar. Starfsvett- vangur Egils var alla tíð hjá Rarik, Rafmagnsveitum ríkisins, þar sem hann starfaði sem raffræðingur um áratuga skeið. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Að lokum: Margs er að minnast og margt er að þakka. Systur minni Jórunni, Ingunni, Róbert, Öglu og Jannie sendi ég og fjölskylda mín okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum þeim blessunar Guðs. Bryndís. Ég ætla að reyna að skrifa nokkr- ar línur um hann frænda minn Egil Marteinsson. Það eru ekki mörg ár síðan við fórum að hafa gott sam- band. Þótt við værum náskyldir, systkinabörn, hafði sambandið ekki verið mikið framan af en töluverður aldursmunur var á okkur. Þetta átti svo sannarlega eftir að breytast. Þannig var að við frændurnir töl- uðum náttúrulega mikið um lax- veiði, þar sem ég hef veitt við Iðu í Hvítá alla mína ævi, en nokkur breyting er orðin þar á. Nema hvað að við frændi höfðum samband og hann sagði við mig: „Komdu og hjálpaðu mér að veiða á Gíslastöð- um undir Hestfjalli, í mínu landi.“ Og svo sannarlega var ég til í það og fór þangað ásamt Sveini bróður mínum. Þarna er meiriháttar veiði- svæði og ákaflega fallegt. Það var ekkert leiðinlegt að koma með þrjá laxa, 12–15 punda, eftir daginn og geta gefið þeim hjónum Agli og Jór- unni. Nokkrar ferðir er nú búið að fara síðan en ekki gengið vel og lét frændi vita að ég væri að gera ein- hverja vitleysu. Hann sagði alltaf að það væri nóg af fiski en ég gerði eitthvað ekki rétt í sambandi við veiðina. Þarna hafa þau Jórunn og Egill átt aðsetur en það er u.þ.b. 25 fermetra kofi, „strýta“, og þar er gott að vera, þótt ekki sé þar renn- andi vatn en nátturufegurðin bætir upp skort á þægindum. Þarna veiddi ég minn stærsta lax, 27 punda, og fékk hann á spón, þó að frændi segði að ég hefði fengið hann á maðk en þetta var fyrir 30 árum. Skemmtilegt var að heyra frænda lýsa öllum staðháttum þarna í sveit- inni sem hann þekkti svo vel og þótti svo vænt um. Í fyrra var lagð- ur vegur heim að kofanum, og er það mikill munur að þurfa ekki að ganga langa leið. Frændi sagði mér frá Netasteini þar sem bóndinn á Gíslastöðum hafði lagt net, og það tók mig tvö ár að finna hann loks- ins, en gat er í gegnum stein í fjör- unni, sem fór alltaf í kaf þegar óx í ánni. Ég reyndi að hjálpa frænda eins og ég gat með ljósavél og utan- borðsmótor, sem að vísu höfðu ekki verið notuð árum saman, en það þurfti alltaf að taka þetta út úr kof- anum á vorin og setja tækin inn á haustin. Á vorin þurfti að setja upp vindhanann á hliðið og taka niður á haustin en vindhaninn var stór og mikill og með áttavita. Það er ómetanlegt að hafa átt þessi góðu kynni af frænda und- anfarin ár en nú er hans veikinda- stríði lokið og hann sárt syrgður af sinni yndislegu fjölskyldu. Við systkinin og fjölskyldur vottum þér, kæra Jórunn mín, Ingunn, Róbert og barnabörn okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þorgeir Jónsson. Það er ævinlega svo þegar manni berst andlátsfregn af vini, kunn- ingja og samstarfsfélaga að manni bregður, maður á einfaldlega ekki von á því, en svona er lífið. Ég kynntist Agli Marteinssyni þegar ég réðst til starfa hjá Raf- magnsveitum ríkisins. Egill var forstöðumaður mæla- stofu Rafmagnsveitnanna um ára- tuga skeið og var mjög virtur í því starfi, en á vegum mælastofunnar voru gerðar áætlanir um kaup á öll- um Kwh.-mælum og öðrum mæli- tækjum. Mælastofan hafði umsjón með og gerði bilunarleitarmælingar á jarð- og sæstrengjum. Egill sérhæfði sig í bilunarmæl- ingum á jarðstrengjum og var búinn að koma sér upp góðum tækjum til þeirra hluta. Til þess að ná góðum árangri í bilunarleit þarf að hafa mikla þolinmæði og mikla reynslu. Ég minnist margra slíkra ferða með Agli, mikið var í húfi að bil- unarmælingin tækist vel, því oft var það svo að heilu byggðarlögin voru rafmagnslaus eða díselvélar keyrð- ar til raforkuframleiðslu. Ég minn- ist þess ekki að mæling bilunar hafi ekki staðist hjá honum. Ég minnist ferða sem við fórum vegna bilunar á sæstreng til Vest- mannaeyja 25. apríl 1977 við mjög slæmar aðstæður, bilunin mældist 1890 m frá landi í Vestmannaeyjum, sem reyndist rétt þegar viðgerð fór fram. Ástæðan fyrir þessari bilun var að skip hafði lagst við akkeri yf- ir strenginn hinn 27. febrúar 1977 og festist það í honum, síðan var akkerið híft upp og við það skemmdist strengurinn, en bilunin kom ekki fram fyrr en 25. apríl, eins og áður sagði. Ég segi þessa sögu, sem er ein af mörgum, og lýsir þeim fjölbreyti- legu verkefnum sem Egill var að fást við í sínu starfi. Ekki má gleyma framlagi hans í fjarskiptamálum fyrirtækisins. Þannig var að á frumbýlisárum fyr- irtækisins um 1950 var notast við talstöðvar í bíla Rarík gegnum Gufunesradíó og var það skiptital, um 1980 kom fram ný tækni í fjar- skiptum, VHF-kerfi, og er sannleik- urinn sá að Egill verður einn af frumkvöðlum á landinu og aðal- hvatamaður innan Rarík til að taka upp þetta kerfi. En það fylgdi bögg- ull skammrifi, til þess að koma þessu kerfi upp þurfti að koma upp um 15 endurvarpsstöðvum víðsveg- ar um landið og ekki mátti þetta kosta mikið, nánast ekki neitt, og var samið við Landsímann og Vega- gerð um að fá aðstöðu í þeirra hús- um og aðgang að rafmagni vegna endurvarpsstöðvanna. Með ein- stökum velvilja þeirra tókst þetta. Þó var það svo að það vantaði inn í hringinn stöð á Kröflufjalli en þar var ekkert rafmagn, sett var upp vindrafstöð til að bjarga málum. Alls voru settar upp um 90 VHF- stöðvar í bíla og um 30 VHF-hand- stöðvar, sem hægt var að flytja með sér. Nú var hægt að ná sambandi við nánast alla starfsmenn Rarík í gegnum þennan búnað hvar sem var á landinu, þetta var algjör bylt- ing. Þessi búnaður er í fullu gildi í dag, en er þó að víkja fyrir nýju kerfi, sem er að ryðja sér til rúms, svokallað Tetra-kerfi. Egill var ákaflega prúður og hátt- vís í fari og mátti ekki vamm sitt vita í neinu sem að starfi hans laut. Ég minnist ferðar sem við fórum tveir saman að sumarbústað hans í Grímsnesi í júlí 2000, þá var gengið með bakpoka í um klukkustund, um móa og skriður og í leiðinni hugað að vegarstæði að bústaðnum. Ég tók eftir því að Egill var ekki vel hraustur og sagði hann mér að hann væri búinn að fara í uppskurð en hann væri að jafna sig. Egill var áhugamaður um laxveiði og sagði hann mér að við bústaðinn væri mjög góður veiðistaður í Hvítá og ekki stóðst hann mátið þegar við komum í bústaðinn, vildi hann endi- lega prófa að renna fyrir lax, sem hann og gerði, en hafði ekki erindi sem erfiði í það sinn. Egill sagði mér í sumar að nú væri vegurinn kominn og nú ætlaði hann að bjóða mér að skoða veginn, en aldrei varð af þeirri ferð. Ég færi Jórunni og allri fjölskyld- unni mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Baldur Helgason. EGILL MARTEINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.