Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á fundi Bresk-íslenska verslunarráðsins, sem haldinn var í London í gær, að íslenska krónan, sem hefur átt undir högg að sækja uppá síðkastið, myndi ná sér á næstunni þegar draga tæki úr þenslu í hagkerf- inu. Þá sagði hann engar líkur á því að Ísland gangi í Evrópusambandið. „Þessi órói krónunnar hefur fengið suma þá sem kvikastir eru til að boða að nauðsynlegt sé fyrir Íslendinga að ganga nú þegar í Evrópusam- bandið og taka upp evru,“ sagði Davíð. „Vissulega er óvissa í gengismálum óheppileg fyrir atvinnu- lífið og þjóðfélagið allt. Lækkun á gengi krón- unnar á rætur sínar fyrst og fremst að rekja til viðbragða hagkerfisins við þeirri þenslu sem hef- ur látið á sér kræla á undanförnum misserum.“ Davíð sagði fátt benda til þess að aðild að evr- unni myndi samræmast efnahagslegum hags- munum Íslands. „Íslenska hagkerfið er um margt ólíkt hag- kerfum meginlandsþjóða Evrópu. Íslendingar eru til dæmis enn mjög háðir sjávarútvegi og sveiflur í þeirri atvinnugrein fylgja ekki endilega því sem er að gerast í hagkerfum stórþjóða meginlands- ins. Og rétt er að benda á að gengi evrunnar mun aldrei taka mið af því sem gerist á Íslandi, til þess er hagkerfi okkar einfaldlega of lítið.“ Erlendar fjárfestingar ekki sjálfgefnar Að sögn forsætisráðherra kalla viðskiptahags- munir á að aðgangur sé tryggður að mörkuðum Evrópusambandsins. Hann lagði þó áherslu á hve mikilvægt það sé fyrir Ísland að geta sniðið við- skiptaumhverfi landins að eigin þörfum. „Það samræmist ekki hagsmunum Íslands að gangast undir sameiginlega viðskipta- og efna- hagsstefnu Evrópusambandsins. Það blasir við að hagsmunir íslensku þjóðarinnar og þær aðstæður sem hún býr við eru fjarri því að fara saman við það sem ræður för í stefnumótun sambandsins. Sem dæmi má nefna möguleika Íslands til þess að laða að erlenda fjárfestingu. Ísland er úr alfara- leið og því ekki sjálfgefið að erlendir fjárfestar horfi til landsins. Einnig hefur opnun fjármála- markaða leitt til þess að auðvelt er fyrir íslensk fyrirtæki að flytja starfsemi sína á erlenda grund. Það er því mjög mikilvægt fyrir okkur að hafa fullt forræði á því að skapa viðskiptaumhverfið á Íslandi.“ Tengsl við Evrópusambandið mikilvæg Davíð tók fram að honum þætti það fullkom- lega ábyrgðarlaust ef íslensk stjórnvöld sam- þykktu aðild að Evrópusambandinu og tækju upp evruna sem mynt án þess að fyrir því lægju af- gerandi rök að íslenskt efnahagslíf væri í fullum takti við efnahagslíf evrulandanna. Hann benti á að Ísland þyrfti enn frekar að auka fjölbreytileika viðskiptalífs landsins, sem enn treystir að miklu leyti á sjávarútveginn, svo að aðild að sambandinu væri raunhæf. Forsætisráðherra vildi þó minna á hve tengsl Íslands við Evrópusambandið væru mikilvæg landinu, ekki eingöngu vegna hinna miklu við- skiptahagsmuna heldur einnig vegna sögulegra og menningarlegra tengsla. Davíð Oddsson forsætisráðherra á fundi Bresk-íslenska verslunarráðsins Krónan styrkist þeg- ar dregur úr þenslu London. Morgunblaðið. SAMNINGANEFNDIR sjúkraliða og ríkisins komu til sáttafundar í húsnæði ríkissáttasemjara fyrir há- degi í gær og lauk fundinum ekki fyrr en á ellefta tímanum í gær- kvöld. Að sögn Þóris Einarssonar ríkissáttasemjara urðu deiluaðilar sammála um að fara í ítarlegar samningaviðræður á næstu dögum um öll efnisatriði væntanlegs kjara- samnings, til að kanna hvort unnt sé að finna grundvöll til samkomulags. ,,Það þýðir að menn munu kemba þetta upp á nýtt. Nú ætla menn að fara í aðra yfirferð og taka sér tíma í það. Segja má að það sé að hefjast ný sáttafundalota,“ sagði Þórir. Fengu 10 milljónir úr vinnudeilusjóði BSRB Sjúkraliðafélag Íslands fékk í gær afhentan tíu milljóna kr. styrk í verkfallssjóð félagsins úr vinnu- deilusjóði Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Var öll samninganefnd sjúkraliða- félagsins viðstödd afhendinguna. Stjórn vinnudeilusjóðsins lýsti full- um stuðningi við Sjúkraliðafélagið í baráttunni fyrir bættum kjörum og lýsti þeirri von að styrkurinn efldi og styrkti félagsmenn í erfiðri vinnudeilu og verkfallsátökum. Langur sáttafundur í sjúkraliðadeilunni í gær Morgunblaðið/Þorkell Garðar Hilmarsson, formaður vinnudeilusjóðs BSRB, afhendir Kristínu Á. Guðmundsdóttur styrkinn. Stíf fundahöld verða næstu daga ,,Á UNDANFÖRNUM árum hafa tónlistarskólakennarar dregist veru- lega aftur úr öðrum kennurum í launum,“ segir í ályktun sem stjórn Kennarasambands Íslands sendi frá sér í gær. Þar er lýst fyllsta stuðn- ingi við kröfur tónlistarskólakennara í kjaradeilu þeirra. ,,Stjórnin bendir á að núverandi byrjunarlaun tónlistarskólakennara eru um 105 þúsund krónur á mánuði. Sambærileg byrjunarlaun grunn- skólakennara eru um 60% hærri og byrjunarlaun framhaldsskólakenn- ara rúmlega 70% hærri. Tilboð LN [launanefndar sveitar- félaga] felur í sér að meðallaun tón- listarskólakennara yrðu 165 þúsund krónur á mánuði. Til samanburðar eru núverandi meðallaun kennara í grunnskólum um 194 þúsund krónur á mánuði og í framhaldsskólum um 211 þúsund krónur. Árlegur vinnu- tími á öllum þessum skólastigum er hinn sami,“ segir í ályktun KÍ. Stjórn KÍ styður kröfur tónlistarkennara Hafa dreg- ist verulega aftur úr ÚTSALA hefst í Hagkaupum í dag og er þetta í fyrsta sinn sem það er gert á þessum árstíma. Að sögn Sig- ríðar Gröndals, markaðsstjóra Hag- kaupa, er með þessu verið að rýma fyrir jólavörum. Sigríður segir útsöluna verða í öll- um verslunum þar sem nýjar vetr- arvörur verða á boðstólum. „Þetta er nýjung á Íslandi að hafa útsölu á þessum tíma. Útsala af þessu tagi er hins vegar þekkt erlendis bæði í Am- eríku og Bretlandi og þá undir nafn- inu „mid-season sale“. Hún segir þetta gott tækifæri til þess að rýma fyrir jólavörum sem nú streymi inn. Útsala í Hagkaupum Rýmt fyrir jólavörum LÖGREGLUNNI í Reykjavík var tilkynnt um eld í rusli á Miklatúni um klukkan hálfníu í gærkvöld. Var þar búið að kveikja í tveimur ruslatunn- um og náði lögregla tali af ungum drengjum sem sögðust vera að taka upp mynd fyrir sjónvarp. Hins vegar vissu þeir ekki fyrir hvaða sjónvarps- stöð, að sögn lögreglu. 5 piltar, sem voru með drengjun- um, hlupu í burtu þegar lögreglan kom að. Hald var lagt á myndbands- spóluna og sömuleiðis myndbands- upptökuvél sem ekki var í eigu kærða. Tóku sjónvarpsmynd af eldi í ruslatunnum Vissu ekki fyr- ir hvaða sjón- varpsstöð ♦ ♦ ♦ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isMagnús Sigurðsson ekki meira með á þessu ári / B2 Yfirburðir Árna Gauts í kosningu lesenda VG í Noregi / B1 4 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ALÞINGI hafa verið lagðar fram tvær þingsályktunartillögur sem snerta flutninga olíu um Reykjanes- braut og vatnsból sem eru í hættu vegna þeirra. Það eru þingmenn Reykjaneskjördæmis sem flytja til- lögurnar. Annars vegar er lagt til að bann verði lagt við flutningi jarðefnaelds- neytis eftir Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi. Hins vegar er lagt til að farið verði í aðgerðir til að vernda vatnsból sveitarfélaganna á Suðurnesjum, sem séu mjög við- kvæm fyrir mengun á landi. Í greinargerð kemur fram að árið 1998 hafi verið farnar 3.359 ferðir um Reykjanesbraut með olíu og flug- vélabensín, samtals 136.780 tonn. Reykjanesbraut Vilja tak- marka flutning olíu  Vatnsból/10 HARÐUR árekstur varð á Reykja- nesbraut á tólfta tímanum í gær- kvöld þegar tveir fólksbílar rákust saman 2–3 kílómetra fyrir austan Vogaafleggjara og endaði annar þeirra utan vegar. Lögregla og sjúkralið fóru á vettvang og var fólk í bílunum flutt á sjúkrahús. Ekki var vitað hversu alvarlega það var slasað þegar Morgunblaðið fór í prentun í nótt. Harður árekst- ur á Reykja- nesbraut ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.