Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 13 HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur vísað frá dómi kröfum Skelj- ungs hf. um að viðurkennt yrði að við útreikning á flutningsjöfnun á gasolíu frá 1. desember 1998 til og með 31. október 1999 hafi Flutn- ingsjöfnunarsjóði olíuvara borið að fara eftir þeim flutningsvöxtum sem ákveðnir voru á fundi stjórnar sjóðsins 21. desember 1998. Frávís- unarúrskuður héraðsdóms var kveðinn upp síðastliðinn þriðjudag. Að mati dómsins skorti verulega á að gerð hefði verið grein fyrir því í stefnu Skeljungs, hverjir þeir hagsmunir væru sem félagið teldi að væru í húfi fyrir sig. Skeljungur reisti kröfu sína m.a. á lögum um jöfnun á flutnings- kostnaði olíuvara og benti á þau ummæli í greinargerð með lögunum að olíufélögin gætu komið sér upp nýrri aðstöðu í höfnum landsins eða flutt þá sem fyrir væri þannig að flutningur sjóleiðis tæki breytingum í samræmi við eftirspurn í landinu á hverjum tíma. Þetta hefðu olíufélög- in nýtt sér og lagt niður olíubirgða- stöðvar og reist aðrar nýjar. Gætu þessar aðgerðir haft töluverð áhrif á greiðslur úr flutningsjöfnunar- sjóði, enda væri stjórn sjóðsins skylt að miða greiðslur úr sjóðnum við þá flutningshætti sem ódýrastir væru á hverjum tíma. Ákvörðun ol- íufélagsins um að setja upp olíu- birgðastöð á stað þar sem engin slík hefði verið fyrir, á Krossanesi við Akureyri, gerði það að verkum að við ákvörðun kostnaðar við land- flutning á olíu á tiltekna sölustaði bæri stjórn sjóðsins að miða við flutning frá hinni nýju olíuhöfn í stað annarrar hafnar lengra frá út- sölustöðunum. Gilti þetta um endur- greiðslu flutningskostnaðar til olíu- félaganna allra þótt einungis eitt þeirra ætti aðgang að hinni nýju birgðastöð. Ekki gerð grein fyrir fjárkröfugerð Frávísunarkrafa stefnda, Flutn- ingsjöfnunarsjóður olíuvara reisti frávísunarkröfu sína m.a. á því að stefnandi gerði kröfu um viður- kenningardóm á því að tilteknar greiðslur, þ.e. flutningsjöfnun, sem hann hefði fengið frá sjóðnum, hefði átt að reikna á öðrum grundvelli en raun bar vitni. Sagði stefndi að Skeljungur hefði ekki gert neina grein fyrir því hvort og þá hvaða fjárkröfur hann hefði í hyggju að gera ef niðurstaðan yrði sú að fallist yrði á kröfu hans. Yrði því ekki með nokkru móti séð að hann ætti lög- varða hagsmuni af úrlausn um kröf- una. Í niðurstöðum dómsins er vísað til málavaxtalýsingar stefnda þar sem vísað er til tiltekins útreiknings endurskoðenda stefnda þar sem fram kom að á því tímabili sem deilt er um hafi olíufélögunum verið of- greitt í flutningsjöfnun fyrir þær hafnir sem Akureyri/Krossanes hafði áhrif á rúmar 62 milljónir króna. Dómurinn tiltók að í stefn- unni væri þetta atriði ekkert skýrt frekar en ráða mætti af skjölum málsins að af þessari fjárhæð hefði rúm 31 milljón króna gengið til Ol- íufélagsins hf., tæpar 19 milljónir til Olíuverslunar Íslands hf. en tæpar 12 milljónir til Skeljungs. Í bréfi lögmanns stefnanda til stjórnar stefnda kæmi fram að til að standa undir þessum röngu jöfnunar- greiðslum hefði öllum félögunum verið gert að innheimta gjald af seldu eldsneyti. Það gjald hefði ver- ið of hátt sem þessum mun næmi og hefði verið innheimt hjá félögunum í samræmi við stærð þeirra á mark- aðnum. Væri því ljóst að verulega hallaði á stefnanda í því efni. Sam- kvæmt útreikningi endurskoðenda stefnda frá 14. desember 2000 yrðu áhrifin þau, þegar miðað væri við flutningsjöfnunarsjóðsskylda gasol- íu olíufélaganna á öllu landinu á tímabilinu 1. desember 1998 til 31. október 1999, að hagnaður Olíufé- lagsins næmi rúmum 3 milljónum, hagnaður Olíuverslunar Íslands rúmum 1.300 þúsund krónum en tap stefnanda um 4,4 milljónir. Við munnlegan málflutning frávísunar- kröfu stefnda upplýsti lögmaður stefnanda að þessi fjárhæð sýndi augljóslega hina lögvörðu fjárhags- legu hagsmuni stefnanda. Dómurinn taldi að eins og stefnan í málinu væri úr garði gerð, yrði ekki betur séð en að hin umdeilda ákvörðun stefna hefði leitt til þess að stefnandi hefði fengið ofgreitt. Hvergi í stefnu væri vikið að þeim fjárhagslegu hagsmunum sem hald- ið var fram við málflutning um frá- vísunarkröfu að væru í húfi. Að mati dómsins skorti verulega á að gerð hefði verið grein fyrir því hverjir þeir hagsmunir væru sem stefnandi teldi að væru í húfi fyrir sig. Hjörtur O. Aðalsteinsson héraðs- dómari kvað upp dóminn. Kröfum gegn Flutningsjöfnunarsjóði olíuvara vísað frá Fjárhagslegir hags- munir Skeljungs óljósir ÁSGEIR Einarsson, framkvæmdastjóri Sindra, lést í gær, 74 ára að aldri. Hann fæddist 22. febrúar 1927 í Reykjavík, son- ur hjónanna Einars Ásmundssonar, for- stjóra Sindrastáls, og konu hans Jakobínu Hansínu Þórðardóttur. Ásgeir fór í Iðnskól- ann í Reykjavík og lauk þaðan prófi 1945. Hann lauk sveinsprófi í eldsmíði 1947 og vél- stjóraprófi frá Vélskól- anum í Reykjavík 1949 og raf- magnsdeild árið 1950. Ásgeir var aðstoðarvélstjóri á Gullfossi 1950–52, var framkvæmda- stjóri Sindrasmiðju hf. frá 1952–81 og jafnframt Sindra-Stáls hf. frá 1965 og Hringrásar hf. frá 1989. Ásgeir starfaði mikið að fé- lagsmálum. Hann átti sæti í stjórn Meistarafélags járniðnaðarmanna og sambandsstjórn Landssambands iðnaðarmanna og var virkur félagi í KR, sat í stjórnum ýmissa deilda félagsins og var for- maður handknattleiks- deildar um tíma. Ás- geir var einnig virkur félagi í Sjálfstæðis- flokknum. Hann sat í stjórn Heimdallar, hverfasamtaka sjálf- stæðismanna í Háaleit- ishverfi og í bygging- arnefnd Valhallar. Þá hefur hann setið í sóknarnefnd Grensás- sóknar og verið félagi í Lionshreyfingunni, formaður Lions- klúbbsins Þórs og svæðisstjóri, og fengið æðsta heiðursmerki Lions- hreyfingarinnar. Ennfremur hefur Ásgeir setið í stjórn Sindra-Stáls hf., Sindrasmiðju hf., Landsmiðj- unnar hf., Sindra hf. og Hringrásar hf. Eiginkona Ásgeirs er María Þur- íður Gísladóttir og eignuðust þau fimm börn. Andlát ÁSGEIR EINARSSON SVEINN Guðmundsson yfirlæknir hjá Blóðbankanum segir þá ráðstöf- un bankans, að meina hommum að gefa blóð, alls ekki tengda fordómum gagnvart hommum, eins og haldið er fram í lesendabréfi til Morgunblaðs- ins á sunnudag. Í bréfinu lýsir sam- kynhneigður karlmaður því er hann hugðist gefa blóð en var hafnað. Sveinn segir að Blóðbankinn fylgi samþykktum Evrópuráðsins þar sem blóðbönkum sé gert að fylgja ákveðnum fyrirmælum m.a. um val á blóðgjöfum. Reglur þess efnis að karlmenn, sem hafa haft samræði við annan karlmann megi ekki gefa blóð, hafa verið í gildi síðan um miðjan 9. áratuginn, eða þegar umræðan um eyðni hófst fyrir alvöru. „Þetta var byggt á faraldsfræðilegum rann- sóknum og hafði þau áhrif að áhætt- an á blóðbornu smiti minnkaði all- verulega,“ segir Sveinn. Hann bendir á að miklum umræðum í Bandaríkjunum 1999 og 2000 um að fella umræddar reglur úr gildi þar í landi, hafi lokið með því að fallið var frá tillögum þess efnis, þar sem far- aldsfræðilegar forsendur þótti skorta. „Á vettvangi Evrópuráðsins hefur verið rætt óformlega hvort ástæða sé til að fella umræddar reglur úr gildi, en þær gilda þó enn. Á meðan svo er, þá er Blóðbankanum á Ís- landi raunar skylt að framfylgja þessum ákvæðum með einhverjum hætti. Við gerum það með því að beina þeim tilmælum til einstaklinga sem þekkja sig að því að vera haldnir sprautufíkn, hafa notað þjónustu vændiskvenna eða eru karlmenn sem hafa haft samfarir við sama kyn, að gefa ekki blóð.“ Samkvæmt upplýsingum frá heil- brigðisráðuneytinu er ekki talin ástæða til að fella umræddar reglur úr gildi með sértækum aðgerðum. Er þetta gert í samráði við Land- lækni eftir fund ráðuneytisins og landlæknisembættisins í gær, þriðjudag. Yfirlæknir Blóðbankans Fylgja samþykktum Evrópuráðsins um val á blóðgjöfum SIGURBJÖRN Sveinsson, formað- ur Læknafélags Íslands, segir þriggja daga Frakklandsferð heim- ilislækna, sem gagnrýnd hefur verið sem mútuferð, í boði lyfjafyrirtæk- isins Faizer í vor, ekki stangast á við siðareglur Félags íslenskra heimilis- lækna. Hann segir að ekki hefði ver- ið unnt að ljúka vetrarlangri fræðsludagskrá, sem ferðin markaði lok á, hér á landi. „Markmið ferð- arinnar var fráleitt það, að verðlauna afreksmenn í lyfseðlaskriftum, eins og látið hefur verið í veðri vaka, held- ur fræðsla og kynning á starfi og vinnuaðstöðu franskra lækna. Það var ekki um að ræða heimsóknir til lyfjafyrirtækja eða auglýsingafundi um lyf. Inn á milli heimsókna voru stundaðar hjólreiðar, sem var fé- lagslegur þáttur á fræðsludag- skránni, enda óeðlilegt að menn van- ræki þann þátt fyrst verið er að þiggja svona fyrirgreiðslu á annað borð. Í siðareglum Félags íslenskra heimilislækna segir að læknar megi þiggja fræðslu erlendis sem kostuð er af lyfjafyrirtæki standist fræðslan almennar kröfur lækna.“ Ferðin til Frakklands var farin í lok vetrarlangrar fræðsludagskrár hérlendis, sem var samstarfsverk- efni heimilislækna og Faizers en dagskráin var skipulögð var af lækn- unum sjálfum. Frakklandsferðin var hugmynd frá Faizer. Aðspurður hví ekki var unnt að ljúka dagskránni á Íslandi án þess að fara til Frakklands segir Sigurbjörn, að þar sem markmið ferðarinnar hafi falist í heimsókn íslensku læknanna til franskra starfsbræðra sinna hafi ekki verið unnt að ljúka henni hér á landi. „Það er mjög vel þekkt að heil- brigðisstarfsfólk kynni sér aðstæður starfssystkina sinna í öðrum löndum, bæði til þess að læra nýja hluti og fá vissu fyrir því að það sé að stunda svipuð störf og aðrir í okkar heims- hluta,“ segir hann. Frakklandsferð heimilislækna Markmiðið að fræðast um störf franskra lækna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.