Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 49
stæði. Þá var yfirborðið skafið af Markarfljótsaurnum næst girðing- unni. Viti menn, í þessu raskaða landi varð líkt og sprenging. Birkið sáði sér líkt og því væri borgað fyr- ir, sama má segja um loðvíðinn og heldur þótti mér bætast í sjálfsáðu flóruna, þegar við fórum að finna fjölmargar ungplöntur af alaska- víði, sem við höfðum gróðursett í skjólbelti. Stærstu sjálfsáðu alaskavíðiplönturnar eru nú orðnar liðlega metra háar. En nú vandast málið. Er þetta Ís- lendingur eða út- lendingur? Á kannski að segja ís- lenskur, íslenskari og íslenskastur? Það er skemmst frá að segja, að ýmsar trjá- tegundir, sem rækt- aðar hafa verið í ís- lenskum görðum eða skógarlundum, geta vaxið upp af fræi ut- an ræktunarsvæða án þess að manns- höndin komi til, svo fremi fræið falli í hæfilega opinn jarð- veg, t.d. mela eða raskað land. Á Egilsstöðum er stórfalleg selja í vegarkanti, sjálfsagt komin úr garðinum við Egilsstaðabúið, all- mikið er af sjálfsáinni viðju og blendingum alaskavíðis meðfram Suðurlandsvegi, svo sem ofan Gunnarshólma og langleiðina upp á Sandskeið. Meðfram Reykjanes- brautinni svo sem við Kaplakrika og suður undir Kapelluhraun er töluvert af sjálfsáinni alaskaösp, viðju, alaskavíði og blendingum þar á milli. Sama er að segja um svæðið ofan álversins meðfram Krísuvík- urvegi. Í Borgarfirðinum frá Reyk- holtsdalsvegamótum að Bifröst er mikið af sjálfsáinni viðju og alaska- víði í vegköntum. Sjálfsáið lerki vex í nágrenni Guttormslundar á Hall- ormsstað og töluvert var um sitka- grenisplöntur við Sveinbjarnar- lund við Ártúnsholtið. Þær smá- plöntur hafa nú flestar horfið, líklega lent í görðum Reykvíkinga. Alls eru nálægt 10 trjátegundir, sem menn vita að getur fjölgað sér í óræktuðu landi án þess að maður- inn eigi hlut að máli. Auk víðiteg- unda og aspar, sem þegar eru nefndar, má telja sitkagreni, blá- greni og rauðgreni, stafafuru, bergfuru og broddfuru og lerki. Eru þetta þá ekki að verða íslensk- ar tegundir eða eiga þær að bera útlendinga-stimpilinn um aldur og ævi? Geta menn e.t.v. sæst á að kalla þær ílendar tegundir eða vilja menn nota slæðings-heitið, sem mér sjálfri finnst dálítið niðrandi. S. Hj. FRÁ því um miðjan júní hefur ein- göngu verið fjallað um trjákenndar plöntur í pistlinum Blómi vikunnar og það er því líklega kominn tími til að fjalla svolítið um íslenskar trjá- tegundir. Þetta var ósköp einfalt þegar ég var að byrja að fá áhuga á gróðri sem smástelpa. Það var birkið og fjalldrapinn og víðirinn og einirinn að ógleymdum reyninum. Þegar ég eltist fór málið að verða flóknara. Ég komst sem sé að því að heila trjátegund vantaði í upp- talninguna, blæöspina, sem fyrst var talið að yxi aðeins hjá Garði í Fnjóskadal, en finnst líka í Egils- staðaskógi og víðar á Austurlandi. Þetta með birkiættina var líka flóknara en virtist, þar sem birki og fjalldrapi geta æxlast innbyrðis. Fram kemur blendingur sem hefur verið kallaður skógviðarbróðir. Þarna koma fram einstaklingar sem hafa „birki“lauf en talsvert af rauðum haustlit fjalldrapans, þar sem arfhreint birki hefur gula haustliti. Þó tók fyrst stein- inn úr þegar farið var að skoða víðinn nánar. Grasvíðirinn litli er svo sem ósköp einfaldur, enda svo lágvaxinn, varla meira en 5 cm. Ég geri það stundum af skömmum mínum að vekja athygli út- lendra samferða- manna á honum og segi um leið að þetta sé nú minnsta tré á Íslandi. Þeir sem meiri þekkingu hafa á grjóti en gróðri stara á mig eins og naut á nývirki, er konan alvarlega biluð? Svo er það gulvíðirinn, sem getur verið allt að 8 m á Hallorms- stað en víða annarsstaðar varla í hné. Eins geta vaxið hlið við hlið runnar, þar sem allt að mánuður líður á milli laufgunar einstakling- anna. Gulvíðirinn er svo ótrúlega breytilegur að maður gæti jafnvel haldið að um margar tegundir væri að ræða. Svo er það grávíðir, loðvíðir og fjallavíðir. Nú er ég komin á hálan ís. Ég lærði nefnilega að loðni víðir- inn sem hefði rauða fræfla væri grá- víðir, en loðni víðirinn sem hefði gula fræfla væri loðvíðir. Svo þegar farið var að skoða latneska heitið á grávíðinum kom í ljós, að menn voru ekki vissir um hvað væri á ferðinni, hann var bæði kallaður Salix glauca og Salix callicarpaea. Nú hefur verið leyst úr þessum vanda. Víðirinn með rauðu fræflunum er nefnilega fjallavíðir, Salix arctica, en víðirinn með gulu fræflunum er Salix lanata, sem kalla má hvort sem er loðvíði eða grávíði, enda hefur það trúlega verið gert um aldir, löngu áður en grasafræðingarnir reyndu að koma skipulagi á hlutina. Jóhann Pálsson grasafræðingur gerir þessu mjög góð skil í grein sinni um víði og víði- ræktun á Íslandi í Skógræktarritinu 1997. Á sumarbústaðalandi okkar hjónanna vex bæði grasvíðir, loð- víðir, gulvíðir og fjallavíðir, en síð- ustu ár hefur ný víðitegund skotið upp kollinum. Fyrir um 5 árum var ýtt upp malargarði sem girðingar- Sjálfsáinn alaskavíðir. KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 49 VIKUNNAR BLÓM Um s j ó n S i g r í ð u r H j a r t a r 464. þáttur Íslenskar trjátegundir? „VÍST mun vorið koma“ í Þorláks- kirkju föstudagskvöld 9. nóvember kl. 20:30. Dægurlagatónlist með kristilegu ívafi. Flytjendur Skál- holtskórinn, Kór ML, Kór Skál- holtshátíðar. Hilmar Örn Agn- arsson stjórnar. Einsöngvarar Páll Rósinkranz og Maríanna Másdóttir. Texti tónverksins er byggður á Op- inberunarbók Jóhannesar. Séra Tómas Guðmundsson les texta úr Opinberunarbókinni. Barna- og foreldramorgnar miðvikudaga kl. 10:00. TTT starf sunnudaga kl. 19:30. Biblíulestrar fimmtudaga kl. 20:00. Sóknarprestur. Sumarkirkja að vetri í Fáskrúðsfirði Á LIÐNU sumri hófst starfsemi Sumarkirkjunnar að frumkvæði hjónanna Þorvalds Halldórssonar söngvara og Margrétar Scheving. Þau störfuðu með prestum landsins að helgihaldi með óhefðbundnum hætti jafnt sem hefðbundnum. Á Þingvöllum og Laugarvatni, þar sem sr. Þórey Guðmundsdóttir þjónaði þá, voru nokkrar sam- verustundir, sem voru blanda af tónleikum og helgihaldi. Þetta var ákaflega vel heppnað og nú ætla þau þrjú að endurtaka leikinn á Fá- skrúðsfirði í vikunni. Á fimmtudagskvöld kl. 20.00 verða þau í Fáskrúðsfjarðarkirkju, á föstudag kl. 16.00 verður barna- og ungmennastund á sama stað. Um kvöldið verður samvera á dval- arheimilinu Uppsölum á Fáskrúðs- firði. Sumarkirkjan að vetri býður alla velkomna til samverustundanna á meðan húsrúm leyfir, hvaðanæva að og á þá stund, sem hentar hverj- um og einum best. Samverustund- irnar eru í boði Fáskrúðsfjarð- arkirkju, en lögð er áhersla á að utansóknarfólk er ekki síður vel- komið. Biskup situr fyrir svörum Í KVÖLD, miðvikudagskvöld, kl. 20 mun biskup Íslands, herra Karl Sig- urbjörnsson ræða og sitja fyrir svörum í Hallgrímskirkju um efni hirðisbréfs síns, Í birtu náðarinnar. Undanfarin miðvikudagskvöld hef- ur leshópur verið að ræða efni bréfsins og undirbúa umræðuna. Í hirðisbréfinu er gripið á fjölmörg- um atriðum sem varða framtíð kirkjunnar og starf hennar í breyttu þjóðfélagi á 21. öld og má gera ráð fyrir að marga fýsi að ræða við biskup um þau efni. Allir eru velkomnir. „Víst mun vorið koma“ í Þorlákskirkju Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða í dag kl. 13. Handavinna, spil, föndur og gam- anmál. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 562-2755. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12. Samverustund aldraðra kl. 14. Bibl- íulestur, bænastund, kaffiveitingar og samræður. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12. Starf fyrir 9–10 ára börn kl. 16. Starf fyrir 11–12 ára börn kl. 17.30. Háteigskirkja. Morgunbænir kl. 11. Súpa og brauð kl. 12 í hádegi í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilis. Brids kl. 13 fyrir eldri borgara. Yngri deild barnakórsins æf- ir kl. 16.30 undir stjórn Birnu Björnsdóttur. Kórinn er ætlaður börnum úr 1.–3. bekk. Eldri deild barnakórsins æfir kl. 17.30 undir stjórn Birnu Björnsdóttur. Kórinn er ætlaður börnum úr 4.–6. bekk. Kvöldbæn- ir kl. 18. Langholtskirkja. Heilsuhópurinn hittist kl. 11–12 í Litla sal. Kaffispjall, heilsupistill, létt hreyfing og slökun. Kyrrðar- og fyrir- bænastund í kirkjunni kl. 12–12.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests og djákna í síma 520-1300. Kærleiksmáltíð kl. 12.30. Matarmikil súpa, brauð og álegg kr. 500. Samvera eldri borgara kl. 13–16. Kaffi og smákökur, söngstund með Jóni Stefánssyni, tekið í spil, málað á dúka og keramik í stóra sal. Upplestur sr. Tómasar Guðmundssonar (kl. 13.30– 15.15) á Bör Börsson í Guðbrandsstofu í anddyri kirkjunnar. Boðið er upp á akstur heiman og heim fyrir þá sem komast ekki að öðrum kosti til kirkju. Verið öll hjart- anlega velkomin. Foreldra- og barnamorg- unn á morgun, fimmtudag. Upplestur, söngstund, kaffispjall. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45– 7.05. Kirkjuprakkarafundur kl. 14.10– 15.30 ætlaður börnum í 1.–4. bekk. Ferm- ingartími kl. 19.15. Unglingakvöld Laug- arneskirkju og Þróttheima kl. 20. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10. Kaffi og spjall. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. 7 ára starf kl. 14. Öll börn í 2. bekk velkom- in. Skráning í síma 511-1560. Opið hús kl. 16. Spjallað yfir kaffi og meðlæti. Fræðsla um Davíðssálma kl. 17 í umsjón sr. Franks M. Halldórssonar. Bænamessa kl. 18. Prestur sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Árbæjarkirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Org- elspil, söngur, fyrirbænir og heilög kvöld- máltíð. Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir gegn vægu verði. Opið hús fyrir aldr- aða frá kl. 13–16. Kirkjuprakkarar kl. 17– 18. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10. Helgistund kl. 11. Unglingadeild Digranes- kirkju og KFUM&K, 13–16 ára kl. 20. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12 með altarisgöngu og fyrirbænum. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. KFUM fyrir drengi 9–12 ára kl. 17.30– 18.30. Kirkjukrakkar í Rimaskóla fyrir börn 7–9 ára kl. 18–19. Æskulýðsfélag Engja- skóla fyrir börn í 8.–9. bekk kl. 20–22. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17. Litlir læri- sveinar í Lindaskóla kl. 17. Kópavogskirkja. Starf með 8–9 ára börn- um í dag kl. 16.45–17.45 í safnaðarheim- ilinu Borgum. Starf með 10–12 ára börn- um TTT á sama stað kl. 17.45–18.45. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni og í síma 567-0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar – foreldr- astundir. Nú er búið að breyta foreldra- morgnum sem verið hafa kl. 10 á fimmtu- dögum í foreldrastundir sem verða framvegis á fimmtudögum kl. 13–15. Þá gefst kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra með ung börn til að koma saman og eiga skemmtilega samveru í safnaðar- heimili kirkjunnar. Bessastaðasókn. Dagur kirkjunnar í Haukshúsum í boði Bessastaðasóknar. Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra barna, kl. 10–12. Heitt á könnunni. Fjöl- mennum. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13–16 í samstarfi við Félag eldri borgara á Álftanesi. Notalegar samverustundir með fræðslu, leik, söng og kaffi. Auður og Er- lendur sjá um akstur á undan og eftir. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljós- broti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Foreldramorgnar á fimmtudögum kl. 10–12. Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13:00. Helgistund, spil og kaffiveitingar. Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Lágafellsskóla á miðvikudögum frá kl. 13.15–14.30. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25, súpa, salat og brauð á vægu verði. Allir aldurshópar. Umsjón Ólafur Oddur Jónsson. Æfing Kórs Keflavíkurkirkju frá kl. 19.30–22.30. Stjórnandi Hákon Leifs- son. Fundur hjá verðandi áfallateymi Suð- urnesja kl. 16. Alfanámskeið í Kirkjulundi kl. 19 og lýkur í kirkjunni um kl. 22. Njarðvíkurkirkja (Innri-Njarðvík). Foreldra- morgun í safnaðarheimilinu í dag miðviku- dag frá kl. 10.30–11.30. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Biblíulestrar fimmtudag kl. 20 í umsjá Ástríðar Helgu Sigurðardóttur guðfræðings. Farið verður í Jóhannesarguðspjall. Fyrirbænasamvera fimmtud. kl. 19. Fyrirbænaefnum er hægt að koma áleiðis að morgni fimmtudagsins milli kl. 10 og 12 í síma 421-5013. Spila- kvöld aldraðra fimmtudag kl. 20. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 11 helgistund á Hraunbúðum. Allir velkomnir. Kl. 20 Aglow-fundur í safnaðarheimilinu. Kl. 20 opið hús unglinga í KFUM&K-húsinu við Vestmannabraut. Hvalsneskirkja. Taize-helgistund kl. 20.30. Boðið upp á kaffi eftir stundina. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Fjölskyldu- samvera kl. 18 sem hefst með léttri mál- tíð á vægu verði. Kl. 19 er kennsla og þá er skipt niður í deildir. Það er krakkaklúbb- ur fyrir krakka 2–12 ára, unglingafræðsla fyrir 13–15 ára unglinga, fræðsla fyrir ungt fólk á aldrinum 16–20 ára. Þá er grunn- fræðsla en þar eru kennd undirstöðuatriði kristinnar trúar. Síðan er kennsla á ensku. Einnig eru til skiptis biblíulestrar, bæna- stundir og vitnisburðarstundir. Það eru all- ir hjartanlega velkomnir að koma og vera með okkur. Kristniboðssalurinn. Samkoma í kvöld kl. 20.30. Kristín Bjarnadóttir talar. Ólöf Inger Kjartansdóttir syngur einsöng. Allir vel- komnir. Safnaðarfélag Digraneskirkju heldur fund í safnaðarsal fimmtudaginn 8. nóvember kl. 20.30. Katla Ólafsdóttir og Frosti Bjarnason segja frá Kenýaferð frá í vor. Kaffiveitingar að loknum fundi. Allir eru velkomnir. Safnaðarstarf Þorlákskirkja í Þorlákshöfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.