Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 25 SHIMON Peres, utanríkisráð- herra Ísraels, sagði í gær að enginn árangur hefði orðið af viðræðum hans við Yasser Ara- fat, leiðtoga Palestínumanna, í Brussel á mánudagskvöld. Kvað Peres þó ekki alla von úti um frið í Mið-Austurlöndum. Peres sagði í viðtali við út- varpsstöð ísraelska hersins í gær að hann og forsætisráð- herrann Ariel Sharon væru að leggja síðustu hönd á drög að friðarsamkomulagi, er ætlað væri að binda enda á uppreisn Palestínumanna, sem staðið hefur í þrettán mánuði. Þrír Palestínumenn og for- ingi í Ísraelsher féllu í átökum nálægt borginni Nablus á Vest- urbakkanum í gær. Palestínsk- ir byssumenn gerðu ísraelskum herflokki fyrirsát og braust þá út harður skotbardagi, sem stóð í heila klukkustund. Nýtt tilbrigði verst lyfjum UPPGÖTVAST hefur ný gerð af HIV-veirunni, er veldur al- næmi, og virðist hún vera mun færari en fyrri gerðir við að stökkbreytast með þeim hætti að lyf virki síður á hana. Greint er frá uppgötvuninni í bandarísku læknariti í gær. Ný mótefni gegn svonefndum retroveirum hafa reynst vel í baráttunni við HIV-veiruna og hafa haldið lífi í sjúklingum án þess þó að uppræta sýkinguna. En veiran breytir sífellt gena- uppbyggingu sinni og lagar sig þannig að lyf virki síður gegn henni. Nýjasta gerð veirunnar hefur fundist í fjölda sjúklinga í Bandaríkjunum, og getur hún bæði fjölgað sér auðveldlega og stökkbreyst hratt. Samkomulag fyrir bí SEX af þeim átján ríkjum Bandaríkjanna, sem ásamt al- ríkisstjórninni standa að mál- sókn gegn Microsoft-tölvuris- anum vegna meintra brota á samkeppnislögum, höfnuðu í gær samkomulagi, er banda- ríska dómsmálaráðuneytið og Microsoft náðu í síðustu viku. Málaferlin hafa staðið í þrjú og hálft ár. Ríkin sex, sem höfn- uðu samkomulaginu, vilja að úrskurðað verði í málinu fyrir dómstólum og lögmaður Micro- soft sagði fyrirtækið ekki reiðubúið að halda áfram samn- ingaviðræðum við þau. Stærsta frí- verslunar- svæði heims LEIÐTOGAR aðildarríkja ASEAN, samtaka Suðaustur- Asíuríkja, staðfestu í gær þá ætlun sína að koma á fót frí- verslunarsvæði með þátttöku Kínverja og Suður-Kóreu- manna. Fríverslunarsvæðið yrði það stærsta í heimi og tæki yfir svæði þar sem nú búa um tveir milljarðar manna. Fulltrúar ASEAN-ríkja lýstu samkomu- laginu sem sögulegu, en tóku fram að áformin yrðu ekki að veruleika fyrr en eftir tíu ár hið minnsta. STUTT Enginn árangur í Brussel ÍBÚAR á Kúbu unnu í gær að því að lagfæra skemmdir sem fellibyl- urinn Michelle olli á sunnudag. Enn var rafmagnslaust á um helmingi eyjarinnar í gær, þar á meðal í stærstum hluta höfuðborg- arinnar Havana, og víða var auk þess lokað fyrir vatn og gas. Michelle varð tólf manns að bana í nokkrum ríkjum Mið- Ameríku og á Jamaica í síðustu viku. Verulega dró úr styrk felli- bylsins eftir að hann gekk yfir Kúbu og varð hans varla vart á Flórída. Skemmdir lagfærðar Reuters Havana. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.