Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 25
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 25
SHIMON Peres, utanríkisráð-
herra Ísraels, sagði í gær að
enginn árangur hefði orðið af
viðræðum hans við Yasser Ara-
fat, leiðtoga Palestínumanna, í
Brussel á mánudagskvöld.
Kvað Peres þó ekki alla von úti
um frið í Mið-Austurlöndum.
Peres sagði í viðtali við út-
varpsstöð ísraelska hersins í
gær að hann og forsætisráð-
herrann Ariel Sharon væru að
leggja síðustu hönd á drög að
friðarsamkomulagi, er ætlað
væri að binda enda á uppreisn
Palestínumanna, sem staðið
hefur í þrettán mánuði.
Þrír Palestínumenn og for-
ingi í Ísraelsher féllu í átökum
nálægt borginni Nablus á Vest-
urbakkanum í gær. Palestínsk-
ir byssumenn gerðu ísraelskum
herflokki fyrirsát og braust þá
út harður skotbardagi, sem
stóð í heila klukkustund.
Nýtt tilbrigði
verst lyfjum
UPPGÖTVAST hefur ný gerð
af HIV-veirunni, er veldur al-
næmi, og virðist hún vera mun
færari en fyrri gerðir við að
stökkbreytast með þeim hætti
að lyf virki síður á hana.
Greint er frá uppgötvuninni í
bandarísku læknariti í gær. Ný
mótefni gegn svonefndum
retroveirum hafa reynst vel í
baráttunni við HIV-veiruna og
hafa haldið lífi í sjúklingum án
þess þó að uppræta sýkinguna.
En veiran breytir sífellt gena-
uppbyggingu sinni og lagar sig
þannig að lyf virki síður gegn
henni. Nýjasta gerð veirunnar
hefur fundist í fjölda sjúklinga í
Bandaríkjunum, og getur hún
bæði fjölgað sér auðveldlega og
stökkbreyst hratt.
Samkomulag
fyrir bí
SEX af þeim átján ríkjum
Bandaríkjanna, sem ásamt al-
ríkisstjórninni standa að mál-
sókn gegn Microsoft-tölvuris-
anum vegna meintra brota á
samkeppnislögum, höfnuðu í
gær samkomulagi, er banda-
ríska dómsmálaráðuneytið og
Microsoft náðu í síðustu viku.
Málaferlin hafa staðið í þrjú
og hálft ár. Ríkin sex, sem höfn-
uðu samkomulaginu, vilja að
úrskurðað verði í málinu fyrir
dómstólum og lögmaður Micro-
soft sagði fyrirtækið ekki
reiðubúið að halda áfram samn-
ingaviðræðum við þau.
Stærsta frí-
verslunar-
svæði heims
LEIÐTOGAR aðildarríkja
ASEAN, samtaka Suðaustur-
Asíuríkja, staðfestu í gær þá
ætlun sína að koma á fót frí-
verslunarsvæði með þátttöku
Kínverja og Suður-Kóreu-
manna.
Fríverslunarsvæðið yrði það
stærsta í heimi og tæki yfir
svæði þar sem nú búa um tveir
milljarðar manna. Fulltrúar
ASEAN-ríkja lýstu samkomu-
laginu sem sögulegu, en tóku
fram að áformin yrðu ekki að
veruleika fyrr en eftir tíu ár hið
minnsta.
STUTT
Enginn
árangur í
Brussel
ÍBÚAR á Kúbu unnu í gær að því
að lagfæra skemmdir sem fellibyl-
urinn Michelle olli á sunnudag.
Enn var rafmagnslaust á um
helmingi eyjarinnar í gær, þar á
meðal í stærstum hluta höfuðborg-
arinnar Havana, og víða var auk
þess lokað fyrir vatn og gas.
Michelle varð tólf manns að
bana í nokkrum ríkjum Mið-
Ameríku og á Jamaica í síðustu
viku. Verulega dró úr styrk felli-
bylsins eftir að hann gekk yfir
Kúbu og varð hans varla vart á
Flórída.
Skemmdir
lagfærðar
Reuters
Havana. AP.