Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                                 !!"#$% &#'% !!()*+** !!    ,,       - ..     // .       //    BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. MIKIÐ er ég orðinn þreyttur að hugsa til þess hvernig þig starfið. Þið dragbítar eruð þetta undarlega fólk, sem þykist vera að semja við tónlistarskólakennara. Fyrir um það bil 12 árum voru tónlistarskólakennaralaun nokkuð svipuð þeim sem greidd voru fram- haldsskólakennurum. Á þeim tíma sem liðinn er hafa grunnskólakenn- arar farið þónokkuð fram úr tónlist- arskólakennurum. Framhaldsskóla- kennarar hafa hámarks vinnuskyldu 560 klst. á námsárinu, en grunn- skólakennarar 672 klst. Hvorir tveggju fá skertan vinnutíma þegar árin færast yfir. Tónlistarskóla- kennarar kenna hins vegar 702 klst. – 30 stundum lengur en grunnskóla- kennarar. Báðir hærri flokkarnir eru vel að sínum launum komnir og ættu kannski meira skilið. Það er langt síðan samningavið- ræður hófust við tónlistarskóla- kennara en það sem af er hafa fund- irnir leiðst út í þras sem engu máli skiptir. Má þar nefna að þið, drag- bítarnir, hafið talið að tvær vikur (eða voru þær fjórar?) skorti upp á að reglur séu uppfylltar. Er þetta ekki dálítið skondið þegar við skil- um fleiri stundum til nemenda á þessum styttri tíma? Nemendur okkar í Söngskólanum í Reykjavík eru margir í öðrum skólum samtímis, en aðrir við ýmis störf. Það kemur stórum hópi nem- enda vel að vorprófin hjá okkur eru í fyrra lagi því það gefur þessum nemendum svigrúm til að undirbúa sig fyrir próf í öðrum skólum. Þetta hefðuð þið, dragbítar, átt að kynna ykkur áður en þið fóruð að kasta ryki í allar áttir. Enn eitt kom mér á óvart þegar ég sl. haust heyrði það haft eftir formanni ykkar að hann hefði ekkert umboð til þess að semja. Þegar Garðar Cortes, skóla- stjórinn okkar, ræddi þessi mál við borgarstjórann okkar, hana Ingi- björgu Sólrúnu – þessa elsku – virt- ist hún koma af fjöllum. Það er ótrúlegt að formaður samninga- nefndar hafi ekki umboð til að semja, því án þess á hann ekkert er- indi í samninganefnd. Ef hann hins vegar sagði þetta ósatt er ég alveg gáttaður því formaðurinn er í báðar ættir kominn af heiðarlegu fólki, sem ekki mátti vamm sitt vita. En tímarnir breytast og sumir af mönn- um með. Lengi hélt ég að einhverjir í dragbítahópnum ykkar hlytu að vera sæmilega skynsamir. Sú von brást þó þegar þið settuð fram þá kröfu að skólastjórar tónlistarskól- anna skyldu kenna meðan á verk- fallinu stæði. Þetta er svo fáránlegt að engu tali tekur. Það er svo aug- ljóst að það er ómögulegt. Hvernig eiga skólastjórar, sem leika á píanó að kenna á strengjahljóðfæri? Hvernig ætti Garðar Cortes að kenna yfir 100 nemendum söng? Væri það heiðarleg framkoma af þeirra hálfu ef þeir tækju 10–15 nemendur „í læri“ en létu aðra róa. Hvernig haldið þið að andrúmsloftið yrði í skólunum ef slíku misrétti væri beitt? Ég fer að halda að ykk- ur sé ekki sjálfrátt. Ætli þetta sé ekki nóg að sinni. Að lokum tek ég það fram að ég fletti upp í Samheitaorðabókinni áð- ur en ég sendi dragbítunum þessa kveðju. Það gladdi mig að sjá að þar stóð: „Dragbítur: – fyrirstaða – hamla – og svo það sem mér þótti vænst um – afturhaldsgaur! Bestu kveðjur með von um gáfu- lega úrlausn. Ykkar einlægur, GUÐMUNDUR JÓNSSON söngvari. Kæru dragbítar Frá Guðmundi Jónssyni: „HAFIÐ bílabænina í bílnum og orð hennar hugföst þegar þið akið.“ Auglýsing með þessum orðum hef- ur verið á síðum Morgunblaðsins í hartnær þrjátíu ár. Bílabænin var gefin út stuttu eftir að Orð dagsins fór af stað á Akureyri en það er kristilegur símsvari sem hægt er að hringja í og hlusta á hugvekju talaða út frá Guðs orði. Bænin var hugsuð sem fjáröflun fyrir Orð dagsins og hefur útgáfa hennar gengið vel í gegnum árin og alla tíð verið vandað til hennar. Undanfarna daga hafa orðið mikil óhöpp í umferðinni og mikar hörmungar gengið yfir og ungt fólk í blóma lífsins hefur látist. Það sem hefur verið að gerast á undan- förnum misserum er að þeir eru fleiri sem látast í umferðinni í einu þegar slysin verða. Tveir eða fleiri hafa dáið þegar slysin verða. Of mikill hraði miðað við aðstæður er í flestum til- fellum orsök slysanna. Hámarks- hraði, sem leyfður er, er alveg nógu hár og ef eitthvað er ætti hann að vera lægri yfir vetrartímann. Núna þegar veturinn skellur á og dagurinn styttist og öll skilyrði til aksturs breytast mörgum sinnum á dag er nauðsynlegt að hafa athyglisgáfuna í lagi og vera ætíð vel upplagður þegar farið er að keyra. Það er mjög gott áður en byrjað er að keyra að eiga hljóða stund og hafa stutta bæn áður en keyrt er. Það er ekki gott að vera alltaf á síðustu stundu áður en farið er í vinnuna. Vendu þig á að eiga góða morgunstund hún gefur þér gull í mund. Yfirskrift þessarar greinar er minnstu ábyrgðar þinnar. Bílabænin biður Drottin Guð að minna bílstjór- ann á ábyrgð og biður hann um vernd. Ábyrgð er ætíð mikil hjá öllum bílstjórum, sem aka bíl um vegi þessa lands. Megi Drottinn Guð blessa þig og gæta þín á öllum vegum þínum. JÓN ODDGEIR GUÐMUNDSSON, Glerárgötu 1, Akureyri. „Minnstu ábyrgðar þinnar“ Frá Jóni Oddgeiri Guðmundssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.