Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 22
ERLENT
22 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LOFTÁRÁSIRNAR í Afganistan
hafa valdið hersveitum talibana-
stjórnarinnar „verulegu“ tjóni og
þrengt mjög að starfsemi al-Qaeda,
hryðjuverkasamtaka Osama bin
Ladens. Kom þetta fram hjá tals-
manni bandaríska varnarmálaráðu-
neytisins í fyrradag en hann sagði, að
meðal annars af þessum sökum yrði
ekkert hlé gert á árásunum í ramad-
an, föstumánuði múslíma. Norður-
bandalagið náði í gær á sitt vald hér-
aði og bæ rétt fyrir sunnan borgina
Mazar-i-Sharif í kjölfar mikilla loft-
árása Bandaríkjamanna.
John Stufflebeem aðmíráll og tals-
maður bandaríska varnarmálaráðu-
neytisins sagði, að verulegt mannfall
hefði orðið í herliði talibana þótt þeir
hefðu ekki mörg orð um það sjálfir.
Sagði hann, að víða væru þeir orðnir
ófærir um að svara fyrir sig og sýndi
það best hve loftárásirnar hefðu ver-
ið áhrifaríkar. Þá væri líka ljóst, að
árásirnar hefðu lamað verulega
starfsemi al-Qaeda.
„Við höfum sprengt upp þjálfunar-
búðir bin Ladens, eyðilagt fjar-
skiptanetið og höldum uppi árásum á
hella, sem vitað er, að al-Qaeda notar
eða hefur notað. Við vitum, að liðs-
menn samtakanna geta ekki lengur
athafnað sig að vild í Afganistan
vegna þess, að við þjörmum að þeim
um allt landið,“ sagði Stufflebeem og
bætti við, að meðal annars vegna
þessa yrði ekkert lát á árásunum í
föstumánuðinum. Ekki stæði til að
gefa liðsmönnum al-Qaeda tækifæri
til að endurskipuleggja sig.
Næstum sjö tonna
þungar sprengjur
Donald H. Rumsfeld, varnarmála-
ráðherra Bandaríkjanna, sagði í
fyrradag er hann kom úr ferð til
fimm nágrannaríkja Afganistans, að
bandarískum sérsveitarmönnum í
Afganistan hefði verið fjölgað en þó
er talið, að þeir séu enn innan við 100
talsins. Sagði hann, að með þeirra
hjálp væru loftárásirnar nú miklu
nákvæmari en áður en Bandaríkja-
menn beita nú sumum öflugustu
vopnum sínum í Afganistan. Meðal
þeirra er næstum sjö tonna þung
sprengja, sem brennir allt til kaldra
kola í 546 metra fjarlægð. Banda-
ríkjamenn varpa einnig til jarðar
flugritum með ýmiss konar áróðri,
meðal annars mynd af Mohammed
Omar, leiðtoga talibanastjórnarinn-
ar, og af númersplötunni á bílnum,
sem hann notar. Yfir myndinni
stendur: „Við fylgjumst með.“
Afnot af herstöðvum í
nágrannaríkjunum
Viðræður Rumsfelds við ráða-
menn í nágrannaríkjum Afganistans
báru meðal annars þann árangur, að
líklega munu Bandaríkjamenn fá af-
not af þremur fyrrverandi sovéskum
herstöðvum í Tadsíkístan. Munu þær
og herstöðvar í Úsbekístan og jafn-
vel víðar auðvelda vista- og her-
gagnaflutninga til Norðurbanda-
lagsins, sem er illa vopnum búið og
hefur á að skipa miklu færri her-
mönnum en talibanar. Frá þessum
herstöðvum verður líka miklu hæg-
ara að gera árásir á talibanasveitirn-
ar. Til þessa hafa flestar bandarísku
flugvélarnar komið frá flugmóður-
skipum á Arabíuflóa en langfleygu
sprengjuflugvélarnar frá eyju í Ind-
landshafi eða jafnvel alla leið frá
Bandaríkjunum. Einnig er stefnt að
því að koma upp stöðvum í Afganist-
an, í Golbahar og í Bagram, sem er
fyrir norðan Kabúl. Ræður Norður-
bandalagið flugstöðinni þar en getur
ekki notað hana vegna þess hve víg-
lína talibana er skammt undan.
Leiðin til Mazar-i-Sharif
rudd með loftárásum
Hersveitir Norðurbandalagsins
náðu í gær á sitt vald nokkrum bæj-
um, þar á meðal bænum Kisindeh,
fyrir sunnan hina mikilvægu borg
Mazar-i-Sharif en áður höfðu banda-
rískar flugvélar rutt þeim brautina
með áköfum árásum. Talsmaður
bandalagsins sagði, að um 200 liðs-
menn talibana hefðu legið í valnum
eftir átökin og 400 gengið þeim á
hönd, þar á meðal fimm mikilvægir
foringjar. Á mánudag náði Norður-
bandalagið Zaray, öðru héraði á
þessum sömu slóðum.
Abdullah Abdullah, utanríkisráð-
herra Norðurbandalagsins, sagði í
gær, að hersveitir þess væru nú að-
eins í 20 km fjarlægð frá Mazar-i-
Sharif en yfirráð yfir þeirri borg
jafngilda næstum yfirráðum yfir öll-
um norðurhluta Afganistans. Banda-
ríkjamenn leggja mikla áherslu á, að
bandalagið nái sem stærstu svæði
áður en veturinn lætur til sín taka
fyrir alvöru en þá lokast vegir vegna
snjóa og aðdrættir verða erfiðir.
Reuters
Sprengja, sem varpað var úr bandarískri herflugvél, springur við stöðv-
ar talibana í Kohbacha, um 25 km norður af Kabúl, í gær.
Talibanar bíða ósigra
í kjölfar loftárása
Talsmenn Bandaríkjastjórnar segja árásirnar hafa
valdið talibönum og al-Qaeda-samtökunum miklu tjóni
Washington, Bagram. AP, AFP.
STRÍÐIÐ í Afganistan er rétt ný-
hafið en þrátt fyrir það eru sér-
fræðingar teknir að leggjast yfir
áætlanir um uppbyggingu landsins
eftir að ófriðnum lýkur. Þykir sýnt
að þar sé um að ræða eitt stærsta
verkefni sögunnar á þessu sviði.
Á vegum Þróunarbanka Asíu
(Asian Development Bank, ADS)
er nú unnið að gerð slíkra áætlana,
að sögn forstjórans, Tadao Chino.
Hann er þegar tekinn að ræða
nauðsyn þess að myndaður verði
sjóður með framlögum ríkja en
bankinn sjái um vörslu hans og
rekstur.
„Síðustu 20 árin hefur engin
fjárfesting átt sér stað í Afganist-
an og þar af leiðandi engin upp-
bygging. Saga landsins síðustu 20
árin er saga þrotlausrar eyðilegg-
ingar,“ segir Chino og leggur
áherslu á þær hörmungar sem
fylgt hafi tíu ára hersetu Sovét-
manna og borgarastríðinu í kjölfar
hennar, sem stóð í áratug til við-
bótar.
„Dapurlegar tölur“
„Allar tölur sem fyrir liggja um
þetta samfélag eru dapurlegar
mjög,“ segir Chino. „Ég varð nán-
ast fyrir áfalli þegar ég gerði mér
ljóst að 149 af hverjum 1.000 ný-
fæddum börnum deyja. Ástandið
er hvergi verra í heiminum. Konur
geta vænst þess að lifa í 47 ár í
þessu landi, karlarnir í 45, læsi
mælist eingöngu 32% og einungis
sex prósent afgönsku þjóðarinnar
eiga öruggan aðgang að drykkjar-
vatni,“ bætir hann við.
Chino segir ekki tímabært að
leggja mat á hversu mikið upp-
bygging í Afganistan muni kosta.
Ónefndur vestrænn embættismað-
ur sem sat fund með forseta bank-
ans í Islamabad á mánudag segir
að til umræðu séu upphæðir sem
mörgum muni þykja „skelfilegar“.
„Þeir sem sóttu fundinn sýndu
málinu áhuga en því fer fjarri að
nokkuð hafi verið ákveðið varðandi
uppbyggingu í Afganistan. Þetta
verður mun stærra verkefni en
uppbygging Kambódíu eða Kós-
óvó. Þetta mun taka meira en 20
ár eftir að ófriðnum lýkur,“ segir
þessi heimildarmaður.
Engin aðstoð frá 1979
Sérfræðingur á sviði alþjóðlegr-
ar þróunarhjálpar telur að um eins
milljarðs Bandaríkjadala, um 100
milljarða króna, verði þörf í þessu
skyni. Og þá er aðeins átt við bein
fjárframlög. Uppbygging í Kambó-
díu hafi á sínum tíma kostað meira
en 500 milljónir dala á árunum
1993–2000. Í Kósóvó er þörf á
mörgum milljörðum dala en litlir
fjármunir hafa safnast til þess
verkefnis.
Afganistan hefur átt aðild að
Þróunarbanka Asíu frá árinu 1966.
Á árunum 1970 og fram til inn-
rásar Sovétmanna árið 1979 fékk
landið um 100 milljónir dala að
láni. Frá árinu 1979 hefur ekkert
fjármagn á vegum bankans verið
veitt til Afganistans. Glundroðinn
og upplausnin hefur aukist ár frá
ári.
Chino segir að fyrsti liður áætl-
unar um uppbyggingu þurfi að
taka til samgangna þannig að unnt
sé að koma hjálpargöngum inn í
landið og huga að heilsu íbúanna,
einkum kvenna og barna. Koma
þurfi upp vatnshreinsistöðvum og
hjálparskýlum fyrir fólk sem vafri
um landið í allsleysi sínu.
Síðan þurfi að hyggja að eig-
inlegri uppbygginu í landinu, vega-
kerfi, orkuveitum, landbúnaði og
áveitukerfum.
Vilja hafa forustu
Um kostnaðinn vill Chino ekk-
ert segja. „Hér á bæ er mikill vilji
fyrir því að koma afgönsku þjóð-
inni til hjálpar. Við erum því að
búa okkur undir þann dag þegar
við getum loks látið til okkar taka.
Vilji þjóðir heims láta fé af hendi
rakna og aðstoða okkur er það
okkur sönn ánægja að taka forustu
í þessu máli.“
Uppbygging tekur áratugi
Islamabad. AFP.
!
!
"
#
$
"
%&
'
&(
)
*
!
+
,(((
-
)
.
/((
-
)
0
#
#
!!
)
1
)
2(
"
)
.
/4,
) 4
5
"
"
6"
"
7 *
4
%8(
)
6
#
"
"
"
%4/
!
)
# "
"
"4
9
.
:
%;<&
%;;%
9
&((
! "#$
7
0
=
#
"
. %&
6
9
"
*
"
*> 7-
)
"
BANDARÍSKIR embættismenn
skýrðu frá því í gær að miltis-
brandsgró hefðu greinst í póstpoka,
sem sendur var frá póstmiðstöð
bandaríska utanríkisráðuneytisins
til ræðismannsskrifstofu Bandaríkj-
anna í Jekaterinburg. Er þetta
fyrsta tilfelli miltisbrands sem
greinst hefur í Rússlandi síðan milt-
isbrandsárásirnar í Bandaríkjunum
hófust fyrir mánuði.
Ræðismannsskrifstofan lét rann-
saka innihald sex póstpoka, sem bár-
ust 25. október sl., eftir að banda-
ríska utanríkisráðuneytið gerði
viðvart um að starfsmaður póst-
flokkunarstöðvar ráðuneytisins í
Virginíu-ríki hefði greinst með milt-
isbrand. Fyrstu rannsóknir leiddu
ekkert óeðlilegt í ljós, en við frekari
skoðun greindust miltisbrandsgró í
einum póstpokanna. Magnið reynd-
ist þó vera lítið.
Nokkrir tugir manna starfa á ræð-
ismannsskrifstofunni, en enginn
þeirra hefur sýnt einkenni miltis-
brandssýkingar. Einn starfsmaður,
sem meðhöndlaði póstpokana, var
settur á sýklalyf til vonar og vara.
Svæðið, þar sem póstpokarnir voru
geymdir, hefur verið sótthreinsað og
full starfsemi heldur áfram á ræð-
ismannsskrifstofunni.
Bandaríska utanríkisráðuneytið
staðfesti á mánudag að miltis-
brandsgró hefðu greinst í bréfi, sem
barst á ræðismannsskrifstofuna í
Lahore í Pakistan í síðustu viku.
Miltisbrandur hefur einnig greinst í
bréfum sem send voru til sendiráða
Bandaríkjanna í Vilníus í Litháen og
Lima í Perú.
Fjórir Bandaríkjamenn hafa látið
lífið af völdum miltisbrandsárásanna
þar í landi síðan í byrjun október.
Miltisbrandur ræktaður í
Jekaterinburg á sovéttímanum
Á sovéttímanum var rekin rann-
sóknarstofa í Jekaterinburg, sem þá
hét Sverdlovsk, þar sem framleidd
voru miltisbrandsgró. Slys varð á
rannsóknarstofunni árið 1979, með
þeim afleiðingum að 68 manns létust
af völdum miltisbrands. Sérfræðing-
ar segja þó enga tengingu milli þess
og tilfellisins sem upp kom á banda-
rísku ræðismannsskrifstofunni.
Miltis-
brandur í
Rússlandi
♦ ♦ ♦