Morgunblaðið - 24.11.2001, Side 14

Morgunblaðið - 24.11.2001, Side 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ UMHVERFISNEFND Hafn- arfjarðar hefur lagt til við bæjarstjórn að hafist verði handa við uppbyggingu gesta- stofu við Ástjörn. Áður hafa bæjaryfirvöld úthlutað 40 milljónum til verkefnisins á næstu fimm árum. Að sögn Guðrúnar Hjör- leifsdóttur, formanns um- hverfisnefndar Hafnarfjarð- ar, er hugmyndin um gesta- stofu ekki ný af nálinni. Fyrir rúmum þremur árum hafi bæjarfélagið sótt um að nátt- úrufræðasetri yrði komið á fót við Ástjörn en eitt slíkt er í hverju kjördæmi á vegum um- hverfisráðuneytisins. Niður- staðan varð sú að fræðasetri Reykjaneskjördæmis var komið á fót í Sandgerði. „En við héldum áfram að vinna að þessari hugmynd um að byggja upp nokkurs konar bland af fræðasetri eða gesta- stofu við Ástjörn, þar sem áherslan yrði lögð á lífríkið í kring um Hafnarfjörð og upp- lýsingar þar að lútandi,“ segir Guðrún og leggur áherslu á að um „lifandi og hreyfanlegt“ fræðasetur verði að ræða. Hún segir að þegar hafi verið úthlutað 40 milljónum á næstu fimm árum í rammafjárhags- áætlun bæjarins til verkefnis- ins. Þrjár skýrslur hafa verið unnar fyrir umhverfisnefnd- ina um málið. Í þeirri fyrstu eru reifaðar hugmyndir um gestastofuna, markmið henn- ar, staðsetningu og starfsemi svo eitthvað sé nefnt. Segir þar að markmiðin með gesta- stofu séu að stuðla að aukinni náttúruvernd, að stuðla að aukinni fræðslu um nátt- úrufar og umhverfismál, að bæta aðgang að upplýsingum um náttúrufar og menningar- sögu Hafnarfjarðar og ná- grennis með Ástjörn sem út- gangspunkt og loks að vernda fjölbreytta náttúru í nágrenni þéttbýlis. Ástjörn og umhverfi hennar hefur verið friðlýst frá árinu 1978 en í samþykktu deili- skipulagi fyrir svæðið er gert ráð fyrir náttúrustofu eða fólkvangsmiðstöð og er heim- ilt að reisa hús á 1-2 hæðum innan byggingarreitsins. Í annarri skýrslunni kemur fram að gestastofan yrði ná- lægt þeim stað sem áður stóð bærinn Stekkur. „Vegna þess hvers eðlis starfsemi gesta- stofu er, verður að teljast brýnt að vistvænn byggingar- máti sé í heiðri hafður, sér- staklega þegar kemur að efn- isvali, og að unnið verði í samræmi við þær hugmyndir sem settar eru fram í Staðar- dagskrá 21 um sjálfbæra framtíð,“ segir í skýrslunni. Kostnaðarmat tæpar 87 milljónir króna Þá segir að starfsemi gesta- stofu yrði tvíþætt; annars veg- ar væri um að ræða fræðslu- miðstöð, sem samanstæði af gestamóttöku, sýningaað- stöðu, fyrirlestrarsal og að- stöðu starfsmanna, en hins vegar væri veitingaaðstaða sem væntanlega yrði rekin sem sjálfstæð eining. Aðkoma tengdist göngustíganeti um- hverfis Ástjörn og yrði gesta- stofan upphafspunktur skoð- anaferða um svæðið. Æskilegt sé að koma fyrir upplýsinga- skiltum, borðum og bekkjum utandyra og tryggja þurfi að- gengi að snyrtingum þegar stofan er lokuð. Kostanaðarmat vegna gestastofunnar og búnaðar er tæpar 87 milljónir en taka ber fram að skýrslan var unnin í ágúst í fyrra. Nýjasta skýrslan, sem var lögð fram á síðasta fundi um- hverfisnefndar, tekur fyrir eignar- og rekstrarfyrirkomu- lag gestastofu og fjármögnun. Kemur þar fram að landbún- aðarráðuneytið hafi afsalað Hafnarfjarðarbæ jörðinni Stekk undir gestastofuna. Talið er að rekstrarkostnaður yrði um 11 milljónir árlega en mögulegir tekjustofnar væru t.d. stofnun „vinafélags Ástjarnar“, sem ynni að fjár- öflun, minjagripasölu, útleigu á sal hússins og hugsanlega veitingastofu. Þó kemur fram í skýrslunni að með því að sleppa veitingastofu væri lík- lega hægt að lækka stofn- kostnað um 20 prósent. Morgunblaðið/Árni Sæberg Við Ástjörn er friðland og fólkvangur og þar er eini varpstaður flórgoðans á suðvesturhorni landsins. Gestastofa rísi við Stekk Hafnarfjörður Þegar búið að úthluta 40 milljónum til verkefnisins NÁLÆGT 40 hugmyndir bár- ust í hugmyndasamkeppni um skipulag Faxaskálasvæðisins þar sem fyrirhugað er að reisa tónlistar- og ráðstefnuhús og hótel. Búist er við niðurstöðu í samkeppninni í janúar næst- komandi. Árni Þór Sigurðsson, for- maður skipulags- og bygginga- nefndar Reykjavíkur, segir þetta vera mjög góða þátttöku en ekki sé hægt að segja til um hvaðan tillögurnar koma. „Það voru skilmálar í því að það yrði að skila greinargerð bæði á ís- lensku og ensku og menn gerðu það þannig að við vitum ekki hvaðan þær koma. Við vit- um hins vegar að það er eitt- hvað erlendis frá en hvað það er stór hluti veit ég ekki.“ Fyrst og fremst er um hug- myndir að ræða en í þeim er ekki sett fram hönnun á húsum eða fullkomið skipulag. „Þetta er hugmyndasamkeppni sem sýnir í megindráttum fyrir- komulag lóða, húsa, umferðar- tenginga og annað slíkt en á grundvelli svona hugmyndatil- lögu þarf að vinna nýtt deili- skipulag. Hins vegar segir hún í megindráttum hvernig skipu- lagið er hugsað þó að ekki séu allir hlutir leystir,“ segir Árni. Hann segir dómnefndina nú að störfum við að skoða tillög- urnar og sú vinna muni standa framyfir áramót. Vonast sé til að hægt verði að kynna niður- stöður í janúar. 40 hug- myndir bárust Miðborg Hugmyndasamkeppni um skipulag svæðis fyrir tónlistarhús BYGGT verður við leikskólann Hlíð næsta sumar en bæjarráð Mosfellsbæjar hefur vísað fram- kvæmdinni til fjárhagsáætlunar 2002. Leikskólastjóri Hlíðar segir starfsaðstöðu í leikskólanum enga. Í bréfi sem Jóhanna S. Her- mannsdóttir leikskólastjóri sendi bæjarstjóra er minnt á viðbygg- ingu við Hlíð og óskað eftir því að það verði tryggt að hún rísi næsta sumar. Segir í bréfinu að hús- næðið sé löngu búið að sprengja starfsemina utan af sér enda sé skólinn orðinn 16 ára gamall. Staðhæft er að aðstaða fyrir starfsfólk sé slæm og fari versn- andi. Börnin í leikskólanum séu 75 í stað 60 áður og einnig hafi starfsfólki fjölgað. Fatahengi vanti og kaffistofan rúmi ekki allt starfsfólk. Þar sé t.d. frystir þar sem búrið hafi verið tekið undir vinnu- og viðtalsherbergi, sem sé mjög lítið og gluggalaust. Salur- inn rúmi ekki starfsfólk og börn og nauðsynlega vanti undirbún- ings-, viðtals- og stuðningsher- bergi, listaskála og stærri sal. Gunnhildur Sæmundsdóttir, leikskólafulltrúi í Mosfellsbæ, tekur undir það sjónarmið Jó- hönnu að starfsaðstaðan í Hlíð sé alls ekki nægilega góð. „Þessi leikskóli er barn síns tíma en það stendur til að byggja við hann á næsta ári og bæta þessa starfsaðstöðu. Trúlega verður líka byggð ein deild og skólinn stækkaður. Reyndar var laus kennslustofa sett upp við skólann í haust og það gengur mjög vel en það stendur til að koma þessu öllu í varanlegt horf næsta sumar.“ Hún segir að búið sé að end- urnýja leikskólana Hlaðhamra og Reykjakot og Hlíð sé næst í röð- inni. Í fyrra hafi verið boðað til fundar þar sem farið var yfir mál- efni Hlíðar og Reykjakots. „Þá var ákveðið að byrja á Reykjakoti þetta árið og bíða með Hlíð í eitt ár í viðbót en nú er komið að henni.“ BÆJARRÁÐ hefur samþykkt að tengibygging Kópavogs- hallar, fjölnota íþrótta- og sýn- ingarhúss sem verið er að hanna í Kópavogsdal, verði byggð um 225 fermetrum stærri en upp- haflega var ráðgert. Áætlaður kostnaður við þessa stækkun er um 9 – 10 milljónir króna. Í bréfi bæjarverkfræðings til bæjarráðs kemur fram að tengi- byggingin, sem er úr nýbygging- unni yfir í íþróttahús Smárans, átti að vera u.þ.b. 260 fermetrar að stærð samkvæmt alútboðs- gögnum og þannig útfærð að hægt væri að stækka hana síðar yrði talin þörf á því. Í tillögu verktaka hafi verið gert ráð fyrir 273 fermetra tengibyggingu. „Þegar farið var að hanna tengibyggingu endanlega var talið rétt að stækka hana sér- staklega vegna sýningarhalds ofl. Tengibygging er 372 m² samkvæmt þeim teikningum sem nú liggja fyrir. Beðið er um 112 m² stækkun til viðbótar til þess að hægt verði að komast beint úr búningsklefagangi inn í knatthúsið án þess að fara í gegn um anddyri,“ segir í bréfinu. Þá segir að stækkunin muni nýtast mannvirkinu ágætleg vegna sýninga ofl. og að kostn- aður við þessa stækkun sé áætl- aður um 9 -10 milljónir króna. Framkvæmdir við húsið hóf- ust í júlí síðastliðnum og er ráð- gert að byggingu þess verði lok- ið snemma næsta vor. Hönnuður byggingarinnar er Stefán Halls- son en Ólafur og Gunnar ehf. eru verktakar. Kópavogur Áætlað er að byggingu Kópavogshallar verði lokið snemma næsta vor. Íþróttahús stækkar Byggt við Hlíð næsta sumar Mosfellsbær Morgunblaðið/Ásdís Aðstaðan fyrir þessa kátu krakka á leikskólanum Hlíð batnar vænt- anlega næsta sumar en þá er ráðgert að viðbygging rísi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.