Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FJÓRIR frystitogarar Samherja hf. hafa komið til hafnar á síðustu dög- um með góðan afla og er aflaverð- mæti þeirra samtals á fimmta hundrað milljónir króna. Þá gerðu skipverjar á fjölveiðiskipi félagsins, Vilhelm Þorsteinssyni EA, sér daga- mun í vikunni í tilefni þess að afla- verðmæti skipsins er komið yfir einn milljarð króna á árinu. Verður því að teljast líklegt að Vil- hem Þorsteinsson EA verði í efsta sæti yfir aflaverðmæti íslenskra fiskiskipa á árinu. Tveir af frystitog- urum Samherja komu til hafnar á Akureyri í gær. Baldvin Þorsteins- son EA, sem var með aflaverðmæti upp á um 100 milljónir króna eftir 23 daga veiðiferð og Víðir EA sem var með um 103 milljónir króna í afla- verðmæti eftir 25 daga. Fyrir síð- ustu helgi kom Akureyrin EA til hafnar á Akureyri eftir 34 daga veiðiferð og var aflaverðmæti skips- ins um 114 milljónir króna. Þessi þrjú skip voru á veiðum á Íslands- miðum, á Norður- og Vestfjarðamið- um. Björgvin EA í Barentshafinu Þá kom Björgvin EA til hafnar á Dalvík sl. þriðjudag eftir ágætis tíma í Barentshafinu. Skipið var 34 daga í síðustu veiðiferð sinni og var afla- verðmætið um 104 milljónir króna. Að sögn Kristjáns Vilhelmssonar út- gerðarstjóra Samherja hefur veiðin verið alveg þokkaleg að undanförnu en skipin eiga eftir að fara einn túr til viðbótar fyrir áramót. Vilhelm Þorsteinsson EA hefur stundað veiðar á síld, loðnu og kol- munna á árinu en uppistaðan er þó síld og er aflinn unninn um borð. Skip Samherja til hafnar með mikið aflaverðmæti Vilhelm Þorsteins- son EA yfir milljarð Morgunblaðið/Kristján Ungir og hraustir menn vinna við löndun úr Baldvini Þorsteinssyni EA. Haukar - Þór sunnudag 25. nóv. kl. 17.00 á Ásvöllum. Komið og hvetjið ykkar menn. Kveðja frá Akureyri. Akureyringar sunnan heiða! AKUREYRARKIRKJA: Fjölskyldumessa kl. 11 á morgun, sunnudag. Barnakór Ak- ureyrarkirkju syngur. Gunnar Gunnarsson og Sigurður Flosason flytja tónlist og fé- lagar úr Æskulýðsfélagi kirkjunnar að- stoða í messunni. Guðsþjónusta á Seli kl. 14.30. Guðsþjónusta á Hlíð kl. 16. Fundur í Æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju kl. 17 í kapellu. Æðruleysismessa kl. 20.30 um kvöldið. Sjálfshjálparhópur foreldra kl. 20.30 á mánudagskvöld. Morgunsöngur kl. 9. á þriðjudag. Mömmumorgunn kl. 10–12 á miðviku- dag. TTT-starf kl. 17–18 í Safnaðarheim- ili. Biblíulestur kl. 20.30. um kvöldið. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 á fimmtudag. Bænaefnum má koma til prestanna. Eftir stundina er hægt er að kaupa léttan hádegisverð sem Kvenfélag kirkjunnar annast í Safnaðarheimili. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 15. GLERÁRKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag. Barnakór kirkjunnar syngur. Ósk og Ásta spjalla viö börnin. Kyrrðar- og tilbeiðslustund kl. 18.10 á þriðjudag. Hádegissamvera kl. 12 til 13 á miðvikudag, orgelleikur, helgi- stund, fyrirbænir og sakramenti. Léttar veitingar á vægu verði í safnaðarsal að helgistund lokinni. Opið hús fyrir foreldra og börn kl. 10 til 12 á fimmtudag. Æfing barnakórsins kl. 17.30 á fimmtudag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun, bænastund kl. 19.30 og almenn samkoma kl. 20. Heimilasam- band kl. 15 á mánudag. Örkin fyrir 6–7 ára kl. 17 sama dag. Biblíufræðsla, súpa og brauð kl. 19 á þriðjudag. Mannakorn fyrir 10 til 12 ára kl. 17.30 á miðvikudag. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bænastund kl. 20 í kvöld. Sunnudagaskóli fjölskyldunn- ar kl. 11.30 á morgun, kennsla fyrir alla aldurshópa, Pétur Reynisson sér um kennslu fullorðinna. Vakningasamkoma kl. 16.30 sama dag, Yngvi Rafn Yngva- son predikar, fjölbreytt lofgjörðartónlist, fyrirbænaþjónusta og barnapössun. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laug- ardag kl. 18 og á morgun, sunnudag kl. 11 í Péturskirkju við Hrafnagilsstræti 2. KFUM og K: Biblíu- og bænastund kl. 17 á morgun. Fundur í yngri deild kl. 17 á mánudag fyrir drengi og stúlkur 10 til 12 ára. SJÓNARHÆÐ: Fótsporið, fyrir 6 til 12 ára kl. 13.30 á morgun í Lundarskóla. Sam- koma kl. 17 á Sjónarhæð. Fótsporið kl. 17 næsta þriðjudag á Sjónarhæð. Ástirn- ingar sérstaklega velkomnir. Kirkjustarf SÉRKENNILEG birta var yfir Ólafsfirði í gær- morgun og gátu bæjarbúar notið hennar í um það bil klukkustund. Svo eins og hendi væri veifað var rauðleit birta morgunsins horf- in. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Roða- gylltur himinn ÞRJÚ tilboð bárust í eignir þrotabús Kexsmiðjunnar en þær voru auglýstar til sölu fyrir nokkru. Hreinn Pálsson skiptastjóri sagði að farið yrði yfir tilboðin og ákvörðun tekin um hverju þeirra yrði tekið áður en langt um liði. Bakstur ehf. leigir reksturinn af þrotabúinu fram til áramóta. Þrjú tilboð Þrotabú Kexsmiðjunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.