Morgunblaðið - 24.11.2001, Page 26

Morgunblaðið - 24.11.2001, Page 26
ERLENT 26 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Reuters Blair segir framtíð Breta liggja í Evrópu London. AP. TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, spennir greipar í Birmingham í gær, þar sem hann flutti ávarp við Evrópumálarannsóknastofnun Birmingham-háskóla. Í ávarpinu lýsti Blair því yfir að Bretar yrðu að „sætta sig við staðreyndir“ og við- urkenna að framtíð þeirra liggi í Evrópu. Voru orð forsætisráð- herrans túlkuð sem skýr skilaboð um að ríkisstjórn hans hygðist knýja á um inngöngu Breta í Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU). Voru breskir stjórnmálaskýr- endur á einu máli um að hann hefði sjaldan brugðist jafn einarðlega til varnar Evrópusamstarfinu. Sagði hann meðal annars að Bretar hefðu beðið tjón af því að „missa endur- tekið af tækifærum“ í Evrópumál- unum og yrðu nú að styrkja tengslin við bandamenn sína innan Evrópu- sambandsins. Stjórnmálaskýrendur sögðu markmið Blairs með ávarpinu hafa verið að leggja grunn að inngöngu Breta í EMU. Blair ítrekaði þó þá stefnu stjórnar sinnar að evran verði ekki tekin upp í Bretlandi fyrr en fimm efnahagsskilyrðum hafi verið fullnægt og að undangenginni þjóð- aratkvæðagreiðslu. ÍSRAELSKI herinn sætti harðri gagnrýni í gær vegna sprengingar sem varð fimm palestínskum drengjum að bana í fyrradag. Fullyrt var, að um sprengigildru hefði verið að ræða, en ekki að einn drengjanna hefði sparkað í ósprungna sprengi- kúlu, eins og upphaflega var álitið. Palestínskur táningur var skotinn til bana og tveir aðrir Palest- ínumenn særðust í gær, þegar kom til skotbar- daga við ísraelska hermenn við útför drengjanna fimm. Talsmenn ísraelska hersins vildu ekkert segja í gær um orsakir þess að drengirnir létust, annað en að málið væri í rannsókn. Atvikið átti sér stað í flóttamannabúðunum Khan Yunis á Gaza-svæð- inu. Blaðið Maariv hafði í gær eftir heimildar- mönnum innan hersins, að fyrir viku hefðu sér- sveitir komið fyrir sprengigildru á því svæði þar sem drengirnir létust, í þeim tilgangi að fella pal- estínska vígamenn sem hefðu skotið þaðan sprengikúlum að ísraelskum skotmörkum. Ísraelski herinn hafði brugðist við þeim árásum með vélbyssum og skriðdrekabyssum, og þess vegna hafði verið ályktað að drengirnir fimm, sem allir voru úr sömu stórfjölskyldunni og allir yngri en 14 ára, hefðu rekist á ósprungna sprengikúlu. En Maariv hafði eftir heimildarmönnum sínum að sérsveit úr ísraelska hernum hefði farið inn á yf- irráðasvæði Palestínumanna í síðustu viku og komið fyrir sprengigildru, sem herinn noti oft. Brahim al-Astal, frændi tveggja fórnarlamb- anna, greindi frá því að hann hefði séð ísraelska hersveit, studda skriðdrekum, við aðgerðir á svæðinu kvöldið áður en sprengjan sprakk. Abdel- Razek al-Majaida hershöfðingi, yfirmaður örygg- isþjónustu Palestínumanna á Gazasvæðinu, stað- festi frásögn al-Astals. „En því miður voru það börn sem urðu fyrir sprengjunni, en ekki hryðju- verkamennirnir sem henni var ætlað að granda,“ sagði Maariv. Það styrkir kenninguna um sprengigildruna að sprengingin var mjög öflug, meiri en af venjulegri kúlu úr skriðdrekabyssu, og tætti drengina fimm í sundur. Síðan uppreisn Palestínumanna gegn her- setu Ísraela hófst fyrir rúmum 14 mánuðum hafa nokkrir palestínskir vígamenn fallið í dularfullum sprengingum. Ísraelar viðurkenna opinberlega að þeir ráðist á fólk sem þeir gruni um að skipuleggja eða fremja árásir á ísraelsk skotmörk. Ísraelsher hart gagnrýndur vegna sprengingar er banaði fimm drengjum Fullyrt að um sprengi- gildru hafi verið að ræða Jerúsalem. AFP. KOSNINGAR fara fram í Mið- Ameríkuríkinu Hondúras á morgun, sunnudag, og þurfa kjósendur að velja á milli tveggja íhaldsmanna, sem báð- ir hafa boðað hertar aðgerðir gegn glæpum og fátækt hreppi þeir embætti forseta. Fimm menn eru í framboði í forsetakosningunum en jafn- framt verður kjörið nýtt þing sem og borgar- og bæjar- stjórnir. Skoðanakannanir gefa til kynna að lítill munur sé á fylgi þeirra Rafaels Pineda þingfor- seta, sem er frambjóðandi Frjálslyndaflokksins, og kaup- sýslumannsins Ricardo Mad- uro, sem fer fram í nafni Þjóðar- flokksins. Pineda er sjötugur að aldri en Maduro 55. Samkvæmt síðustu könnunum nýt- ur Maduro fylgis 45% kjósenda en Pineda 35%. Aðrir frambjóðendur eru ekki taldir eiga möguleika. Báðir hafa frambjóðendurnir heit- ið því að bæta lífskjörin í landinu nái þeir kjöri. Hondúras er eitt fátæk- asta ríkið á vesturhveli jarðar og ekki hefur bætt úr skák að verð á kaffi hef- ur hríðfallið á heimsmarkaði, flóð hafa verið tíð og síðan miklir þurrkar fylgt í kjölfarið. Þá olli fellibylurinn Mitch gríðarlegu tjóni í landinu árið 1998 og fer því fjarri að það hafi verið bætt. Samkvæmt opinberum tölum telj- ast 80% íbúanna lifa við fátækt og ólæsi mælist um 40%. „Við erum að deyja úr hungri, stjórnmálamenn lofa að hjálp berist en það gaspur er að- eins hávaði,“ segir Cipriano Martinez, leiðtogi Xicaque- indjánaættbálksins, sem náttúruhamfarirnar hafa leikið grátt. „Það getur vel verið að ég fari á kjörstað en ég hef glatað allri von,“ bætir hann við. Frambjóðendur hafa einn- ig heitið hertum aðgerðum í baráttunni gegn glæpastarf- semi í landinu. Skipulögð glæpastarfsemi og gengi ungra glæpamanna setja nú mjög svip sinn á samfélagið. Maduro hefur heitið því að „engin miskunn“ verði sýnd hreppi hann for- setaembættið. Syni hans einum var rænt árið 1987 og hann síðar myrtur. Á kjörskrá eru 3,4 milljónir manna. Þrír varaforsetar verða einnig kjörn- ir í kosningunum á morgun, 128 þing- menn, 60 fulltrúar á þing Mið-Am- eríkuríkja og 298 borgar- og bæjar- stjórar. Tveir íhaldsmenn eru í framboði í forsetakosningum á morgun í Hondúras ./ 0 1. 2         !" / 0 1( 1. 2 #2342 1 (  25 3 23  36 70 3 /! #$ $   !    %!" &   & !% /%! $ 34 0 5 15    #+, -   & %  (   (  #+   $( "%$  )$+  15  #. ! ))+8* 9! 0 5+, :;<:+* =) -,%  5!% 678 9+  =  !?+ :8  % ;8 @ .% <8 1),= 9+  $#+ & % >$  ) $? @ $ #  *A +B  ))A 8A *;<  ? C 1, A;777 &! B    &  /  D ! =D?-  " 9 > ?E 9!%+ D!  "  5%& !  -% .  % <66; <66C 3,!  !"% !   2   <666 @!9   ! 9,   ! %?F ;777 @!! % GG ,  ! E!  . ! % ,?  ! E  9 !  ,G ;77<  + H I%%J  ! 9 "%   !% 9 - - "%   ! )+ E% E ! % E!  .+ !"-% J% "9 . -%% I ! K ! !" % 9 GG! Heita því að bæta lífskjörin í landinu Ricardo Maduro, frambjóðandi Þjóðarflokksins, á kosningafundi í vikunni. Reynist kannanir réttar verður hann næsti forseti Hondúras. Tegucigalpa. AFP. AUKNAR fjárveitingar til skóla bæta þá lítið. Þetta er niður- staða bandarískrar rannsóknar er Aftenposten greinir frá. Nið- urstöður Erics Hanusheks, pró- fessors við Stanfordháskóla, leiða í ljós, að sumir kennarar ná mun betri árangri en aðrir, en lítið er vitað um hvað einkennir þessa tilteknu kennara. Menntun, reynsla, aldur eða kyn virðist skipta litlu máli. Sumir kennarar eru einfaldlega bara betri en aðrir, samkvæmt niðurstöðum Hanusheks. Hann kynnti þær á ráðstefnu í Bergen í gær. Einnig heldur hann því fram, að bæði sínar eigin rann- sóknir og alþjóðlegar rannsókn- ir sýni fram á að auknar fjárveit- ingar geri skóla ekki betri. Aftenposten spurði Hanush- ek hvort það væri ekki rétt, að auknir peningar þýddu fyrst og fremst að fjöldi nemenda á hvern kennara minnkaði og þar með minnkuðu bekkir, og þar með hlyti kennslan að batna. „Nei. Ávinningurinn er að minnsta kosti mjög lítill miðað við það aukna fjármagn sem þarf til. Fyrst og fremst þarf að huga að hæfileikanum til að koma kennsluefninu frá sér. Við þurfum á að halda aðferðum til að tryggja að góðir kennarar verði áfram við kennslu, en þeir lélegu hætti,“ sagði Hanushek. Aukið fé bætir ekki skólann AP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.