Morgunblaðið - 24.11.2001, Side 62

Morgunblaðið - 24.11.2001, Side 62
FÓLK Í FRÉTTUM 62 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÍMI 564 0000 - www.smarabio.isSÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir Sýnd kl. 2 og 4. Með íslensku tali. Miðasala opnar kl. 13 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 1.30, 3.40, 5.50, 8 og 10.10.  Empire SV Mbl Rás 2 MOULIN ROUGE! Hausverkur Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. DV  Kvikmyndir.com  1/2 Ungfrú Skandinavía Íris Björk Ljóskur landsins sameinist! Glæsileg leysigeislasýning á undan myndinni. Bardagasnillingurinn Jet Li fer hér á kostum í frábærri hasarmynd sem inniheldur stórkostlegar tæknibrellur og mögnuðustu bardagaatriði sem sést hafa. FRUMSÝNINGFRUMSÝNING Eltingarleikurinn við hættulegasta glæpamann alheimsins er hafinn. Reese Witherspoon fer á kostum sem ljóska sem sannar hvað í ljóskum býr Lúði lúðanna með sítt að aftan, í snjóþvegnum gallabuxum og finnst hann svalasti töffarinn...því miður er enginn sammála honum! Endalaust fyndin mynd frá framleiðendum Big Daddy og Wedding Singer og snillingurinn David Spade (Just Shoot Me) er súper-lúðinn!VIÐ ERUM að tala um björtustu von breskrar tónlistar, bjargvættina ef vill, nýju Coldplay, svar tjalla við Jeff Buckley, líka Simon og Garfunk- el, afturhvarf til „alvöru“ tónlistar sem á rætur sínar í enskri þjóðlaga- hefð, friðsælli sveitarómantík með kraumandi uppreisnarólgu undir niðri, afkomendur Nicks Drakes, Donovans og Cats Stevens saman komnir í einni og sömu sveitinni. Okkur er borgið. Á þessum nótum hafa hinir „hóg- væru“ og „jarðbundnu“ bresku tón- listarskríbentar lýst breska dúettin- um Turin Brakes sem gaf út frumburðinn sinn, The Optimist LP, fyrr á árinu og hefur hlotið mikið lof fyrir og tilnefningu til Mercury-tón- listarverðlauna. Bara það að liðsmennirnir tveir skuli vera æskufélagar og hafa sungið í drengjakór hefur vakið óskipta athygli uppgötvunarþyrstr- ar breskrar pressu. Það er nefnilega óvenjulegt. Æskuvinir „Við erum óneitanlega orðnir frekar þreyttir á því hversu mjög er hamrað á sömu atriðunum varðandi tónlist okkar og fortíð,“ segir Olly Knight í millilandasímtali við blaða- mann sem sjálfkrafa verður samsek- ur starfsbræðrum sínum í Englandi. Knight er forsöngvari Turin Brakes en með honum semur og strýkur strengi Gale Paridjanian, báðir 24 ára gamlir Lundúnabúar í húð og hár. Þeir eru æskuvinir og hafa verið að garfa saman í tónlist síðan þeir muna eftir sér. Það var ást beggja á gítarnum og sérstaklega gítarleik Chuck Berry sem leiddi þá saman á tónlistarbrautinni er þeir voru enn kornungir. Á barnaskólaárunum sungu þeir saman í kór en voru rekn- ir fyrir óþekkt og í menntaskóla voru þeir herbergisfélagar og glömruðu saman á gítara sína dag og nótt bak við luktar dyr. Í bekkjarpartíum voru þeir síðan jafnan hrókar alls fagnaðar með því að leika og syngja hvert óskalagið á fætur öðru. Það var þó ekki fyrr en fyrir örfáum ár- um sem þeir fóru að taka þetta fikt sitt alvarlega og líta á það alvarleg- um augum, einkum Paridjanian, sem þá var þegar búinn að koma við í nokkrum bílskúrssveitum. Drengirnir þurftu eiginlega að hafa skammarlega lítið fyrir að koma sér á framfæri. Þeir einfaldlega tóku upp á smágeisladisk í herbergi sínu nokkur af þeim lögum sem þeir höfðu verið að berja saman og sendu til útgefanda. Örskömmu síðan voru þeir komnir með samning og fyrsta platan leit dagsins ljós, „The Door EP“, á vegum smáútgáfunnar Avil. Þetta var árið 1999 og við tók hressi- leg tónleikatörn þar sem Turin Brakes hitaði upp fyrir sveitir á borð við Doves og Lowgold. Spilagleði þeirra og tilfinningaþrungin tónlist vakti fljótt athygli bresku tónlistar- pressunnar og stærri útgáfufyrir- tækja og fyrr en varði voru þeir búnir að semja við franska fyrirtæk- ið Source, heimili Air, um útgáfu fyrstu breiðskífunnar sem heitir The Optimist LP og kom út snemma á þessu ári. Platan hefur hvarvetna fengið lofsamlega umfjöllun og var m.a. tilnefnd til hinna virtu Mercury- tónlistarverðlauna. Hún hefur líka selst býsna vel í Evrópu og hefur verið í sérstöku uppáhaldi meðal breskra háskólanema og þeirra sem aðhyllast tónlistarstefnuna „þögnin er nýi hávaðinn“ . Neyðarástand „Við eigum að vera bjartasta von þjóðlagarokksins, Simon og Gar- funkel nýrra tíma,“ segir Knight mæðulega. „Sannleikurinn er sá að við kærum okkur kollótta um slíkt skjall og samlíkingar.“ Drengurinn hefur greinilega þurft að taka af- stöðu til þessa orðspors oftar en einu sinni og virðist satt að segja orðinn frekar þreyttur á því. Annars segir fremur veikburða og skræk röddin manni að eigandi hennar sé viðkunnan- legur ungur maður, bæði kurteis og skyn- samur. „Ég verð að viður- kenna að okkur hefur reynst erfitt að ein- beita okkur að öðrum eins tittlingaskít í við- tölum síðan hörmung- aratburðarásin fór af stað 11. september. Við höfum verið að reyna að átta okkur á stöðu okkar allt síðan þá, hvort landslag tón- listarinnar muni breytast til frambúðar og þá hvernig. Það þarf t.d. að huga að því hvernig kynna á efni okkar. Nýjasta smá- skífa okkar hefur t.d. orðið fyrir barðinu á þeirri viðkvæmni sem ríkt hefur á vestur- löndum. Á breiðskíf- unni heitir lagið „Emergency 72“ en við sáum okkur knúna að taka út fyrri part nafnsins og heitir smá- skífan því bara „72“. „Emergency“ (ís. neyðarástand) er orð sem okkur er tjáð að útvarpsmenn vilji forð- ast í lengstu lög að þurfa að fara með að tilefnislausu.“ Knight segir þessa ritskoðun koma fremur skringilega við þá Par- idjanian því hingað til hafi þeir álitið sig allsendis ópólitíska poppara og vildu síður en svo skerast í þennan hörmulega hildarleik. Kvikmyndatónlist Knight segir áhuga besta vinarins á því að vera í hljómsveit einu ástæð- una fyrir því að Turin Brakes er yf- irhöfuð til. „Þótt ég hafi alltaf haft unun af því að spila og syngja þá var draumurinn alltaf að gerast kvik- myndagerðarmaður og ég er menntaður sem slíkur, á að baki fjögurra ára nám í kvikmyndagerð. Tónlistin blundaði samt alltaf í mér og ég samdi helling af lögum þegar ég var í kvikmyndanáminu.“ Tónlist- in sem færði þeim félögum plötu- samninginn upphaflega og varð að The Door EP var samin við loka- verkefni Knights, stuttmynd. „Það má því segja að stíllinn, sem Turin Brakes valdi sér, hafi þar með þróast út frá kvikmyndatónlistarforminu og við höfum reynt að halda í þau áhrif.“ Knight segist þakka útgefanda fyrstu EP-plötunnar og núverandi umboðsmanni, Phil Passera, að Tur- in Brakes sé í þeirri stöðu sem hún er í dag, annars sé alls ekkert víst að þeir Paridjanian hefðu haldið tónlist- arsamstarfi sínu áfram á markvissan hátt. „Viðtökurnar, sem við höfum fengið, hafa satt að segja komið okk- ur í opna skjöldu því við héldum að þetta væri alltof persónulegt, eitt- hvað sem enginn fattaði nema við tveir. Phil hjálpaði okkur að hugsa út hvernig hægt væri að færa gutlið okkar í popplagaform. Hann sagði okkur t.d. að prófa að setja söng við það og kom með ábendingar um hvernig við myndum syngja. Í raun mætti segja að hann sé þriðji liðs- maður Turin Brakes, nema hvað hann hvorki semur né leikur á hljóð- færi.“ Framandi áhrifavaldar Knight segir að sér hafi komið á óvart hversu gamaldags tónlistar- formið, sem þeir fundu sér, hljómaði. „Við erum nefnilega alls ekkert að velta okkur upp úr gamalli tónlist. Vissulega höfðum við dálæti á lista- mönnum á borð við Joni Mitchell, Leonard Cohen og Stevie Wonder en yfirhöfuð hlustum við miklu meira á nýja tónlist og fylgjumst vel með. Það kom okkur því á óvart hversu lít- il áhrif tónlist samtímans hafði á tón- list Turin Brakes.“ Knight segist vissulega hafa farið að kynna sér betur þá listamenn sem blaðamenn hafa verið duglegir að líkja Turin Brakes við. „Fyrir útkomu The Opt- imist LP þá höfðum við svo gott sem ekkert verið að velta okkur upp úr þessum meintu áhrifavöldum, Nick Drake, Tim Buckley og Neil Young m.a., en höfum síðan gefið þeim nán- ari gaum, aðallega út af því að fólk er alltaf að gefa okkur plötur með þeim og skipa okkur að hlusta á þær,“ seg- ir hann og hlær. „Núna erum við báðir orðnir forfallnir unnendur Nicks Drakes.“ Horft fram á við Hins vegar telur Knight ekkert hollt fyrir þá að vera að sækja alltof mikið í gamla tónlist og þeim sé nær að sækja innblástur í nýja tónlist. „Það angrar okkur töluvert að blaðamenn í Englandi hafa svo gott sem leitt hjá sér þegar við höfum sagt þeim frá áhuga okkar á nýrri tónlist og einblínt frekar á Joni Mitchell þannig að það mætti halda að við hlustuðum ekki á annað. Við erum að hlusta á mjög fram- sækna tónlist en fjölbreytta, allt frá Radiohead til Boards of Canada og nýtum okkur áhrifin frá þeim í þjóð- lagaskotna poppið okkar. Okkur finnst það spennandi og óhefðbundin blanda.“ Knight segir að það megi örugg- lega greina frekari merki þessarar þróunar á næstu plötu og þeir hlakki sérstaklega til að hefja vinnu við hana því þeir viti það nú þegar að hún komi til með að hljóma allt öðru- vísi en annað sem þeir hafa gefið út. Turin Brakes er ein af uppgötvunum ársins í breskri tónlist Kórdrengir á krossgötum Turin Brakes er eitt af nýju nöfnunum í dægurtónlistarheiminum. Fyrirbærið er dúett skipaður tveimur ungum Bretum, æskufélögum og fyrrverandi kórdrengjum sem eru við það að sjá drauma sína rætast. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við Olly Knight, aðalsöngvara dúettsins. skarpi@mbl.is Turin Brakes hefur mikið verið hampað af breskum fjöl- miðlum að undanförnu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.