Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað frá Plúsferðum, „Bestu sumarferðirnar“. Blaðinu verður dreift um allt land. Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablaðið, „Íslensku tónlistarverðlaunin 2001“. Blaðinu verður dreift á Suð- vesturlandi. STUART Rose, yfirframkvæmda- stjóri Arcadia-verslanakeðjunnar bresku, segir í viðtali við netútgáfu breska blaðsins Daily Telegraph í gær að sú ákvörðun stjórnar keðj- unnar, að slíta viðræðum við ís- lenska fyrirtækið Baug um yfirtöku Baugs á keðjunni hafi verið sprott- in af „hreinum vonbrigðum. Við höfum gert það sem okkur bar að gera fyrir fyrirtæki okkar. Þetta er gott fyrirtæki og ég er ánægður með niðurstöðuna,“ er haft eftir Rose á vefsíðu Daily Telegraph. Eftir að samningaviðræður Baugs og Arcadia höfðu staðið í fjóra mánuði komst stjórn Arcadia að þeirri niðurstöðu að afar ólíklegt væri að Baugur myndi ná að tryggja nauðsynlegt fjármagn til þess að geta lagt fram viðunandi kauptilboð innan viðunandi tíma- marka, að því er segir í frétt Daily Telegraph. Þá segir blaðið, að í október, þegar Baugur lét fyrst í ljós áhuga á að kaupa Arcadia, hafi fjármála- skýrendur í London verið fullir efa- semda um að Baugi tækist að afla lánsfjár til kaupanna, því Baugur sé pínulítill í samanburði við fyr- irtækið sem hann hafi ætlað að kaupa. Yfirframkvæmdastjórinn, Rose, hafi hringt í forstjóra Baugs, Jón Ásgeir Jóhannesson, á föstudaginn og tjáð honum ákvörðun stjórnar Arcadia um að slíta viðræðunum. Jón hafi orðið mjög vonsvikinn. Daily Telegraph hefur eftir heim- ildarmönnum að mjög ólíklegt sé að Baugur reyni að komast yfir Arc- adia gegn vilja Arcadia. Í frétt á vefsíðu blaðsins The Guardian í gær kemur fram, að Baugur hafi þegar eignast um 20% hlut í Arcadia, og hafi áætlað að gera kauptilboð upp á 280-300 pens fyrir hvern hlut í Arcadia. Muni Baugur hafa ætlað að afla lánsfjár til kaupanna í nokkrum bönkum og síðan ætlað að endurgreiða lánin með því að selja eignir og hluta af Arcadia-keðjunni. The Guardian hefur eftir Rich- ard Ratner, hjá greiningadeild breska fjárfestingafyrirtækisins Seymor Pierce, að hann teldi að Baugur hefði lent í vandræðum með áætlanir um söluna á eignum Arcadia. „Það er erfitt að koma auga á hverjir hefðu viljað kaupa parta á viðunandi verði, einkum þar sem Baugur hefði nauðsynlega þurft að selja þá,“ er haft eftir Ratner. Þá kemur fram í frétt The Guardian, að hefði orðið af kaupum Baugs á Arcadia hefði Rose yfir- framkvæmdastjóri sjálfur fengið um 16 milljónir punda í vasann – rúma 2,3 milljarða króna. Búið hafi verið að ganga frá samningi um framtíð hans hjá fyrirtækinu og samkvæmt þeim samningi hefði Rose haldið áfram störfum uns kaupin hefðu verið frágengin en þá hefði hann hætt störfum. Margir fjármálaskýrendur hafi talið að þessi væntanlegi stórgróði myndi verða Rose hvatning til að ganga frá samningnum. „Það voru margir sem töldu að hann gæti ekki horft lengra en í eigin peninga- veski, en hann hefur nú sýnt og sannað að svo er ekki,“ hefur The Guardian eftir ónafngreindum heimildarmanni. Yfirframkvæmdastjóri Arcadia í viðtali við Daily Telegraph um slit viðræðna „Höfum gert það sem okkur bar að gera fyrir fyrirtækið“ SIGRÚN Magnúsdóttir, borgar- fulltrúi, lýsti því yfir á fundi Fram- sóknarflokksins í Reykjavík í gær, þar sem sam- þykkt var sam- eiginlegt fram- boð Reykjavíkur- listans, að hún myndi ekki gefa kost á sér til setu á listanum við borgarstjórnar- kosningarnar í vor. Á fundinum var til afgreiðslu samstarfsyfirlýsing stjórnmála- flokkanna sem aðild eiga að Reykjavíkurlistanum vegna borgar- stjórnarkosninganna í vor. Jafn- framt var ákveðið að fulltrúar Framsóknarflokksins á sameigin- legum lista verði valdir með skoð- anakönnun meðal aðalfulltrúa á sameiginlegu kjördæmisþingi í Reykjavík 23. febrúar næstkom- andi. Verða niðurstöðurnar bind- andi fyrir fjögur efstu sætin, en 350-400 manns eiga rétt til þátttöku í könnuninni, að sögn Guðjóns Ólafs Jónssonar, formanns kjördæmis- ráðs Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Framsóknarflokkurinn á nú tvo borgarfulltrúa á Reykjavíkurlistan- um og á sameiginlegum lista við borgarstjórnarkosningarnar í vor fær hann sæti 2, 5, 10 og 14. Guðjón Ólafur sagði að mikil sátt, eindrægni og baráttuhugur hefði ríkt á fundinum. Fundir um sameiginlegt framboð Reykjavíkurlistans voru einnig hjá Samfylkingunni og hjá Vinstri hreyfingunni - grænt framboð eftir hádegi í gær. Borgarfulltrúar Framsóknar valdir í skoðanakönnun Sigrún Magnúsdótt- ir gefur ekki kost á sér Sigrún Magnúsdóttir VEÐURSTOFAN lýsti yfir viðbúnaðarstigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og norðanverðum Tröllaskaga í gær. Rafmagnstrufl- anir voru víða um land og björgunarsveitarmenn önnum kafnir við að aðstoða fólk og bjarga verð- mætum. Vindhraðinn komst víða í 50 til 60 metra á sekúndu í verstu hviðunum og var meðalvindhraði víða 35 til 40 metrar. Að sögn Magnúsar Más Magnússonar, jökla- fræðings hjá Veðurstofunni, þýðir viðbúnaðarstig það, að sólarhringsvakt er á Veðurstofu vegna snjóflóðahættu og stöðugt samband haft við snjóathugunarmenn á þessum stöðum. „Við látum alla sýslumenn og almannavarnanefndir vita af því, að við séum að fylgjast grannt með og svo er- um við sífellt að athuga hvort við ætlum að fara út í rýmingar.“ Bjóst Magnús við að viðbúnaðarástandið héldist áfram um hríð. Eitt snjóflóð féll í gærmorgun og var það á Hnífsdalsveg en enginn var á ferli þegar það gerðist. Víða voru rafmagnstruflanir á Norður- og Vest- urlandi í fyrrinótt og gærdag vegna veðursins. Enn var rafmagnslaust í Skagafirði og á Sauð- árkróki er Morgunblaðið fór í prentun, en vonast var til að hægt yrði að koma því á um miðjan dag. Þá var rafmagnslaust í Árneshreppi á Strönd- um en samkvæmt upplýsingum Orkubús Vest- fjarða var óvíst að rafmagn kæmist á í gær. Enn var rafmagnslaust á vesturlínu sem sinnir Vest- fjörðum og Dalasýslu laust eftir hádegi í gær. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir rafmagnsleysið vera vegna samsláttar á háspennulínum og sagði því lítið ann- að hægt að gera en að bíða þess að veður gengi niður. Línur hefðu ekki slitnað svo vitað væri til svo ekki var um skemmdir að ræða. Björgunarsveitarmenn önnum kafnir Hátt í 50 björgunarsveitarmenn voru að störf- um á höfuðborgarsvæðinu og höfðu þeir sinnt hátt í 40 útköllum um hádegisbilið. Mest var um að ræða hefðbundin fokútköll þar sem lausir hlutir, þakplötur, vinnuskúrar og fellihýsi voru að fjúka, aðallega í Reykjavík og Mosfellsbæ. Þá var Sæ- brautinni lokað vegna sjógangs. Vörubifreið fauk út af Vesturlandsveginum við Kollafjörð í gærmorgun. Einn maður var í bílnum og kenndi hann sér meins á hendi og í andliti en leitaði sjálfur á slysadeild. Snarvitlaust veður var á Kjalarnesi um hádegisbilið þar sem vélarhlífar á bílum höfðu fokið upp og hliðarrúður brotnað. Sendibíll fauk út af veginum undir Ingólfsfjalli laust fyrir klukkan átta í gærmorgun. Ökumað- urinn var einn í bílnum og var hann fluttur á Heilsugæsluna á Selfossi og þaðan til Reykjavíkur vegna gruns um höfuðáverka. Á Vestfjörðum og Vesturlandi var víða bál- hvasst. Björgunarsveitarmenn á Ísafirði aðstoð- uðu fólk að komast til vinnu sinnar í gærmorgun þar sem illfært var vegna veðurs og fannfergis og sama er að segja um björgunarsveitarmenn á Blönduósi. Þar fuku bílar út af þjóðveginum við Hjaltabakka og á Torfalækjaflóa en engin slys urðu á fólki né umtalsvert tjón á bifreiðum enda var fólk á litlum hraða að sögn lögreglu. Undir há- degi bárust fregnir af því að hluti þaksins á iðn- aðarhúsnæðinu að Votmúla hefði splundrast og miklar skemmdir orðið á húsnæðinu. Björgunarsveitin Skagfirðingasveit var kölluð út að höfninni á Sauðárkróki um fimmleytið í fyrri- nótt vegna erlends flutningaskips sem hafði byrj- að að missa festar. Unnu björgunarsveitarmenn að því að festa skipið en um tíuleytið slitnaði það endanlega frá og hélt út úr höfninni og lónaði á firðinum. Annað erlent flutningaskip átti einnig í erfiðleikum en björgunarsveitarmenn náðu að festa það við hafnargarðinn. Sjógangur var víða mikill og á Suðurnesjum þurfti að dæla sjó út úr veitingahúsinu Ránni og verslununum Sportbúð Óskars, Ljósboganum og Stapafelli en þessi fyrirtækin eru við Hafnargötu í Keflavík. Að sögn lögreglu flæddi sjór inn þannig að niðurföll höfðu ekki undan. Innanlandsflug lá niðri frá klukkan 16 á föstu- dag en athuga átti með flug til Akureyrar og Eg- ilsstaða síðdegis í gær. Öðru flugi var aflýst. Morgunblaðið/Golli Loka varð Sæbrautinni í Reykjavík vegna sjógangs enda ekki fýsilegt að aka þar um í verstu gusunum. Rafmagnstruflanir og við- búnaður vegna snjóflóða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.