Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á RIÐ 1915 datt Tómasi Alva Edison í hug að hugsanlega mætti auka framleiðni verk- smiðjufólks með því að leika fyrir það tónlist. Hann gerði tilraun með þetta, kom með fónógraf, flottustu græjur þess tíma inn í vindlaverksmiðju og spilaði músík. Árangurinn lét ekki á sér standa. Þá hafði bandaríski verkfræðingurinn George Squire unnið árum saman að hugmynd sinni um að leggja tónlist í lögn í húsum, þannig að hægt væri að dreifa tónlist eða töluðu máli til viðtakenda annars staðar. Aðferð hans fólst í því að senda hátíðni útvarpsmerki um lágtíðni ritsímalínu. Þannig var hægt að senda útvarps- merkið milli staða án þess að um eiginlega út- varpsútsendingu væri að ræða. Ritsímalínan þurfti heldur ekki að vera einangruð eins og símalín- an, og hátíðnisendingin truflaði heldur ekki lágt- íðnimerkin. Þetta þótti snjöll hugmynd á sínum tíma. Árið 1922 fékk Georg Squire einkaleyfi á hug- mynd sinni um að leggja tónlist í kerfi í bygg- ingum, til að hægt væri að gleðja vinnulúnar skrifstofudömur í New York og fá þær jafn- framt til að auka afköstin. Orðið „bakgrunn- stónlist“ varð til og staðfest var að fólk ynni hraðar undir „þægilegri“ tónlist. Hugmynd Squires þróaðist, og hugsjón hans fólst í því að geta dreift tónlist til allra manna, þannig að all- ir ættu jafnan kost á að njóta hennar. Í þá daga var Kodak-fyrirtækið eitt virtasta hátæknifyr- irtæki vestanhafs, og þegar Squire mátaði orð- ið músík fyrir tilviljun við orðið Kodak, fékk hann hugmynd að nafni á það sem hann var að bralla. Orðið „Muzak“ varð til. Fyrri hluti tuttugustu aldarinnar var tímimikilla byggingaframkvæmda, og þeg-ar lyftur voru orðnar þarfaþing í nánasthverju húsi í stórborgarmiðjum Banda- ríkjanna urðu þær fljótt vettvangur framleiðslu Squires. Hótel, veitingahús, verksmiðjur, skrif- stofur og verslunarmiðstöðvar voru líka stór vettvangur fyrir Muzak og kliðmjúk og átaka- laus tónlistin mallaði linnulaust úr pípunum. Um 1950, löngu eftir að Squire hafði hætt af- skiptum af Muzak, sem þá var orðið stórfyr- irtæki; datt nýjum mönnum í hug að sennilega væri hægt að auka framleiðni enn meir með því að breyta tónlistinni eftir tímum dagsins. Morguntónlist, dagtónlist og kvöldtónlist. Enn er Muzak að og nú er tónlistinni ekki bara skipt í þær þrjár tegundir sem að ofan greinir, heldur er nú búið að flokka hana í ótal flokka og undirflokka eftir því hverjum hún er ætluð. Það er líka búið að breyta nafninu í þeim anda og farið að nota orðið „audio architecture“ eða hljóðarkitektúr um þetta fyrirbæri. Hver og einn getur hannað sitt hljóðumhverfi að vild og valið úr flokkum sem heita nöfnum eins og tropical breezes, classical holiday og urban adult, en svo leitað sé í katalóg Muzak, þá er sú tónlist ætluð körlum og konum á aldrinum 25– 49 ára sem búa í borgum og við lífsgæði sem eru á bilinu frá óformlegum og hversdags- legum til mjög fínna og fágaðra. Skilgreining á tónlistinni er sú að hún sé af miðlungskrafti. Áskrifendur að þjónustu Muzak eru um 250.000 og nær dreifing þeirra til um 80 millj- óna íbúa þessa heims. Áhrif hugmyndar George Squires hafaverið gífurleg. Hins vegar má deilaum hvort hugsjón hans, að það yrðigæfuspor að allir fengju aðgang að tónlist. Ástæður þess eru margar. Í fyrsta lagi má nefna þá hugmynd hans að tónlistin yrði að vera þægileg. Tónlistin í Muzak var endurgerð þekktra laga og verka, þar sem áhersla var lögð á að draga úr öllum ýktum einkennum tón- listarinnar. Styrkur hennar mátti ekki breytast skyndilega, blæbrigði urðu að vera jöfn og ómstríður og ójafn rytmi máttu ekki heyrast. Allt varð að líða mjúklega og þýðlega og tón- listin mátti ekki steyta á neinum skerjum þann- ig að hlustandanum brygði við. Í öðru lagi hefur komið á daginn að einmitt þetta atriði er það sem hefur skapað Muzak mestar óvinsældir. Fólk vill ekki hlusta á til- þrifalausa tónlist. Í tónlistinni er talað um þrjá höfuðpósta sem gera hana að lifandi list; tón- skáldið, flytjandann og hlustandann. Hlustand- inn er aktívur þáttur í tónlistarsköpun. Tónlist- in verður ekki numin nema að einhver hlusti. Hlustandinn meðtekur tónlistina, hún lifir í honum og skapar í honum hræringar sem geta verið ýmiss konar; örvun til hreyfingar, kennd- ir eða tilfinningar. Þetta er grundvöllur þess að fólk hrífist af tónlist. Einum líkar þetta, öðrum hitt, ólík tónlist höfðar misvel til einstaklings- ins og ein og sama tónlistin höfðar á ólíkan hátt til tveggja einstaklinga. Tónlist lifir í fólki vegna þess að hún hrærir við því og er ein- staklingsbundin upplifun. Því er það spurning hvort tónlist sem hefur ekki þann hæfileika, að hræra við fólki, sé yfir höfuð tónlist. En hvað er hún þá? Kliður, niður, partur af arkitektúrnum, eitthvað þægilegt, eitthvað óþolandi? Síðast en ekki síst má nefna, að það verð-ur æ sjaldgæfara að fólk upplifi þögn-ina. Áreiti hljóðsins eru alls staðar, íumferðinni, heima fyrir og í vinnunni. Hvar finnum við hljóð? Vel einangruð lyfta væri kannski einmitt kjörinn staður til að njóta þagnarinnar. Stjörnufræðingar kvarta um ljós- mengun, og að æ verra verði að finna staði, þar sem hægt sé að skoða himininn án þess að ljós frá byggðum bólum dragi úr áhrifamætti skoð- unarinnar. Það sama á við um hljóðheiminn. Hann er alls staðar umhverfis okkur í tónlist og hljóðum og smýgur alls staðar inn; það er ekki hægt að segja að brýna þörf þörf beri til að fylla þær fáu þagnir sem verða á vegi okkar. Þögnin er sennilega orðin verðmæti í sjálfri sér. Ég held að flestir séu sammála um það að muzak sem leggst á eyru fólks meðan það rúll- ar kúffullri innkaupakerru um stórmarkað sé síst til þess fallin að gleðja. Flatneskjan í tón- listinni verður smám saman að samfelldu suði og sé fólk þreytt verður suðið að óþolandi áreiti. En þótt margir hafi skammast yfir ládeyðu- tónlistinni sem Muzak framleiðir er enn verið að hjálpa fólki til að útrýma þögninni. Þróun síðustu ára hefur verið sú að nota alla þá mögu- leika sem til eru til að ná til fólks og höfða til þess, með einhverju þægilegu; – tónlist. Nú eru síminn og farsíminn orðnir verstu óvinir þagn- arinnar, en um leið verstu óvinir tónlistarinnar. Hljóðmengun af farsímahringingum er þegar að verða alvarlegt vandamál. Venjulegur far- sími gefur notanda sínum kost á að velja sér prívat hringingarhljóð úr ótal „lögum“. Þessi lög eiga fátt skylt við tónlist. Eins og muzak er fyrirbærið staðlað í öllu því sem snýr að mús- íkölskum blæbrigðum og dýpt, og hljóðið því afar óþægilegt og flatt. Þarna ægir saman stefjum úr öllum áttum. 40. sinfónía Mozarts, mexíkanski smellurinn Tapatio, lagið úr Derr- ick, Nautabanasöngurinn úr Carmen, Saltkjöt og baunir, túkall!, svítuþáttur eftir Bach og Hin gömlu kynni gleymast ei. Ekki vantar úrvalið. Og svo geta snjallir símnotendur líka slegið inn sínar eigin tónsmíðar. En allt er þetta jafn flatt og óspennandi og á ekkert sameiginlegt með því sem heitir tónlist. Og í fjölmenni getur stöð- ugt sífur farsímanna orðið meira en hvimleitt. Þetta er þó eitthvað sem hver og einn getur valið sér og enginn er knúinn til annars en að nota bara hinn hefðbundna venjulega sím- hringingatón. En verra er þegar tónlist er þröngvað upp á fólk. Nútíma símatækni fyr- irtækja og stofnana býður upp á þann mögu- leika að þeim sem hringir sé gefinn kostur á að bíða meðan beðið er eftir samtali við þann sem beðið er um. Það færist í vöxt að á meðan beðið er, sé tónlist dælt í eyru þess sem bíður án þess að hann sé að því spurður hvort hann vilji njóta tónlistar í biðinni. Sjaldnast stendur þannig á að hlustandinn heyri lag frá byrjun til enda. Yf- irleitt er komið inn í mitt tónverk sem er svo ekki lokið þegar biðin er á enda. Símtæki er heldur ekki hljómflutningstæki. Hvaða tilgangi þjónar þessi misnotkun á tónlistinni? Þjónar hún einhverjum tilgangi öðrum en þeim að eyða þögninni? Er talið að hlustandinn hafi ánægju af þessu? eða er markmiðið kannski að öngla saman flutningstekjum handa tónlist- armönnunum? Spyr sá sem ekki veit. Nið- urstaðan er hljóðmengun, þar sem tónlist er misnotuð í misskildum tilgangi. Hljóðmengun og tónlistarmengun eruhugtök sem eiga eftir að heyrast oft-ar er fram líða stundir. Munurinn ámilli tónlistar sem flutt er í sínu eðli- lega umhverfi úr hljómflutningstækjum eða í tónleikasölum, og þeirrar flatneskju sem óboð- in ryðst inn í eyru fólks í dulargervi tónlistar á eftir að minnka eftir því sem miðlunartækni nútímans fleygir fram. Þar eru tónlistarmenn sjálfir að leggja hönd á plóginn með því að and- mæla ekki og jafnvel samþykkja þróunina og taka þátt í henni. Hver á að taka að sér að sporna gegn tónlistarmenguninni og um leið að vernda það litla sem eftir er af þögninni, sem sannarlega er auðlind í útrýmingarhættu? Um- hverfisyfirvöld? Menningaryfirvöld? Tónlist- armenn? Umræða um þessi mál hefur verið mjög lítil hér á landi og fáir gefið þessari teg- und mengunar gaum, því ólíkt göturyki og tjörguðu malbiksspæni er hún sennilega enn talin til menningarauka sem ný tækni skapar. Ekki er þó allt gull sem glóir. Músík í pípulögn Reuters Rússneski verkfræðingurinn Dmitry Zhurin er höfundur þessa vodkaflöskutappa. Tappinn syngur drykkjuvísur og skálar í hvert sinn sem honum er snúið af flöskunni. Honum hrakar víst í söngnum því oftar sem flaskan er opnuð. AF LISTUM eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÞEGAR kemur að vangaveltum unglinga um lífið, sem í þeirra aug- um er að mestu leyti kynlífið (a.m.k. hvað stráka varðar), virðist lítið hafa breyst frá því sem var. Maður velti því mikið fyrir sér hvers vegna strákar sem fengu það ótt og títt, voru hetjur, kaldir kallar, fyrir- myndir annarra, á meðan stelpa sem þótti hleypa grimmt uppá sig (ath. mismuninn á orðalaginu, kvenfólk- inu líkt við ferfætlinga), var stimpluð drusla. Kannske er þessi aldagamli ójöfnuður kynjanna ein af getnaðar- vörnum náttúrunnar, allavega er hann enn unglingum hugstæður. Gemsar byrjar einmitt á þessum kunnuglegu pælingum. Gemsar er í heimildarmyndastíl, tökuvélarnar elta hóp unglinga, frekar kennda við úthverfin en Laugarásinn, sjoppu, í eitt partíið af öðru, persónurnar ræða viðhorf sín við myndavélina. Þetta eru ekki dæmigerðir unglingar að mér sýnist, heldur villtari eða búa við minna aðhald og ástríki, en gerist og gengur. Engu að síður er hóp- urinn vafalaust kjörið úrtak þegar eldra fólkið bregður samasem merk- inu á loft og fordæmir skóginn á einu bretti. Bældir, uppreisnargjarnir, orðljótir, með kynlífið á heilanum. Veikir fyrir freistingunum, kunna illa fótum sínum forráð, taka rangar ákvarðanir einkum ef þeir telja það kúl. Flestöll bestu manneskjur inn- við beinið ef einhver gefur þeim tækifæri á að sýna það. Samkvæmt meðaltalinu missa einhver fótanna, en verða örugglega flest „að manni“ einsog eðlilegir áfangar vaxandi þroska, þ.e. fjölskylda og heimili, voru jafnan kallað af þeim eldri sem allt vissu betur fyrr og nú. Í fullri sanngirni, þá snúast tán- ingsárin mikið til um kynlíf, enda ekkert eðlilegra, margur blandar það dópi og brennivíni meira en góðu hófi gegnir. Þeir sem voru svo ólán- samir að burðast með gripsvit, van- metna sjálfsímynd, eða hvoru- tveggja, stóðu í slagsmálum og öðrum friðspillandi djöfulskap. Svona er það enn og verður sjálfsagt um ókomin ár. Ég veit ekki um kven- fólk, en grunar að margir karlmenn eldist, helteknir kynlífi, einsog Harry karlinn sem Woody Allen holdiklæddi í Deconstructing Harry. Þessi miðaldra náungi tjáði sálfræð- ingnum sínum að hann mætti ekki sjá kvenmann, án þess að velta fyrir sér fimi hennar í bólförum. Vafalaust hneykslast einhverjir á þessum unglingum, það er gömul saga og ný. Mikael Torfason þekkir þennan heim mætavel og þær persónur sem í honum þrífast. Unglingarnir sem leika þær virðast einnig spinna text- ann að einhverju leyti, en sjálfsagt er hann að mestu smíð höfundar. Sem getur verið berorður, klúr og mein- fyndinn. Lætur eina aðalpersónuna og upprennandi karlrembu segja sem svo, að stelpur verði að mellum um fermingu nema þær sem séu hallærislegar og hangi á bókasöfnum og lesi Þorgrím Þráinsson. Annar úr piltahópnum á sér þann helstan framtíðardraum að leika á móti Edward Norton, það eru sennilegri táningspælingar. Allir vilja verða frægir og ríkir og flottir. Unglingarnir sem fara með aðal- hlutverkin standa sig upp og ofan og misjafnlega skýrt mótuð. Strákarnir eru betur dregnir, sterkari og eft- irminnilegri. Tveir skera sig úr; töff- arinn Gulli (Guðlaugur Karlsson) og andstæða hans, Doddi (Andri Óm- arsson). Þeir virka einnig fjarska vel sem hinir nauðsynlegu, andstæðu pólar myndarinnar. Annar fullur kvenfyrirlitningar, hinn tvístígandi, ráðvilltur og uppburðarlítill. Stelp- urnar tala um samfarir einsog að fá sér smók, selja sig sjóurum fyrir brennivín, þær eru ekki jafn trúverð- ugar og nálægar. Sigurður Skúlason og Skúli Gautason, tveir þaulsjóaðir, en alltof sjaldséðir (á tjaldinu), gæðaleikarar af eldri kynslóðinni, koma nokkuð við sögu og skila sínu vel. Tónlistin er vel valin og skiptir miklu máli, líkt og í raunveruleika þessa aldurshóps. Mikael Torfason hefur lagt mikla vinnu í að vinsa úr miklu efni og út- koman er forvitnileg, misjafnlega fagmannlega gerð innsýn í vissan af- markaðan heim unglinga við upphaf 21. aldarinnar. Sú veröld er hrá og grá, grimm og kaldhæðin. Snýst að hætti tíðarandans um gömlu lumm- urnar; viðhorf og afstöðu milli kynjanna og unglinga og foreldra. Hefur í stórum dráttum tekist ætl- unarverkið, að bregða ögrandi, kald- hæðnu ljósi á gemsakynslóðina. Gemsakynslóðin KVIKMYNDIR Háskólabíó, Smárabíó, Borg- arbíó, Akureyri Leikstjóri og handritshöfundur: Mikael Torfason. Kvikmyndataka: Jakob Ingi- mundarson. Tónlist: Gunnar Lárus Hjálm- arsson. Klipping: Sigvaldi J. Kárason. Að- alleikendur: Halla Vilhjálmsdóttir, Andri Ómarsson, Guðlaugur Karlsson, Matt- hías Matthíasson, Kári Gunnarsson, Dag- björt Rós Helgadóttir, Fanny Ósk Guð- mundsdóttir, Sigurður Skúlason, Skúli Gautason, Guðný Ragnarsdóttir. Zik Zak kvikmynd. Ísland 2001. GEMSAR ½ Sæbjörn Valdimarsson „Útkoman er forvitnileg, misjafnlega fagmannlega gerð innsýn í vissan afmarkaðan heim unglinga við upphaf 21. aldarinnar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.