Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 13 Kringlan er skemmtilegri á sunnudögum Óvæntur gestur heilsar upp á börnin og frítt verður í klifursúlu Nanoq. Ævintýralandið í fullum gangi - frábær afþreying fyrir börn á aldrinum 3-9 ára. Öll börn fá gefins blöðru í dag. Þú færð tvo miða á verði eins á valda fjölskyldumynd í Sambíóum Kringlunni. Sjá nánar á bíósíðum Morgunblaðsins. Veitingastaðir í Kringlunni verða með girnileg fjölskyldutilboð í dag: Afgreiðslutími verslana er frá 13.00 til 17.00. www.kringlan.is upplýsingasími 588 7788 skrifstofusími 568 9200 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S K R I 16 44 7 0 1/ 20 02 RÍKISSTJÓRN George W. Bush Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt að til standi að skilgreina fóstur sem börn og þá í þeim tilgangi, að ríkin geti aukið aðstoð og eftirlit með fá- tækum, þunguðum konum. Talsmenn ýmissa kvennasamtaka og stuðnings- menn fóstureyðinga eru hins vegar á öðru máli og segja, að hér sé aðeins um að ræða illa dulbúna tilraun til að þrengja enn að rétti kvenna til fóstur- eyðinga. Tommy G. Thompson heilbrigðis- ráðherra greindi frá þessari reglu- gerðarbreytingu en hún tekur eink- um til þeirra trygginga eða aðstoðar, sem alríkið býður fátækum fjölskyld- um. Sagði hann, að skilgreiningin á „barni“ myndi ná „frá getnaði til 19 ára aldurs“. Saka Bush um tvískinnung Talsmenn samtaka, sem berjast fyrir rétti kvenna til fóstureyðinga, kváðust fagna auknu eftirliti á með- göngutíma en sögðu, að það væri í raun allt annað, sem vekti fyrir rík- isstjórninni. „Hér er fremur um að ræða pólitík en áhuga á heilsufari kvenna,“ sagði Kim Gandy, formaður bandarískra kvennasamtaka, og þingmaðurinn Henry Waxman, sem upphaflega beitti sér fyrir reglugerðinni um að- stoð við fátækar, þungaðar konur, sagði, að ríkisstjórn Bush væri nú að „þóknast öfgafyllstu andstæðingum fóstureyðinga, þeim, sem telja það ávallt vera morð að binda enda á þungun“. Síðastliðin 30 ár hafa stuðnings- menn fóstureyðinga barist fyrir rétti kvenna til að taka eigin ákvörðun um framhald þungunar en andstæðingar fóstureyðinga hafa hins vegar haldið fram rétti ófæddra barna. Í núgild- andi lögum stangast þessi sjónarmið á en á síðustu árum hefur lagalegur réttur fóstursins verið að aukast. Í nærri helmingi bandarísku ríkjanna hefur verið litið á það sem sérstakan lögaðila, til dæmis í glæpamálum þar sem konunni og fóstrinu hefur verið unninn einhver miski. Óljós áhrif Talsmenn ríkisstjórnarinnar segj- ast ekki skilja gagnrýnina á væntan- lega reglugerðarbreytingu þar sem hún miðist eingöngu að því að hjálpa fátækum konum og Douglas Johnson, einn af frammámönnum í samtökum fóstureyðingaandstæðinga, tók undir það. Fullyrti hann, að nýja reglugerð- in myndi ekki hafa nein áhrif á núver- andi rétt kvenna til fóstureyðinga. Á þessari stundu er vissulega mjög óljóst hvaða áhrif reglugerðarbreyt- ingin mun hafa. Með henni býðst al- ríkið til að kosta eftirlit með fátækum konum á meðgöngu en þeim ber hins vegar engin skylda til að nýta sér það. Waxman bendir aftur á móti á, að eftirlit af þessu tagi sé þegar í boði í mörgum ríkjum og ekki aðeins fyrir konur, sem eru við eða undir fátækt- armörkum, heldur líka fyrir þær, sem hafa hátt í tvöföld lágmarkslaun eða um 1,6 millj. ísl. kr. á ári. Þá segir hann og aðrir stuðningsmenn fóstur- eyðinga, að Bush hefði einfaldlega getað nýtt sér undanþáguákvæði í nú- gildandi lögum. Þess í stað hefði hann opinberað hvað fyrir sér vekti með því að endurskilgreina hugtakið „barn“. „Hér er um að ræða pólitíska yf- irlýsingu, ekki stefnumörkun í heil- brigðismálum,“ segir Waxman. Segja Bush vilja úti- loka fóstureyðingar Washington. Los Angeles Times. Reuters Fóstureyðingum mótmælt við byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.