Morgunblaðið - 03.02.2002, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 03.02.2002, Qupperneq 55
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 55 KRISTÍN Rós Hákonardóttir sund- kona var valin íþróttamaður Reykjavíkur 2001 af Íþrótta- bandalagi Reykjavíkur á dögunum. Það var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sem veitti Kristínu við- urkenningu í verðlaunahófi í Höfða. Auk Kristínar Rósar, sem stundar íþrótt sína með Íþróttafélagi fatl- aðra, voru átta afreksmenn í íþrótt- um tilnefndir til nafnbótarinnar og fengu þeir einnig viðurkenningar fyrir frábæran árangur sinn. Þetta voru þau Einar Karl Hjartarson úr Íþróttafélagi Reykjavíkur fyrir góð- an árangur í hástökki, Gísli Krist- jánsson úr Glímufélaginu Ármanni fyrir góðan árangur í lyftingum, Guðrún Jóhannsdóttir úr Skylm- ingafélag Reykjavíkur fyrir góðan árangur í skylmingum, Halldór B. Jóhannsson úr Glímufélaginu Ár- manni fyrir góðan árangur í þolfimi, Jakob Jóhann Sveinsson úr Sund- félaginu Ægi fyrir góðan árangur í sundi, Magnús Magnússon úr Knatt- spyrnufélagi Reykjavíkur fyrir góð- an árangur í keilu, Trausti Már Gunnarsson úr Ungmennafélaginu Fjölni fyrir góðan árangur í taek- wondo og Vignir Jónasson úr Hesta- mannafélaginu Fáki fyrir góðan ár- angur í hestaíþróttum. Við sama tækifæri veitti Afreks- og styrktarsjóður Reykjavíkur 29 íþróttafélögum styrki úr sjóðnum en tvö félög höfðu áður hlotið styrk sem veittur var í október síðastliðnum. Kristín Rós íþrótta- maður Reykjavíkur Kristín Rós Hákonardóttir, íþróttamaður Reykjavíkur, tekur við viðurkenningu sinni í Höfða úr hendi borgarstjóra. Sjö kærustur Seven Girlfriends Gamanmynd Bandaríkin 1999. Góðar stundir VHS. Öll- um leyfð. (100 mín.) Leikstjórn og hand- rit Paul Lazarus. Aðalhlutverk Timothy Daly, Olivia d’Abo, Jami Getz. HÉR ER á ferð óvenju blátt áfram og raunsönn rómantísk gam- anmynd sögð frá sjónarhorni karl- mannsins – hins mjúka karlmanns. Jesse (Daly) er hálffertugur og hreint skíthræddur um að finna aldrei hina einu réttu. Hann afræð- ur því að leita uppi allar sínar fyrr- verandi og fá uppúr þeim hvað hafi farið úrskeiðis, komast að því hvers vegna hann á svo erfitt með að vera í sambandi. Auðvitað kemst hann að ýmsu, oft á tíðum spaugi- legu, miður skemmtilegu í fari sínu en jafnframt rennur upp fyrir honum að sumt það sem hitt kynið setti út á reynd- ist ósanngjarnt. En að rannsókn lokinni áttar hann sig á því að hann er litlu nær. Eru kannski ekki fleiri fiskar í sjónum? Þrátt fyrir slatta af klisjum, netta væmni á köflum og greinilegt ráð- leysi leikstjóra hversu langt hann á að teygja gamanið yfir í dramað þá rís þessi nokkuð uppfyrir alltof al- gengt miðjumoð rómantískra gam- anmynda. Daly býr yfir hæfilegri blöndu af sjarma, farsakenndum aulaskap og trega til að bera hana uppi og mótleikkonurnar komast klakklaust frá sínu. Ágætis afþrey- ing.  Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Fleiri fiskar í sjónum? Eiginmaður minn, morðinginn (My Husband, My Killer) Sakamálamynd Ástralía, 2001. Skífan, VHS. (99 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn: Peter Andrikidis. Aðalhlutverk: Colin Friels, Martin Sacks og Geoff Morrell. Í ÞESSARI árströlsku sjónvarps- mynd er reynt að varpa ljósi á saka- mál sem skók áströlsku þjóðina á of- anverðum níunda áratugnum. Er hugsanlegt að Andrew, efnaður og virtur hóteleigandi, hafi myrt eigin- konu sína án þess að hafa af því nokk- urn greinilegan ávinning? Þetta er spurningin sem liggur myndinni til grundvallar, og verður það fljót- lega ljóst að að- standendur hafa fyrirfram ákveðna skoðun á málalyktum. Þannig geng- ur myndin út á það að rökstyðja ákveðna niðurstöðu, fremur en brjóta til mergjar flókið sakamál. Þetta hlýtur að teljast löstur á kvik- mynd sem gefur sig út fyrir að vera hlutlaus en því verður hins vegar ekki neitað að myndin sem dregin er upp af kringumstæðum morðsins og rannsókninni sem fylgdi í kjölfarið er afar grípandi og vel sögð. En þar sem myndin leggur upp með það að varpa ljósi á raunverulegt sakamál, verður nálgunin að teljast aðfinnslu- verð. Heiða Jóhannsdóttir Sönn sakamál
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.