Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 23
hverfið á Íslandi í dag er allt annað en á þessum árum.“ Bæjarbúum ekki fjölgað nóg Bæjaryfirvöld á Akureyri settu á síðasta ári í gang áætlun um að fjölga íbúum á Akureyri um 300 manns á ári. Markmiðið náðist ekki alveg fyrsta árið, því í fyrra fjölgaði bæj- arbúum um 250 manns, sem verður að teljast ágætur árangur, ekki síst miðað við þá stöðu sem er uppi víða á landsbyggðinni. „Þegar ég settist í bæjarstjórn árið 1974 voru íbúar á Akureyri um 12.000. Frá þeim tíma hefur bæjarbúum fjölgað um 3.500 manns og það er allt of lítil fjölgun. Hins vegar held ég að það land, sem farið hefur undir byggð í bænum á þessu tímabili, hafi tvöfaldast. Þá er öll stjórnsýsla orðin mun mannfrek- ari og hjá sveitarfélaginu í dag starfar mun fleira fólk en á árum áður. Þar kemur margt til, m.a. aukin verkefni sveitarfélaga, fjölþættara samfélag og krafa um betri þjónustu.“ Sigurður sagði það vissulega já- kvætt að Akureyringum hafi fjölgað þetta mikið á síðasta ári. Hins vegar sé það áhyggjuefni að á þjónustu- svæðinu, þ.e. í Eyjafirði og nágrenni, fari íbúum fækkandi. „Rauði þráður- inn er þessi eilífa barátta við byggð- aröskun, þar sem þrek starfsmanna og bæjarfulltrúa og fjármunir sveit- arfélagsins fara í þessa varnarbar- áttu. Það hlýtur að vera annað að starfa í sveitarfélagi þar sem menn sjá sífellda fólksfjölgun og verkefnin snúast um uppbyggingu fyrir þá sem þar búa eða þangað vilja koma.“ Gríðarlegar framkvæmdir á kjörtímabilinu Að mati Sigurðar hefur Akureyri upp á margt að bjóða og staðurinn er vissulega fýsilegur til búsetu. Hér er boðið upp á gott og fjölbreytt skóla- kerfi, heilbrigðiskerfi, samgöngur eru góðar og afþreyingarmöguleikar, s.s. í menningu og íþróttum, miklir. „Hér verða að vera fjölbreytt at- vinnutækifæri til staðar fyrir hjón og því er nauðsynlegt styrkja undirstöð- ur atvinnulífsins og auka fjölbreytni. Ég tel þar möguleikana mesta í menntastofnunum, heilbrigðisþjón- ustu og líftæknigeiranum. Akureyr- arbær stendur vel fjárhagslega og meginlínan er að halda fjárhag bæj- arins traustum.“ Akureyrarbær hefur staðið fyrir gríðarlegum framkvæmdum á yfir- standandi kjörtímabili og þá ekki síst í skóla- og íþróttamálum. Byggt hefur verið við þrjá grunnskóla, ráðist í við- byggingu við Amtsbókasafnið, Skautahöll var reist, hafin bygging fjölnota íþróttahúss og ný stólalyfta keypt í Hlíðarfjall, svo eitthvað sé nefnt. Sigurður segir að það hafi allt- af legið fyrir að þessi stóru verkefni myndu leiða til skuldaaukningar eða sölu eigna en hins vegar hafi bæjar- myndin styrkst til mikilla muna. „Þá er byggingariðnaðurinn í miklum blóma og mikil áskókn í íbúðir, sem er mjög jákvætt. Í skipulagsmálum hef- ur verið lögð áhersla á að bjóða upp á góð byggingarsvæði. Framkvæmdir í Naustahverfi hefjast á þessu ári en þar verður um 4.000 manna byggð.“ Sigurður hefur setið þrjú kjörtíma- bil í meirihlutasamstarfi Sjálfstæðis- flokks og hann hefur áður gegnt starfi forseta bæjarstjórnar og einnig hefur hann verið formaður bæjar- ráðs. Sjálfstæðisflokkurinn var í meirihlutasamstarfi með Alþýðu- flokki 1986–1990, með Alþýðubanda- lagi 1990–1994 og Akureyrarlista á yfirstandandi kjörtímabili. Oft hefur verið talað um að bæjarstjórn Akur- eyrar sé hálfgerð „skátasamkoma“ þar sem allir séu sammála um flesta hluti og að lítið sé um pólitísk átök milli meirihluta og minnihluta. Sig- urður segir að Framsóknarflokkur- inn hafi lengi vel verið svo sterkur að ekki hafi verið möguleiki á því að mynda meirihluta nema í samstarfi tveggja flokka. Dregið hefur úr pólitískri umræðu í bæjarstjórn „Draumur sjálfstæðismanna á þeim tíma, að ná hér hreinum meiri- hluta, var því aldrei tengdur neinum veruleika. Þetta leiddi m.a. til þess að menn þurftu, upp að vissu marki, að eiga möguleika á meirihlutasam- starfi, enda ræðst það af því að fólk sé samvinnufúst og reiðubúið að leysa verkefni sveitarfélagsins í samstarfi við pólitíska andstæðinga. Ef eitthvað er hefur dregið úr póli- tískri umræðu í bæjarstjórn og ég verð að viðurkenna að ég hefði viljað sjá meira af henni í bæjarstjórn. Ekki í þeim skilningi að menn séu að rífast út af pólitík – heldur leiði fram í um- ræðuna víðari hugsanir um lífsýn og stefnur og hvernig menn sjá fyrir sér lífið og tilveruna í sem víðustu sam- hengi. Ekki að menn bindi sig of mik- ið við dagskrárliði sem tengjast krón- um og aurum eða ákveðnum verkefnum, sem ekki skipta máli hvort framkvæmd eru einhverjum mánðum fyrr eða síðar. En auðvitað snúast bæjarmál um þá þætti sem fólkinu eru næstir, grunnþjónustu sem snýr að börnum, námi, atvinnu og félagslegu öryggi og öll stefnum við að því að þeir hlutir séu í sem bestu lagi. Að því leyti hefur bæjar- stjórn Akureyrar verið farsæl, því þar hafa menn ekki verið í málatil- búnaði til að vekja athygli á sjálfum sér eða sínum flokki. Menn hafa unn- ið heils hugar að málefnum bæjarins en engu að síður þarf umræðan að vera hvetjandi.“ Sífellt erfiðara að sinna starfi bæjarfulltrúa Sigurður segist einnig hafa mikinn áhuga á landsmálunum en hann hafi þó ekki gengið með þingmanninn í maganum. „Maður á aldrei að segja aldrei og þótt ég sé nú að hætta í bæj- arstjórn er ekki þar með sagt að ég sé hættur í pólitík. Áhuginn fyrir bæj- armálunum hefur lítið breyst og ég hefði gjarnan viljað glíma við þau áfram ef ekki hefði komið til þessi breyting á starfsumhverfi. Ákvörðun- in um að hætta í bæjarstjórn var því alls ekki létt.“ Starfsumhverfi bæjarfulltrúa hef- ur breyst mikið á þeim árum sem Sig- urður hefur setið í bæjarstjórn og hann sagði það hafa verið sífellt erf- iðara að sinna því starfi ásamt fullri vinnu. „Vinnumarkaðurinn hefur líka breyst og starfsmenn bæjarins, sem eru þátttakendur í starfinu vilja geta lokið sinni vinnu innan reglubundins vinnutíma. Áður hófust fundir eftir klukkan fjögur og stóðu fram eftir kvöldi. Einnig hafa mál þróast þannig að nefndum hefur fækkað og verkefni þeirra stækkað, auk þess sem lögð hefur verið áhersla á það að bæjar- fulltrúar sitji í nefndum. Þetta hefur leitt af sér aukna vinnu og því þarf hver og einn sem fer í bæjarmálin að gera upp við sig hvort hann hafi til þess tíma og aðstöðu. Sjálfur hefði ég viljað gefa bæjarmálunum meiri tíma en hef þó reynt að sinna þeim eftir bestu getu. Starfinu fylgir mikil skyldulesning, fyrir utan fundahöld, móttökur og fleira. Ég hef átt gott samstarf við samflokksmenn mína, pólitíska andstæðinga og starfsmenn bæjarins á þessum árum og fyrir það er ég þakklátur.“ Rétt ákvörðun að ganga til samninga við SH Eitt af stærri málum sem tekist hefur verið á um í bæjarstjórn Ak- ureyrar í seinni tíð, er svokallað ÍS/ SH mál. Um áramótin 1994–1995 upphófst harður slagur milli Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna og Ís- lenskra sjávarafurða, þegar ÍS bauðst til að flytja höfuðstöðvar sínar til Akureyrar gegn því að bærinn seldi félaginu meirihluta hlutabréfa sinna í Útgerðarfélagi Akureyringa. SH brást við með því að lofa 80 nýjum störfum í bænum héldi félagið við- skiptum sínum með afurðir ÚA, svo sem verið hafði í áratugi þar á undan. Að undangegnum átakafundum sam- þykkti bæjarstjórn í febrúar 1995 að taka tilboði SH. Störfum tengdum SH fjölgaði mikið í kjölfarið en í dag eru þau öll horfin aftur og má segja að afskiptum SH af atvinnulífi á Akur- eyri sé lokið. Siguður segir að miðað við hvernig málin voru lögð upp hafi það verið rétt ákvörðun hjá bæjarstjórn að ganga til samninga við SH. Staða þessara stóru fyrirtækja hafi þó gjör- breyst á mjög skömmum tíma og erf- itt sé að gera sér í hugarlund hvað hefði gerst hefðu hlutirnir þróast á annan hátt. „Gísli Bragi Hjartarson (bæjarfulltrúi Alþýðuflokks), sem var í meirihlutasamstarfi með Framsókn- arflokki, tók afstöðu gegn vilja Fram- sóknarflokksins og Jakob Björnsson sem var þá nýsestur í bæjarstjóra- stólinn, treysti sér ekki til að láta á það reyna hvort tillaga um að flytja viðskiptin til ÍS ætti hljómgrunn í bæjarstjórn og þetta varð niðurstað- an.“ Sigurður sagðist heldur ekki sann- færður um að ÍS hefði flutt höfuð- stöðvar sínar norður, þótt niðurstað- an hefði orðið á hinn veginn eða væri starfandi hér í dag. „Þarna lenti bæj- arstjórn í mjög erfiðri aðstöðu vegna stórrar eignaraðildar bæjarins í ÚA. Bærinn hefur selt sinn eignarhlut í ÚA, enda eiga sveitarfélög ekki að vera beinir þátttakendur í atvinnulíf- inu.“ Eyjafjörður verði eitt sveitarfélag með Akureyri sem höfuðstað Sameining sveitarfélaga hefur ver- ið mikið til umræðu, enda hafa sveit- arfélög verið að sameinast víða um land. Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa haft forgöngu um viðræður um sam- einingu allra sveitarfélaga í Eyjafirði en til þessa hefur lítið komið út úr þeirri vinnu. Hins vegar hafa Glæsi- bæjarhreppur, Skriðuhreppur og Öxnadalshreppur sameinast í sveitar- félaginu Hörgárbyggð og Dalvík, Svarfaðardalur og Árskógshreppur í sveitarfélaginu Dalvíkurbyggð. „Þetta er í annað sinn sem við förum af stað með slíka hugmynd. Árið 1993 fór fram kosning um sameiningu allra sveitarfélaga í Eyjafirði. Af þeim 15 sveitarfélögum sem tóku þátt, voru það aðeins Akureyri, Arnarneshrepp- ur, Árskógshreppur og Hríseyjar- hreppur sem samþykktu sameiningu. Niðurstaðan varð til þess að umræð- an var lögð til hliðar. Þótt minni sam- einingar í Eyjafirði nú í seinni tíð séu af hinu góða sakna ég þess að sjá ekki Eyjafjörð sem eitt sveitarfélag með Akureyri sem höfuðstað. Það myndi tvímælalaust styrkja svæðið og ég vona svo sannarlega að heildarsam- eining eigi eftir að verða að veruleika. Ekki Akureyringa vegna heldur sam- félagsins alls á Eyjafjarðarsvæðinu. Og þar sé ég fyrir mér að Siglufjörður komi þar einnig með, ekki síst þar sem fyrirsjáanlegt er að jarðgöng eiga eftir að tengja Siglufjörð og Ólafsfjörð innan ekki mjög langs tíma. Ég veit að nágrannasveitar- félögin óttast stærð Akureyrar en allt ræðst þetta af því skipulagi sem sett verður upp, þannig að hægt sé að veita öllum íbúunum, hvar sem þeir búa, sambærilega þjónustu. Við erum að glíma við verkefni sem ekki verða leyst í fámennum sveitarfélögum. Stjórnsýslan kostar gríðarlega fjár- muni en væri hægt að koma fyrir með mun einfaldari hætti ef Eyjafjarðar- svæðið væri eitt sveitarfélag.“ Styrkja þarf ákveðna staði á hverju landsvæði Vandi landsbyggðarinnar og fólks- fækkun þar er stöðugt til umræðu. Sigurður segir að fólksflutningar af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæð- isins séu mjög óæskileg þróun, sem nauðsynlegt sé að snúa við. Liður í því sé að styrkja ákveðna staði á hverju landsvæði. Það gerist þó ekki af sjálfu sér og því sé nauðsynlegt að stjórn- völd komi þar að málum. „Ég er ekki sáttur við hversu lítið stjórnvöld hafa komið að þessum málum. Þetta á sér- staklega við þegar stofnað er til nýrra opinberra starfa en þá er nauðsynlegt að menn horfi til landsbyggðarinnar. Ég hef líka stundum nefnt sem dæmi, að það sé ekkert sjálfgefið að Seðla- bankinn þurfi að vera í Reykjavík.“ Kvíði ekki verkefnaskorti Kona Sigurðar er Þórunn Kristín Birnir, deildarstjóri svæfingadeildar FSA, og eiga þau eina dóttur, Þór- unni, sem stundar nám við Háskóla Íslands. Spurður um áhugamál sín sagði Sigurður að bæjarmálin hafi verið í fyrsta, öðru og þriðja sæti hjá sér, enda hafi þau tekið mikið af tíma hans. „Ég hef verið að glíma við ýmsa hluti mér til gamans, allt frá köfun til hestamennsku. Ég kvíði því ekki verkefnaskorti og ef hjá mér myndast tómarúm þegar ég hætti í bæjarmál- unum verð ég fljótur að fylla upp í það.“ Morgunblaðið/Kristján Sigurður J. Sigurðsson og Sigurjón Einarsson járna hest í hesthúsi þeirra fé- laga. krkr@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 23 Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is Thailand í tísku! FÁIÐ NÁNARI FERÐALÝSINGU Á SKRIFST. PÖNTUNARSÍMI: 56 20 400 Thailandsferðir 9 d. flug og gist. frá kr. 111.100! Einstakar undirtektir og ánægja farþeganna. 3 AUSTURLANDAFERÐIR UPPS. Á 1 MÁN., 9. og 30. jan. og 10. feb. Ummæli farþ.: „Þökkum fyrir þessa frábæru ferð, þar sem veðrið, fegurðin, fjölbreytn- in, þjónustan og gæðin léku við okkur sem aldrei fyrr á ferðalögum. Vandaður undirbúningur Heimsklúbbsins og afbragðs fararstjórn Steindórs gerðu ferðina að sam- felldri veislu og ævintýri. Og verðið var ótrúlegt. Við spurðum okkur, hvað við hefðum getað gert í Evrópu fyrir þetta verð?“ Enn nokkur sæti laus í Stóru- Thailandsferð 6. mars, 17 d. Síðasti pöntunardagur 5. feb. Síðustu sætin í Undra-Thailandsferð 20. mars- 5. apríl - páskaferð 17 d. Fáið ítarlega áætlun og staðfestið pantanir strax Vönduð hótel m. morgunv. Í Stóru-Thailandsferð flestar mált. innifaldar ásamt stórfenglegri ferð um landið frá Bangkok til Norður Thailands með skoð- un og ísl. fararstjórn innif. Í Undra-Thailandsferð 4 n. Bangkok, frægasti sögustaður landsins, Ayutthaya og 10 fagrir dagar við ströndina í Jomtien, PALM BEACH í lokin. Thailandsferðir Alveg ótrúlegar nýjar Heimsklúbbsins - Príma CAPE SUN HÓTEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.