Morgunblaðið - 03.02.2002, Side 50

Morgunblaðið - 03.02.2002, Side 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Ör- firisey kemurí dag. Hjalteyrin fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Korsnes kemur í dag, Málmey, Rán og Sel- foss koma á morgun. Mannamót Aflagrandi 40. Á morgun kl 9 vinnustofa og leikfimi, kl 13 vinnu- stofa, kl 14 spilavist. Búnaðarbanki kl. 10.15. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 opin handa- vinnustofan, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30–16.30 opin smíðastofan/útskurður, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist. Þorrablót verður 8. febrúar Hjör- dís Geirs og hljómsveit. Bingóið fellur niður 8 febrúar. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–12 búta- saumur, kl. 10–17 fóta- aðgerð, kl. 10 samverustund, kl. 13.30–14.30 söngur við píanóið, kl. 13–16 búta- saumur. Eldri borgarar Kjal- arnesi og Kjós. Fé- lagsstarfið Hlaðhömr- um er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13– 16.30, spil og föndur. Jóga á föstudögum kl. 11. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ á Hlaðhömrum, fimmtu- daga kl. 17–19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586- 8014 kl. 13–16. Pútt- kennsla í íþróttahúsinu kl. 11 á sunnudögum. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð og myndlist, kl. 9.30 hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 versl- unin opin, kl. 11.10 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska framhald. Félagsstarfið Sléttu- vegi 11. Félagsvist kl. 14 á morgun. Þorra- blótið verður födstu- daginn 8. feb. kl. 18.30. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Á morgun kl. 9 böðun og hárgreiðslu- stofan opin. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Á morgun pútti í Bæj- arútgerð kl 10–11:30, Félagsvist kl 13:30. Þriðjud. saumur og bridge kl. 13:30. Fimm- tud. 7 febr. Verður far- ið í heimsókn í Menn- ingarmiðstöðina Gerðuberg að skoða þýskar tískuljósmyndir 1945-1995 Kaffi og óvæntar uppákomur. Rúta frá Hraunseli kl. 13:30. Skráning í Hraunseli s. 555-0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Sunnudagur: Félagsvist kl. 13.30. Dansleikur kl. 20. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánudagur: Brids kl. 13. Dans- kennsla fyrir framhald kl. 19. og byrjendur kl. 20.30. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Opið alla sunnudaga frá kl. 14– 16 blöðin og kaffi. Á morgun kl. 9–16.30 op- in vinnustofa, handa- vinna og föndur, kl. 9– 13 hárgreiðsla, kl. 14 félagsvist. Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 13.30–14.30 banka- þjónusta, kl. 15.30 al- mennur dans, allir vel- komnir. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun kl. 9 handa- vinna, kl. 9.30 gler- og postulínsmálun, kl.11 hæg leikfimi, kl. 13 lomber, kl. 13.30 spænska, kl. 17.15 kór- inn. Kl. 20 skapandi skrif. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl.9.05 leikfimi, kl. 9. 55 róleg stólaleikfimi, kl. 13 brids, kl. 20.30 félagsvist. Hraunbær 105. Á morgun kl. 9 perlu- saumur, postulíns- málun og kortagerð, kl. 10 bænastund, kl. 13 hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun og föndur, kl. 10 boccia, kl. 13 frjáls spila- mennska, kl. 13:30 gönguferð, fótaaðgerð, hársnyrting. fótaað- gerð, hársnyrting. Hið árlega þorrablót verður haldið föstud. 8. feb skráning á skrifstof- unni og í s: 588-9335 Miða þarf að vera búið að sækja fyrir miðviku- dag Norðurbrún 1. Á morgun kl. 10 ganga, kl. 9 fótaaðgerð. Vesturgata 7. Á morg- un kl. 9–16 fótaaðgerð- ir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 12:15–13:15 danskennsla, kl. 13 kóræfing. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, búta- saumur og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og sund, kl. 13 handmennt, gler- bræðsla, leikfimi og spilað. Kirkjustarf aldraðra Digraneskirkju. Opið hús á þriðjudag kl. 11. Leikfimi, matur, helgi- stund og fleira. Ólafur Skúlason biskup og frú Ebba Sigurðardóttir koma í heimsókn Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids að Gullsmára 13 alla mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12,45. Spil hefst kl. 13. Bridsdeild FEBK í Gullsmára. Háteigskirkja, eldri borgarar, mánudaga fé- lagsvist kl. 13–15, kaffi. Kristniboðsfélag karla. Aðalfundur félagsins verður í Kristniboðs- salnum Háaleitisbraut 58–60 mánud. 4. feb. kl. 20. Á dagskrá venjuleg aðalfundarstörf. Sjálfsbjörg, félags- heimilið Hátúni 12. Á morgun, á morgun kl. 19 brids. Kvenfélag Fríkirkj- unnar í Hafnarfirði. Aðalfundurinn verður þriðjudaginn 5. feb. í safnaðarheimilinu við Linnetstíg 6, kl. 20.30. Kvenfélag Háteigs- sóknar. Aðalfundurinn verður þirðjudaginn 5. febrúar kl. 20 í safn- aðarheimilinu. Venjuleg aðalfundarstörf. Breiðfirðingafélagið, Fyrsti dagur í fjögurra daga keppni í dag og hefst kl. 14. Félag breiðfirskra kvenna. Aðalfundur fé- lagsins verður mánu- daginn 4. feb. kl. 20. Venjuleg aðalfund- arstörf, rætt um fram- tíð félagsins. Kaffi og gamanmál. Kvenfélag Garðabæjar heldur aðalfund sinn á Garðaholti þriðjud. 5 febr. kl.20:30 venjuleg aðalfundarstörf, bingó. Safnaðarfélag Graf- arvogskirkju aðalfund- urinn verður mánud. 4. feb í safnaðarsal Graf- arvogskirkju. Venjuleg aðalfundarstörf. Sigrún Aðalbjarnardóttir pró- fessor flytur erindi. Kvenfélag Grens- ássóknar, aðalfund- urinn verður í safn- aðarheimilinu 11. febrúar og hefst með borðhaldi kl. 19. Venju- leg aðalfundarstörf. Tilkynnið þátttöku fyr- ir föstud. 8. feb. í s. 553-7057 Brynhildur, s. 568-7596 Kristín eða 553-6911 Kristrún. Kvenfélag Laug- arnessóknar aðalfund- urinn er á morgun 4. feb. kl. 20 í safn- aðarheimilinu. Kvenfélagið Fjallkon- urnar heldur fund þriðjudaginn 5. febrúar kl. 20. Snyrtivörur, veitingar. Gestir vel- komnir. Slysavarnadeild kvenna Seltjarnarnesi. Aðalfundur deild- arinnar verður mánu- daginn 11. feb. kl. 20 í Albertsbúð við Bakka- vör. Venjuleg aðalfund- arstörf, bingó. Kvenfélag Lágafells- ssóknar aðalfundurinn verður haldinn í Hlé- garði mánud. 4. feb kl. 19.30, venjuleg aðal- fundarstörf. Konur eru hvattar til að mæta. Í dag er sunnudagur, 3. febrúar, 34. dagur ársins 2002. Blasíusmessa. Orð dagsins: Fjarlægt er það, sem er, og djúpt, já djúpt. Hver getur fundið það? (Préd. 7, 24.) 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 kafaldið, 8 gata, 9 guð- um, 10 uxa, 11 bik, 13 líf- færum, 15 hreinsa, 18 moð, 21 kvendýr, 22 blessa, 23 svardagi, 24 endis. LÓÐRÉTT: 2 svertingja, 3 svikula, 4 hljóðfæri, 5 tómar, 6 bríni, 7 tunnum, 12 bein, 14 fiskur, 15 sæti, 16 hryggi, 17 óhreinkaðu, 18 áfall, 19 fim, 20 sjá eft- ir. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 kúgar, 4 sekur, 7 tíðum, 8 álkan, 9 tel, 11 ræna, 13 espi, 14 numið, 15 forn, 17 alfa, 20 ára, 22 sálir, 23 nifls, 24 skaði, 25 auman. Lóðrétt: 1 kútur, 2 gæðin, 3 rúmt, 4 skál, 5 kokks, 6 rengi, 10 eimur, 12 ann, 13 eða, 15 fisks, 16 rulla, 18 lof- um, 19 assan, 20 Árni, 21 anga. Víkverji skrifar... VINUR Víkverja, sem búsetturer í Grafarvogi, notfærir sér gjarnan þjónustu útibús Lands- bankans í hverfinu. Finnst það reyndar óvenjuskemmtilegt að stunda viðskipti sín í lúgu-banka; rennir þá upp að bankanum á „sín- um fjallabíl“ eins og Ragnar Reykás hefði sagt, og er afgreiddur eins og í sjoppu. Beint í bílinn-bankinn í Grafar- vogi er líka opinn lengur en önnur útibú eða til kl. 18 virka daga. Það kemur sér vel, því auðvitað er slæmt fyrir marga að bankar skuli einungis vera opnir meðan fólk er í vinnunni. Vinurinn hafði ekki komið við í „sjoppu-bankanum“ sínum lengi en þegar hann kom þar við á dögunum áttaði hann sig á því að hver við- skiptavinur sem kemur í bankann eftir kl. 16.15 er rukkaður um 150 króna gjald sérstaklega. Þessu hef- ur verið breytt einhvern tíma á síð- ustu mánuðum án þess að vinurinn tæki eftir því. Þarf bankinn virki- lega að taka slíkt gjald af viðskipta- vinunum til að standa undir þeim kostnaði sem hlýst af því að lengur er opið en annars staðar? Það væri eins og fólk borgaði meira fyrir mjólkina eða smjörið ef það kæmi í verslun eftir einhvern ákveðinn tíma, eins og vinurinn sagði. x x x KNATTSPYRNA er vinsælastaíþróttagreinin í heiminum og hin síðari ár hefur áhugi á greininni aukist sem aldrei fyrr. Sjónvarps- stöðvar slást um rétt til þess að sýna frá knattspyrnuleikjum og á Netinu hafa síðustu misseri sprottið upp óteljandi vefir sem fjalla um knatt- spyrnu. Víkverji er mikið á Netinu og skoðar daglega fjölda vefsíðna. Ein þeirra sem Víkverji skoðar reglu- lega er onefootball.com sem haldið er úti frá Englandi. Þar er ýmsan fróðleik að finna, og nýlega rakst Víkverji á lista yfir hin ýmsu lönd, þar á meðal Ísland, þar sem fjalla átti um legends í knattspyrnu við- komandi lands. Þar er átt við goð- sagnir! Þetta var spennandi, að mati Víkverja, og hann sá fyrir sér frá- sagnir af Ásgeiri Sigurvinssyni, Al- bert Guðmundssyni og slíkum görp- um. En hvað kemur á daginn? Á íslensku goðsagnasíðunni var greint frá tveimur leikmönnum, og með fullri virðingu fyrir þeim er Víkverji á því að margir knattspyrnugarpar eiga að vera á undan þeim í goð- sagnaröðinni. Þetta voru þeir Sig- urður Grétarsson og Gunnar Odds- son. x x x MIKIÐ hefur verið rætt og ritaðum það afrek hollenska fram- herjans Ruud van Nistelrooy hjá Manchester United að skora í átta leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Ekki skal lítið gert úr því – og vissulega er um met að ræða, í úrvalsdeildinni (Premiers- hip) sem stofnað var til fyrir fáein- um árum. Vini Víkverja, miklum unnanda knattspyrnuliðs Liverpool, þykir þó ástæða til þess að koma því á framfæri að einn leikmanna Rauða hersins skoraði á sínum tíma í fleiri leikjum í röð í efstu deildinni á Eng- landi – sem hét að vísu „bara“ 1. deild þá. Þetta var hinn magnaði John Aldridge. Hann á enn metið í efstu deild í Englandi; skoraði í fyrstu níu leikjunum haustið 1987 þegar hann fór á kostum í framlín- unni ásamt John Barnes og Peter Beardsley. Hamagangur á Hörðuvöllum Í HAFNARFIRÐI er verið að byggja nýjan Lækjar- skóla á Hörðuvöllum. Byggingarmenn hamast þarna frá morgni til kvölds, íbúum í hverfinu til mikillar mæðu, a.m.k. þeim okkar sem enn hafa óskerta heyrn. Tillitsleysið sem við höfum upplifað í vetur er ótrúlegt. Um hálfáttaleytið á morgnana hefjast bar- smíðar með loftborum og þær standa alla daga, langt fram eftir degi, jafnvel fram á kvöld og eru laug- ardagar og sunnudagar ekki undanskildir. Nú er svo komið að við getum ekki lengur orða bundist. Einu sinni fórum við og ræddum við gröfumann þarna á svæðinu. Það var um helgi og hann sagðist vera í fullum rétti og var snúðugur. Eftir samtalið við hann veltum við því fyr- ir okkur hver okkar réttur væri. Við höfum ekkert á móti því að menn byggi skóla en er ekki hægt að sýna örlitla tillitssemi? Til dæmis með því að byrja ekki svona eld- snemma á morgnana og gefa fólki frið um helgar a.m.k. e-ð fram á morgun- inn? Okkur verður hugsað til þess fólks sem býr nær þessu átakasvæði en við, t.d. fólksins sem dvelur á Sólvangi? Það getur varla verið mjög þægilegt að sitja undir þessu alla daga á þeim bæ. Slakið nú aðeins á, byggingarmenn, þið eruð ekki einir í heiminum! Friðbjörg og fjölskylda. Bændaferðir Úrvals-Útsýnar TILEFNI þessara skrifa er smápistill sem birtist í Velvakanda Morgunblaðs- ins 26. jan. sl. þar sem Agn- ar Guðnason skrifar í allri vinsemd um auglýstar bændaferðir Úrvals-Út- sýnar. Ég fæ ekki betur séð en að hann sé svolítið ósáttur við að Úrval-Útsýn auglýsi bændaferðir þar sem þær eru ekki eingöngu ætlaðar þeim sem starfa við bú- skap. Hann segir m.a. í þessum pistli að ein slík ferð hafi reynst hin leiðin- legasta. Fór hann í slíka ferð? Ekki veit ég það! Ef hann hefur farið í svona bændaferð, sem ég stórefa, hefur hann ekki farið í sömu bændaferð og ég, með Úrvali-Útsýn, sem var hin skemmtilegasta að mati þeirra sem í ferðinni voru. Bændaferðin sem ég fór í tók 12 daga og var far- ið til Þýskalands og aðeins „kíkt“ yfir til Frakklands. Fararstjóri okkar, hann Frissi (einn sá besti), sá til þess að ferðin varð ógleym- anleg í alla staði. Keyrt var um gróin og yndisleg vín- héruð og dali Þýskalands og ferðast vítt og breitt um sveitir, bæi og borgir. Alls staðar var gist á fjögurra stjarna hótelum, og matur og öll skemmtan hin frá- bærasta. Þarna upplifðum við bæði sveita- og borgar- menningu. Bændur eða ekki bændur! Skiptir ekki máli í svona ferðum. Ferðin var einfaldlega frábær. Ég kann Frissa fararstjóra og Úrvali-Útsýn mínar bestu þakkir fyrir. Með vinsemd, Elín Kristins. Hver gerir við lopapeysur? HVER gerir við lopapeys- ur, t.d. gerir við hnappagöt eða býr til ný? Þeir sem gætu gefið upplýsingar vin- samlega hafið samband við Elísabetu í síma 552 1076. Tapað/fundið Myndavél týndist APS-myndavél tapaðist í miðbæ Reykjavíkur síðasta laugardagskvöld (26. jan- úar). Hennar er mjög sárt saknað. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hafa samband í síma 698 3338 eða 5572132. Fundarlaun. Armband týndist ARMBAND, fléttað úr hvítagulli, rauðagulli og gulu gulli, týndist sl. fimmtudag í Árbæjar- hverfi. Skilvís finnandi hafi samband við Hildi í síma 896 6931. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Í DAG sá ég að Samkeppn- isstofnun hafði bannað auglýsingu Allianz, með barninu sem dettur út um gluggann. Um daginn fór 3 ára sonardóttir mín allt í einu að segja mér frá barni sem var að detta út um glugga og manni sem greip blóm en lét barnið detta. Ég áttaði mig á því að hún var að tala um vas- ann og barnið í auglýsingu Allianz. Henni fannst þetta mjög raunverulegt. Ég þurfti að útskýra fyrir henni að maðurinn hefði hætt við að grípa vasann og gripið barnið í staðinn. Nei, sagði sú litla, hann greip vasann. Þessi aug- lýsing hefur áhrif á lítil börn sem ekki skilja hana. Hún hafði haft áhrif á ímyndunarafl barnabarns mín sem hélt að það væri eðlileg hegðun manns að grípa vasa, sem var að detta, á undan barni. Jórunn. Áhrif auglýsinga á börn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.