Morgunblaðið - 03.02.2002, Side 30

Morgunblaðið - 03.02.2002, Side 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞEIR sem sóttu Sumartónleika á Kirkjubæjarklaustri í sumar hafa varla gleymt fiðluleikaranum frá- bæra sem þar lék, Michael Guttman. Þeir sem muna tónleika á Klaustri lengra aftur í tímann minnast eflaust líka sellóleikarans Luc Tooten, en báðir eru þeir nú komnir hingað til lands með kvartett sínum, Arriaga kvartettinum frá Belgíu. Koma kvartettsins verður að teljast stór- viðburður, því Arriaga-kvartettinn hefur þegar skapað sér nafn sem einn besti kvartett heims í dag. Tón- leikar kvartettsins eru í tónleikaröð Ýmis, Sunnudags-matinée, og hefj- ast kl. 16. Í tónlistinni er þekkt fyrirbæri sem kallað er Belgíski fiðluskólinn. Skólinn er rakinn til belgíska fiðlu- leikarans og tónskáldsins Henri Vieuxtemps, sem eyddi seinni hluta starfsævi sinnar í að kenna fiðluleik við Konservatoríið í Brussel. Sjálfur kallaði hann kennsluna sína heilögu köllun og meðal nemenda hans voru snillingar og Eugene Ÿsaf e. Luc Tooten sellóleikari Arriaga-kvart- ettsins segir að áhrifa Vieuxtemps og Belgíska skólans hafi farið að gæta strax á líftíma hans. „Vieux- temps var einkafiðluleikari Rússa- keisara í nokkur ár og orðspor hans og áhrif fóru strax víða. Í dag er kannski ekki svo mikill munur á Belgíska skólanum og öðrum, því hann hefur skotið rótum víða um heim. Helstu sérkenni hans er tæknifullkomnun sem getur varðað ýmsa þætti spilamennskunnar, bogatækni jafnt sem fingrasetn- ingu.“ Arriaga-strengjakvartettinn, nefndur eftir spænska tónskáldinu Juan Crisostomo de Arriaga (1806- 1826), var stofnaður árið 1980. Stofnendur kvartettsins voru þá nýútskrifaðir úr Konunglega tónlist- arskólanum í Brussel og Juilliard- tónlistarskólanum í New York. Michael Guttman kom að vestan en Luc Tooten, fiðluleikarinn Yvo Lint- ermans og víóluleikarinn Marc Toot- en eru Belgar. Kvartettinn byggir leik sinn á traustum grunni belgísku strengjahefðarinnar, en hefur einnig orðið fyrir áhrifum frá til að mynda Juilliard-kvartettinum. Tæknileg fullkomnun er höfð í hávegum, en um leið leitast tónlistarmennirnir við að teygja sig út fyrir ramma hefð- arinnar og leggja ríka áherslu á að flytja meistaraverk lítt þekktra tón- skálda frá ýmsum tímabilum. Kvartettinn hefur fyrir vikið eign- ast stóran hóp aðdáenda og leikur nú fyrir troðfullu húsi um heim allan. Áheyrendur sem gagnrýnendur hafa verið á einu máli um að í Arriaga- kvartettinum mætist listræn full- komnun og dirfska í túlkun og verk- efnavali á óvenjulegan og einstakan hátt. Arriaga-kvartettinn hefur leik- ið inn á fjölda hljómdiska og kemur árlega fram á tónlistarhátíðum um heim allan. Meðlimir hans hafa auk þess staðið fyrir og skipulagt hina árlegu Kvartetthátíð í Flandri. Luc Tooten segist hlakka mjög til að koma til Íslands í annað sinn. „Ég eignaðist góða vini þegar ég kom hingað síðast; íslenska tónlistar- menn sem eru mjög góðir. Ég hlakka til að hitta þetta fólk aftur. Það má segja að núna komi ég ekki bara fyr- ir tónlistina, heldur líka til að treysta vináttuna.“ Á tónleikunum í Ými leikur Arr- iaga-kvartettinn fyrst Strengjakvar- tett nr. 1 í d-moll eftir Arriaga; þá Strengjakvartett í g-moll ópus 10 eftir Dvorák og loks Strengjakvar- tett nr. 2 í D-dúr eftir Alexander Borodin. Tónleikarnir hefjast sem fyrr segir kl. 16. Einn besti strengjakvartett heims í Ými í dag „Fullkomnun og dirfska í túlkun“ Arriaga-strengjakvartettinn skipa Marc Tooten víóluleikari, Luc Tooten sellóleikari, Yvo Linter- mans, önnur fiðla, og Michael Guttman, fyrsta fiðla. Arriaga-strengjakvart- ettinn frá Belgíu leikur á Sunnudagsmatinée í Ými í dag. Bergþóra Jónsdóttir segir frá þessum snillingum og spjallar við sellóleikaran Luc Tooten um einka- fiðluleikara Rússakeis- ara, íslenska tónlist- arvini og fleira. begga@mbl.is                                         !           "# $  %&      '(     )!  (       ! "  * '   "(    ! #  $ +   ,        %  && %& *  -   .   #     ' '  (  )"'    /0  /     ! * +,-.   *1    2  3  !         "# $  %&   4    5                               '(     )!  (  #  $ +   ,        /  0  ) 0    6  *& 3 1     , 3  +   )!  (  2"    ' /'( , 3     7  /   )!  (  4    4  "!   )!  (  ,    * 8 "  , #)5 %     %&                                  "# $  %&           "# $  %&   #   " 6 9  4&! - *  4&! (0  0     % 2 7 4 6    !          "# $  %&   1  .        :$    43 ;        "   * <  +    ;3  *& 3 "   "'  /  )!  (  8  9   "" :       1  0   !       "%;   "# $  %&                 %  && %& *  -   .   #     * +,-.   *1    2  3  ! " :   ! 7  7   * 8  +   "<= >?@>>?A@ ,       ! <=   -$   3 =# 7  > ?>& 3 . (  +:     @ (  $  6# 6     ! % ;&B  C" *   * &   = 0D   & %1  / (  3&  8   )!  (    + E /  @!  &!(   = (+  +  % 8  );  A<      !"#$%&'(%%)*++&+ ++ * (   =. 1'    !  3  ' &  BCCB# D  0 ) 3 =. '  3    =. 3    1  # 4     (  EF 3F   (     1  ! (  ( >(   ! E  '( 3- .   3F #  ,                           !      ! "  * '   "(    ! ' '  (  )"'    /0  /     ! 8  +    9 * !    ! 9     &      ,- *  *1 1      /    )  %&  %&   = 4 /'      ,     F$  G  1  :    ! ( +H     + " )          -./           8  . I    "- +  )!  (  ( J   #     )!  (  K5   /'      (  ' '        " "C"  /  '" +    *!  ! +"   '(  .   )!  (  %  :   )  *  *       2    (  / (   )!  (  #  L( >M:      7  1  8  !        % 3  "  1' - "  1' % 1     (  - 2 " 8 .    1   - 1 ((   %1 - 1 F +  0   40(  - / ! - +  0 " 8 . . 3 - 4  (           %     -  3  % 3  )!  (  - @ 1  % 3  )!  (  - *' ( % 3  )!  (  -  (( % 3  )!  (  - )& % 3  )!  (  - ( 3 40(  - "     40(  - +  F   40(  -    - "       8    %  /  „ÉG sé ljósið“ er yfirskrift minning- ardagskrár um sænsku skáldkonuna Astrid Lindgren sem verður í Lista- klúbbi Leik- húskjallarans annað kvöld, mánudagskvöld, kl. 20.30. Lindgren lést 28. janúar síðast- liðinn 94 ára að aldri. Hún hefur auðgað líf margra kynslóða lesenda og er vafalítið ástsælasti barnabókahöf- undur heims. Þýðendur lesa stutta úrvalskafla úr verkum Lindgren, flutt verða at- riði og söngvar úr leikritum hennar og fjallað um höfundinn. Þeir sem fram koma eru hópur fólks sem hef- ur með einum eða öðrum hætti fært Íslendingum verk skáldkonunnar gegnum tíðina: Atli Rafn Sigurð- arson, Árni Tryggvason, Ásdís Skúladóttir, Bessi Bjarnason, Heim- ir Pálsson, Helgi Hjörvar, Margrét Örnólfsdóttir, Ólafur Kjartan Sig- urðarson, Sigrún Árnadóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Sigurður Sigurjónsson, Silja Aðalsteinsdóttir, Vilborg Dagbjarts- dóttir og Þorleifur Hauksson. Umsjónarmaður Listaklúbbsins er Helga E. Jónsdóttir. Minningardagskrá í Listaklúbbnum Astrid Lindgren ÞRJÚ námskeið á menningarsviði eru að hefjast hjá Endurmenntun HÍ og eru þau öllum opin. Fordómar er viðfangsefnið á heimspekinámskeiði sem hefst á þriðjudag og byggist á rökræðum og þekkingarfræðilegri greiningu á dæmum og hugmyndum manna um fordóma. Sigurður Björnsson lektor í heimspeki við KHÍ kennir og stýr- ir umræðum. Þá hefst einnig á þriðjudag nám- skeiðið Karl og Kerling – kynja- myndir í samfélagi og menningu og er það haldið í samstarfi við Rann- sóknarstofu í kvennafræðum við HÍ og námsbraut í kynjafræðum. Þar verður farið í grunnatriði í kynja- fræði og fjallað um birtingarform og merkingu kynferðis í fjölskyldulífi, á vinnumarkaði, í menningu og tungu- máli. Umsjón hefur Þorgerður Ein- arsdóttir lektor í kynjafræði og Irma Erlingsdóttir forstöðumaður Rannsóknarstofu í kvennafræðum. Leshringurinn Rýnt í jólabæk- urnar fer af stað 7. febrúar undir stjórn Soffíu Auðar Birgisdóttur bókmenntafræðings. Þar verða brotnar til mergjar 6-8 nýútkomnar bækur og farið í feril höfunda og verk þeirra rædd frá ýmsum sjón- arhornum. Þá heimsækja rithöfundar nám- skeiðið og segja frá tilurð verka sinna. Þrjú menning- arnám- skeið SAGAN af bláa hnettinum, eftir Andra Snæ Magnason er komin út á Spáni. Bókaútgáfan Omega í Barse- lónu gefur út. Spænska útgáfan ber titilinn La hi- storia del planeta azul og er eins að allri hönnun og útliti og sú íslenska, með myndlýsingum Áslaugar Jóns- dóttur. Kristinn R.Ólafsson í Madríd og Sol Álvarez þýddu verkið á spænsku með styrk frá Bókmennta- kynningarsjóði. Blái hnött- urinn á Spáni Andri Snær Magnason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.