Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞEIR sem sóttu Sumartónleika á Kirkjubæjarklaustri í sumar hafa varla gleymt fiðluleikaranum frá- bæra sem þar lék, Michael Guttman. Þeir sem muna tónleika á Klaustri lengra aftur í tímann minnast eflaust líka sellóleikarans Luc Tooten, en báðir eru þeir nú komnir hingað til lands með kvartett sínum, Arriaga kvartettinum frá Belgíu. Koma kvartettsins verður að teljast stór- viðburður, því Arriaga-kvartettinn hefur þegar skapað sér nafn sem einn besti kvartett heims í dag. Tón- leikar kvartettsins eru í tónleikaröð Ýmis, Sunnudags-matinée, og hefj- ast kl. 16. Í tónlistinni er þekkt fyrirbæri sem kallað er Belgíski fiðluskólinn. Skólinn er rakinn til belgíska fiðlu- leikarans og tónskáldsins Henri Vieuxtemps, sem eyddi seinni hluta starfsævi sinnar í að kenna fiðluleik við Konservatoríið í Brussel. Sjálfur kallaði hann kennsluna sína heilögu köllun og meðal nemenda hans voru snillingar og Eugene Ÿsaf e. Luc Tooten sellóleikari Arriaga-kvart- ettsins segir að áhrifa Vieuxtemps og Belgíska skólans hafi farið að gæta strax á líftíma hans. „Vieux- temps var einkafiðluleikari Rússa- keisara í nokkur ár og orðspor hans og áhrif fóru strax víða. Í dag er kannski ekki svo mikill munur á Belgíska skólanum og öðrum, því hann hefur skotið rótum víða um heim. Helstu sérkenni hans er tæknifullkomnun sem getur varðað ýmsa þætti spilamennskunnar, bogatækni jafnt sem fingrasetn- ingu.“ Arriaga-strengjakvartettinn, nefndur eftir spænska tónskáldinu Juan Crisostomo de Arriaga (1806- 1826), var stofnaður árið 1980. Stofnendur kvartettsins voru þá nýútskrifaðir úr Konunglega tónlist- arskólanum í Brussel og Juilliard- tónlistarskólanum í New York. Michael Guttman kom að vestan en Luc Tooten, fiðluleikarinn Yvo Lint- ermans og víóluleikarinn Marc Toot- en eru Belgar. Kvartettinn byggir leik sinn á traustum grunni belgísku strengjahefðarinnar, en hefur einnig orðið fyrir áhrifum frá til að mynda Juilliard-kvartettinum. Tæknileg fullkomnun er höfð í hávegum, en um leið leitast tónlistarmennirnir við að teygja sig út fyrir ramma hefð- arinnar og leggja ríka áherslu á að flytja meistaraverk lítt þekktra tón- skálda frá ýmsum tímabilum. Kvartettinn hefur fyrir vikið eign- ast stóran hóp aðdáenda og leikur nú fyrir troðfullu húsi um heim allan. Áheyrendur sem gagnrýnendur hafa verið á einu máli um að í Arriaga- kvartettinum mætist listræn full- komnun og dirfska í túlkun og verk- efnavali á óvenjulegan og einstakan hátt. Arriaga-kvartettinn hefur leik- ið inn á fjölda hljómdiska og kemur árlega fram á tónlistarhátíðum um heim allan. Meðlimir hans hafa auk þess staðið fyrir og skipulagt hina árlegu Kvartetthátíð í Flandri. Luc Tooten segist hlakka mjög til að koma til Íslands í annað sinn. „Ég eignaðist góða vini þegar ég kom hingað síðast; íslenska tónlistar- menn sem eru mjög góðir. Ég hlakka til að hitta þetta fólk aftur. Það má segja að núna komi ég ekki bara fyr- ir tónlistina, heldur líka til að treysta vináttuna.“ Á tónleikunum í Ými leikur Arr- iaga-kvartettinn fyrst Strengjakvar- tett nr. 1 í d-moll eftir Arriaga; þá Strengjakvartett í g-moll ópus 10 eftir Dvorák og loks Strengjakvar- tett nr. 2 í D-dúr eftir Alexander Borodin. Tónleikarnir hefjast sem fyrr segir kl. 16. Einn besti strengjakvartett heims í Ými í dag „Fullkomnun og dirfska í túlkun“ Arriaga-strengjakvartettinn skipa Marc Tooten víóluleikari, Luc Tooten sellóleikari, Yvo Linter- mans, önnur fiðla, og Michael Guttman, fyrsta fiðla. Arriaga-strengjakvart- ettinn frá Belgíu leikur á Sunnudagsmatinée í Ými í dag. Bergþóra Jónsdóttir segir frá þessum snillingum og spjallar við sellóleikaran Luc Tooten um einka- fiðluleikara Rússakeis- ara, íslenska tónlist- arvini og fleira. begga@mbl.is                                         !           "# $  %&      '(     )!  (       ! "  * '   "(    ! #  $ +   ,        %  && %& *  -   .   #     ' '  (  )"'    /0  /     ! * +,-.   *1    2  3  !         "# $  %&   4    5                               '(     )!  (  #  $ +   ,        /  0  ) 0    6  *& 3 1     , 3  +   )!  (  2"    ' /'( , 3     7  /   )!  (  4    4  "!   )!  (  ,    * 8 "  , #)5 %     %&                                  "# $  %&           "# $  %&   #   " 6 9  4&! - *  4&! (0  0     % 2 7 4 6    !          "# $  %&   1  .        :$    43 ;        "   * <  +    ;3  *& 3 "   "'  /  )!  (  8  9   "" :       1  0   !       "%;   "# $  %&                 %  && %& *  -   .   #     * +,-.   *1    2  3  ! " :   ! 7  7   * 8  +   "<= >?@>>?A@ ,       ! <=   -$   3 =# 7  > ?>& 3 . (  +:     @ (  $  6# 6     ! % ;&B  C" *   * &   = 0D   & %1  / (  3&  8   )!  (    + E /  @!  &!(   = (+  +  % 8  );  A<      !"#$%&'(%%)*++&+ ++ * (   =. 1'    !  3  ' &  BCCB# D  0 ) 3 =. '  3    =. 3    1  # 4     (  EF 3F   (     1  ! (  ( >(   ! E  '( 3- .   3F #  ,                           !      ! "  * '   "(    ! ' '  (  )"'    /0  /     ! 8  +    9 * !    ! 9     &      ,- *  *1 1      /    )  %&  %&   = 4 /'      ,     F$  G  1  :    ! ( +H     + " )          -./           8  . I    "- +  )!  (  ( J   #     )!  (  K5   /'      (  ' '        " "C"  /  '" +    *!  ! +"   '(  .   )!  (  %  :   )  *  *       2    (  / (   )!  (  #  L( >M:      7  1  8  !        % 3  "  1' - "  1' % 1     (  - 2 " 8 .    1   - 1 ((   %1 - 1 F +  0   40(  - / ! - +  0 " 8 . . 3 - 4  (           %     -  3  % 3  )!  (  - @ 1  % 3  )!  (  - *' ( % 3  )!  (  -  (( % 3  )!  (  - )& % 3  )!  (  - ( 3 40(  - "     40(  - +  F   40(  -    - "       8    %  /  „ÉG sé ljósið“ er yfirskrift minning- ardagskrár um sænsku skáldkonuna Astrid Lindgren sem verður í Lista- klúbbi Leik- húskjallarans annað kvöld, mánudagskvöld, kl. 20.30. Lindgren lést 28. janúar síðast- liðinn 94 ára að aldri. Hún hefur auðgað líf margra kynslóða lesenda og er vafalítið ástsælasti barnabókahöf- undur heims. Þýðendur lesa stutta úrvalskafla úr verkum Lindgren, flutt verða at- riði og söngvar úr leikritum hennar og fjallað um höfundinn. Þeir sem fram koma eru hópur fólks sem hef- ur með einum eða öðrum hætti fært Íslendingum verk skáldkonunnar gegnum tíðina: Atli Rafn Sigurð- arson, Árni Tryggvason, Ásdís Skúladóttir, Bessi Bjarnason, Heim- ir Pálsson, Helgi Hjörvar, Margrét Örnólfsdóttir, Ólafur Kjartan Sig- urðarson, Sigrún Árnadóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Sigurður Sigurjónsson, Silja Aðalsteinsdóttir, Vilborg Dagbjarts- dóttir og Þorleifur Hauksson. Umsjónarmaður Listaklúbbsins er Helga E. Jónsdóttir. Minningardagskrá í Listaklúbbnum Astrid Lindgren ÞRJÚ námskeið á menningarsviði eru að hefjast hjá Endurmenntun HÍ og eru þau öllum opin. Fordómar er viðfangsefnið á heimspekinámskeiði sem hefst á þriðjudag og byggist á rökræðum og þekkingarfræðilegri greiningu á dæmum og hugmyndum manna um fordóma. Sigurður Björnsson lektor í heimspeki við KHÍ kennir og stýr- ir umræðum. Þá hefst einnig á þriðjudag nám- skeiðið Karl og Kerling – kynja- myndir í samfélagi og menningu og er það haldið í samstarfi við Rann- sóknarstofu í kvennafræðum við HÍ og námsbraut í kynjafræðum. Þar verður farið í grunnatriði í kynja- fræði og fjallað um birtingarform og merkingu kynferðis í fjölskyldulífi, á vinnumarkaði, í menningu og tungu- máli. Umsjón hefur Þorgerður Ein- arsdóttir lektor í kynjafræði og Irma Erlingsdóttir forstöðumaður Rannsóknarstofu í kvennafræðum. Leshringurinn Rýnt í jólabæk- urnar fer af stað 7. febrúar undir stjórn Soffíu Auðar Birgisdóttur bókmenntafræðings. Þar verða brotnar til mergjar 6-8 nýútkomnar bækur og farið í feril höfunda og verk þeirra rædd frá ýmsum sjón- arhornum. Þá heimsækja rithöfundar nám- skeiðið og segja frá tilurð verka sinna. Þrjú menning- arnám- skeið SAGAN af bláa hnettinum, eftir Andra Snæ Magnason er komin út á Spáni. Bókaútgáfan Omega í Barse- lónu gefur út. Spænska útgáfan ber titilinn La hi- storia del planeta azul og er eins að allri hönnun og útliti og sú íslenska, með myndlýsingum Áslaugar Jóns- dóttur. Kristinn R.Ólafsson í Madríd og Sol Álvarez þýddu verkið á spænsku með styrk frá Bókmennta- kynningarsjóði. Blái hnött- urinn á Spáni Andri Snær Magnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.