Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 35
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 35 Á LANDSFUNDI Sjálfstæðisflokksins í haust var mörkuð stefna að nýjum að- gerðum í byggðamál- um. Í ályktun um sveitarstjórnar- og byggðamál, sem sam- þykkt var á fundinum, segir m.a. „Fyrirtækj- um á landsbyggðinni verði sköpuð betri rekstrarskilyrði og skoða ber raunhæfar aðgerðir í skattamál- um í því skyni. Ekki verði um beinar styrk- veitingar að ræða til byggðaaðgerða en í stað þess verði auknu fjármagni veitt til almennra aðgerða til jöfn- unar á aðstöðu einstaklinga og fyr- irtækja“. Í umræðu vinnuhóps um tillöguna kom skýrt fram að hér er átt við mismunandi álagningu tekju- skatts og/eða tryggingagjalds á fyr- irtæki annars vegar á höfuðborg- arsvæðinu og hins vegar á landsbyggðinni. Hér er um afdrifaríkt mál að ræða fyrir byggðir landsins. Lands- fundur annars stjórnarflokksins hefur ályktað að athuga eigi aðgerð- ir í skattamálum sem raunhæfa byggðaaðgerð í stað hefðbundinna styrktaraðgerða. Vorið 1999 samþykkti Alþingi til- lögu til þingsályktunar um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1999 til 2001. Nánast öll atriði hennar hafa náð fram að ganga. Þannig hefur Al- þingi sýnt í verki að ekki stendur á vilja né fjármagni til að sporna við miklum ójöfnuði í íbúaþróun lands- ins. Hins vegar er ljóst að sú stefna, sem fylgt hefur verið í byggðaað- gerðum margra undangenginna ára, dugar ekki til að ráða við vandann. Á miklu framfaraskeiði á höfuð- borgarsvæðinu, sem m.a. hefur byggst á upplýsingastreymi og tækninýjungum hins frjálsa mark- aðar, hefur megináherslan á upp- byggingu á landsbyggðinni byggst á bættum vegasamgöngum, framlög- um úr ríkissjóði, tilflutningi opin- berra starfa o.s.frv. Reynslan hefur sýnt að slíkar aðgerðir ná skammt einar og sér. Tengja þarf aðgerðir hins opin- bera í byggðamálum beint hinum frjálsa markaði. Haga þarf málum þannig að stjórnendur fyrirtækja sjái sér hag í að staðsetja þau á landsbyggðinni og að stjórnendur opinberra stofnana hafi frumkvæði að uppbyggingu opinberra stofnana á úti á landi. Staða höfuðatvinnugreinanna á landsbyggðinni Tafla 1 sýnir fjölda búfjár eftir landsvæðum árin 1990 og 2000. Eins og taflan sýnir fækkar búfé á landsbyggðinni nema hrossum fjölgar lítillega á milli áranna 1990 og 2000. Það sama verður ekki sagt um höfuðborgarsvæðið, þar fjölgar búfé af fjórum tegundum en fækkar í þremur. Ætla má samkvæmt töfl- unni að rekstur svína- og varp- hænsnabúa sé að flytjast frá lands- byggðinni til höfuðborgarsvæðisins, samfara því að það dregur úr neyslu á kindakjöti en neysla á hvítu kjöti eykst. Öll aukning í neyslu á hvítu kjöti skilar sér eingöngu í auknum störfum á höfuðborgarsvæðinu. Mynd 1 sýnir veiðiheimildir í þorski sem hlutfall af veiðiheimild- um í þorski í upphafi veiðiársins 1992/1993. Rauða línan sýnir hlutfall veiðiheimilda samtals. Þegar veiði- heimildir í þorski, skipt eftir lands- hlutum, eru skoðaðar, þá er ljóst að það sama er að gerast á landsbyggð- inni eins og í landbúnaðinum. Veiði- heimildir dragast saman á Vest- fjörðum, Norðurlandi án Akureyrar, Austurlandi og Suður- landi. Áhrif samdráttar í landbúnaði og sjávar- útvegi á landsbyggð- inni Tafla 2 sýnir fjölda ársverka og íbúafjölda árið 1988 og 1997, ann- ars vegar á lands- byggðinni og hins veg- ar á höfuðborgarsvæðinu. Á tímabilinu fækkar ársverkum á lands- byggðinni um 7,2% en fjölgar um 7,4% á höf- uðborgarsvæðinu. Þetta hefur síðan haft eðlileg áhrif á íbúaþróunina. Íbúum fækkar á landsbyggðinni en fjölgar á höfuðborgarsvæðinu. Það vekur athygli að þegar störf- um fækkar í landbúnaði, fiskveiðum og fiskvinnslu á landsbyggðinni fjölgar í landbúnaði og fiskveiðum á höfuðborgarsvæðinu en lítilleg fækkun er í fiskvinnslu, eða 2,9%, samanborið við 11,3% fækkun á landsbyggðinni. Ekki eru fyrirliggjandi nýrri tölur um skiptingu ársverka eftir atvinnu- greinum á milli höfuðborgarsvæð- isins og landsbyggðarinnar en frá árinu 1997. Aftur á móti eru til nýrri upplýsingar fyrir landið allt. Á tíma- bilinu frá 1996 til 2000 fækkaði störfum í sjávarútvegi og landbún- aði um 2.030, sem að mestu hefur komið niður á landsbyggðinni með áhrifum á íbúaþróunina. Á sama tíma fjölgar störfum í öðrum at- vinnugreinum samtals um 14.000. Sú fjölgun á sér stað svo til ein- göngu á suðvesturhorni landsins, enda hefur íbúaþróunin á því svæði verið í takt við það. Laun Samhliða fækkun starfa eru laun á landsbyggðinni almennt mun lægri en á höfuðborgarsvæðinu og hefur launabilið farið vaxandi und- anfarin ár. Af því leiðir að fólk flytur frá landsbyggðinni vegna lágra launa, frá láglaunasvæði til höfuð- borgarsvæðisins, þar sem hærri laun eru í boði. Þetta kemur m.a. skýrt fram í fyrsta tbl. Viðskiptablaðsins árið 2002, en þar er þetta sjónarmið staðfest í grein eins af pistlahöfund- um blaðsins undir fyrirsögninni „Hafa orðið vatnaskil í byggðamál- um?“. Í greininni segir m.a. „Árið 1995 var launastig nær hið sama á landinu öllu, þar sem meðallaun á höfuðborgarsvæðinu voru aðeins um 1,8% hærri en úti á landi. En fimm árum seinna var þessi munur kom- inn upp í rúm 13% og virðist vax- andi. Þetta er ef til vill ein helsta or- sökin fyrir miklum fólksflutningum til suðvesturhornsins á síðustu árum og reyndar kann fólksflóttinn að hafa aukið þetta bil enn frekar ef þeir sem flytja suður eru tiltölulega tekjuháir.“ Fagna ber þeim liðs- styrk sem þetta sjónarmið fær í Við- skiptablaðinu. Hér hafa verið raktar orsakir byggðavandans, þ.e. annars vegar missir fólk störf sín og hins vegar bjóðast fólki lág laun á landsbyggð- inni. Ljóst er að hefðbundnar byggðaaðgerðir duga ekki til að ráða fram úr þessum vanda einar og sér. Hvað er til ráða? Fara þarf nýjar leiðir, þar sem markaðsöflunum er gefið meira ráð- rúm og stuðlað þannig að aukinni nýtingu þeirra auðlinda sem lands- byggðin býr yfir. Það er eitt af höf- uðverkefnum stjórnvalda að skapa umhverfi þar sem fyrirtæki geta dafnað og einstaklingar notið frum- kvæðis og atorku. Hér er lagt til að sköttum á fyr- irtæki verði beitt sem raunhæfri að- gerð í byggðamálum. Tekjuskattur og tryggingagjald verði lægri á fyr- irtæki á landsbyggðinni en á höf- uðborgarsvæðinu. Með slíkum að- gerðum verða markaðsöflin látin ráða. Stjórnendur fyrirtækja geta sjálfir ákveðið hvort fyrirtæki þeirra verði staðsett á höfuðborg- arsvæðinu eða á landsbyggðinni, þar sem greiddir verða lægri skatt- ar. Tekjuskattur fyrirtækja hefur verið lækkaður í 18% með það að markmiði að laða fyrirtæki erlendis frá til landsins. Áhrifanna er þegar farið að gæta. Össur hf. hefur ákveðið að flytja starfsemi frá Bandaríkjunum til Íslands. Þessi ákvörðun mun skapa um 40 ný störf. Telja verður ólíklegt að fyrirtæki komi erlendis frá til að setjast að á landsbyggðinni, ef skattprósenta þar er sú sama og á höfuðborgar- svæðinu. Er mögulegt að tekin hefði verið ákvörðun um að staðsetja framangreinda starfsemi Össurar hf. á landsbyggðinni ef tekjuskattur á fyrirtæki þar væri t.d. 8%? Und- irritaður telur líklegt að það hefði komið til athugunar. Hér er um raunhæfa byggðaaðgerð að ræða. Að undanförnu hefur verið nokk- ur umræða um uppbyggingu svo kallaðra kjarnasvæða en ekki er ljóst hvernig sú uppbygging eigi að fara fram. Af umræðunni má skilja að það eigi helst að gerast með flutningi opinberra starfa, þ.e. með beinni þátttöku ríkisvaldsins. Það er mat undirritaðs að þessi umræða sé á villigötum og að vænlegra til ár- angurs í uppbyggingu á lands- byggðinni sé að skapa hagstætt um- hverfi, þannig að markaðurinn sjálfur sjái um uppbygginguna án þess að ákvörðun um slíkt komi ofan frá. Með lægri sköttum á landsbyggð- inni hlýtur markaðurinn fyrst að horfa til öflugustu byggðakjarn- anna, þannig að þeir myndu af sjálfu sér styrkjast, en það gerist ekki með afli hinnar sýnilegu handar. Auk samþykktar landsfundar Sjálfstæðisflokksins fékk tillaga um skattamál sem raunhæfa aðgerð í byggðamálum ítarlega umræðu á fjórðungsþingi Vestfirðinga s.l. haust. Einnig hefur byggðanefnd á vegum Sambands íslenskra sveitar- félaga og aðalfundur Samtaka sveit- arfélaga á Vesturlandi gert tillögu um að skattar á fyrirtæki á lands- byggðinni verði skoðaðir sem raun- hæf aðgerð í byggðamálum. Jafn- framt hefur sveitarstjórn Dalabyggðar ályktað í þessa veru. RAUNHÆF AÐGERÐ Í BYGGÐAMÁLUM Haraldur L. Haraldsson Tekjuskattur og trygg- ingagjald, segir Har- aldur L. Haraldsson, verði lægri á fyrirtæki á landsbyggðinni en á höf- uðborgarsvæðinu. Höfundur er hagfræðingur. Veiðiheimildir í þorski sem hlutfall af veiðiheimildum í þorski fiskveiðiárið 1992/1993 Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur þakkar fyrir hönd skjólstæðinga sinna hinn mikla velvilja og frábæra aðstoð þeirra fjölmörgu fyrirtækja og einstaklinga sem hjálpuðu þeim að halda gleðileg jól. Án ykkar aðstoðar væri það ekki hægt. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Vorfagna›ur Úrvalsfólks ver›ur haldinn á Hótel Sögu, Súlnasal, föstu - daginn 15. febrúar 2002. Húsi› opnar kl. 19:00. Hljómsveit Hjördísar Geirs leikur fyrir dansi. Fjölbreytt skemmtiatri›i. Matse›ill: Kryddjurtalegi› lambalæri me› steinseljusteiktum kartöflum, völdu grænmeti og rjómapiparsósu. Súkkula›ikaka me› hindberjum og vanilluís. Kaffi. Mi›asala og bor›apantanir hefjast mánudaginn 4. febrúar hjá Rebekku og Valdísi, Lágmúla 4, í síma: 585-4000. Ver› kr. 3.200. • ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.